Þjóðviljinn - 08.07.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.07.1962, Blaðsíða 12
I fyrradag var tekið að ferma síldarflutningaskipið Unu ó Seyðisfirði, en það mun flytja síld þaðan til verksmiöjanna við Eyjafjörð,; Hjalteyrar og Kx’ossaness. Von er á öðru skipi sem flyt-. ur síld til Síldarverksmiðja: rikisins á Norðurlandi meðan Seyðisfj.verksmiðjan kemst ekki í gang. Prammi meö tveim löndunartækjum getur umski.pað úr 2 bátum í senn. Myndirnar eru af Unu, og til vinstri á þeirri stærri sér ó hvalbát sem verður iijót- andi ketilhús og mannaíbúð fyrir verksmiðjuna. (Ljósm. Gísli Sigurðsson). iiiii HxX ll&%Í$Í$ ' s/ ' 5' \ ;:.xy:-:; x:..: guðmnuiNH Sunnudagur 8. júií 1962 — 27. árgangur — 150. tölublað. Portúgalar hafa drepið 55.000 --- r| i M ■ LONDON 6 7 — 55.000 innfæddir Afríkunienn, þar af 5.000 skæru- liðar hafa verið drepnir í Ang- óla síðan uppreisnin gegn Portú- gölum hófst þar í byrjun marz í fyrra. Þcssar upplýsingar gaf formaður verkalýðssamb. Ang- ólabúa, Jomas Savinbi, á blaða- mannafundi í London í dag. Savinbi kom til London frá að- alstöðvum samtakanna í Leopold- ville í Kongó. Hann sagði að 2000 Partúgalar hefðu fallið í Angóla á sama tíma og að 200. 12000 Portúgalar hefðu fallið í Angóla til Kongó. Savinbi sagði að uppreisnar- menn í Angóla hefðu fengiö send vopn frá öðrum Afríkuríkj- um, en þó ekki frá Kongó. Hann skoraði á brezku stjórnina að beita áhrifum sínum til að fá Portúgali til að draga úr harð- stjórn sinni í Angóla. Portúgalir notuðu m.a. þyrlur til að gera árásir á fjallaþorp innfæddra. Mannskaði í úrhellisregni TOKIO 7/7 44 menn hafa tynt lífi og 12 er saknað í Suð- ui’-Japan. en þar hafa geysað gífurlegar úrhellisrigningar síðan 1. .júlí. Hundruð húsa hafa eyði- lagzt og vega- og járnbrautar- kerfi hefur rofnað á mörgum stöðum. Merk altaristafla frá 17. öld gefin Þgóðminjasafninu verið gefin kirkjunni, og gerðu það afkomendur hjónanna Ólafs bónda Thorlaeius og Halidóru Aradóttur. Útflutningur til Sovét- í nýlega útkomnum Hagtíðind- um er birt skýrsla um inn- og á flutningi fyrsta ársþriðjungs þessa árs, janúar til apríl, og samanburður við árið áður. Eru tölur ársins 1961 umreiknaðar í núverandi gcngi. Heildarinn- flutningurinn fyrstu fjóra mán- uði þessa árs uam 980 millj. 218 þús. kr. (755,566 árið 1961) en heildalútflutningurinn á sama tíma var 1127 millj. 877 þús. kr. (781.139). Á tímabilinu var mest flutt ínn frá Bandarikjunum eða fyr- ír 156.953 bús. kr. (129.150), þá frá Bretlandi 124.993 þús kr. (88.236). Vestur-Þýzkal. 103.632 Jxús. k!. (80.907). Sovétríkjun- um 102.928 hús. kr. (101,336), Danmörku 75.417 þús. kr. (57.134), Svíþjóð 71.777 þús. kr. Bræla á miðanum Samkvæmt upplýsingum síld- arleitarinnar á Raufarhöfn var -engin síldveiði í nótt enda taræla á miðunum. Voru skipin i'lest í vari og þau, sem einhvern al'la höfðu . fengið notuðu tækifærið; tjl • þess að losa smáslatta. A Norðf.iarðardjúpi var þó gott j veöur og fengu tvö skip þar íifla. Víðir II. 250 mál og Guð- björg 400 mál. Efti.r hádegi íj gær var veöur batnandi á mið- iinum og voru skipin að búa si.g tuhdir að f'ara á veiðar . (40.224) og Noregi 58.545 þús. kr. (34.120). Útflutningur var aftur á Adenauer f œr kaldar kveðjur BORDEAUX 7/7 Konrad Aden- auer kanzlari Vestur-Þýzkalands, fékk óblíöar móttökur, er hann kom til Bordeaux í Frakk- landi í dag. Farin var fjölda- ganga gegn honum. cg hrópaði fólkið ..Enga nazista í Bordeaux''! og önnur úlíka slagorð að Aden- auer. Kanzlarinn er á feröalagi um ýmsar borgir og bæi á þess- u.m sjóðum. Aðrir hrópuðu ..Oradour. Ouradour"! þegar kanzlarinn ók inn í borgina. Ooradour er þorp í gi-ennd viö Bordeaux. þar sem allir íbúarnir voru myrtir' af þýzkum SS-sveitum í síðari heimsstyrjöldinni. móti mestur til Bretlands eða fyrir 223.201 þús kr. (177.479), þá til Sovétrikj'anna 196.634 þús. kl. (4.287), Bandar. 