Þjóðviljinn - 22.03.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.03.1960, Blaðsíða 12
 immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiiiimmmmmmmmmmmmimmmimmmmmmmmii Nœlonsokkaverksmiðja byggð í Hafnarfirði ? Ráðagerðir uppi um siíka verksmiðju sem kynni að spara miil|ónir í gjaldeyri þlÓÐVIUINN E Þriðjudagur 22. marz 1960 — 25. árgangur — 68. tölublað. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim: Frétzt hefur að í ráði sé að byggja verksmiðju í Hafnarfirði til framleiðslu á nælonsokkum. Enn inun þetta ekki vera að fullu ákveðið, en líkur benda til þess að úr því verði. Eftir því sem. Þjóðviljinn hef- ur komizt næst mun ætlunin að íá erlent (vesturþýzkt) fjármag'n til verksmiðjunnar og vélarnar munu einnig keyptar í Vestur- Þýzkalandi og' vesturþýzkir sér- fraéðingar hafa unnið að undir- búningnum. Beðið um bæjarábyrgð Forróðamenn verksmiðjunnar (en meðal þeirra eru nefndir Baldvin Einarsson, forstjóri Al- mennra trygginga, og Carl Olsen aðálraéðismaður) munu hafa far- ið þess. á ieit við bæjarstjórn Hafnáríjarðar að hún veitti bæjaróþyrgð fyrir einhverjum hluta aí stofnkostnaðinum. Bæj- arstjórnin mun enn ekki hafa tekið afstöðu til þeirrar umsókn- ar. en búast má við að það verði gert á næstunni. Vinna fyrir 80 stúlkur? Blaðið hefur frétt á skotspón- * = Kvenskór á 708.00 kr parið! I „Viðreisn“ ríkisstjórnar- = innar hefur birzt almenn- = ing;i í formi stórfelldra = verðhækkana undanfarnar = vikur — og er þetta þó að- § eins upphaf gífurlegrar E verðhækkunaröldu vegna = efnahagsaðgerða ríkisstjórn- = arinnar. = í dag' skál nefnt dæmi E •enn einnar verðhækkunar: E Ein af skóverzlunum hæj- E arins er farin að selja E kvenskó úr nýrri send- = ingu frá Spáni, skó með = kvart hælum og háum hæl- = um sem fram til þessa hafa = kostað milli 300 og 400 = krónur parið. Nú kosta = skórnir — sama tegund frá = sama framleiðanda — 595 E tii 708 krónur! i 1111111111! 111111111II11111111111111111111! 11 ll um að verksmiðjan muni ekki verða nein smásmíði ef reist verður. Talað er um að hún muni kosta um 20 milljónir króna og þar muni verða vinna fyrir um 80 stúlkur. Að svo stöddu vilja ráðamenn verk- smiðjunnar ekki segja neitt frá áíormum sínum. 800.000 piir á ári Þjóðviljinn hefur hins vegar afiað nokkurra upplýsinga um inpflutning á nælonsokkum og notkun þeirra. Árlega munu vera íiutt tii landsins urti 800.000 pör. Þar er þó aðeins um að ræða lögiegan innflutning sem fram kemur í verzlunarskýrsl- um, en ekkert launungarmál að jafnan berst mikið af þessari vöru til iandsins eftir öðrum leiðum, enda eru næionsokkar ein mesta hátollavara sem flutt er inn og verðlag á þeim því margfalt hærra en gengur og gerist í nágrannalöndum. 15—20 pör að meðaltali Mjög mun misjafnt hvað kven- fóik notar af nælonsokkum. Blað- ið spurðist fyrir um þetta hjá nokkrum konum i gær, og enda þótt svörin væru mjög misrnun- andi (allt frá 4—5 pörum á ári upp í 30—40). virðist óhætt að ólykta að meðalnotkunin sé ekki langt frá 15—20 á ári og sjálf- sagt mun meiri hjá mörgum ung- um stúlkum. Kemur þetta reynd- ar vel heim við það sem vitað er um innflutninginn. Gjaldeyrissparnaður lækkuu verð- Hér er þannig um að ræða mjög verulegar fjárhæðir. Næl- onsokkar hafa kostað 50—60—70 krónur og eru nú að hækka í verði, svo að það mun nálgast hundraðið. Það eru því margar konurnar sem verja þúsundum krón.a á ári í nælonsokkakaup. Þótt iangmestur hluti verðsins stafi af háum tollum og álagn- ingu. er hér um að ræða all- IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII verulega gjaldeyriseyðslu. Inn- lend framleiðsla á nælonsokkum myndi væntanlega spara millj- ónir króna í gjaldeyri, og að sögn hefur hinum útlendu sér- fræðingum talizt svo til að hægt yrði að lækka smásöluverðið mjög verulega frá því sem það Féiagsfimdiii* ÆFR í kvöld Æskulýðsfylkingin í Reykja- vík lieldur félagsfund í kvöld í Tjarnargötu 20. Fundurinn hefst :1. 