Þjóðviljinn - 22.03.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.03.1960, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. marz 1960 — ÞJÓÐVILJIÍÍN — (9 Ritstjóri: Frímann Helgason Ársþing ÍBK skorar á bœjarstjórn Keflavíkur aS haga stœrð nýs íþróttahúss svo @3 mœtt geti jbörf almennings og íþróttamanna Frá leik ÞróWar og Kefivííkin.ga í 2. flokki. — Ljóm.: Sveinsi Þormóðsson. Fjórða ársþing íþróttabanda- lags Keflavíkur var haldið sunnudaginn 28. feb'r. s.l. Þing- ið sátu fulltrúar íþróttafélaga staðarins og sérráðanna og Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi og Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ. Hafsteinn Guðmundsson for- mað.ur IBK setti þingið og flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir s.l. starfsár. í skýrslunni er þess getið að á starfsárinu hafi verið stofn- uð fjögur íþróttaráð: Knatt- spyrnuráð, handknattleiksráð, sundráð og frjálsíþróttaráð. í skýrslunni er stutt yfirlit yfir helztu íþróttagreinarnar sem iðkaðar eru í Keflavík. Knattspyrnua hefur verið iðkuð af miklunjj áhuga - og árangur orðið góður, og það svo að í þrsmur flokkum voru Keflvík- ingar í úrslitum. Eru það sér- staklega ungu flokkarnir sem lofa góðu. Segir þar ennfremur að 17 drengir hafi fengið bronz- merki KSÍ á s.l. sumri en alls hafa 22 drengir leyst þrautirnar, og eru margir vel á veg komnir að ná silfurmerkjunum. Handknattleikur hefur líka verið stundaður af rniklu kappi, og þótt stutt sé síðan farið var að iðka hann, hafa framfarir orð- ið miklar. Ennfremur segir í skýrslunni um handknattleikinn: Ekki er þó hægt að reikna með því að við náum mikið lengra í handknattleiknum fyrr en við fáum stærra hús til æfinga. Mikið líf hefur verið í sund- íþróttinni, einkanlega er á árið leið, Heldur hefur verið dauft yfir frjálsum íþróttum á árinu. Þó var þátttaka í nokkrum mótum. M.jög háir það frjáslum íþróttum hér í Keflavík livað skilyrði eru slæm til æfinga úti, og ber brýna nauðsyn til þess að ráða bót á þessu hið fyrsta. I skýrslunni er frá því sagt að Í.B.K. standi í bréfaskiptum við vinabæi Keflavíkur á Norð- Wolverhampton tapaði í Barcelona Það er nú farið að síga á síðari hluta keppninnar um Evrópubikarinn í knattspyrnu, og ætlar að sýna sig að spönsku liðin ætla að komast langt. Þannig sigraði Barcelona ensku meistarana Wolverhamp- ton rækilega eða með 4:0 í annað skiptið, en 5:3 í hitt. Spánverjarnir voru ekki sér- lega hrifnir af leikmönnunum ensku, nema þeim Ron Plow- ers og Peter Brostbent, en þessir tveir leikmenn vöktu svo mikla athygli Spánverjanna að stjóm Barcelona vildi gefa sem svarar tæpum 5 milljónum ísl. krónum fyrir hvorn. urlöndum með athugun á gagn- kvæmum heimsóknum í huga. Hafa þegar borizt jákvæð svör frá Danmörku og Svíþjóð, en of snemmt er að ræða þessi mál frekar að sinni. Margt fleira er í skýrslunni, sem yfirleitt ber vott um gott og vakandi starf sem borið hef- ur árangur á liðnu starfsári. Helztu mál þingsins og samþykktir Þingið tók til meðferðar mörg mál og fjöldi ályktana voru sam- þykktar, en meðal þeirra voru þessar: 1. Ársþing f.B.K. haldið 28. febr. 1960 samþykkir að fara þess á leit við fræðslumálastjórn, bæjarstjórn Keflavíkur og fræðsluráð Keflavíkur, að haga gerð og stærð hins væntan- lega íþróttahús Gagnfræðasskóla Keílavikur þannig, að það geti mætt þörf almennings og íþrótta- manna hvaði varðar iðkun í- þrótta, sýninga og keppni. í þessu sambandi leyfir þingið sér að benda á teikningu íþrótta- húss, sem verið er að gera fyrir skóia, aimenning og iþróttaiélög- in í Hafnarfirði. 