Þjóðviljinn - 01.07.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.07.1962, Blaðsíða 10
„SVARTI HLÉBARÐINN” ÓCNAR BOTVINNIK Endanleg úrslit eru nú kunn á skákþinginu í Curacao. Þau eru eftirfarandi: 1. Petrosjan 17'/2 vinning 2. -3. Keres 17 vinningar 2.-3 Geller 17 vinningar 4. Fischer 14 vinningar 5. Korstnoj I3V2 vinning 6. Benkö 12 vinninga 7. -8. Tal og Filip 7 vinninga hvor. Við þetta er svo að athuga, að Tal tefldi 6 skákum færra en hver hinna. Það verður því Tigran Pet- rosjan, sem gengur á hólm við Botvinnik á næsta ári og tefl- ír við hann allt að 24 skáka einvígi um heimsmeistaratitil- inn. Afrekaferill Petrosjans var rakinn hér í blaðinu 28. júni, og mun ég því ekki rekja hann hér. Hann er 33 ára gam- all, armenskur að uppruna, og hefur verið í röð fremstu skák- meistara Sovétríkjanna um 10 ára skeið. Þetta síðasta kandi- datamót var það fjórða, sem hann teflir á (í röð), og hefur hann staðið sig vel á þeim öll- um, svo ekki er hægt að segja, að honum skjóti óvænt upp í toppinn. Hverju á maður svo að spá um einvígi þeirra Botvinniks og Petrosjans? 1 því sambandi væri ekki úr vegi, að bera nokkuð saman stíl þeirra. 1 fljótu bragði gæti manni virzt, að stíil þeirra sé ekki svo ýkja ólíkur. Það væri heldur ekki erfitt að skýra það, þótt þeir hefðu líkan stíl, því vitað er, að hinir yngri skák- meistarar Sovétríkjanna hafa mikið numið af Botvinnik. Væri því engin furða, þótt skyldleika gætti með stíl ýmsra þeirra og stíl heimsmeistarans. Líkt er það með stíl þeirra Petrosjans og Botvinniks, að tafimennska beggia er fremur róleg á yfirborðinu og þeir leagja sialdan í tvísýn ævin- týri. Þeir trúa á mátt sinn og megin og treysta ekki á að andstæðingurinn geri vhlur er réttlæti í framkvæmd áhættu- sama og kannske miður rök- rétta taflmennsku. Að því leyti Trtilofunarhringtr, steinhrini ir, hálsmen, 14 OK 18 karati íþróttir og utilíf Sýning á vegum DIA KULT- URWAREN, Berlin Lista- mannaskálanum opin frá kl. 2—10. Sýningunni lýkur í kvöld. KAUPSTEFNAN. Sveinn Kristinsson eru þeir t.d. ólíkir Tal, Korts- noj og Geller, sem leggja allir á stundum út í vafasöm ævin- týri, sem heppnast oft gegn veikari mönnum — ,þó ekki alltaf — en leiða oft til herfi- legra ófara gegn öflugum and- stæðingum. Er síðara einvígi þeirra Tals og Botvinniks gott dæmi um þetta. En þótt stíll þeirra Botvinn- iks og Petrosjans sé að sumu leyti líkur, þá er einnig margt sem greinir hann að. Stíll Petrosjans er vélrænni, ópersónu.legri, en líklega þar með nokkru öruggari. Petrosjan er „taktískari" og gerir meira en Botvinnik að því að leysa stöðu.leg viðfangsefni eftir „taktiskum“ leiðum. Að nokkru leyti stafar þetta sennilega -af því að enda þótt líta megi. á vissan hátt á Petrosjan sém lærisvein Botvinntks, þá er hann einnig fulltrúi nýs skóla, sem myndazt hefur í Sovét- ríkjunum jafnhliða uppvexti hinna ungu stórmeistara. Lögmál framvindunnar hefur gert það að verkum, að sá skóli hefur smátt og smátt ver- ið að leysa af hólmi þann skóla, sem Botvinnik og sam- tíðarmenn hans hinir eldri námu fræði sín í. Botvinnik stuðlaði með for- dæmi sínu að vissu leyti að stofnun þessa ni'ja skóla, en hann hefur ekki haft