147.995 þús. kr. (144.489), Vestur-Þýzkalands 147.103 (91.523) Svíiþjóðar 66.386 þús. kr. (45.914), Finnlands 46.182 þús. kr. (10.502), Nigeríu 41.377 þús kr. (43.258) og Dan- merkur 40.495 þús kr. (35.204). Af þessu yfirliti yíir helztu viðskiptalöndin sést, að Bret- land hefur verið mesta við- skiptalandið á fvrsta þriðjungi þessa árs og hefur bæði inn. og útflutningurinn stóraukizt frá síðasta ári. Þá hafa viðskipt in við Vestur-Þýzka’.and einnig mjög aukizt. Innflutningur frá Bandaríkjunum og Norðurlönd- unum hefur einnig aukizt taís- vert. Langmest . aukning hefur hins vegar orðið á útflutningi til Sovétlíkjanna, nær fjörutíu og sexföld (frvst fiskflök. saltsíld, fryst sí!d), miðað við sama tíma í fvfra. Ennfremur hefur út- flutningur til Svíþjóðár og Finn- lands aukizt mjög verulega. Sigurvin Einarsson alþingis- niaðu.r og kona hans Jörína Jónsdóttir hafa gefið Þjóðminja- safninu merkilega altaristöflu úr kirkjunni í Saurbæ á Rauða- sandi. Sigurvin er eigandi jarð- arinnar og kirkjan bændaeign. Tafla þessi er máluð vængja- tafia með mynd af Birni Gísla- syni sýslumanni (1650—1679) og konu hans Guðrúnu Eggertsdótt- ur (1637—1724); þetta er því öðrum þræði minningartafla um þau hjónin, en á vængjum henn- ar eru margar smærri myndir úr lífi frelsarans. Guðrún Egg- ertsdóttir bjó hartnær hálfa öld ekkja í Saurbæ og átti miklar eignir á Rauðasandi og víðar. Bæði voru hjónin af þekktum hö^ðingjaættum, og fara af þeim ýmsar sögur. Taflan hefur alla tíð verið í Saurbæjai'kirkju. en nú um sinn ekki höfð yfir alt- ari, vegna þess að ný tafla hef- Soblen dauðvona og biðst hælis LONDON 7/7. — Brezka innan- ríkisráðuneytið hefur staðfest að bandaríski njósnarinn dr Robert Soblem hafi beðizt hælis í Bret- landi sem pólitískur flóttamað- ur. Soblen var dæmdur í ævi- langt fangelsi í Bandaríkjunum fyrir njósnir í þágu Sovétríkj- anna. Soblen komst til ísrael fyrir skömmu. rétt áður en hann átti að byrja aö afplána dóminn. Hann var sendur til baka, en reyndi að fremja sjálfsmorð á leiðinni. og var settur í sjúkra- hús í London. Hann hefur náð sér eftir sjálfsmorðstilraunina. Hinsvegar þjáist hann af blóð- krabba, og muri að sögn lækna eiea fáa rnánuði eftir ólifað. Skymaster í stað Ránar Ríkisstjórnin hefur heimilað Landhelgisgæzlunni að festa kaup á Skymasterflugvél tiil not- kunar í stað gæzluflugvélarinnar Rán. Flugvélin sem Landhelgis- gæzlan hefur hug á að kaupa er nú í portúgalskri eign. Verða á næstunni gerðar ráðstafanir til að flytja hana til Kaupmanna- hafnar, þar sem ætlunin er að fram fari á henni nauðsynleg at- hugun og breytingar . Kanar fresta Washington 7/7. — Bandaríkja- menn hafa enn frestað fyrirætl- unum sínum um að sprengja kjarnorkusprengju í háloftunum yfir Johnstoneyju á Kyrrahafi. Tilraun þessari hefur verið frestað þrisvar sinnum áður, og er næsta áætlun að sprengja hana á morgun. Áður hafa Bandaríkjamenn gert tvær misheppnaðar tilraun- ir til að sprengja kjarnorku- sprengju í mörg hundruð kíló- metra hæö. Eldflaugarnar biluðu í báðum tilfe!lunum. og sukku kjarnorkusprengjurnar ósprungn- ar á hafsbotn. Læknar svara mori meS ferkfalli AÞENU 7 7 — Rúmlega. 1.00.000 I ííkfsstjórnin veiti þeim vernd 1 læknir skotinn til bana ai' ekkli grískir læknar hól'u í dag all- ! gegn árásum i'ólks. 'sem er ætt- ! nokkrum, en kona morðingjans sérkennilegt verkfail til að mót- J ingjar sjúklinga, sem ékki fá mæla þvingunum og áreitni af j bata. hálfu'. ættingja sjúklinganna. i Fyrir tveim mánuðum var Læknarnir krefjast þess að I þekktur og mikilhæfur skurð- hafði látizt eftir uppskurð í sjúkrahúsi lækni ins. Drápsmað- urinn var dæmdur í 20 ára fang- elsi. Frisch kemur í kvöld Norski hagfræðingurinn prófessir Ragnar Frisch er væntanlegur hingað til lands með flugvél i kvöld ásamt konu sinni. Frisch. kemur í boði saut- ján kunnra Islendinga til að halda fýrirl'estur um El'na- hagsbándalag Evrópu. Hefur Frisch haft sig mjög í frammi í Noregi í baráttunni gegn aðild að bandalaginu. Fyrirlesturinn flytur hann í Iiáskólanum á þrið.iudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.