Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. nóvember 1964 H6ÐVIUINN SÍÐA gert það, þvi að framhaldið hefði þá tæpast getað orðið nema á einn veg, en þess í stað fór hann leið, sem gaf honum skiptamun í 25. leik og hefði lika átt vel að duga til sigurs, ef tími hefði verið nægur til úrvinnslunnar. Sak- ir tímaeklu tefldi hann fram- haldið mjög veikt. 1 35. leik missteig hann sig hraparlega, og í 39. leik féll vísirinn í gertapaðri stöðu. Grátlegur endir á skák, sem hefði borið hróður Björns víða vegu, ef ekki hefði sköpum skipt í kapphlaupinu við sekúndurnar. — Jópas Þorvaldsson beitti skandínavískri vörn gegn And- erson. Hann gerðist illilega andvaralaus í 10. leik, reyrð- ist í þær viðjar að geta ekki hrókað á stuttveginn, eins og þurft hefði, náði sér því aldrei á strik og mátti gefast upp í 27. leik. — í skák Jóns Krist- inssonar og Dr. Macskasys urðu mikil uppskipti snemma, og einfaldaðist við það taflið heldur um of fyrir Jón, sem átti áður sízt minni möguleika. Macskasy náði peði um stund- arsakir, en eftir að hann missti það aftur', sömdu þeir um jafntefli um leið og kom að biðtímanum. — Magnús Sólmundarson beitti Caro-Kann gegn byrjunarleik Witts. Var leitað færa og gagnfæra fram eftir skákinni, og langhrókuðu báðir. Um tíma jaðraði við, að Magnús gæti unnið biskup, en hinum tókst ^að forða þeim geistlega herra frá píslarvætt- isdauða og jafna taflið. Og þar sem ekki var fyrirsjáan- legur vinningsendir á skákinni, gerði Magnús langa sögu stutta, fórnaði hrók og náði fyrir það þráskák í 31. leik. Okkar hlutur gegn Kanada varð minni en efni stóðu til um tíma, 1 vinningur gegn 3. A.-Þjóðverjar unnu Uruguav- menn með 3,5 gegn 0,5, og Mónakómenn unnu Ekvadorbúa með 2,5 gegn 1,5, og var það furðulega gott hjá þeim spila- bankamönnum. Kemur það á óvart, hvað þeir etja hér fram góðu liði, og má raunar segja slíkt hið sama um Ekvadorbúa. Er því ekki jafn auðhlaupið að vinningum í þessum riðli, eins og kannski hefði mátt búast við að óreyndu. Laugardaginn 7. nóv. gengum við til móts við öflugasta !ið forkeppninnar Argentínumenn, og tefla þeir þó ekki fram ýmsum sinna beztu manna, s.s. Najdorf, Panno, Rosetto og Sanguinetti. En þeir eru sf- teflandi á stórmótum þar suð- vestur frá og eiga orðið sand af ágætum skákmönnum. Biörn settist andspænis hinni öldruðu kempu Elfasi Eliskases fyrrum Austurríkismanni og langvar- andi stórmeistara. Yfir honum hvílir mikil ró. látorýði og f- Framhald á 9 síðu. Annað fréttabréf Baldurs Pálma- sonar frá Olympíuskákmótinu Fyrri hluti Framundan mótsstaðnum, Sheraton-hóteli, blakta dag hvem við hún fimm fánar á háum stöngum; blakta segi ég, þótt oftar sé hitt, að þeir bær- ist ekki í logninu. Til end- anna er ísraelski fáninn og milli þeirra borgarfáninn, og þjóðfánar Svía og Svisslend- inga. Er það til heiðurs for- seta alþjóðasambands skák- manna Folke Rogard og aðal- dómara mótsins, Alois Nagler frá Zúrich. Mótsstjórinn heitir N. Firth og hefur hann með sér mikla hirð allskonar hjálp- armanna, enda er starfið langt- upi umfangsmeira við slíkt mótshald heldur en hægt er að ímynda sér, jafnvel fyrir þátttakendur hvað þá ókunn- uga. Og þess er sjálfsagt að geta, að verndari mótsins er Davíð Ben Gourion fyrrum for- sætisráðherra, og meðal margra virðingarmanna í heiðursnefnd er Golda Meir utanríkisráðherra, svo aðeins séu nefnd þau tvö. sem verið hafa góðir gestir á Islandi. Svo fór sem ég lét í skína f bréfi mínu um daginn, að ekki horfði vel fyrir Jóni Kristinssyni í biðskák hans við Fuchs frá Austur-Þýzkalandi í þriðju umferð forkeppninnar. Raunar tókst Jóni að beita býsna haldgóðri vörn lengi vel, en þar kom að hann gætti sín ekki sem skyldi á við- sjálum ísnum, féll f vök og skaut ekki upp aftur. Varð ó- sigur okkar því alger gegn A.