Þjóðviljinn - 22.03.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.03.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. marz 1960 Hvert stefnir þegar ríkisstjórnin ... Framhald af 4. síðu upp sjálfstætt efnahagskerfi þeirra. Er þetta raunar ekki svo furðulegt. Þessi stórveldi hafa að sjálfsögðu þörf fyrir ^að koma framleiðsluvörum sínum út til annarra landa, en öflug iðnvæðing frum- stæðra þjóða getur orðið stór- veldum, sem byggja á kapítal- ísku hagkerfi nokkur Þrándur í Götu að þessu leyti. Við megum því ekki vera, of trúaðir á það, að vestur- veldunum sé nokkurt keppi- kefli í því að ísland hraði uppbyggingu iðnaðar síns frá því sem nú er. Lánsfjárbann til arðbærra fram'kvæmda á íslandi af hálfu vestrænna stórvelda, samtímis tilboði um geypi- hátt eyðslulán, sem Islending- ar mega nota til þess að kaupa fyrir brennivín og tób- ak m.a. neyzluvara, segir sína sögu, sem vel færi á að ís- lendingar reyndu að skilja áður en það yrði of seint. Það er heldur ekki f jarstætt að ætla að stórveldum Atlanz- hafsbandalagsins sé það nokk- urt áhugaefni að Island dragi úr viðskiptum sínum við Sov- étríkin og Austur-Evrópu- löndin. Að sjálfsögðu minnast Bretar þess t.d enn með nokkrum trega, að löndunar- bann þeirra á 'íslenzkum fiski í Englandi náði á sínum tíma ekki tilgangi sinum, beinlín- is vegna þess, að íslendingar höfðu unnið sér nýja og mikia ' markaði fyrir fiskafurðir sín- ar, bæði í Rússlandi og öðrum Austur-Evrópulöndum. Sigrar Islendinga í landhelg- ismálinu á undanförnum ár- um hafa fyrst og fremst byggzt á því, að þeir voru ekki einungis háðir Bretum um sölu fiskafurða og gátu leitt þá hjá sér, þegar þeir gerðu tilraun til þess að beita oss ofríki og knésetja vilja íslenzku þjóðarinnar í einu stærsta hagsmuna- og sjálf- stæðismáli hennar. Baráttan um landhelgismál- ið sýnir glögglega, hve nauð- synlegt Islendinguin það er að halda opnum leiðum til við- skipta og verzlunar í allar átt- ir, án tillits til pólitiskra áhrifasvæða. Sjálfstæði Islands eins og allra smáþjóða byggist meðal annars og ekki sízt á því, að þær geti fullkomlega frjálst skákað fram hagsmunamálum s'ínum í alþjóðlegum viðskipt- um án annarlegs tillits og óháðir stjórnmálalegum á- greiningi milli austurs og vesturs. Verði smáþjóðir ein- hliða háðar í öllu tilliti af- mörkuðu hagsmunasvæði stór- velda, eiga þær allt undir góð- vilja þeirra, sem ekki svo sjaldan blandast nokkurri eigingirni, þegar bezt lætur,^ en getur lika blossað upp í ofbeldisbúið ofríki gegn hin- um vanmáttugu, eins og t.d. framkoma Breta í íslenzkri landhelgi er íslendingum lif- andj og sár vitnisburður um í þessu efni. Og það er í rauninni ekki svo furðulegt, þótt gömul ný- lenduveldi og auðdrottnunar- ríki hafi ekki enn tileinkað sér bræðralagið og jafnréttis- hugsjónina svo fullkomlega, að þau lumj ekki enn á draumum um veruleg áhrifa- völd yfir smáþjóðum. Það væri flestu öðru hættulegra, ef vér íslendingar tryðum því, að svo gæti ekki verið Hitt er furðulegra, ef sá íslendingur er til, sem ótta- laust finnur sig viljugan til þess að ganga að fullu á hönd erlendu valdi, þótt það vald kunni að eiga búsetu á vest- urhelmingi jarðar. Og í óefni virðist mér þá málum vorum komið, ef íslenzkir stjórn- málamenn eru til, sem tejja svo vonlaust um framtíð smá- þjóða, að þær eigi ekki ann- arra kosta völ en að hagræða stefnu sinni að geðþótta er- lendra manna, og velja síðan um það eftir ‘landfræðilegri afstöðu, fremur en frjálsu pólitísku viðhorfi, undir hvaða erlendan hramm þær skuli farga frelsi landa sinna. En því kemur mér þetta ’í hug, að stefna núverandi ríkisstjórnar virðist mjög mörkuð utanstefnum íslenzkra