Þjóðviljinn - 01.07.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.07.1962, Blaðsíða 3
Togaraflotinn hefur nú Iegiö hundinn frá því snemma í apríl í vetur og ekkert hefur gerzt í deilunni utan það, að Morgun- hlaðið og Alþýðublaðið keppast við að lýsa því yfir, að gengis- lækkunin í fy?-ra hafi „bjarg- að“ útgerðinni! Stöðvun togara- flotans liefur þegar bakað þjóð- inni gjaldeyristap, sem nema mun hundruðum milljóna króna. Ríkisstjórnijn, greiðir togaraeig- endum um 30 milljónir k?-óna úr ríkissjóði fyrir það eitt að halda togurunum í höfn, og veröur ekki annað séð, en hér sé um hreinan verkbannsstyrk að ræða. I Oíbeldisaðgerðir gagn- vart hæjarfélögum Svo sem kunnugt er fór bæjar- stjórn Akureyrar fram á það að fá að taka rekstur togara ÚA í sínar hendur. Stjórn FÍ'B hindr- aði þetta og hótaði beinum fjár- kúgunaraðgerðum, ef reynt yrði að koma togurunum á veiðar. Þannig hyggst fámenn klíka stór- útgerðarmanna i Reykjavík hindra rekstur bæjarfélaga úti á landi, enda þótt samstaða hafi verið með fulltrúum allra flokka um þetta nauðsynjamál. Hér er um að ræða svivirðilega tröðkun á lýðræðislegu stjórnarfari bæj- arfélaganna og er tími til kom- inn að sýna þessari klíku f?-am á, að henni vdrða ekki þolaðar slíkar yfirtroðslur. Samdrátfur boðaður Stjórnarflokkarnjr munu nú farnir að ókyrrast vegna vax- andi óánægju almennings yfir þessu ástandi. enda kemur það æ betur í ljós, að það er „við- reisnarstefnan,“ sem leikið hef- ur togaraútgerð’ina svo grátt sem Nýl flugfurnlnn á Rvikur langt kominn Þessa dagana er unnið að því að setja þakið á nýja flugturn- inn á Reykjavíkurflugvelli, en glcrið í útsýnisturn flugumferða- stjórnarinnar er enn ókomið til landsins. U Tant ræðir við Bertrand Russell NEW YORK 30/6 — U Thant aðalframkvæmdastjóri SÞ hef- ur ákveð.’ð að hítta enska heim- spekinginn og friðarsinnann Bertrand Russell, begar hann vepður á ferð í London í næstu viku. Russell er foringi brezku hreyfingarinnar gegn kjarnorku- vígbúnaði. Eitt og annað er ógert innan- húss, en þó er verkið svo langt komið að öll skrifstofustarfsemi flugvallarins er flutt í hinn nýja turn, en flugumferðastjórnin er enn í gamla turninum og verð- ur um sinn þar til glerið er kom- ið í. Einn af starfsmönnum flug- vallarins sagði í viðtali við Þjóð- viljann að vonir stæðu til að verkið ynnist í sumar. Áfengi hækkar í verði á morgun raun ber vitni. Alj?ýðublaðið tel- ur í gær, að nauðsynlegt sé að hið opinbera hlutist til um að koma togaraflotanum aftur á veiðar. og munu fæstir telja það vonum fyrr. Alþýðublaðinu far- ast svo orð um þetta mál: „Hins vegar er það ljóst, að togaraút- gerðin getur ekki teklð á sig bótalaust þær kauphækkanir, er togarasjómenn fara fram á. Þess vegna er hætt við því að ekki verði unnt að levsa deilu togaraeigenda og sjómannanna á togurum nema til komi aukinn fjárhagsstuðningur hins opin- bera við togarana. Það er svo önnur saga að líklega verður erfitt að manna alla togarana, | þegar loks nást samningar. Og það kemur vissulega til greina að fæltka togurunum citthvað. (Leturbr. Þjóðviljans). Tafarlausar ráðsfafanir Hin dauða hönd „viðreisnar- innar“ er því búin að leika út- gerðina svo grátt, að málgögn stjórnarinnar telja enga von til þess framar að unnt verði að koma öllum togaraflotanum til veiða. Og málgagn sjávarútvegs- málaráðherra segir, að það komi „vissulega til greina að fækka togurumum eitthvað“. Afleiðing- a?- viðreisnarinnar eru þannig stöðugt að koma betur í ljós, ýmist sem framleiðslustöðvanir eða samdráttur í framleiðslunni. Ríkisstjórninni ber skylda til þess að gera tafarlaust ráðstaf- anir til þess að koma togurun- um á veiðar — ekki aðe:ns hluta þeirra lieldur öllum flotanum. msmðtsins Æskufólk um allan heim býr sig nú til þátttöku í heimsmóti æskunnar, sem haldið verður í Helsinki, höfuðborg Finnlands, eftir nokkrar vikur. Á myndinni sjást tékkóslóvaskar stúlkur ganga frá mótsmerkjum. Loftferðasamningurinn við Bandaríkin í endurskoðun Formaður Loftleiða taldi þó ekki ástæðu til svartsýni á aðalfundi félagsins Tilmæli hafa borizt hingað til íslands frá stjórn Bandaríkjanna um endurskoðun á gild- andi loftferðasamningi milli ríkjanna og munu viðræður hefjast um það efni í septembermán- uði n.k. Alsírbúar