2. Ársþing Í.B.K. haldið 28. febr. 1960 lýsir ánæg'ju sinni yf- ir framkvæmdum við búnings- klefa á íþrótttasvæðinu s.l. ár. en ítrekar jafnframt enn einu sinni hina brýnu þörf kefivískra íþróttamanna fyrir fullkomnu í- þróttasvæði og skorar þingið á bæjarstjórn Keflavíkur að veita ríflegan styrk til áframhaldandi framkvæmda við! svæðið og að jafnframt verði leitað eftir hag- kvæmu láni til að mögulegt reynist að ljúka á þessu sumri sem allra mestum framkvæmd- um við hlaupabrautina og gras- völlinn. Minnir þingið á að enn- þá þarf Í.B.K. að leita út fyrir bæinn til þess ,að geta boðið upp á viðunandi knattspyrnuvöll í fyrstu deildarkeppni og enn- fremur að ekki er hægt að halda hér í Keflavik frjálsiþróttamót við viðunandi aðstæður. 3. Ársþing Í.B.K. haldið 28. febr. 1960 mótmælir þeim sam- þykktum sem gerðar hafa verið ' í bygginganefnd Keflavíkur og síðar bæjarstjórn Keflavíkur varðandi skipulag í nágrenni við Sundhöllina. Skorar þingið á bæjarstjórn að taka þetta mál aftur fyrir og endurskoða af- Framhald á 10. síðu. Þessir voru sæmdir stjörnu K.R fyrir frábær störf í þágu íélagsins. Talið frá vinstri. Haraldur Gíslason, Haraklur Guð« mundsson og IJjörgvin Scliram. Sæmdir heiðursmerki Árshátíð Knattspyrnufélags Reykjavíkur var haMin í Sjálf- .stæðishúsinu sfjnnudaginn, 6. marz s.l. Eins og venja er á árshátíðum félugsins voru þar af- hentar heiðursviðurkenningar fyrir störf og keppni fyrir KR. Að þessu sinni voru 3 menn sæmdir stjörnu KR, þeir Har- aldur Gíslason, Haraldur Guð- mundsson og Björgvin Schram. Fyrir 30 ára starf og keppni um var Haraldur Björnsson sæmd- ur gullpeningi. Þórður B. Sigurðsson, Birgir Þorvaldsson og Helgi Helgason voru sæmdir gullmerki KR fyrir 15 ára starf og keppni. Fyrir 10 ára starf og keppni hlutu eftirtaldir menn silfurpen- ing KR: Þörbjörn Friðriksson, Reynir Ólafsson, Guðmundur Georgsson, Jón Ingi Rósantsson Ágúst Hafberg og Þórir Þor- Þorsteinsson. S.l. laugardag fóru fram fimm leikir i handknattleiksmötinu, og voru sumir þeirra skemmti- legir og vel leiknir, en mis- jafr.ir voru þeir þó. 3. fl. B. FH — ÍBK 11:9 Til að byrja með var leikur- inn jafn: 2:2 og 3:3, en FH hafði 4:3 í hálfleik. Eftir leikhlé misstu Keflvíkingarnir tökin á leiknum og fóru Hafnfirðingar sinu fram og um skeið stóðu leikar 8:3 fyrir FH. Þá var eins og Keflvíkingar áttuðu sig og tóku ágætan endasprett og þeg- ar leikurinn var búinn munaði aðeins tveimur mörkum. Af B- liðsleik að vera var þetta all- góður leikur. Sveinn Kristjáns- son dæmdi leikinn og gerði það vel. .. 