Þjóðviljinn - 14.04.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 14. apríl 1960 Við byggjum hús Takmarkið er: Hálf milljon í Byggingarsjóð ÆF Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista •— befur stofnað til myndarlegs happdrættis til fjáröflunar fyrir ný- stofnaðan BYGGINGARSJÓÐ samtakanna. Hér er sem sagt EKKI verið að afla fjár til daglegrar starfsemi og rekstrar, heldur hillir hér undir hinn langþráða draum sósíalista — yngri sem eldri —: stóra og veglega byggingu, er bæti að- stöðu hinnar margþættu starfsemi samtaka íslenzk'kra sósíal- ista. Þetta fyrirhugaða stórátak hefur vakið hrifningu allra félaga og margir hafa blátt áfram fyllzt eldmóði — og kepp- ast nú við að selja sem flesta miða í BYGGINGARHAPP- DRÆTTI ÆF. — Æskulýðssíðan birtir viðtöl við nokkra þeirra í dag. Þá voru líka allir samtaka ISAK ORN HRINGSSON er meðal þeirra, sem hafa selt mest i happdrættinu til þessa. — Þú hlýtur að geta geíið okkur góð ráð? — Varia önnur en þau, sem allir þekkja. Náttúrlega þarf að vaka yfir | tækifærunum I á vinnustað. || Þeir, sem eru a fjölmenn- í um vinnu- I stað, hafa | mikla mögu- | leika á að 1 seljg. Nú og þeir sem hafa ver- ið lengi í félaginu muna áreið- anlega eftir einhverjum, sem voru með einu sinni, en sjást sjaldan núorðið. Það er sjálf- sagt að heimsækja þá með miða. Þeir verða oft fegnir að fá tækifæri til að leggja fram einhvern skerf í svona átaki. ísak Örn — Óar þér ekki við takmark- inu hjá Reykjavíkurdeildinni? — Það er auðvitað mikið starf að selja yíir 20 þúsund miða. En það er jafnvíst að það er hægt. í skyndihapp- drættinu 1951 náðum við marki, sem var hlutfallslega enn hærra en nú. En þá voru lika allir sam- taka. Eg ætla að selja „skammtinrT minn. Næst hittum við GUÐRÚNU HALLGRÍMSDÓTTUR, nem- anda í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík. — Hvað vilt þú segja um Byggingarhappdrætti ÆF? — Það sefn mér finnst mest um vert er tilgangurinn, sem það þjónar. Og ég á þar ekki ein- göngu við fyrirhugaða stórbyggingu yfir starf- semi • Æsku- iýðsfylking- arinnar og Sósíaiista- flokksins sem slíka. — Nú, hvað áttu við? — Það er skoðun mín, að í slíku húsnæði, reistu af sam- tökum okkar, ætti tvímælalaust að vera aðstaða til ýmiskonar starfsemi annarrar en hinnar pólitísku. —-En þú veizt, Guðrún, hve húsnæðisleysið háir starfsemi okkar mikið. Við verðum jafn- vel að leita til annarra stjórn- málaflokka til að fá húsnæði fyrir. fundi og skemmtanir. — Veit ég vel. Ég skal segja þér nokkuð svo að þú skiljir mig. Þú veizt að barátta okkar fyrir sósíalisma er ekki ein- göngu á efnahagssviðinu — fyr- ir sameign jarðarinnar og at- vinnutækjanna, sem tryggi bætta og örugga lífsafkomu — heldur ætlum við einnig að liefja fólkið upp á æðra Iífs- plan andlega, auka menntun þess og heilbrigt mat á sjálfu lífinu. — Áttu við, að það eigi að reisa heilan skýjakljúf fyrir alla mögulega starfsemi? Guðrún — Nei — en ég bendi á að þarna ætti að vera aðstæður til ýmiskonar menningariðkana — t.d. fyrir unga amatöra í leiklist o.fl. — Já, þannig — áttu við. — Já, og þannig veit ég að það verður. Og' þessvegna mun ég leggja mig alla fram um að selja ,,skammtinn“ minn — fimm þlokkir í Byggingarhapp- •drætti ÆF — og svolítið meira ef ég get. *** Gerura fyrsta áfangann árangursríkan. BÖÐVAR PÉTURSSON er meðal þeirra, sem lengst hafa starfað í Æskulýðsfylkingunni. Við spyrjum hvernig honum lít- ist á mark- miðið, sem hreyfingin hefur nú sett sér. — Við, sem lengi stört'uð- um í Æ.F. vitum hve takmarkaður Böðvar húsakostur