Þjóðviljinn - 14.04.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.04.1960, Blaðsíða 6
6) -* ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 14. apríi 1960 Fimmtudagur 14. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 • /. r* • • • rvitat !»■ t U« t ÍM H f n» Utgefsndi: Sameiningarflokkur alt>ýðu — Sósíalistaflokkurinn. — RitstJó»-ar: Magnús Kjartansson íáb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingast.ióri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreíðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 linur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans, Eina hættan ísc £3J mt ua gær fór fram atkvæðagreiðsla í nefnd á sjó- réttarráðstefnunni í Genf, eins og sagt er frá á öðrum stað í bl'aðinu, en eftir páska verður fjallað um málin á allsherjarfundi, og 'þar verð- ur málum endanlega ráðið til lykta. Atkvæða- greiðslan í nefndinni lýsir aðeins bráðabirgðaaf- stöðu þjóða, og ýmsar þeirra kunna að skipta um skoðun áður en til lokaafgreiðslu kemur. Atkvæða- greiðslan í gær er því aðeins vísbending, en ekki endanleg niðurstaða. Baktjaldamakk, hótanir og loforð munu nú komast í algleyming, og á því sviði eru Bandaríkin atkvæðamest; þau hafa gengið fram fyrir skjöldu sem ofstækisfyllsti andstæðingur 12 mílna reglunnar, hættulegasti andstæðingur íslenzkra lífshagsmuna. Línurnar hafa skýrzt mjög í Genf síðustu dag- iana. Þar er aðeins um tvo kosti að velja: 12 mílur eða minna en 12 mílur. Allt tal um að tillaga Bandaríkjanna og Kanada feli í sér ein- hverja ,,málamiðlun“ er nú þagnað; aílir sjá að hún er aðeins lokatilraun nýlenduveldanna til iað bjarga því sem bjargað verður, og þeim er ljóst að ef sú tilraun mistekst verður algild 12 mílna regla með engu móti umflúin. Nýlendu- veldin hafa á undanförnum árum hrakizt frá þrem mílum yfir í sex mílur og nú yfir í 12 mílna fiskveiðilögsögu með skerðingu í 10 ár • samkvæmt „sögulegum rétti“ — og gera sér þá vonir um að geta framlengt þá skerðingu síðar með samningum. Ef þetta lokaundanhald hrífur ekki heldur, er 12 mílna reglan orðin alþjóðalög, hvað sem líða kann formlegum samþykktum á ráðstefnunni að þessu sinni. 'C’ina hœttan fyrir íslendinga er þannig sú að jgj tillaga Bandaríkjanna og K'anada verði sam- þykkt af 2/3 á íallsherjarfundinum. Og því ber ís- ^ lendingum að snúast gegn þeirri hættu iaf fullri einurð. Það var stórhættulegur undansláttur sem birtist í því þegar Guðmundur í. Guðmundsson ím þoðaði að íslendingar myndu flytja breytingar- tillögu við tillögu fjandmanna okkar, með þeim iHg fyrirvara einum að skerðingin mætti ekki ná til íslands. Sú hugmynd var beinn stuðningur við heildaráform andstæðinga okkar og auðveldaði Biandaríkjunum að knýja ríki til fylgis við þau. Sama máli gegriir um þær heimildarlausu yfir- lýsingar sem Guðmundur í. Guðmundsson hefur nú birt í tveimur ræðum að „við hefðum getað fallizt á þrönga landhelgi“. Slík stefna hefur ^íj aldrei verið samþykkt af Alþingi íslendinga né neinum öðrum bærum aðila; hún er auðsjáan- ~íi lega til þess fallin að styrkja verstu andstæðinga okbar, en gengur í berhögg við stefnu og hags- muni þeirra ríkja sem hafa stutt okkur og gert j£~ okkur kleift að vinna stórsigra í landhelgis- málinu. S.'t __ 1% IJhns og bent hefur verið á hér í blaðinu kann jgg ■“ málið að standa svo glöggt í næstu viku að afstaða íslands