manna og sniðin eftir erlend- um auðdrottnunarkenningum og frásneydd allri þjónustu við land og þjóð. I stað þess felur hún í sér háskalega árás á lífskjör þjóðarinnar og boðar aukin erlend áhrif á ísland með lí'kum forboðum og þeir, er urðu íslendingum til frelsissviptingar á Sturl- ungaöld. Árni Ágústsson. SKIPAÚTGCRÐ RIKISINS Herðáreið Skemmdi fiskurinn Framhald af 7. síðu. reynzt á erlendum markaði, hverjir voru það þá, sem áttu fiskinn, sem skemmdur reynd- ist á Kúbumarkaðinum á ár- inu 1958, og hverjir voru það sem sendu skemmdan fisk til Brasilíu á því sama ári? Hverjir urðu þess valdandi austur um land í hringfer® að taka varð upp nýja flokk- hinn 26 þ.m. — Tekið á móti un til Brasilíu, vegna þess að flutningi í dag til Hornaf jarðar, mikið af fiskinum var svo Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, gallað að hann átti ekki Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar,. heima í neinum af þeim gæða- Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og: fiokkum, sem fyrir voru? Kópas'kers. 1 Hverjir sendu skemmdan fisk ( Farmiðar seldir á föstudag. til Spánar á s.l. hausti, og hvernig var sumt af salt- fiskinum.sem sent var til Ital- íu rétt fyrir síðustu áramót? Og svo að lokum. Hverjir eru það ,,sem vitað er að hafa gallað eða lélegt hráefni og OFT hafa valdið alvarlegum aðfinnslum og skaðabótakröf- um“- eins og stendur í árs- skýrslu S.Í.F. frá 1958. Ólafsfirði 13. marz 1960 Magnús Magnússon verkstjóri í þróttir Framhald af 9. siðu. stöðu sína til þess. Verði haldið áfram að þrengja að Sundhöll- inni svo sem gert er ráð íyrir í nefndum samþykktum, þá telur þingið að það sé tímaspursmál hvað hægt sé lengi að starfrækja Sundhöllina sómasamlega við þær aðstæður sem næsta ná- grenni skapar og vill þingið benda á, að ef fyrirhugaðar framkvæmdir risa af grunni þá er tímabært og nauðsýnlegt af heilbrigðisástæðum að flytja Sundhöllina úr þessu umhverfi. 4. Ársþing Í.B.K. 1960 ítrekar að gefnu tilefni þau tilmæli til bæjarstjórnar Keflavíkur að hún leiti álits og hafi samráð við I- þróttabandalag Keflavíkur og viðkomandi nefndir um fram- kvæmdir á íþróttamannvirkjum og skipulagsbreytingum í næsta nágrenni við þau. 5. Ársþing Í.B.K. 1960 sam- þykkir að gerast aðili að slysa- tryggingarsjóði íþróttamanna, er stofnaður yrði af íþróttasam- bandi íslands og næði til í- þróttamanna um land allt. Stjórn íþróttabandalags Kefla- víkur var endurkosin en hana skipa: Hafsteinn Guðmundsson formaður, Skúli Fjalldal, gjald- keri, Þórhallur Guðjónsson rit- ari, Heimir Stígsson meðsti. Varastjórn: Sigurður Alberts- son, Gunnar Albertsson írá K.F.K. Höskuldur G. Karlsson HEKLA vestur um land.í hringferð hinn 28. þ.m. — Tekið á móti flutn- ingi í dag og árdegis á morg- un til Patreksfjarðar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg- andafjarðar, Isafjarðar, Siglu- fjarðar, Dalvíkur, Akureyrar, Húsavíkur, Raufarhafnar og Þórshafnar. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. vestur um land til Akureyrar hinn 28. þ m. — Tekið á móti flutningi í dag til Húnaflóa og Skagafjarðarhafna svo og til Ólafsfjarðar Farseðlar seldir árdegis á laugardag. og Hólmbert Friðjónsson frá U.M.F.K. I héraðsdómstól voru endur- kosnir: Hermann Eiríksson, Ragnar Friðriksson og Tómas Tóniasson. Endurskoðendur voru kosnir Guðm. Ingólfsson og Sig. Eyj- ólfsson. imiiimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiitiimmiíiiimiiiímiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiimiMiimiiiiiiMiiiiiiiimiiiiimiiiiiiimiiimiiimiiiiic HREiNSUN Á BLÚNDUM OG ÍSAUMUÐUM DÚKUM Fíngerða, ósvikna kniplinga á að þvo úr volgri mjólk, sem þó hefur ekki