fullt vald á því að móta þær fræðikenn- ingar, sem skólinn er reistur á eða hafa úrslitaáhrif á þróun þeirra. Þar hefur sjálfur andi skáklistari.nnar leikið laus- beizlaður og brotið sér farveg af eigin ramleik. í hinum nýja skóla hefur gætt mikillar tilhneigingar til að leysa sem flest stöðuleg viðfangsefni eftir „taktiskum“ leíðum, og þótt hinn eldri skóli þekkti einnig vel til slíks, þá var sú viðleitni varla eins ríkj- andi þar. E£ maður reynir að vega og meta horfurnar í væntanlegu einvígi iþeirra Botvinniks og Petrosjans, þá mundi ég tolja að Botvinnik yrði öllu skæð- ari í endatafli, en Petrosjan hinsvegar betri í byrjunum og snemma í miðtafli. Botvinnik ætti vegna reynslu sinnar að vera „strategiskt" sterkari en Petrosjan, en þar hygg ég að sé þó mjótt á mununum. Bot- vin.nik hættir meira til tíma- hraks en Petrosjan, sem lendir víst varla nokkru sinni í tíma- hraki. Þegar maður tekur svo ti.llit til aldurs þeirra, en Botvinnik er 18 árum eldri, þá mundi. ég komast að þeirri lokaniðurstöðu, að Petrisjan hafi allt að 65% líkur til að vinna einvígið. Meiri hluti skákanna verður sjálfsagt jafn- tefli, og vinningamunur verður ekki ýkja mikill. Þessa spá geta lesendur gert athugasemdir við og sent þættinum, ef . þeir óska. IUndanfarið höfum við skoð- að margar skákir frá Curacao, Tii tilbreytingar birti ég hér skák, sem tefld var á skák- þingi miklu í Búdapest árið 1952. Petrosjan á þar í höggi við Keres, sem varð sigurveg- ari á rnóti þessu, en einnig j skæðasti keppinautur Petrosjan í Curacao. Petrosjan var 23 ára gamall, en Keres 36, þegar skákin var tefld. Hvítt: Petrosjan Svart: Keres Niemzo-indversk vörn 1. d4, RI6; 2. e4, e6; 3. Rc3, Bb4; 4. e3, ó-o: 5. Rf3, d5; 6. Bd3, c5; 7. 0-0, b6; (Algengt er 7. — Rc6) 8. dxc5, bxc5; 9. Re2 (Petrosjan viil hagnýta sér af- káraiega aðstöðu biskupsins á b4) 9. — Rb-d7; 10. b3 (Betra var 10. cxd5) 10. — e5!. 11. Bbl, e4; (Betra var 11. — d4 og síðan Bb7) 12. Rd2, Ba6; 13. Bb2, Da5; (Nau.ðsyniegt var 13. — Bxd2 og síðan dxc4) Svart: Keres P O » *> O w Hvitt; Petrosjan 14. Rxe4! (Eftir þennan glæsilega leik, snýst taflið hvítum í vil) 14. — dxe4; 15. a3, Bd2; 16. b4!, cxb4; (Ef til vill var 16. — Db6 17. Dxd2, Bxc4 skárra) 17. Dxd2, Bxc4; 18. axb4, Dg5; (Þessi leikur er andvana fædd sóknartilraun, sem leiðir aðeins drottni.nguna á hrakhóla. 18. — Db6 19. Bd4, Db7 hefði veitt meira viðnám) SKÁKIN — Sunnudagur — 3. 19. Ha5!, Dh4; 20. h3, Hf-b8; (Betra var 20. — a6) 21. Rg3! (Hótar 22. Rf5 og síðan Re7t og vinnur drottninguna) 21. — Hb5; 22. Hxb5, Bxb5; 23. Hcl, Bd3 (Keres fellur ,ekki staðan, og er það mjög að vonum. Petrosjan hótaði honum óbærilegum sóknarþrýstingi með Dd4 og Hc7, og leitast stórmeistarinn því við að létta stöðuna með uppskiptu.m) 24. Bxd3, exd3; 25. Bd4, Re4; 26. Dxd3, Rxg3; 27. fxg3, Dxg3; 28. De4! (Áhrifamikil „centralisering" hefði Niemzowitsch sagt! Svart- ur tapar mi.nnst peði (26. — Db8 29. Ds4!). 