geti ráðið úrslitum. Því krefst þjóðin þess iað utanríkisráðherra hætti tafarlaust öllu flaðri utan í andstæðinga okkar, og 1 stað- inn beitum við öllum þeim áhrifum sem við kunnum að geta haft til iað eyðileggja áform jmi þeirra. Á því getur oltið sigur eða ósigur í nzzf rt landhelgismálinu. — m. rmi Björn Guðjónsson er þeklct- ur hljómlistarmaður, kennari við Tónlistarskólann og með- limur sinfóníuhljómsveitarinn- ar. auk þess sem hann kennir í einkatímum. Þegar frétta- mann bar að garði, var hann önnum kafinn við kennslu, og fréttamaðurinn fékk að heyrá 'nemanda spila ,,sta'kkato“ á trompet og síðar útlistingu á því, að það væri ekkert á- hlaupaverk, þar sem tunga og kok hefðu þar stóru hlutverki að gegna. — Hvað vilt þú segja mér um músíklífið? -— Nú getur hver sem er keypt hljóðfæri og byrjað síð- an að spila, og gefið sig út sem hljómlistarmanna, án þess að hafa lært nokkuð að gagni. Það eru samt margir sem eru í Tónlistarskólann, líklega um 200 nemendur. Margir yngri djassleikarar eru við tónlist- arnám og leika klassik jöfn- um höndum. Það er spor f rétta átt. Djass og klassik eiga gjarnan samleið — aftur á móti finnst mér rokkmúsík smek'klaus. Það er góðs viti að ungu tónskáldin og ungir hljóðfæraleikarar skuli hafa stofnað með sér félag — Musica nova — Það var troð- fullt hús á síðustu hljómleik- um hjá þeim og tónleikarnir voru verulega ánægjulegir. — Hvað með sinfóníuhljóm- sveitina. Á hún að fá að lifa? — Jú, það eru flestir á þeirri skoðun a.m.k., þó ein- staka manni þyki lítið til hennar koma. Það sem helzt stendur hljómsveitinni fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Þjóðleikhúsið er afleitt, hljóm. urinn berst svo illa um húsið; það er mun betra að leika i félagsheimilunum úti á landi. — Hefur ykkur ekki þótt ánægjulegt að leika fyrir fólk- ið úti á landsbyggðinni? — Mjög ánægjulegt, því fólkið hefur tekið ok'kur vel, og virðist mjög þakklátt. Tónleikarnir hafa alltaf verið vel sóttir. Við höfum farið undanfarin 3 sumur og í sum- ar er ráðgert að fara til Vest- fjarða. Hyggur þú á frekara nam ' — Mig langar að komast til Ameríku til frekara náms — þar eru allir. beztu trorapet- ísk músík. Það er lagt mikið meira upp úr blásturshljóð- færum 'í nútímatónlist og það útheimtir aukna tækni og þjálfun. Björn fékk trompet í hend- urnar 9 árá gamall, en byrjaði að læra 12 eða 13 ára gam- all, f.vrst hjá Albert IGahn, síðar Karli Runólfssyni og svo 'Lanzky-Otto. Síðan var hann ’við framhaldsnám í Danmörku í 4 vetur. | Frétíamaður frá Þjóðviljanum leit fyrir 1 | skömmu inn í eitt menningarsetur bér í höf- | | uðstaðnum —Hljómskálann. Tilefnið var § = að ná tali ai ungum hljóðfæraleikurum, i = kynna sér viohorf þeirra til listarinnar og § 1 rabba við þá um 'daginn og veginn. Svo 1 = undarlega vildi til, að fórnarlömbin voru 1 | 3 ungir trompeiieikarar, einn þekktur, tveir | = lítt þekktir. ' S iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmmmmHiiuimimimmmimmmmmmnT leikararnir samankomnir. Hvað verður úr því gét ég ek'ki sagt um. — Gerir nútímatónlistin ekki meiri kröfur til yk'kar blásaranna ? —- Jú, mun meiri en klass- Björn Guðjónsson og ncmandi hans Stefán Þor^íeinsson. — (Ljósm. Þjóðv.). Bjöm hefur 3 nemendur i Tónlistarskólanum, auk þess sem hann kennir nokkrum nemendum í einkatímum. Einn nemandi hans í Tónlistarskól- anum er Stefán