Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. nóvember 1964 Nútímatónlist Nútímatónlist er mjög umdeilt fyrirbæri. Eitt íslenzkt nútímatónskáld, Atli Heimir Sveinsson, spjallar um nútímatónlist í félagsheimili ÆFR í kvöld kl. 8.30. Nútímatónlist leikin af hljómplötum. Félagar. Sýnið í verki áhuga ykkar á listum með því að fjölmenna í kvöld. — ÆFR. UTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN — RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNUSSON, ARNMUNDUR BACHMAN OG SVAVAR GESTSSON Eru fneðsluyfírvöltlm I Reykjavík seudi- tíkur Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna? Frá því heflur verið skýrt í fréttum, að upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna dreifi nú þessa dagana bókum til reykvískra ungiinga í gagnfræðaskólun- um. Hefur upplýsingaþjónust- unni trúlega runnið til rifja, hversu illa íslenzkir unglingar væru uppfræddir um sögu Bctndaríkjanna og hið göfuga hlutverk Bandaríkjastjórnar í heiminum, sbr. Heimdallar- strákinn sem spurði: „Hver er hann eiginlega þessi Nató?“ I stað þess að vanda um við íslenzka kennara og skólayf- irvöld, hafa nú vikapiltar upp- lýsingaþjónustunnar svo gott sem setzt í kennarastólinn og dreift „námsbókum“ í skólana. „Bandaríkin hjálpa þjóðum um heim allan. Miljónum dollara hefur verið varið til margvíslegrar hjálpar“. — Ekki er þess getið í „kennslubókinni“ að bandarískir auðhringir hafa grætt meira á verði hráefna frá þróunarlöndunum en nemur allri þeirri upphæð, sem Bandaríkin hafa varið í ölmusugjafir þangað. Þá væri ekki úr vegi að skyggnast í „námsbókina", sem er stærri og vandaðri og á köflum skemmtilegri en nokk- ur Islendingasaga sem blessuð börnin hafa til þessa fengið upp í hendurnar. Er þar skemmst frá að segja, að í bók þessari er svo alvarlega hluti að finna. að þeir menn íslenzkir, sem bera ábyrgð á því að þessu riti er dreift á vegum opin- berra uppeldisstofnana hafa unnið sér til ævarandi fyrirlitn- ingar og vansæmdar. Síðasta hluta bókarinnar er varið til að verja og dásama utanrík- isstefnu Bandaríkjastjórnar og jafnframt sýna hana sem eins- konar allsherjar útdeilanda hjálpar og gjafa, bróðurkær- leika og friðar, ek. engil guðs á jörðinni. Minna gat það ekki verið. Þá vantar nú ekki lýs- ingar á hinni fórnfúsu og göf- ugmannlegu baráttu gegn kommúnismanum, en upplýs- - ingaþjónustu Bandaríkjanna skal góðfúslega bent á, að hún á það á hættu, að nokkur hluti fslenzkra unglinga komist -svo til vits og ára, að hann fari að bera innihald þessa pésa saman við söguna. Og Gold- water hjálpi upplýsingaþjón- ustunni þá. Hvað segja menn til dæmis um sagnfræði eins og þessa: Bandaríkjastjórn aðstoðaði kúbanska „útlaga og flóttamenn" við að ráðast á Kúbu og „frelsa“ hana (sbr. vitnisburð Kennedys heitins --------------------------------<«> Að velja osf hafna Hin fjölmenna rannsóknar- dómarastétt á íslandi hefur að undanförnu verið mjög önnum kafin við að yfirheyra starfsmenn Útvegsbankans f Reykjavík, en þeir hafa unnið það sér til óhelgi að gera kröfur til þess að em- bætti séu veitt í samræmi við verðleika. Þykja slíkt að vonum firn mikil í ts- íenzku bjóðfélagi og sérstakt tilræði við Albýðuflokkinn Hafa stjórnarvöldin falið lög- gæzlumönnum sínum að fylgja málinu fast eftir oa veita bankamönnum maklego ráðningu. og er nú augiiós'' hversu