-Þjóðverjum. í riðlinum urðu þau úrslit með öðrum þjóð- um, að Argentína og Kanada skildu jöfn 2:2. og Ekvador vann Uruguay með 3,5 gegn 0,5. — Gútkljáðum skákum Argentínumanna og A.-Þjóð- verja, er fóru aftur f bið i annarri umferð, lauk hinum fyrmefndu í vil, svo að við- ureign þeirra endaði með 3 gegn 1. Komum við þá að fjórðu um- ferð, er við mættum Kanada- mönnum. Bjöm Þorsteinsson hafði hvítt gegn Davíð Yanov- sky, sem er alþjóðlegur skák- meistari af Gyðingaætt. Byrj- unin, sem var Sikileyjarvörn YANOFSKY frá hendi Yanovsky, var Birni mjög hagstæð, og jók hann yfirburði sína jafnt og þétt en eyddi aftur á móti tíma sínum að sama skapi. í 20 leik lætur hann riddara standa ofan í peði og færir biskup með skák upp í ginið á öðru peði. Með þessum fallega leik, sem Yanovsky hefur varla séð fyrir, nær Björn algerum kverkatökum á mótherjanum. 1 23. leik datt honum í hug að fórna hrók og hefði betur Hér er mynd af dilkum úr sláturhúsinu á Húsavík og reyndist nieðalþungi 2,2 kílóum hærri en síðastliðið haust. — (Ljósm. Pétur). Hér.er mynd af hringfláningu í sláturhúsinu á Húsavík og hefur þessi verkaðferð reynzt með ágætum síðustu þrjú árin. — (Ljósm. Pétur). Heimasætan í Víðikeri átti þyngstu meðalvigt dilka Húsavík — Slátrun á félags- svæði Kaupfélags Þingeyinga lauk um miðjan október og eru eftirfarandi upplýsingar hafðar eftir sláturhússtjóranum, Benó- ný Arnórssyni. Slátrun hófst um miðjan september og stóð þannig slát- urtíðin um mánaðartíma. Slátr- að var á þessu tímabili 31 þúsund fjár eða tólf hundruð kindum á dag. Notuð var svo- kölluð hringfláning, — var hún tekin upp fyrir þrem ái*um og hefur reynzt mjög vel. Við slátrun í haust unnu um 115 manns víða að úr Suður- Þingeyjarsýslu. Þungi dilka reyndist óvenju góður i haust og flokkun hagkvæm eftir því, — meðalþungi dilka reyndist 15 kíló eða um 2,2 kg. meiri en á síðastliðnu hausti. Þyngsta meðalvigt hjá einstaklingi var lijá heimasætunni frá Víðikeri í Bárðaraal. Þar reyndist meðal- vigt 20,5 kíló eftir 33 dilka, en þyngsla dilkinn átti Vagn Sigtryggsson, bóndi í Hriflu, og vóg hann 29 kíló. Nýtt sláturhús er í byggingu hjá K.Þ. og hefur frystihúsið þegar verið tekið í notkun og var allt kjötið geymt þar í haust í fyrsta sinn án þess að nokkurt skip kæmi til að taka kjötið. Þá hafa verið verkaðar fimm hundruð tunnur á Noregsmark- að af saltkjöti og nautgripa- slátrun hófst 19. október og stóð í viku. K.E.J. Ý0USAMTÖiCUNyM MálmiBnaSmmenn og byggingnmenn krefjnst aukins öryggis é vinnustað Meðal tillagna þeirra og þingskjala sem nú liggja fyrir Alþýðusambandsþingi eru eftirfar- andi frá fulltrúum félaga í Málmiðnaðar- og skipasmiðasambandi íslands og Sambandi bygg- ingamanna. Fjalla þær um bvggingu og stækk- un dráttarbrauta, um öryggi oa eftirlit á vinnu- stöðum, um handbók fyrir launþega og um stofnun sameiginlegra félaga launþega pg at- vinnurekenda á nokkrum stöðum. 