Þorsteinsson (Ö. Stephensens) og átti fréttamaður viðtal við hann, og annan nemanda Bjöms, Lárus Sveinsson frá Norð- firði. — Hvernig stóð á því að þú byrjaðir að leika á trompet Stef án ? —- Eg fékk áhuga á trom- petleik fyrir 5 árum, þá 16 ára gamall, og síðar fékk ég á- huga á músík yfirleitt. Eg hef ekki leikið í dans- hljómsveit; byrjaði ekki þess- vegna — mig langaði aðeins að læra á hljóðfæri. — Þú ert í Tónlistarskól- anum ? — Eg var í einkatímum hjá Birni Guðjónssyni í 3 vetur, síðan fór ég í Tónlistarskól- ann í fyrra og 'kennir Björn mér þar einnig. Auk þess er ég í Kennaraskólanum, 4. bekk, — Þú leikur með sinfóníu- hljómsveitinni, hef ég heyrt? —■ Já, þegar 3 trompetar ,eru ég kom þegar Pam- pichler fór — það var mest Birni að þakka, Það er skemmtilegt að fá að spila þar. — Fre'kara nám? —- Mig langar að fara út á næsta ári á kennaraskóla og hafa trompetinn í ba'kliönd- inni. — Hvað með leiklistina ? — Hún hefur ekki heillað mig ennþá að minnsta kosti. Eg hef aldrei komið á svið. — Ertu á námsstyrk í Tón- listars'kólanum ? — Já, ég þarf ekki að greiða skólagjald, þar sem ég er að læra á blásturshljóðfæri; það vantar nemendur til að læra að leika á ýms hljóð- færi svo sem waldliorn, óbó, fagott og flautur. Langflestir læra á píanó og fiðlu. — Hvað finnst þér um nú- tímatónlist? — Gaman að henni. Eg kann samt ekki við elektrón- iska músík — finnst það hálf- gerður hávaði. — Var það ekki hálf illa séð heima hjá þér, þegar að þú byrjaðir að hlása trompet? — Síður en svo. Fjölskyldan umber mig furðanlega, enda leika móðir mín og systkini min tvö á hljóðfæri. -— Leikið þið þá ekki sam- i f Lárus Sveinsson, prentncmí frá Norðfirði. an: Það kemur fyrir. Að lokum segir Stefán, að sér virðist, sem áhugj ungs fólks á klassiskri músík sé allmikill og fari stöðugt vax- andi. Lárus Sveinsson heitir hann, 19 ára Norðfirðingur. — Hvað varstu gamall er þú byrjaðir að leika á hljóðfæri? — Eg byrjaði að spila á trompet fyrir tæpum 3 áiaim, en fyrst spilaði ég á alt-horn. Eg var þá 13 ára og byrjaði að spila með Lúðrasveit Norð- fjarðar. Fyrsti kennari minn var Höskuldur Stefánsson, Síðan tók Haraldur Guð- mundsson að kenna mér. Hann hefur stjórnar Lúðra- sveitinni frá 1955. — Þú ert við prentnám eystra ? — Já, ég er að læra setn- ingu og er nú í Iðnskólanum hér, en fer aftur austur bráðlega. OBýst við að ljúka námi í febrúar næsta ár. Þá hef ég hugsað mér að koma suður aftur og fara í Tónlist- arskólann. — Hefurðu ekki leikið fyr- ir dansi ? — Eg lék með H.G.-sex tettinum frá því ég var 14— 15 ára; fyrst framan af á gítar, en síðan á trompet. Eg hef mestan áhuga á trompet- ■leik, enda finnst mér ég ná þar mestum árangri. — Heldurðu að það sam- rýmist að s’rila dansmúsík og klassika músík? — Það ætti ekki að saka þó maður spili dansmúsík, en maður verður dálítið 'kærulaus og ekki eins vandvirkur, ef maður leikur fyrir dansi. Eg hef ekki áhuga á því að spila dansmúsík í framtíðinni. •—- Hvernig er félagslífið eystra ? — Það er lítið. Unga fól'kið fer úr bænum yfir veturinn, á skóla og vertíð. Þegar það kemur heim aftur á sumrin fer fjöldi á síld og því erfitt að halda uppi félagslífi. — Hefurðu dvalið hérna í Reykjavík áður? — Skroppið tvisvar áður. 