Þjóðviljinn - 01.07.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.07.1962, Blaðsíða 4
i ) ) <> ) ) i Fyrir Hvalíjarðargöngu heyrgi maður marga unga og íullfríska karimenn býsnast yfir þeirri firna vegalengd, sem ætlazt værj til að J>eir gengju o.g óx hún þeim mjög í augum. Marg.’r treystust ekki til að fara þó þeim væri málefnið kært. Trúlegt þykir oss, að lengist svipur iþeirra og furðuglampi komi í augun. þegar þeir frétta að tvær konur á áttræðisaldri gengu. Önnur mestalla leið, en hinn allan fyrri áfangann frá Hvítanesi á Kjalarnes. Kon- ur þessar eru þær Sigríður Sæland Ijósmóðir í Hafnar- firði og Sigurást Kr.istjáns- dóttir. sú fyrrnefnda 73 ára en sú síðarnefnda 71 árs. Við lögðum leið okkar heim til Sigurástar á dögunum, en hún býr hiá Unni Hraunfjörð dóttur sinni að Rauðagerði 56 í Sogamýri. Mæðgurnar voru að vinna í garðinum, cn’ ;tóku okkyr hið bezta og buðu ’úl stofu. Gamla konan ef' létt á fæti og kát í sinni, sagðist í fyrstu ekki hafa mikið að segja en rættist úr er á leið samtalið. Sigurást fæddist að Stekkj- ártröð í Eyrarsveit í Grund- arfirði. líún ólst upp í Vind- ási í sömu sveit og var þar til 16 ára aldurs. Síðan var hún í kaupavinnu um Breiða- fjörð og Dali þar til hún gift- ist 23 ára gömul Pétrí Hraun- fjörð skipstjóra. Hann stund- aði sjó á skútum og var í flutningum. Þau bjuggu fyrst Sigurást Kristjánsdóttir. í Stykkishólmi, fluttust það- an til Grundarfjarðar og loks t;l Reykjavíkur árið 1923. Pétur1 maður hennar lézt úr slagi' á heimili þeirra árið 1956. Bár það brátt að. Kvalaárin Sigurást minnist margs frá fyrstu árum búskaparins. Hún vill ekki kalla þau kreppuár, heldur kvalaár. Árið 1916 bjuggu þau hjónin í Stykkis- hólmi með ungbarn, dreng, sem hét Kristinn. Hann veikt- ist og þyngdi stöðugt. ‘ Vin- kona Sigurástar sem var hjá henni bauðst þá til að tara og sækja lækninn, en kom til baka með þær fréttir' að læknirinn. neiti að koma vegna þess að Sigurást skuld- aði honum 5 krónur, sem hún vissi ekki um. Sigurást hafði peningana ekki handbæra, en vinkonan bauðst til að lána henni þá, sem hún gerði. Læknirinn kom svo þegar hann hafði fengið sinn fimm- kall og þá var allt um seinan, barnið komið með lungna- bólgu og dó. 1921 eignaðist Sigurást dótt- ur, þá var fátæktin svo mikil, að hún varð að vaka yfir barninu við grútarlampa. Ekki mátti hún sofna frá lampan- um meðan eldur var í. Þau hjónin fluttust svo til Reykja- víkur árið 1923. Þá var krepp- an í íalgleymingi og Sigurást varð að láta eitt barnið frá sér. Þungbær var sú raunin en um það þýddi ekki að fást, því ekki var hægt að sjá sómasamlega fyrir mörgum börnum. Gangan í ættinni Segja má að, Sigurást cg hennar fólk hafi fjölmennt í Hvalfjarðargönguna. Með henni voru fjögur börn henn- ar og fjögur barnabörn og tengdabörn. Auk þess gengu ein sex af yngstu barnabörn- um hennar hluta af leiðinni Eða þetta frá 6 og uppí 10 kílómetra. Sigurást kvaðst hafa gengið frá Hvítanesi að Tíðaskarði, en hún á gifta dóttur á bæ þar skammt frá. Fór hún til hennar og var hjá henni um nóttina, ætlaði svo að ganga alla leið daginn eftir, en börnin tóku af henni ráðin, eða löttu hana fararinnar. Hún fullyrti samt að hún hefði getað gengið alla leið, var ekki vitund eftir sig eftir fyrri daginn. Fékk ekki einu sinni harðsperrur. Dóttir hennar Unnur greip nú inní samtalið og sagði að móðir sín hefði verið sýnu betur á sig komin eftir göng- una en þau systkinin, hún hefði bókstaflega hlaupið af veginum niður að bæ dóttur sinnar. Gamla konan tjáði okkur að versti kaflinn hefði verið frá Hvítanesi að Hvammi, vegurinn slæmur og hnökróttur, úr því var gott að ganga. Sigurást sagði svo: „Ég hafði svo gott af að ganga að ég bý bara að því. Mér líður . svo vel eftir þetta. Ég vildi svo óska þess, að gangan beri einhvern árangur og næst skal ég ganga alla leið. Þó þetta hafi kannski ekki mikil áhrif á stjórnarvöldin vekur gangan þó athygli rnanna á þessu ógnarvandamáli sem hersetan er og sérstaklega þeirra sem alizt hafa upp í hersetnu landi og þekkja ekki annað.