komið upp suðan á. Síðan skal skola þá úr syk- urvatni og strjúka hálfþurra með hæfilega heitu járni. Knipplingar úr gull- eða silfurvír eru lagðir í suðuvín- anda, þvegnir vandlega og burstaðir með mjúkum bursta, t.d. tannbursta. Síðan er vín- andinn kreistur úr þeim og blúndan þerruð innan í hrein- um klút. Hvítar blúndur má vefja ut- an um flösku eða glas, t.d. sultuglas og hvítur léreftsklút- ur saumaður utan um. Mild, hvít sápa er leyst upp í vatni og soðin. Blúnduglasið er nú lagt í sápulútinn og lát- ið liggja þar í sólarhring. Þá er það tekið upp, kreistur úr því lögurinn og þvegið úr nýju sápuvatni. Ef þörf þykir, mega sápuvötnin sem þvegið er úr, vera fleiri en tvö. Því næst er glasið látið í hreint vatn, sem það skal liggja í, unz öll sápa er horíin. Síð- ast er það skolað úr blákku- vatni. sem ögn af gúmi er leyst upp í. Utan um glasið er nú vafið hvítum, þurrum dúk, og siðan er blúndan rakin ofan af og strokin með heitu strokjárni. Gamlar, hvítar blúndur má þvo úr volgu gallsápuvatni. skola vandlega, og síðast úr sykurvatni. Þá eru þær festar á strokborð og stroknar á milli tveggja hvitra klúta, á meðan deigar eru. Mjög ííngerðar blúndur eða kniplinga má hreinsa sem hér segir: Blúndurnar eru breiddar á þerriblað, sem þykkur dúkur er undir. Muldu tygli (steríni) er stráð yíir, annað þerriblað breitt yfir og strokið með nokk- uð heitu járn-i. Þerriblöðin sjúga óhreinindin í sig. Svartar blúndur eru þvegnar úr blákkuvatni, sem ein te- skeið af uppleystu tragant og ein matskeið af salmíakspíri- ■ tus er leyst upp í. Því næst eru þær festar niður á strok- borð, hreinn klútur breiddur yfir og strokið með heitu járni. Einnig má láta blúndurnar þorna, án þess að strjúka þær og teygja þær síðan. Ullarblúndur skal hreinsa þannig: Blúndan er fest með lásnælum niður á strokborð. Þá er baðmullarlagður. vættur í benzíni, síðan dýft í kartöflu- mjöl og blúndan núin vand- lega mep honum. Þegar blúnd- an er orðin hrein, er henni vaf- ið saman, hvítur papp'r Ját- inn utan um og geymt til næsta dags. Þá er hún tekin úr um- búðunum, hrist af henni mjölið og burstuð með mjúkum bursta. Dúkar sem blúndur eru saumaðar í, geymast bezt, ef þeir eru undnir upp á pappa- kefli. fsaumaðir dúkar eru þvegnir úr volgu sápuvatni, eða volgu vatni sem 6 gr. af burís hafa verið leyst upp í. ísaumnum má aldrei nudda saman. Eítir þvottinn er skolað fyrst úr salt- vatni, en síðan úr köldu ediks- vatni. Dúkarnir eru því næst vafðir í hvítan klút og strokn- ir háll'þurrir. Hvítt eða grátt léreít með mislitu ísaumi má þvo úr kvillajabarkarseyði, blönduðu ögn af terpentínu eða salmíak- spíritus. Það ér strokið á röng- unni. Silkiísaum má þvo úr volgu vatni, sem hvítar baupir, salt- lausar, hafa verið soðnar eða þá í kartöfluvatni úr hrá- um, niðurrifnum kartöflum. Ef litir hafa runnið saman í mislitum dúkum, er auðvelt að bæta úr því. Dúkurinn er skolaður úr köldu vatni og breiddur út i sólskinið. Hvítur klútur er haíður undir dúknum ■■■MBUNn og rangan látin snúa upp. Á. borðið, sem upp snýr. er. þykku saltlagi stráð yfir bléttina. sem. litirnir hafa runnið saman í. Dúkurinn er látinn liggja í ■ sólinni, þar til blettirnir eru horfnir, ef ekki tekst að ná blettunum í fyrstu atrennu, verður að reyna á ný. Tveir léttir vor- og sumar- kjólar, tilvaldir handa unguiii stúlkum. fin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit ..................................... iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iiiiiiiiniiiiiii iii iiiiiniiiiiiiiii iiiiiiiiini iiiniiiii iii iiiniiiimiii ............ m 111< 11111111 nn i/ ÍA'-LC/V^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.