Þjóðviljinn - 01.07.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.07.1962, Blaðsíða 5
allsherjorlyfi rusóttum Vonir standa nú til að vísindamönnum muni takast að finna lyf sem veiti lækningu við veiru- sjúkdómum sem læknavísindin hafa hingað til staðið að heita má vopnlaus gegn. Og það sem meira er: Lyf þetta gefur vonir um að reynast haldgctt í baráttunni við alla veirusjúkdóma. Fyrir skömmu skýrði enski augnlæknirinn Barrie R. Jones frá því að tekizt hefði að lækna með lyfi sjáaldursbólgu í mönn- um sem bólusettir höfðu verið við bólusótt, en bólgan hafði hafizt eftir að kúabóluveirur frá bólusetningarstaðnum höfðu bcr- izt i augu þeirra. Lyf þetta nefn- ist interferon. 1 fyrsta skipti Þetta var í fyrsta skipti sem tekizt hafði að lækna með lyfi sjúkdóm sem veirur valda. Því að enda þótt fundizt. hafi lyf, t.d. penisillín og streptómysin, sem vinna gegn flestum foakteríu- sjúkdómum, eru læknar enn svo til ráðalausir gegn veirusjúk- dómum. Þegar veirufaraldrar gjósa upp, verða læknar venju- lega að láta sér nægja að draga úr vanlíðan sjúklinganna og styrkja varnarmátt þeirra. Hægt að fyrirbyggja Hins vegar hefur lengi verið hægt að fyrirbyggja suma veiru- sjúkdóma. Þegar árið 1796 vísaði Englendingurinn Edward Jenner veginn, en þá sprautaði hann í átta ára gamlan dreng vökva úr kúabólunabba og sannreyndi að drengurinn varð ónæmur fyrir þeirri tegund bólusóttar sem á manninn herjar. Með bólusetn- ingu hefur bólusóttinni síðan verið útrýmt að kalla má úr Ev- rópu og N'orður-Ameríku. Erfitt að finna ból’.uefni Hins vegar hefur reynzt miklu erfiðara að finna bólusetningar- efni við nær því öllum öðrum veirusjúkdómum — eins og t.d. hinum illræmda hitabeltissjúk- dómi gulusótt (veirugulu), mis- lingum og inflúenzu. Enski veirufræðingurinn Alick Isaacs sagði að „því miður herja svo margar veirutegundir misk- unnarlaust á manninn, að óhag- kvæmt er, ef ekki beinlínis ó- mögulegt, að framleiða sérstök bóluefni gegn þeim öllum sam- an“. En það fór þó fyrir Isaacs eins og reyndar fjölmörgum öðrum Vísindamönnum, að hann vildi ekki sætta sig við vanmátt læknavísindanna gegn veirunum, en Isaacs er forstöðumaður bakteríu- og veirurannsókna á vegum brezku læknisfræðistcfn- unarinnar. Hann hófst handa og byggði rannsóknir sfnar á dular- fullri uppgötvun sem brezkir vís- indamenn höfðu gert árið 1937. „ Veirutruf lun“ Þá höfðu læknarnir Findlay og MacCallum sannreynt að apar sem sýktir höfðu verið með veir- um sem valda hinni svonefndu Riít-Valley-hitasótt urðu ónæmir fyrir veirugulu, eins og þeir sem bólusettir hafa verið með kúa- bóluveirum verða ónæmir fyrir bólusótt. Það var því eðlilegt að menn teldu í fyrstu, að myndazt hefði andefni í líkömum apanna, á sama hátt og við bólusetningu og það gert þá ónæma fyrir veirugulunni. En frekari tilraun- ir leiddu í Ijós að andefni Rift- Valley-sóttarinnar verkaði alls ekki ú 'þær veirur sem veiru- gulunni valda. Findlay og MacCallum gátu þess þá til að veirur einnar teg- undar sem hefðu brotizt inn í fi-umur líkamans gætu á ein- hvern hátt komið í veg fyrir að veirur annarrar tegundar kæm- ust einnig inn í frumurnar. Við- ureign veirutegundanna kölluðu vísindamennirnir „virus interfer- ence“ — „veirutruflun“. Sex árum síðar sýndu banda- rísku vísindahjónin Gertrude og Werner Henkle fram á, að meira að segja veirur sem höfðu verið drepnar með hita og út- l'jólu.bláum geislum og síðan spýtt inn í frumvef gátu enn hindrað að aðrar veirur brytust inn í frumurnar. Isaacs finnur lausnina Það var þó enn ekki vitað með hvaða hætti þær veirur sem fyr- ir voru gátu hindrað aðrar veir- ur í að komast inn í frumurnar, en Isaacs fann lausnina árið 1957. Hann gerði tilraunir á frumvef með drepnum kvefveir- um og fann loks og einangraði efni það sem varðveitir frumvef- inn fyrir frekari veirusýkingu. Efni þetta nefndi hapn interfer- on (sbr. „virus interference“). Frekari tilraunir Isaacs og samstarfsmanna hans leiddu í ljós að sérhver dýrategund myndar sitt sérstaka interferon, og ennfremur að interfebon sem myndast í frumum hverrar dýra- tegundar ver frumurnar