29. þing Alþýðusambands ís- lands ályktar eftirfarandi; í daglegu lífi manna er vinnu- staðurinn sá staður utan heim- ilis, sem mest áhrif hefur á andlega og líkamlega líðan hvers og eins. Þvi er mikils- vert að aðbúnaði, hollustuhátt- um og öryggi sé þannig háttað. að komið verði í veg fyrir slys og tjón á heilsu manna. Töluvert skortir á að aðbún- aðar, hreinlætis og öryggis sé gætt, eins og nauðsynlegt er á fjölmörgum vinnustöðum. Framkvæmd laga um öryggi og eftirlit á vinnustöðum er slæleg, enda eru ekki til reglu- gerðir um framkvæmd laganna í fjölmörgum starfsgreinum. Einnig virðist sem eftirlits- menn heilbrigðisyfirvalda og Öryggiseftirlits rikrsins skorti vald til að knýja fram nauðsynlegustu úrbætur, þar sem þeirra er þörf. 29. þing Alþýðusambands ís- lands telur að brýn nauðsyn sé, að á þessu verði ráðm bót, jafnframt skorar þingið á heil- brigðisyfirvöld og öryggiseftir- lit að hefja nú herferð til verulegra umbóta á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum (Frá fulltrúum málmiðnaðar- manna og skipasmiða). Drátt-arbrautir 29 þing Alþýðusambands ís- lands ályktar eftirfarandi; Sú mikla aukning og stækk- un fiskibátanna, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, gerir brýnar kröfur til þess. að strax verði hafizt handa um að byggja og stækka dráttar- brautir á fjölmörgum stöðum á tandinu Það er ekki vanzalaust, að bjóð eins og fslendinga. sem byggir lífsafkomu sina að mjög verulegu leyti á sjávarútvegi skuli skorta nauðsynlegustu tæki til að gera við fiskiskip sín. En nú er svo komið, að ekki er mögulegt að anna við- gerðum. nema á litlum hluta bessara skipa, vegna vöntunar á dráttarbrautum. Einnig þarf að verða breyt- ing á, í sambandi við nýsmíði skipa i landinu. Árlega bætist við fiskiskipastól landsmanna fjöldi nýrra skipa, sem smíðuð hafa verið erlendis, en mörg þeirra skipa hefði verið hægt að smíða hér innanlands. Það er þjóðhagsieg nauðsyn að skapa skilyrði fyr>r þvi að hægt verði að auka srníði íiski- skipa hér, en lánsf járskorlur og háir vextir hafa aðallega kom- ið í veg fyrir, að svo hafi get- að orðið. Þingið skorar þvi á stjóm- arvöld landsins og aðra ábyrga aðila, að gera ráðstafanir, eins fljótt og við verður komið, til lausnar í þessum þjóðhagslegu nauðsynjamálum. (Frá fulltrúi.m málmiðnaðar- manna og skipasmiða). Handbók launþega 29 þing Alþýðusambands ís- lands samþykkir að fela vænt- anlegri sambandsstjórn að gefa út, eða hlutast til um að gefir> verði út handbók fyrir laun- þéga. • í handbók þessari verði 61! lög, reglugerðir, dómar og e»j- inberar samþykktir, er varða rétt. vernd og öryggi launþega Lög þau, sem í handbókinni þurfa m.a. að vera, eru: Lög um stéttarfélög og vinnudeil- ur, lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og launa vegna sjúkdóma og slysa, lög um ör- yggiseftirlit á vinnustöðum, lög um atvinnuleysistryggingar, lög um almannatryggingar, lög um orlof, lög um iðju og iðnað, lög um iðnfræðslu, lög um tekjuskatt og útsvör, einnig reglugerðir viðkomandi lögum þessum svo og dóma, er skýrt geta lög þessi. Einnig heilbrigðissamþykktir varðandi hverskonar vinnu- staði og starfsgreinar, svo og aðrar leiðbeiningar og upplýs- ingar er launþega .varða. (Frá fulltrúum málmiðnaðar- manna og skipasmiða). Öryggi á vinnustað Fundur fullskipaðrar sam- bandsstjórnar Sambands bygg- ingamanna, haldinn í Reykja- vík laugardaginn 7. nóvember 1964, telur að mikið skorti enn á að nægilega vel sé gætt alls aðbúnaðar á vinnustöðum, sér- staklega varðandi allan örygg- isútbúnað og hollustuhætti. Urbóta er víðast mikil þörf enda t.d verkstæðishúsnæði margra iðnaðarmanna naumast bjóðandi sem vinnuhúsnæði, svo Sem > lélegum kjöllurum, Fi-amhald á 9. sídu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.