'Kann sæmilega við mig. en ekki meira. Þegar ég kom hingað fyrst dauðleiddist mér, enda hafði ég ek'kert fyrir stafni. Mestu viðbrigðin er fjöldinn og allur gauragang- urinn. Heima er svo rólegt. — Hefurðu ekki sótt tón- leika og danshús? — Eg hef komið á Röðul og Lido, og svo hef ég sótt alla hljómleilca síðan ég kom hingað. Þetta stutta rabb er á enda. Um leið og Lárus fer spyr liann Björn: Hvaða dag er djassklúbburinn ? Semsagt djass og klassik hönd í hcnd. S.J. 111111:11:11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111; 1111111111111111111111 ijn; 111111111111111111111111111111111111111111111! i: i! 11111111 í 11 [ 1111111 e : .......... GUÐMUNDUB BÖÐVARSSON: Virðing IsSonds og óvirðin g í grein, sem fyrir skömmu birtist hér í blaðinu, benti Stefán Jófisson rithöfundur, » þá flóðöldu viðskiptalegrar og siðferðilegrar spillingar, sem ílætt hefur yfir þetta land við setu hins erlenda hers. Þar er einfaldlega rakin sú saga, sem allar litiar þjóðir hafa að segja undir sömu kringumstæðum, það blóðuga gjald sem þær verða að greiða, sumar nauð- ugar, aðrar, eins og við, að ráði sinna forsvarsmanna. Ætla má að þau smáríki sem á Jiðnum tímum hafa sam- þykkzt slíkr.i skattgreiðslu, hafi þótzt vera að færa þá fórn 'sér til lífsöryggis, hliðstætt því er dauðadæmdur maður kýs að láta sýkja sig hægdrepandi sjúkdómi, heldur en láta höggva af sér höfuðið snarlega. Nú vitum við sem búum í þessu landi,. og höfum raunar vitað það lengi, að þó við höfum undirgengizt að taka í okkur illan sýkil, sem vel gæti enzt okkur til aidurtila, þá höfum við síður en svo hlotið í staðinn nokkurt öryggi, ef allt fer í logandi bál, heldur þvert á móti, því við höfum eins vel og við getum, tryggt okkur það að verða limlest og drepin, svo framarlega sem mannkyninu tekst ekki að frábiðja sér hinn beizka bikar kjarnorkustyrjald- ar. Þetta er sú íjallgrimma vissa sem enginn dirfist lengur að mótmæla, utan þau ljúgvitni ein, sem í sektarkenndri for- herðingu berja höfðinu við steininn. Ekki dugar heldur að hafa á orði þau hin leyndu rök, að á hersetunni græði vissir hópar manna og nokkrir einstakling- ar krónur og dollara á all- skuggalegan hátt (sjá grein St. J.) enda illt til umræðu þegar gróðabrögð fara að nálgast að- ferðir vopnasmiða, er fremja. það sér til ábötunar að bera rógsmál og lognar sakir milii þjóða og vita þá sínum hag- bezt borgið er styrjaldarvitfirr- ing hefur helslegið alla jarðar- kringluna. — Þá er að telia fram því eina sem tiltækt er: að ekki komi til mála að rjúfa á nokkurn hátt það bandalag sem við höfum gert. við friðelskandi lýræðisþjóðir, þjóðir sem allt frá fyrstu tíð og allt fram á þennan dag vita ekki aðra gleði meiri en að færa stórar fórnir okkur tif andlegs og tímanlegs velfarn- aðar. Við megum ekki gleyma því að við erum í hernaðarbanda- lagi. Er hvortveggja að við er- um burðugir stríðsmenn, vel búnir að allri herneskju og þvi s'tórum eftirsóknarverðir til fóstbræðraiags hverju stórveldi. Um þetta vissum við- bara ekki _unz þeir dýrðardagar upp- runnu, sem seint gleymast, þeg- ar oss var boðið með allri virð- ing. að fylkja móti Rússum og oss gert ljóst að þá mundi þeim bjóða slík ógn að nægði til að halda þeim í skefjum. Kom auðvitað ekki til máia að neita þessari staðreynd og drepa þar með hendi við sóma sínum. Enda verður því ekki móti mælt að við dubbuðum okkur upp eftir beztu getu og gengum útí þetta glaðir og gunnreifir, sárþyrstir í að deyja hetjudauða ásámt öllu voru