Þjóðviljinn - 08.07.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1962, Blaðsíða 4
UNGIR LISTAMENN f SÓKN CEGN LÁGKÚRU OG KAUPMENNSKU ® í Englandi hefur hópur af ungum lista- mönnum myndað hreyfingu, sem nefnist „Miðstöð 42“ og er tilgangur hennar sá að leiða list til fjöldans og taka á þann hátt upp bar- áttuna við menningarfyrirbrigði á borð við dægurlagagaulið. í stefnuskr.á segir á þessa leið: • „Miðstöð 42“ á að vera tilboð frá nýrri kynslóð af höfundum, leikurum, hljómlistar- mönnum og cðrum listamönnum, sem vilja bjarga listinni úr klóm verzlunarmanna og fá hana aftur alþýðu manna í hendur. Þá á hún með gagnkvæmu trausti og almennri þátttöku að geta vaxið úr tilgangslausum ruglingi í skapandi afl“. í>að var upphaf hreyfingar- innar, að 1960 kom saman lít- ill hópur ungra listamanna, sem óánægðir voru með stöðu listamansins gagnvart verzl- unarkerfinu. Þróunarmögu- leika sína töldu þeir of fáa og fjöldann áiitu þeir fóðrað- an með lélegu efni. Einn þeirra kom nú fram með hug- myndina um fjárhagslega ó- háða listamiðstöð í London. Fengist fé var ætlunin að festa kaup á gamalli verk- smiðju sem miðstöð yrði fyr- ir alþýðulist. Einnig var ætl- unin að leita samstarfs við verkalýðshreyfinguna, bæði af fjárhagsástæðum og til þess að ná þannig til stærri hópa I þessum hópi voru auk Arnolds Weskers, sem var upphafsmaðurinn, þau Ted Allen, Alan Owen, Sheiagh Delaney, Ted Kotcheff, Allan Sillitoe, Doris Lessing og Ann Jellicoe. I fyrstu reyndist verkalýðs- hreyfingin tortryggin gagn- vart þessum ungu hugsjóna- mönnum og ófús að veita þeim stuðning. En hópurinn stækkaði stöðugt, frjálslynd blöð studdu listamennina með fréttaflutningi og þekktir menn eins og Peter Sellers, rithöfundurinn C. P. Snow og leikhússgagnrýnandinn Kenn- eth Tynan lýstu yfir stuðningi sínum. Svo tók skyndilega að kom- ast skriður á málið. Verkalýðs- félögin í Wellingborough buðu hinum ungu listamönnum að sjá um „listfestival” í bænum og þótti það takast með á- gælum. 1 byrjun árs 1962 var hreyfingin lögskráð undii' nafninu „Miðstöð 42, h.f.” Þessir 42 eru dregnir af álykt- un nr. 42, sem fulltrúaráð verklýðsfélaganna hafði þá fyrir skömmu gert viðvíkjandi styrk til eflingar listum í hin-g um einstöku félögum. Smám saman safnaðist svo mikið fé, að unnt reyndist að festa kaup á gömlum, fornfálegum hjalli á Fitzroy Square i London, og hefur hann verið gerður að höfuðstöðvum hreyf- ingarinnar fyrst um sinn. Æti unin er enn sú að finna gam- alt verksmiðjuhús í London, en hæfileg bygging hefur enn ekki fundizt. Bygginguna skal útbúa þannig, að nota megi hana að heita má allan sólar- hringinn til margvíslegrar iistastarfsemi: Kvikmyndasýn- ingar fyrir hádegi, listasýn- ingar um miðjan dag, leikhús að kvöldi og næturklúbbur á eftir. ■Leikritaskáldið Arnold Weskei' og leikstjórinn Clive Barker stjórna fyrirtækinu, en þeim til aðstoðar eru Charles Parker frá BBC, jazz-píanist- inn Tommy Watt, hið 21 árs gamla skáld Jeremy Robson, hljómlistarkennarinn Colin Graham, listfræðingurinn Beba Lavrin og sjónvarpsleikstjór- inn Alun Owen. Listamennirnir gera sér það ijóst, að í fyrstu verða þeir að inna vinnu sína ókeypis eða ódýrt af hendi, en þegar þeir hafa náð sambandi við stærri hópa, er ætlunin að b®rga hana fullu verði. Auk iþess að vera miðstöð þar sem fólk- ið getur séð list samtíðar sinnar í öllum hennar mynd- um, er ætlunin að ungir lista- menn hvaðanæva að úr Eng- landi komi hér saman, skiDt- ist á skoðu.num og