fyrir veirur allra tegunda. Allsherjarlyf? „Svo virðist", segir Isaacs, „sem interferonmyndunin sé mjög algengt svar frumanna í líkömum hryggdýra við veiru- sýkingu og sem interferon geti hindrað tímgun allra þeirra dýraveirna sem hingað til hafa verið rannsakaðar". Þetta má einnig orða þannig: Svo virðist sem finna megi alls- herjarvörn gegn öllum veirusjúk- dómum. iEn við það bætist að vísindamennirnir gera sér vonir um að einnig megi nota inter- feron til að fyrirbyggja veiru- sjúkdóma. Isaacs sýndi fyrst fram á verndarmátt interferons með til- raunum á músum. Hann spýtti interferon sem hann hafði sjálf- ur unnið inn í nckkrar mús- anna, en setti kvefveiruupplausn |í nasir annarar í þeirri von að ' veirur mynduðu sjálfir sitt eigið I interferon. Síðan sýkti hann báða músa- r hópana með veiru, sem venjulega veldur banvænni heilabarkar- bólgu. En í þetta sinn reyndust veirurnar ekki banvænar: Mýsn- ar lifðu af sýkinguna. Tilraunir á mönnum Þegar svo var komið, taldi Isaacs óhætt að byrja tilraunir á mönnum með hið nýja lyf. Spýtt var inn í handleggina á sjálfbóðaliðum interferonvökva úr nýrnavef rhesusapa og enn- fremur interferonlausum vökva af sama uppruna. Daginn eftir var bóluefni sett í bæði sárin. Einnig var interferonvökvi bor- inn í augu manna sem höfðu fengið sjáaldursbólgu af völdum kúabóluveirna. Báðar tilraunirnar leiddu í Ijós varnarmátt lyfsins: Af 38 bólu- settum með interferon komu að- eins fram bólunabbar ú 24 og í átta tilfellum að auki varð bólu- votturinn greinilega stærri þar sem interferon hafði ekki verið til staðar. Sjáaldursbólgan hjaðn- aði hins vegar fljótt. Margt eftir ógert „Byrjunin lofar góðu“, sagði Isaacs, „en margt er eftir ógert, t.d. hvernig interferon verkar á hina venjulegu tegundir veiru- sýkingar“. Þess vegna eiga interfercn- fræðingarnir enn eftir að finna ráð við venjulegu nefkvefi. Líkan Kenne(fys var brennt áður en hann kom til Mexíkó Morgunblaðið endurprentar á forsíðu í gær frétt úr Þjóðvilj- anum varðandi komu Kennedys Bandaríkjaforseta til Mexíkó. Telur blaðið að Þjóðviljinn hafi þessa frétt eftir sovézku frétta- stofunni Tass. Sannleikurinn er hinsvegar sá að fréttin er tekin úr sænska blaðinu Ny Dag. Hitt er aftur á móti rétt að að í fréttinni dr málum blandað. Stúdentarnir brenndu að sönnu líkan Kenncdys á báli, en ckki er hann hélt imtireið sina í Mexíkóborg, cins og segir í frétt- inni, heldur nokkrum dögum áð- ur. Vildu þeir með þessu mót- mæla fyrirætlunum stjórnarvald- anna um forsetaheimsóknina. ★ ★ * Þjóðviljinn biður hér með af- sökunar á þessari tímaskekkju. I Slíkur misskilningur getur alltaf átt sér stað, þó leiður sé. Það vill alltaf brenna við að fréttir brenglist á langri leið. Enn um tugthús Blaðið hafði í gær tal af sýslu- manninum á Húsavfk, Jóhanni Skaftasyni, og spurðist fyrir um tugthúsbrotið á Þórshöfn. Kom þá í ljós að frétt sú sem Þjóð- viljinn birti á dögunum hafði skolazt nokkuð til á langri leið. Sannleiku.rinn er sá,‘ að iþrír menn tóku sig til og brutu upp tugthúsið strax um kvöldið, áð- ur en nokkur maður hafði verið settur þar inn. Munu þeir hafa ætlað að kcma í veg fyrir að þeir yrðu að gista staðinn um nóttina. Ekki tókst þó betur til en svo að þeir urðu að una því illa hlut- skipti þegar leið að morgni, en þá höfðu þeir haft sig nokkuð i í frammi í óeirðum. Tékkneskir með formsóla - (innlegg). Sérstaklega hentugir og þægi- legir til gangs á hörðum gólfum. Verð kr. 321.65. Uppreiðmaðir strigaskór, allar stærðir. karlmanna- - Skóverzlim sandalar Péturs Andréssonar Laugavegi 17 og Framnesvegi 2. ODÝR SUMARMARKADUR Á SKÓFATNAÐI Seljum á morgun og næstu daga meðan birgðir endast, ENSKA KVENSKÖ úr leðri frá DUNLOP fyrir kr. 398,00 og 298,00 BY DUNLOP KARLMANNASKÖR úr leðri frá P óllandi margar gerðir fyrir kr. 350,00 Karlmannasandalar úr leðri með forsólum fyr ir kr. 255,00 Ennfremur seljum við nokkurt magn af NYLON-sokkum úrvals te gundum fyrir kr. 25,00 og 29,00 parið SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR LAUGAVEGI 100. Sunnudagur 1. júli 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.