28. — Hd8. (Hyggst svara 29. Bxa7 með Rf6) 29. De7. Db8: 30. Bxa7, Dxa7; 31. Dxd8t, Rf8; 32. De8, Da3; 33. Hc7, Db3; 34. De7, Dd5; 35. Kh2, h6; 36. Ilc8 og Keres gafst upp. Ausfflrzkar hásmæður í orlofi að HaElormssfað HALLORMSSTAÐ 29/6 — Milli 20 og 30 húsmæður af Austfjörö- um hafa dvcfizt hér á Hallorms- stað í orlofi sínu að undanförnu. Samband austfirzkra kvenna hefur sem fyrr haft forgöngu um orlofsdvöl þessa og notið styi’ks af opinberu fé. I fyrra mánu.ði dvöldust 24 konur úr Austur-Skaftafellssýslu í vikutíma hérna og gert er ráð fyrir að þriðji húsmæðrahópur- inn komi hingað seint í ágúst- mánuði. Þetta mu.n vera fimmta sum- arið, sem skipulögð er orlofsdvöl austfirzkra húsmæðra að Hall- ormsstað. Fyrstu árin gekkst • Að eiga géða að Eftirfarandi texti með mynd birtist í Vísi f gær; „Gamla frú Marceau. Hún á enga að í Frakklandi, nema tvo syni. sem féllu í stríðinu og iiggja grafnir í hermannagrafreit við Reirns". VIENTIANE 30/6 — Telja má víst að nýia samsteypustjórn- •n í Laos takf upp stjórnmála- samiband við alþýðulýðveldið Kina 0» Austur-Þýzkaland, hef- ur fréttaritari Reuters eftir hátt- settum embættismanni. Hlutieys- isstefna stjórnarinnar felur í sér ósk umstjórnmálasamband við öll ríki, sagði embættismað- urinn. Samband austfirzkra kvenna fyr- ir þessu máli á eigin spýtur, en nú nýtur sambandið styrkja af opinberu fé sem fyrr segir. Öræfin grædd Framh. af 7. síðu. aukizt í afgirtu svæðunum, miðað við ófriðuðu reitina. Að síðustu tók Sturla fram: Ekki er unnt að draga algijldar ályktanir af þcssum athugunum einum. Þær eru aðeins upphaf þeirra rannsókna sem fram- kvæma þarf. En þær benda eindregið til að unnt sé að klæða landið gróðri a.m.k. allt upp í 600 m hæð yfir sjó, rækta afréttarlönd, nema ný landsvæði til ræktunar og sumarbeitar. Þessu.m tilraunum hefur ver- ið haldið áfram, t.d. hafa verið settar upp tilraunir á Holta- og Landmannaafrétti og sýna nið- urstöður þeirra að áðurnefndar grastegundir gefa góða upp- skeru á eyðisöndunu.m norðan Tungnaár, og hafa margir ferða- angar orðið vitni að slægjun- um í Tungnaárbotnum, sem liggja í 700 metra hæð uppi við Vatnajökul. Nú er í ráði að setja röð af tilraunareitum þvert yfir há- lendi.ð, frá Þykkvabæ norður yfir Kjöl, og er tilgangurinn með því að fylgjast með og bera saman gróðrarskilyrði á hálendi og láglendi. 3. B. BÍLALÖKK „CELLOLOSE“ ,S¥NTHETISK“ Bílalökk - Bílalökk Grunnur Grunnur Fyllir Fyiiir Spartl , Spartl Þynnir Þynnir F á s t h j á : Volvo-búðinni, Suðurlandsbraut 16 Skoda-búðinni, Bolholti 4 Pétri Hjaltested, Snorrabraut 22 Verzl. Friðriks Bertelsen, Tryggvagötu 10 Bílanaust h.f., Höfðatúni 2 Sveini Egilssyni h.f., Laugavegi 105 Stapafelli h.f., Keflavík Kyndli h.f., Keflavík Verzluninni Óðni, Akranesi Haraldi Böðvarssyni & Co., Akranesi Litlu Bílabúðinni, Vestmannaeyjum Kaupfélagi Árnesinga, Selfossi Kaupfélagi Eyfirðinga, Akureyri og hjá mörgum bílamálurum. Einkaumboð: ÁSGEIR ÖLAFSSON, heildverzlun. Símar 11073 og 13849, Reykjavík. I @■■@1 Sendibill 1202- StotionbiU 1202 FELICIA Sportbiil OKTAVIA Fólksbííl SUBOH ® TRAUST BODYSTAL - ORKUMIKLAR OS VIÐURKENNDAR VÉLAR-HENTUGAR ISLENZKUM AÐSTÆÐUM - LAGT VERO P0STSENDUM UPPLÝSiNGAR TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBODIÐ IAUGAVEGI 176 • SÍMI 37881 \ 12 Q) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 1. júlí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.