Þjóðviljinn - 14.04.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.04.1960, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 14. apríl 1960 — 25. árgangur 88. tölublað Bandaríkin munu nota páskana til aS reyna aS tryggja sér nœgan meirihluta á alsherjarfundi I gær voru greidd atkvæði í nefnd á Genfarráðstefn-f unni. Tillagan um 12 mílur var felld með 36 atkv. gegn 39, en 13 sátu hjá, en hún veröur tekin upp aftur á allsherjarfundi. Tillaga íslands var samþykkt meö 33 atkv. gegn 11, en 46 sátu hjá; gegn henni voru fyrst og fremst ,,bandamenn“ okkar í Atlanzhafsbandalaginu! Tillaga Bandaríkjanna og Kanada um „sögulega réttinn" var samþykkt 1 nefndinni meö 43 atkv. gegn 33, en 12 sátu hjá. Tillögurnar fara nú til alls- her.iarfundar, sem hefst n.k. þriðjudag. Þar þarf tvo þriðju atkvæða til að tillaga nái lög- legu samþykki. Þar sem íulltrú- arnir eru 88, þurfa Bandaríkin 59 atkvæði til að sig'ra. Þó allir sem sátu hjá gangi í lið með þeim, nægir það ekki; iimm af mótatkvæðunum verða að snú- ast. Bandaríkin fara hins vegar hamiörum, og segir svo í skeyti frá Jóni Magnússyni. fréttaritara utanrikisráðuneytisins í gær: ,,Um nokkur þeirra tólf ríkja sem sátu hjá er vitað um að þau muni á allsherjarfundi greiða at- kvæði með Bandaríkjunum og Kanada, og einnig getur auðvit- að alltaf komið til greina að einhverjum, sem á móti voru. snúist hugur — enda verður unnið að því um páskana. Ekki skyldi því fullyrt að óhugsandi sé aði tillaga Bandaríkjanna og Kanada nái meirihluta". Atkvæði féllu annars sem hér segir um tillögurnar: 12 mílna tillagan Tillaga 18 ríkjanna um rétt allra þjóða til 12 mílna land- helgi eða 12 mílna fiskveiði- lögsögu var felld í nefndinni með 36 atkvæðum gegn 39, en 13 sátu hjá. Akvæði féllu þann- ig: Já sögðu: Albanía, Búlgaría, u 1111111111111111 ■ 111111111111111111111111111 < E Hér sjást fimm af fulltrú- = E um fslands á hafréttarráð- E = stefnunni í Genf. Frá E E vinstri: Ilans G. Andersen, E E Hermann Jónasson, Lúðvík E E Jósepsson, Helgi P. Briem, E E Hendrik Sv. Björnsson. E Burma, Hvítarússland, Kam- bódsía, Tékkóslóvakía, Ekva- dor, Eþíópía, Ghana, Gínea, Ungverjaland, ísland, Indland, Indónesía, íran, Irak, Jórdan, Líbanon, Líbýja, Malaja-sam- bandið, Mexíkó, Marokkó, Pan- ama, Fillipseyjar, Pólland, Rúmenía, Sádí-Arabía, Súdan, Túnís, Úkraína, Sovétríkin, Sameinaða Arabalýðveldið, Úr- úgvay, Venesúela, Jemen og Júgóslavía. Nei sögðu: Ástralía, Belgía, Brasilía, Kamerún, Kanada, Kína, (Sjang Kæséks), Costa Rika, Danmörk, Dóminíkanska lýðveldið, E1 Salvador, Frakk- land, Vestur-Þýzkaland, Grikk- land, Haítí, Hondúras, írland, ísrael, Italía, Japan, Suður- kórea, Laos, Líbería, Lúxem- búrg, Mónakó, Holland, Nýja Framhald á 3. síðu Mjólkurbuðir um Hátíðisdagana verða mjólk- urbúðir opnar sem hér segir: Skírdag kl. 9—12 árdegis. Föstudaginn langa kl. 9—12. Laugardag kl. 8—12. I Páskadag lokað allan daginn. Annan í pás'kum kl. 9—12. immmiimmiimmmmmummiiin péska Þar sem þetta er síðasta blaðið fyrir páska, er myndin hugsuð sem páska- kveðja til lesenda Þjóð- viljans. Stúlkan heitir Sig- rún Jónsdóttir og mynd- in er tekin í gróðrarstöð- inni Alaska. (Ljósm. Þjóðv.) Hlerað í síma lögregluþjóna BlöS SjálfstœSisflokksins faka aS sér aS verja hörmungarástandiS innan lögreglunnar i Reykjavik Lögreglustjórinn í Reykja- vík, Sigurjón Sigurðsson, hefur seinustu dagana ger- samlega misst síðustu tök- in sem hann hafði á starfi sínu. Nýjasta tiltæki hans er það að margfalda njósn- irnar um lögreglumennina, undirmenn sína. Þannig er hú hlustað á síma þeirra margra, og dag og nótt er hlustað á sérsíma lögreglu-j þjónanna á lögreglustöðinni — 10607. í vanmætti sínum og getuleysi reynir lögreglu- stjórinn þannig enn að magna óttann og tortryggn- ina sem grafið hefur undan öllum eðlilegum og heil- brigðum starfsháttum inn- an lögreglunnar í Reykja- vík. Þjóðviljinn færði rök að því í fyrradag að ástandið innan lögreglunnar 'í Reykjav'ík væri orðið gersamlega óþolandi og stórhættulegt bæði fyrir lög- regluna sjálfa og bæjarbúa. Bar Þjóðviljinn fram þá sjálf- sögðu kröfu að fyrirskipuð yrði o])inber rannsókn á allri emb- ættisfærslu lögreglus'tjórans, cn síðan yrði liæfum manni falið að koma á eðlilegu og Iieil- brigðu ástandi innan lögregl- unnar á grundvelli þess sem rannóknin leiddi í ljós. Morg- unblaðið, málgagn dómsmála- ráðherra, gerir s'krif Þjóðvilj- ans að umtalsefni i gær en svarar fúkyrðum einum. Sér- staklega er athyglisvert að blaðið víkur ekki einu orði að Frambald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.