3. fl. A. Í.B.K. — Þróttur 16:7 Fyrri hálfleikur var mjög vel leikinn af hálfu Keflvíkinga. Náðu þeir hraða og samleik sem Þróttur réð ekkert við og skor- uðu 10 mörk gegn 2. Hefði eins getað verið 10:1, því að annað markið var slysamark. Lið Þrótt- ar er að vísu veikt, margir þeirra smáir vexti og hafa ekki enn náð þeirri leikni sem til þarf að standast hinum sterku 3. fl. sem yfirleitt koma fram núna, snúning. í síðari hálfleik virtust Kefl- víkingarnir taka leikinn full létt og þá tóku Þróttarar að spjara sig og endaði síþari hálfleikur aðeins 6:5 fyrir Keflavik. Eftir frammistöðunni í fyrri hálfleik var þetta slæmur endir hjá þessu sterka liði. Daníel Benjamínsson dæmdi leikinn ágætlega. 3. fl. A.: Ármann —- ÍR 7:7 í leik þessum var aldrei ',,dautt“ augnablik, og tvísýnn var hann frá upphafi til enda. Ármann byrjaði að skora, en hinir jafna stöðugt, en í hálf- leik eru það ÍR-ingar sem í fyrsta sinn komast yfir 5:4. Eftir hlé bæta þeir öðru marki við, en Ármenningar vox'u ekki af baki dottnir, þeir jafna 6:6, og aftur taka ÍR-ingar forustuna, en í’étt fyrir leikslok jafna Ár- menningar og lauk leiknum með jöfnu: 7:7. Mátti oft sjá góð tilþrif hjá báðum liðum og einstaklingum. Af bar þó í leiknum Guðmundur Ólaifsson í liði Árman(np *m skoraði 6 nxörkin af þessum 7. Karl Jóhannsson dæmdi leik- inn mjög vel. 2. fl. Þróttur — ÍBK 26:5 Satt að segja bjóst maður við að leikur þessi yrði heldur jafn- ari en raun varð. Þróttur á nú mjög góðan annan flokk, sem Keflvíkingar í þetta sinn réðu ékkert við, og þó byrjuðu þeir vel og eftír 5 mínútur stóðu leikar 2:2, en þá brá svo við að Þróttur skoraði 15 mörk án þess að Keflvikingar kæmust á blað, en leikurinn endaði meS 26:5 Margir Keflvíkinganna hafa nokkuð góða knattmeðferð og auga fyrir samleik, en þeir kunna ekki þá list að komast inn í vörn mótherjanna og skora. Að visu var vörn Þróttar mjög stei-k og þeir yfirleitt stærri vexti en Keflvíkingarnir. Sumir drengjanna eru líka ungii\ og léku þeir leik xótt áður í þriðja flokki. Vafalaust væri það skynsamlegt fyrir Þi-ótt að slíta þetta lið sem alli-a minnst í sundur og láta' þá fylgjast sem mest að upp í meistaraflokkinn, og það þótt það ryðji þaðan mönnunr sem taldir voru betri. En hvað um það, í þessuni mönnurn á Þi-óttur góða fram- tíðar handknattleiksmenn. 2j_fl. k.: ÍR — KR 15:11 Þetta var yfirleitt fjörleca leikxnn leikur, þar sem KR hafði forustuna lengi vel og í hálf- leik 7:5. En þegar líða tók á síðari háif- leik, fóru ÍR-ingarnir að gerast ágengir við KR, og þeim tókst að jafna á 10:10. Náðu þeir mjög góðum kafla og skoruðu 8 mörk í röð, en leiknum lauk með sigri. ÍR 15:11. ÍR-iiðið lofar nokkuð góðu, og í þessum leik sýndu þeir að þe-v geta opnað vörn sem með þar!\ en það tókst þeim í síðari hálf- leik. KR-Hðið var ekki eins hei!- steypt þótt það eigi nokkra góða einstaklinga. Dómari var Óskar Einarsson, og dæmdi hann allvel. Þó finnst rnanni hann fullfljótur að stöðva leik, því að í fjögur skipti blés hann í blístru sína þegar knött- urinn var á leið í markið, og hafnaði þar ,en gaf vítakast á liðið sem braut’, og tvisvar var „brennt af“. SAMOÐAR- KORT Slysavarnafélags fslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um land allt. í Reykjavík í hannyrðaverzl- uninni Bankastræti 6. Verzl- un Gunnþórunnar Halldórs- dottur, Bókaverzluninni Sögu, Langholtvegi og i skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 1-48-97. Heitið á Slysavarnafélagið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.