Framhald af 1. síðu. hvíti fáni frelsishreyfingar Serkja við hún í borgum Alsír. Hersveitir sjálfstæðishreyfingar- innar héldu jafnframt inn í borg- irnar utan af landsbyggðinni. Frétzt hefur af árekstrum milli serkneskrar hersveitar og franskrar fallhlífasveitar á ein- um stað . Ben Khedda, forsætisráðherra útlagastjórnar Serkja í Túnis, flutti ræðu á föstudagskvöldið og lýsti yfir að ríkisstjórnin myndi halda til Alsír „til að takast á hendur ábyrgð sína og gegna skyldum sínum sem for- ustustofnun alsírsku byltingar- innar“. Hann bætti við að stjórn- in myndi fara með fullveldis- réttindi Alsír unz þjóðarkjörnir fulltrúar taka við. Þing verður kosið í Alsír seint í júlí. Afstaða stjórnar Serkja til bráðabirgðastjórnarvaldanna sem sett voru á stofn samkvæmt vopnahléssamningnum í Evian þykir nokkuð á huldu eftir ræðu Ben Khedda. í Túnis ganga sögur um að Ben Bella aðstoðarforsætisráð- herra í stjórn Serkja hafi farið til Tripoli vegna ósamkomulags innan stjórnarinnar. Á morgun þegar borgararnir leggja le.’ð sína í eitthvert hinna þriggja „ríkja“ höfuðborgarinn- ar, til að kaupa sér afréttapa eftir helgarsvallið, munu renna á þá tvær grímur því nokkrar algengustu áfengistegundirnar munu þá verða hækkaðar í verði. Brennivín verður 190 krónur flaskan, var 170 kr., Gin, Genever og Vodka munu hækka samsvapandi. Því dœmist rétt vcra „Því dæmist rétt vera á tutt- ugustu öldinni“ nefnist bækling- ur sem nýkominn er út. Höfund- urinn er Kristján Gíslason verka maður í Reykjavík, og í ritinu greinir hann frá samskiptum sín- um við bæjaryfirvöldin sem hröktu hann og fjölskyldu hans fyi'ir nokkrum árum úr húsi sem þau bjuggu í hér í bænum, en síðan hafa þau búið í braggá sem læknar hafa úrskurðað al- gerlega óíbúðarhæfan. ; Bæklingurinn er 14 síðui', gef- inn út á kostnað -höfundar og prentaður í Prentsmiðju Þjóð- viljans. Frá þessu skýrði Kristján Guð- Iaugsson hrl., formaðu?- stjórn- ar Loftleiða hf. á aðalfundi fé- lagsiiTS í fyrradag, en grundvöil- ur reksturs Loftleiða hefur ekki hvað sízt byggzt á ákvæðum þessa sanmings milli ríkjanna. ^ Munum mæta skilningi. í ræðu sinni kvaðst Kj-istján leggja áherzlu á vegna uggs, sem einstakir hluthafar og almenn- ingur hafi alið með sér, að stjórn Loftle.’ða væri þess fullviss, að í viðræðunum í háust mýndu fs- lendingar mæta fúllúm skilningi og vinsemd af hálfu handarískra stjórnarvalda, „enda höfum við til þessa“, sagð; Kristján, „ekki mætt öðru í Bandaríkjunum og megum meðal annars þakka bönkum þeirra ágæta fyrir- greiðslu. sem leitt hefur til heil- brigðrar þróunar félagsins, — sem aldre; verður hættulegur keppinautur á heimsmarkaðnum, en miðar starf sitt.við islepzkar þarfir og raunar lífsnauðsyn fyrst o.g fremst“. • Sætanýting 72,2% Alfreð Elíasson framkvæmda- stjóri Loftleiða skýrði frá því. að flugvélar félagsins hefðu á sl. ári alls farið 376 ferðir rnilli Ameríku og Evrópu. Heildarflug- tími var 11 970 klst. og með- alflugstundanýting 9 kíst. og .49 mín. á sólarhring. Alls flugu vél- ar félagsins 4.859.211 km á ár- inu. SamtaJs voru .. fluttir- 52.366 farþegar á öllum flug’.eiðum og áður. Sætanýting varð 72,2ý('. —. ár'ð 1960 65,3%. • Nær 300 milljóna velta S.’gurður Helgason varafor- maður Lo.ftleiða sagði að heild- arvelta félagsins árið 1961 hefði numið 292,5 millj. króna og aukning frá fyrra ári orðið nær 30%. Reksturshagnaður varð 7,1 m.'Uj. 05 var þá búið að afski-ifa eignir félagsins fyrir 21,1 millj. króna. Samkvæmt núgildandi skattalögum, sé ekki tekið til- l't til taps fyrri ára, nemur skattgreiðslan af hagnaði félags- ins um 62,7%. Samþykkt var á aðalfundin- um að greiða hluthöfum 15% arð að fela stjórn félagsins að hefj- ast handa um húsbyggingu, að greiða starfsmönnum nokkra uppbót á þessu ári sem þakklæt- isvott fyrír vel unnln störf á liðnu starfsári, að rétt sé sú stefna félagsstjórnar að flytja beri alla þá vinnu inn í landið sem unnt er að vinna hér eri unnin er nú í þágu .félagsins er- lend.’s. Stjórn Loftleiða var einróma endurkjörin en hana skipa: Kristján Guðlaugsson, Sigurðup Helgason, Alfreð Elíasson, E. K, er það 26,^/t, ^iuknipg f0.; ái;inu Olsen ,og, Ein^jtj Arnason., Sunnudagur 1. júlí 1962 — ÞJÖÐVILJINN — a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.