hyski.svo hinir stóru bræður vorir í bandalaginu, þessar blessaðar élskur, fengju þó . alitaf svigrúm til að spýta í lófann, meðan við sjálfir kút- veltumst' inn í eilífðina: Því hefur verið haldið fram að sumir þeir forystumenn okkar, sem stóðu fyrir þeirri furðu að leiða okkur, eina fá- menríustu þjóð veraldar. og vopnlausa, inn í hernaðar- bandalag. stórvelda, hafi gert Guðmundur Böðvarsson það í þeirri trú að við gætum haft af því einhvern hag í lántökum og viðskiptum vestur á bóginn, og heyrt hef ég að slík undirmál hafi gengið milli samningamanna, með þýðingar- miklum brosum og höíuðhneig- ingum, en ekki þótt hlýða að setja á skrá svo sjálísagða hluti. Hinir raunsærri menn, sem sóttu það fast af okkar hálfu að troða okkur inn í fylkingu stríðsmanna, munu þó hafa horft sér nær og þótt sá peningur fagur sem hér mætti f ást í. eigin hendur, gegnum þær framkvæmdir sem hér hiytu óhjákvæmilega að hefjast. Þess- ir menn reyndust sannspárri með öllu því er fylgdi, en hin- um hafa hlotið að bregðast margar vonir, hafi þeir ein- hverjar átt, að minnsta kosti hvað snerti rýmri og betri markaði fyrir íslenzka i'ram- leiðslu. Lántökur hafa hins veg- ar farið fram margar og stór- ar, enda vitað af þeim er lán veitir, að sá gerist æ háðari sem tekur. Það er ekki ói'róðlegt að líta yfir sögu okkar hin síðari ár og veita athygli þeim þrálátu tilraunum sem við höfum gert til heiðarlegra viðskipta við þessa bandamenn okkar í hugs- anlegr.i styrjöld. Við kaupum frá þeim mikið magn, á okkar mælikvarða, af þeirra eigin framleiðslu, en um það, hvað mikið af þeim vörum við borg- um með vinnulaunum okkar við hervirkjagerð í okkar eigin landi, byggðum í þeirra þágu, það veit ég ekki, en hinu bjuggust víst nokkrir v.ið, að með innilegr.i þjónustusemi af okkar hálfu, áynnist okkur þó réttur til að skipta við: þá vör- um í okkur hagstæðum hlut- föllum. Er minnisstætt er við fyrir nokkrum árum reyndum að selja dilkakjöt fyrir vestanSa haf, og var þar keypt af því iítið eitt og að sögn geíið hundum, en meginhluta þess máttum við flytja langhrakinn til baka austur um haf og' gerðu Danir okkur þá þægð að kaupa það óverðskuldað fyrir einhvern pening. Á styrjaldarárunum fluttum við fisk til Bretlands við ærna áhættu og miklar fómir. Þar þótti þá sá fiskur fagur. Strax er við réyndum að rýmka land- helgi okkar um eina litla mílu, til bjargar fiskimiðunum uppi við strendurnar, var sett lönd- unarbann á islenzkan fisk í Bretlandi. Okkur varð það til lífs að Rússar opnuðu fyrir honum markaði sína, og höíð- um vér þó hugsað um skeið að láta þá komast hér að öðru keyptu. Þegar við færðum land- helgina út í hinar íangþráðu og' okkur lífsnauðsynlegu tólf mílur, tók með öilu steininn úr, því þá gerðust þau undur og býsn að bandamenn vorir og fóstbræður fóru til með iang- skipum og tóku að herja á oss uppi undir landinu. En bað sem við höfðum leyft Bandaríkjamönnum, sem voru Bretum sterkari, að búa hér um sinn her, og þar sem sá her hét Varnarlið samkvæmt lögum, og skyldi svo sannar- lega vera oss til trausts og halds, að því er oss var tjáð, þá varð það nú mörgum að renna þangað bijúgum vonar- augum í þessum þrönginguin. Æ, það er ekki sársaukalausfc að riíja það upp hvað stórii bróðir brást okkur hremmilega í þessari hríð, Hann hre.yfði Framhald á 10. aiðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.