framsýnn Bjarni Benediktsson var begar hann gerði bað að helzta kapps- máli sfnu sem dómsmálaráð herra að f jölga tukthúsum á íslandi og stækka þau. Þegar svona aivarleg verk efni kalla að er einsætt að hégómamál verða að sitja á hakanum. Þannig eru fjöl- margir mánuðir síðan nokkuð heyrðist um fjársvikamál það sem kennt hefur verið við ■Jósafat. og er það nú að veröa ámóta óraunverulegt og sumir þeir starfsmenn sem þegið hafa hvað hæst kaup á Keflavíkurflugvelli á und- anförnum árum. Skýrt hefur verið frá því að vélritun á máiskjölum öllum haíi verið lokið fyr’r fjórum mánuðum og hafi þau verið alls 370 sfður. en síðan hefur ekkert til þeirra spurzt: meira að segia saksóknari ríkisins kveðst engan pata hafa af bví hvar þau séu niðpr kom- in. Þannig virðist einhvers- staðar f réttarkerfinu vera tii býsna rúmgóð bréfakarfa Hins vegar holdur - Jósafst áfram af f"'1" kqnm mála- rekstri sfn,,?ri -c'crr* hrermm dagblöðum '’ontíavík ir vill ólmur 10*3 ntia ritst.ió'- sna f tukthiici’ og fá auv bess hiá beim tvær miljónir króna, og ekki stendur á dómstólunum að sinna því nauðsynjamáli, enda mun þörfin vera næsta brýn. Mun trúlega mega vænta dóms í bví máli bráðlega. og verð- ur þá vonandi hægt að hýsa ritstjórana f vistarverum hins opinbera, Jjótt bankamenn séu að vfsu ískyggilega marg- ir. — I Kunna mannasiði Blaðamenn Vísis og Morg- unblaðsins hafa fengið til umráða sérstakan útvarpsþáft sem nefnist „Á blaðamanna- fundi“. Á mánudaginn var ræddu þeir við dr. Einar Ólaf Sveinsson um handritamálið. og hafði forstöðumaður hand- ritastofnunarinnar margt fróð- legt og skynsamlegt að segja svo sem vænta, mátti. Þó vakti það ekki minni at- hygli hvað blaðamennirnir voru einstaklega kurteisir og prúðir og orðvarir og stima- mjúkir, bví nokkrum vikum áður höfðu hlustendur fengið að heyra mjög ólíkan tón í viðtali við Hannibai Valdi- marsson. forseta Albýðusam- bands íslands. Væri ekki rétt að útvarps- ráð brýndi fyrir blaðamönn- um Vísis oS Morgunblaðsins að ástunda mannasiði í þátt- um sfmim pftirleiðis. fvrst f liós er komið að beir kunna þá? — Austri. um atburðina í Svínaflóa). Það eitt vantaði að Bandaríkja- stjórn einbeitt sér nægilega í göfugmannlega friðarstarfi, þvi ekki þarf að jafna saman hern- aðarstyrk Kúbu og Bandaríkj- anna. Síðan fengu Kúbumenn sér eldflaugar frá Sovétríki- unum. Það heitir ógnun komm- únismans við Bandaríkin. En herstöð í Guantanamo og eld- flaugar um Bandaríkin þver og endilöng og eldflaugar með- fram landamærum Sovétríkj- anna, þar sem við verður kom- ið, það heitir öryggisráðstöfun til verndar frelsi og lýðræði, og á sennilega að vera kurt- eisisvottur við íbúa þeirra landa sem miðað er á. Fróðlegt þætti mér að vita, í hvaða landi Evrópu öðru en leppríkinu Islandi, Bandaríkja- menn hefðu leyft sér aðra eins „fræðslustarfsemi“ og þeir reka hér í Reykjavík þessa dagana. Gaman væri að sjá framan í forráðamenn menhtá-' mála f Frakklandí t.d., ef bandarískur áróðurssnápur kæmi einn góðan veðurdag og: segði: „Héðan í frá ætlum við sjálfir að kenna sögu Banda- ríkjanna í skólum ykkar, því þið kunnið ekki að segja frá hinu göfuga starfi Bandaríkj- anna á alþjóðavettvangi. Gjör- ið svo vel og útbýtið kennslu- bókum okkar um þetta efni“. Þá væri ekki síður gaman að sjá framan í bandaríska skóla- menn, ef sovézka sendiráðið í Washington