9 stuhdvís- -ga. Þar flytur Jóhannes skáld úr Kötlum er- indi, sagðar verða fréttir af 12. þingi Sam- einingarflokks alþýðu — Sós- íalistaflokksins og að lokum rædd félagsmál. Jóliannes Cunglmyrkvt var um iyrri helgi. Myndin i’ér að ofan er af myrkvanum eins og liann sást á sunnudags- l'.völdið frá Tokio 1 Japan. Myndin er samsefc eins og sjá má «g voru teknar fimm myndir, sú fyrsta kl. 18,35 (lengst til vinstri), sú síðasta kl. 19,15. Ncfcuð var 400 milliinetra fjar* myndalinsa. BLÓÐBAÐ i Suður-Afríku Margir tugir manna voru drepnir í Suður-Afríku í gær. karlar, konur og börn. og enn fleiri særðust í hörðustu og blóðugustu átökum Sem þar liafa orðið lengi. Ein af samtökum Afríku- manna, Alafríska bandalagið, hafði gengizt fyrir skipulögðum mótmælaaðgerðum gegn lögunum sem skylda alla Afríkumenn til að ganga með végabréf. Víða um landið streymdu Afrikumenn til lögreglustöðva með vegabréf sín, afhentu þau og kröfðust þess að þeir yrðu handteknir fyrir það afbrot. í bæ einum, um 60 km fyrir sunnan Jóhannesarborg, um- kringdu 12.000 manns eina lög- regiustöðina. Voru þá brynvarð- ar biíreiðar með vopnuðu lög- regluliði sendar á vettvang tii að dreiía mannf jöldanum og orustuþotur flugu lágt yfir múg- inn í sama skyni. Hann lét þó engan bilbug á sér finna, en kastaði grjóti að lögreglunni, sem þá hóf skothríð úr rifflum og vélbyssum á fólkið, Það hörfaði þá undan, en skildi hina föllnu og særðu eftir í valnum. Meðal þeirra voru margar konur og börn. Ekkert er vitað með vissu um manntjónið, því að frétta- ritarar voru reknir á brott. Einn hafði áður talið 34 lík, þar af lík 8 kvenna. Lögreglan sagði að 60 hefðu fallið og 150 særzt. en samkvæmt öðrum fréttum var blóðbaðið miklu meira. Víða annarsstaðar í landinu urðu svipuð átök. í einu út- hverfi Höfðaborgar var vopnuð lögregla send á vettvang í gær- kvöld þegar Afríkumenn héldu með sér fund til að ræða hvernig þeir skyldu bregðast við í dag, en mótmælaherferðinni verður haldið áfram. Einnig þar skaut lögreglan á fólkið, en ókunnugt er um mannfall. Nokkrar bygg- ingar í bænum stóðu í ljósum logum í gærkvöld. Handjárnin reyndust sterk Handjárn stjórnarflokkanna héldu vel í atkvæða- greiðslu við 2. umræöu fjárlaganna á Alþingi í gær. Greiddu stjórnarþingmenn at- kvæði gegii (illum þeim nauð- synjamálum er breytingatillög- ur stjórnarandstæðinga fluttn, og lauk svo að nær engar breyt- ingartilliigur voru samþykktar aðrar en þær sem fjárveitinga- nefnd hafði orðið sammála um og tillögur méirihluta stjórnar- flokkanna í nefndinni. Tvær undantekningar voru þó: Samþykkt var tillaga um 10.000 kr. skáldalaun til Ásmundar Jónssonar frá Skúfsstöðum og höfðu þingmcnn úr iillum flokk- um Iagt nafn við tilliign um þetta. Hitt var tillaga frá for- sætisráðherra um cinnar millj- ón króna framlag til stjórnar- ráðsliúss. Allar tillögur Aiþýðubanda- lagsmanna sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu voru feildar o’g' nokkrar að auki. Þannig' kolfelldu stjórnarflokk- arnir ailar tillögurnar sem Karl Guðjónsson flutti við umræðu þessa sem fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í fjárveitinganefnd. Tilliigu Alfreðs Gíslasonar um Framhald á 3. siðu Þorskur í fyrradag gerðu tveir Keflavíkurbátar velheppnaða tilraun til þorskveiða með herpinót. Voru það bátarnir Ver og Tjaldur og köstuðu þeir nótinni grunnt 1 Miðnes- sjó. Afli bátanna í einu kasti var 20 lestir. 111111111111111111 ■ 11111111 m 11111111111111111111111111111111 m 111111111 í 11111111111111 >t t i 111 = 1 gær var kveðinn upp í Sakadómi Akraness dómur E í máli Brynjars Ólafssonar, er í ágúst í sumar brauzt E inn í Elliheimilið á Akranesi í ölæði og varð valdur að = dauða vistkonu þar, Sigríðar Ástu Valdimarsdóftur. E Brynjar var dæmdur í 16 ára fangelsi og sviptur kosn- E ingarétti og kjörgengi. Málinu verður áfrýjað til E Hæstaréttar. imiiiiiiiiiiiiimimiiimiiiiiiiiimiiiMiiMiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiiiiiii iiiÞiÞiiniiiiiiHiiiiiimmiiimiiimiiii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.