Þjóðviljinn - 08.07.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.07.1962, Blaðsíða 7
ð (1944). legur spurt um fagurt eða ó- fagurt. Hér er verstu hliðum okkar tíma lýst af listrænni snilld. Eg hef oft séð leiðsögu- menn sýna safnið og heyrt heimskulegar spurningar ferða- manna og leiðsögumennina lít rlsvirða, gagnrýna, hæða og sniðganga. En ég hef einnig séð mexíkanska verkamenn i vinnufötum og Indíána í sara- pes standa þögula og djúpúðga frammi fyrir þessum stórfeng- legu myndum hans, og ég hef séð þá ganga brott, samanbitna með fjarræna tjáningu ii aug- um. Því að hér er talað án um- svifa um hið falska lýðræði og misnotkun á markmiðúm og hugmyndum byltingarinnar. Á veggjamálverkunum í Mexikó getur hver og einn séð hvað var þar málað, fyrir hverju var barizt, þangað getur maður sótt nýian kraft og innblástur. í augum margra er Mexíkó land frelsisins og þannig var það eitt sinn. En sílðan Lazaro Cárdenas hvarf úr forsetastóli órið 1940 hefur landið sífellt orðið háðara hinum mikla ná’ granna sínum, Bandaríkjunum. Það er eitt af þeim vanþróuðu löndum sem þegið hafa mikla aðstoð. Á síðastliðnum sjö til átta árum hafa þjóðartékjurnar aukizt um næstum 50 prósent, fátækasti hluti þjóðarinnar hefur samt orðið enn fátækari, kjör millistéttarinnar hafa ekki batnað, heldur hafa verðhækk- anir þvert á móti rýrt kaup- máttinn. Hinir ríku hafa aftur á móti orðið enn ríkari. Þetta er hið logna lýðræði sem Siqu- eiros beitir sér gegn. í nafni lýðræðisins er gripið til ólýð- ræðislegra aðgerða. í hinu „lýðræðislega“ Mexíkó eru 3000 pólitískir fangar lokaðir inni. Hin framfarasinnuðu öfl hafa stofnsett nefnd sem vinn- ur að frelsun þessara fanga og er Siqueiros forseti hennar. Blað kemur út á vegum nefnd- arinnar og ritstjóri þess er hinn 74 ára Filomeno Mata. Hann hefur verið dæmdur i átta ára fangelsi fyrir „hæðní við stjórn- arvöldin“. Þetta gerist 50 eftir að einræðisherrann Por- firio Diáz handtók föður hans fyrir sömu sakir. Þjóðir rómönsku Ameriku heyja frelsisbaráttu eins og Afríkuménn. Frelsun Kúbu hefur gefið almenníngi í fóm- önsku Amertku tru á framtíð án lýðræðislegs lýðskrums. En gagnráðstáfanifnar hafa jafn- framt ve'rið hertar. í tíu lönd- um álfunnar er kommúnista- flokkurinn bannáður. Þegar aðstæður erú hafðaf í huga verður dómurinn skiljanlegri. Siqueiros er einn einörðustu og öbuganlegustu baráttumanna fyrir 'frelsun Mexíkós undan nýlendukúgun ií sérhverri mynd, erlendum ítökum og rányrkju kapítalismans. Ýmis merki eru sjáanleg um þrýst- ing erlendis frá. Jafnframt því Andlitsmynd vorra tíma (1947). sem fólkí‘er bannað að láta í l'Jós velvild sSna til Kúbui á fjöldafundum áraéðá' stjórnar- völdin ekki að beitá: sér opin- iberlega gegn ■ Cáströ. ..'qinr. Yfirvöidin í. Mexíkó hafa lokað þennpn stríðandi risa inni, en á sama tlíma er hann heiðraður opinberlega sem einn bezti son- ur lands síns. Á mexíkanskri sýningu í París, „Mexrköqsk list í 3500 ár“ sem haldin ’er í Petit Paláis, ér heill salur með 20 málverkum og lito- grafíum helgaður þesáum mikla málara. En fyrst og fremst er Siqu- eiros óþreytandi baráttumaður fc listinni. Fáir hafa numið jafnvíðáttumikil lönd með sí- felldum tilraunum með fjöl- breytt efni og tæki okkár tæknitíma. Árangur hans hef-- ur orðið listinni til góðs langt út fyrir Mexikó. „Hvernig ætti maður að geta skapað listaverk án þess að 'þekkja til stjórnmála", sagði Siqueiros. Stjórnmáiaiþekkirig og aískipti af vandamólum tímans er ekki nægileg til •að gera' menn að lista- mönnum og starf þeirra á list- rænum vettvangi nægir heldur ekki eitt saman. Það sem lyftir verkum Siqueiros, það sem gerir þau að miklum listaverk- um, er innsæi hans, ákaflyndi og samkennd svo og hæfileikar snillingsins til að gefa öilu þessu my.ndrænt form. Það er tjáningarform sem er svo ál- gjörlega hans eigin að maður efast aldrei þégar maður stend- ur frammi fyrir einhverju verka hans. Hin mexíkanska list og þar með list Siqueiros hafa mann- inn í brennipunkti. Mexíkönsku listamennirnir 'hafa -samið hetjuóð um þjóð slina og þá jafnframt um allt mannkyn okkar tíma. Við erum þúsundir sem krefjumst: Látið Siqueiros laus- an, því að við krefjumst frelsis handa listinni og við krefjumst þess að lýðræðislegt frelsi sé virt. Við sendum hjartanlega kveðju i fangelsið til hins óbil- gjarna baráttumanns fyrir málstað frelsisins. Per Ulrich. Verkfræðingurinn varí Bergmál af ópi (1437) Guernica-mynd Siqueiros. HANNOVER — Svefntruflanir, ógleði til vinnu. ofþreyta, krans- æðastífla, lijartsiáttur og maga- veiki hrjáir íbúa borgarhverfis eins í Hannover. Ástæðan er hávaði frá býggingaframkvæmd- um í nágrenniim. íbúarnir lögðu fram kæru gegn þeim sem á- byrgð bæri á hávaðanum. Ur þessu urðu hin athyglisverðustu málaferli, sem lauk með því að byggingarverkfræðingurinn var dæntdur í 1000 marka sekt. Verkfræðingurinn stjórnaði framkvæmdum á stórum vinnu- stað, þar sem ver.'ð var að reisa stór íbúðarhús. 02 bo.rgaryfir- völdin voru að láta leggia stóra skólpleiðsiu neðanjarðar. Hávað- ínn. sem fólk í nærliggjandi húsum varð að þola, var allt að 80 fón að styrkleika á svölum húsanna og 40 fón inni í lok- uðurn húsum. I úrskurði undirréttar í Hann- over. segir, að byggingaverkfræð- 'ingurinn' .sé ábyrgur. ‘hann hafi vanrækt að lelta aðstoðar sér- fræðinga til bess að reyna að rninnka hávaðann af fram- kvæmdunum eins mikið og hægt var. Byggingaframkvæmdunum verð- ur ekki lokið fyrr en eftir niu mánuð:. Ef íbúar borgarhveríis- ins verða fyrir verulegu ónæði framvegis. geta þeir lagt fram aðra kæru. Ekki er talið hugs- anlegt að hætta þessum fram- kvæmdum, þar sem þegar er búið að kosfa til þeirra tugum mllljóna. fanaelsi I I t --»• r ■-m. Sunnudagur 8. jú)í 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (7^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.