ætlaði að fara að kenna bandarískum unglingum sögu Sovétríkjanna frá 1917. Sem betur fer hefur dreif- ing þessara rita mistekizt í ýmsum skólum vegna þess að margir kennarar hafa ekki látið hafa sig til svona erind- reksturs. Aðrir segja sem svo, að þeir hefðu gert slíkt hið sama ef böggull kæmi að aust- an. Því er ástæða til að spyrja: Er meiningin að gera íslenzka skóla að alþjóðlegum leikvangi hinna og þessara áróðursmeist- ara úr austri og vestri, rétt eins og um væri að ræða til- Brezkuni blöðum barst hréf frg mörguni frægum mönnum, eftir að myndir frá Suður-Víetnam birtust í blöðum víða um heim. Þar á meðal var bréf frá Graham Greene, sem ihaldsblaðið Daily Telegraph birti undir fyrirsögninni „Vesturveldin láta sér pynd- ingarnar vel Iika“. — Greene segir í greininni að myndir þessar hafi verið teknar með fullu samþykki pyndingameistaranna og í myndatextum blaðanna hafi ekki verið að sjá neina fordæm- ingu. í Ncwsweek fundum við þennan texta til dæmis: („Getting the point: South Vietnamese Rangers interrogate a prisoner“) sem mætti útleggja á þessa leið: Málið sett á oddinn; Hermenn í Suður-Víetnam yfirheyra fanga! Við fundum ekki þessa mynd i gortpésa upplýsingaþjónustunnar,' en við heyrum þó daglega fréttir af baráttu Bandaríkjanna í Viet-Nam við „óvini frelsis og Iýðræðis“. Eða er ekki enn tímabært að sýna íslenzkum ung- Hngum hvernig Bandaríkin berjast við „óvini lýðræðisins“? raunir með mismunandi beitu og veiðarfæri? öðruvfsi getur þessi „fræðslustarfsemi" varla verið hugsuð af hálfu íslenzkra yfirvalda, ef fylgja á leikregl- um óháðrar og frjálsrar skoð- anamyndunar. Gaman hefði ég af að sjá hlutaðeigandi fræðsluyfirvöld verja þetta athæfi -sítt á prenti, og geta þau vafalaust fengið rúm til þess hér á. síðunni. En sennilega eiga hér í hlut slík- ir smekkmenn, að þeir beygi sig þegjandi fyrir hinum bandarísku húsbændum sínum og hugur þeirra viti einn, hvað býr hjarta nær. R. Félag róttækra stúdenta heldur umræðufund um leikhúsmál □ Arnmundur Backman heitir gjaldkeri Fé- lags róttækra stúdenta. Hann leggur stund á lög- fræði í Háskóla íslands. Við hittum Arnmund að máli og ræddum við hann um starfið hjá Félagi róttækra stúdenta. — Stjórnin hefur á prjónun- um ýmis konar starfsemi í vet- ur, en ekkert hefur þó enn verið fastákveðið langt fram i tímann. Þó höfum við ákveð- ið að gangast fyrir um'ræðu- fundi um leikhúsmál það er að segja þau leikrit sem nún.i er verið að s.ýna í leikhús um í borginni. — Víð höfum orðið þess varir að stúdentar hafa al- mennt áhuga á þeim verkum. sem nú er verið að sýna. Auk þess er hér um að ræða tvö íslenzk verk, bæði nýstárleg og merkilegar til- ’aunir í (slenzkri leikritun Við búumst við fjölmennum og líflegum fundi, enda verð- ur fundurinn opinn og öllu ’ er heimill aðgangur. — Það er ekki ennþá búið að ganga frá því, hverjir flytja framsöguerindi og ekki er heldur búið að ákveða, hvar fundurinn verður haldinn, en þetta verður allt auglýst síð- ar. Sérstaklega viljum við beina því til ungra leikara og ungs áhugafólks um leiklist að láta sig ekki vanta, þótt það hafi ekki í vasanum bréf uppá latínu eða stærðfræðiiðkun og bessháttar. ★ ffiskulýðsfylkingin skorar 4 neðlimi sína að nota þetta tækifæri og fjölmenna á fund- inn og gleyma ekki að fara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.