ræði mál- efni sín án þess að vera háð- ir hagsmu.num listverzlunar- innar. En aðalhugmyndin með „Miðstöð 42” er að ná til fólksins með iistina. Því hefur verið komiö á fót umferða- leikhúsi. Eftir hinn góða árangur, sem náðist í Wellr ingborough. hafa fjölmörg verkalýðsfélög lagt drög að því að halda sííkar listahátíð- ir. Þrátt fyrir stuðning verka- iýðsfélaganna þarfnast mið- stöðin samt mikils fjár til starfsemi sinnar. Sem betur fer hefur stofnunin hlotið styrk úr Gulbenkian sjóðnum og enda þótt fjái'hagshliðin verði enn um sinn hið mesta vandamál er allt útlit fyrir, að flestallar áætlanirnar megi framkvæma. „Miðstöð 42” vonar, að eftir nokkur ár standi slofnunin undir sér sjálf, og íþut'fi ekki að vera upp á neinn fjárhagslega komin. „Miðstöð 42” og hreyfinguna í kringum hana ber að skoða sem einn lið í þeim uppgangi sem „hið liiandi leikhús” hef- ur átt að fagna í Englandi síð- ustu árin. Ungum höfundum, leikstjórum og leikurum hefur skotið upp í öllum landshlut- um Englands, og á fáum árum hafa þeir gjörbreytt hinu enska leikhúsi og gert það að miðstöð nútíma leiklistar. Margir af hinum ungu lista- mönnum eru sjálfir aldir upp í verksmiðjuhverfum langt frá hinum ýmsu menningarmið- stöðvum og hafa átt í miklum erfiðleikum með að brjóta sér leið til frægðar og frama. Verk þeirra bera því oft vott um sameiginlega uppreisn gegn ríkjandi fordómum og Þrír foringjar „Miðstöðvar 42“ Alan Sillitoe. Hann ólst upp í fátækrahverf- um Nottingham. Hlaut vcrö- laun og frægð mcd fyrstu skáldsögu sinni, „Laugardags- kvöid og sunnudagsmorgunn'S um gæjann Arthur Seaton, sem Finney lék afbragðsvel í kvik- mynd eftir sögunni. Shelag Delaney Tvítug velksmiðjustúlka í Sal- ford samdi hún leikritið ..Hun- angskeimur“ sem hlaut af- bragðsviðtökur utan Bretlands og innan. Tilkynnt hefur ver- ið að það eigi að sýna í Þjóð- leikhúsinu en ekki orðið af framkvæmdum. Arno'.d Wesker Þessi ungi Lundúnabúi skipaði sér í fremstu röð enskra lcik- skálda með þríleik sírum um enskt alþýðufólk í borg og sveit. Leikritin lieita „Kjúkl- ingasúpa með byggi“, „Rætur“ og „Ég er að tala um Jerú- salem“. venjum, og það er þeim að þakka, að margur stéttafor- dómurinn hefur horfið í í- haldsríkinu Englandi. Margir af þessum ungu uppreisnar- mönnum reyna nú að ná til fjöldans með góða list. Stefnuskrá „Miðstööðvar- innar” endar á þessum orð- um: „Þettþer djörf tilraun, en við köstum okkur út í æv- intýrið fullvrssir þess, að ef tilraunin mistekst muni ó- vígur her af verzlunarsinnuð- um listvaldhöfum ríkja yfir frístundum komandi kynslóða og skapa þannig listræna meðalmennsku, sem aðeins getur haít eitt í för með sér: Þjóð, sem hvað skilning og tilfinningu snertir er óþrosk- uð, ekki fær um að mjóta neins, skapa neitt eða gera neitt. Þetta eru ekki "órðin tóm heldur raunveruleg hætta, sem Iþegar er tekið að gæta. Bingó er aðeins byrjunin.” HOSEIGENDUR - GARÐEIGENDUR ÖíJeborgs plasthúðaS sfálgirðingarefni | fer sigurför um allan heim \W*M% M §f§f - ‘ v pp 3gfll GirSingarefnið sem setur skemmtilegan svip á umhverfið. fgff IÐ*iSf^ • ör,'ggt ■ ... - lliiii -M ÍMM |||| • FALLEGT lllllPi 'm ® AUÐVELT í UPPSETNINGU m . ft, W • ÓDÝRT |§§* mmmmF • VARANLEGT vOf Nú er ekkert föðlHraj| VHI QrQs' vandamál að * L WMÍ!k WtOk 1 ! || girða lóðina. J Wm ® s. - Ss Júlíusson hf yjjr ■ _ .J*i!sjdg?&KrT • r- Aðalstræti 6, 7. hæð sími 13864. * . u ; '4) — ÞJÖEVILJINN — Sunnudagur 8. júh 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.