“ Við getum ekki annað en dáðst áð fjöri og áhugá gömlu konunnar og auðséð er að borriin hafa 1 sótt drjúgári skerf af dugnaði sínum til hennar. Ekki er að efa það að Sigurást mun standa við Orð sín og ganga alla leið næst þegar farið verður, ef henni endist heilsa. Eins er ekki að efa það að fjölskyldan m'un ekkl láta sig vanta, en þau af börnum hennar sem gengu voru þéSsi: Lnr.ur, Guðlaug, Ólöf og Pétur. Með Pétri gengu synir hans tveir, Krist- ján sem er 17 ára og Pétur 13 ára. Kona Péturs gekk líka alla leið. G. O. ★ Meðal þeirra, sem tóku þátt í Hvalf jarðargöngunni alla leið var ein sex barna móð- ir, Sigríður Theódórsdóttir, kona Þórarins Guönasonar ilæknis, en þau hjón voru bæði í Keflavíkurgöngunni í fyrra. Þórarinn gat ckki tek- ið þátt í göngunni að þcssu sinni, þar sem hann var á vakt í sjúkrahúsinu, en með Sigríði gengu þrjú börn þeirra hjóna. Freyr, 12 ára gekk alla leiðina fyrri daginn og mestalla leiðina síðara daginn og yngri börnin, Krist- ín, 10 ára, og Bjarki, 8 ára, gengu mikinn hluta leiðarinn- ar báða daga en hvíldu sig á milli í bílnum. Börnin urðu ekkert eftir sig eftir gönguna, ★ Þjóðviljinn Iagði nokkrar spurningar fyrir Sigríði og fara svör hennar við þcim hér á eftir. Hvers vegna ertu á móti herstöðinni? Ég vil ekki trúa öðru en alljr heiðarlcgir Ifj’endingar vildu vera lausir við þá ó- skaplegu áhættu sem fylgir þvj að hafa hcrstöðvar í land- inu, þó að sumir hafi sætt sig víð það vegna þess að þeir óttast að liússar komi hing- að ef Bandaríkjamenn fara. En eru þetta ekki aðeins varnarstöðvar? 1 kjarnorkustyrjöld er ekki um varnarstöðvar að ræða, cinungis árásar- eða gagnárás- arstöðvar. Sigríðúr Theódórsdóttir mcð börnin þrjú sem fóru með henni í Hvalfjarðargönguna. F.v.: Bjarki 8 ára, Kristín 10 ára og Frcyr 12 ára. Vildirðu heldur herstöðvar Rússa en Bandaríkjamanna? Nei, en mér hefur satt að segja aldrci þótt sennilcgt að þeir kæmu hingað og nú á seinustu mánuðum hefur ým- islegt verið skrifað í brezk og bandarísk blöð sem styður þá skoðun. Viltu nefna einhver dæmi? Ég gct t.d. nefnt grein um afvopnun sem birtist í Þjóð- viljanum 23. og 24. þ.m. ^ftir brczka eðlisfræðinginn Black- ett cg þýdd var úr „Scientific American“. Þá grein finnst mér að sem flestir ættu að Iesa, því að í henni eru svör við þeim spurningum sem oftast koma upp í hugann þcgar rætt er manna á með- al um þessi mál. Greinin cr augf.jóslega ekki skrifuð í á- róðursskyni heldur til þess að rcyna að fræða blutlaust, enda hefði hún ella ekki ver- ið birt i mikilsvirtu banda- rísku tímariti. Hefurðu orðið vör við að greinin vekti athygli? Já talsverða. M.a. sýndi AI- þýðublaðið hinum fræga brezka eðlisfræðingi og jafn- aðarmanni þá virðingu að birta á forsíðu innrammaöan skæting um grcinina og lét kýrhaus fylgja með í kaup- unum. Á svona einfaldan hátt má afgreiða það sem mörg- um finnst nú vera „mikilvæg- asta málið í heimi.“ 4) — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 1. júlí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.