getur sett starfseminni þröngar skorður hjá félitlu félagi. Þess vegna hljótum við að fagna því, að hreyfingin ræðst nú í skipu- legt átak til að leysa húsnæðis- vandkvæði sín og skapa sér um leið möguleika á öflugri og viðtækari starfsemi. Með þessu happdrætti, sem á að leggja fyrsta skerfinn í bj’ggingarsjóð Æ.F. er. á myndarlegan hátt farið að vinna skipuiega og af festu að í'ramtíðarlausn þessara mála. Og þarna má eygja möguleikann á að leysa ekki einungis þörf Æskulýðsfylking- arinnar heldur á að vera hægt með góðu samstarfi við Sósíal- istaflokkinn að leysa húsnæðis- vandamál hinnar sósíaiísku hreyfingar í heild. En það þarf að undirstrika, að markinu verður aðeins náð með ötulu starfi fylkingaríé- laga og annarra sósíalista og góðum samtökum um að gera þennan fyrsta áíanga árangurs- ríkan. BÆMRPOSTURIN 11 * Lof og last Hér koma tvö stutt bréf, er póstinum hafa borizt: ,,Eftir að ég hafði hiýtt á er- indi það, er séra Lárus í Miklabæ flutti í útvarpið 7. þ.m., kom mér í hug bæn, sem einn af kunnustu klerkum landsins kenndi mér eitt sinn. Hann hafði sjálfur samið hana og kvaðst fara með hana, þegar tilefni gæfist. En bænin er svo- hljóðandi: „Ég þakka þér drott- inn minn fyrir, að þú hefur veitt mér náð til að skilja, að Jast þessa manns er mér meiri sæmd en iof heiðariegra manna“. Kolfinna". * Lífið lifir „Lítið barn fæðist. Það fær að vaxa og þroskast í skjóli foreldra, veita þeim og sam- ferðafólki margar yndisstundir. Og á þroskans braut til full- orðinsára verða engir verulegir steinar. Annað barn fæðist, og lífi þess lýkur þegar það hefur skynjað dagsins ijós. Duttlunga- full tilvera. Tilgangsleysi? Óréttlæti? Frá sjónarmiði rótgróinna efnishyggjumanna lifa einstakl- ingarnir eftir líkamsdauðann aðeins í eftirkomendunum og þeim orðstýr, sem þeir láta eftir sig. Ailt er bundið efnis- iíkamanum. Óaðskiljanlegt frá honum. Hver er munurinn á þessum viðurkenndu efnishyggjumönn- um og hinum, sem telja sig til hinna trúuðu. Þeir rígbinda hug sinn og tilfinningar, marg- ir hverjir, við lífið eftir líkams- dauðann, loka augunum fyrir lögmáli orsaka og afleiðinga, og reyna að telja sér. og öðrum trú um það, að einstaklingur, sem lifði fyrir rúmlega 19 öld- um, kvitti fyrir misgjörðir þeirra hér í heimi. Daginn fyrir bænadaga. Guðrún Pálsdóttir". Páskamyndir og barnaleikrit Páskamynd Austurbæ.jarbíós er „Casino de Paris“, þýzk dans- og söngvamynd í litum. Söngur og dans er að sjáifsögðu megin- wppistaða myndarinnar, en söguþráðurinn tengdur liinum fræga skemmtistað sem kvikmyndin er nefnd eftir. Aðallilutverkið er leikið af Caterina Valente, hinni vinsælu söngkonu. Þá fer og ítalinn Vittorio de Sica með eibt af aðalhlutverkunum. — Til vinstri á myndinni er Caterina Valen'te í miðið Vittorio de Sica í hlutverkum sínum. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir um þessar mundir í Góðtempl- arahúsinu í Hafnarfirði barnaleikritið „Hans og Grétu“. Leik- ritið hefur þegar verið sýnt þrisvar sinnum við góða aðsókn. í dag skírdag verður leikritið sýnt kl. 5, á annan í páskum verður sýning kl. 5 síðdegis. — Á myndinni sjást Ragnar Magnússon (Topias) og Ilarry Einarsson (Skógarbjörninn) i hlutverkum sínum. , „Sigrún á Sunnuhvoli" heitir norsk-sænsk li'hnynd sem Stjörnu- bíó byrjar að sýna annan páskadag. Þetta er mynd gerð eftit hinni frægu samnefndu skáldsögu Björnstjerne Björnsons. Að- allilutverkin eru leikin af Synnöve Strigen og Gunnar Hellströin, sem jafnframt er leikstjóri. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.