Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 12
\ LÝST EFTIR HITAVEITU Kona nokkur kom að máli við Þjóðviljann í gær og var hin reiðasta. Hún kvaðst búa á Skólavörðu- stíg og væri þar skemmzt frá að segja, að í kuldum undanfarinna daga hefði vart verið líft i húsi sínu fyrir kulda, og heitt vatn ekki að fá fremur en gló- andi gull. Konan kvaðst hafa búið áður á Baldurs- götu og væri þar svipaða sögu að segja, og hverfið allt umhverfis Skólavörðu- holtið væri eitt samfellt vandræðahverfi hvað Hita- veitunni viðkemur. Þessu er hér með komið áleiðis til Hitaveitunnar, allavega væri fróðlegt að vita hvernig á þessu stend- ur og hvað má gera til úr- bóta. Hlutavelta á sunnudag Eðlisfrœðíkennslustofa í MR-húsinu nýja Þessi mynd er úr nýbyggingu Menntaskólans í Reykjavík og sýnir hún cina eðlisfræðistofuna. — Eins og sést á myndinni er vaskur í hverju borði, Iiggja til hans þrjár Ieiðslur, flytur ein þeirra heitt vatn, önnur kalt vatn og hin þriðja gas, — Borðin og stólar standa á upphækkuðum pöllum og er það nýjung í skólum hérlendis. — Lýsing er mjög góð, flúrskinsljós með sérstökum skermi, — Væri óskandi að ekki yrði þess langt að bíða að allir menntaskólarnir á Iandinu og kennarar þeirra byggju við svo góðar aðstæður. Frá Alþingi Næstkomandi sunnudag held- ur kvennadeild Slysavarnafé- Iagsins í Reykjavík hina árlegu hlutaveltu sína. Hlutaveltan verður haldin í Listamannaskál- anum og hefst kl. 2 e.h. Að þessu sinni rennur ágóðinn af hlutaveltunnl allur til þyrlu- kaupa þeirra, er Slysavarnafé- lagið ráðgerir nú, og heitir félag- ið á Reykvíkinga að bregðast vel við, sem endranær. Við end- urtökum: Hlutaveltan er í Lista- mannaskálanum á sunnudag og hefst kl. 2. Radarspeglar verði settir upp til öryggis á sjónum Frá því var skýrt í Þjóð- viljanum 7. nóvember síðast- liðinn, að Geir Gunnarsson flytti á Alþingi tillögu til Hér er Enzo Gagliardi að syngja fyrir John Steinbeck á Capri og fór rithöfundurinn víst að gráta, er Gagliardi söng Santa Lucia. — það segir minnsta kosti Pétur Pétursson er kynnti söngvarann fyr- ir blaðamönnum í gær. Étalskur söngvari syngur í Naustinu þingsályktunar um uppsetn- ingu radarspegla á suður- strönd landsins. Tillaga þessi kom til umræðu á fundi Sameinaðs Alþingis í gær og verður hér birt framsögu- ræða Geirs. Tillagan er svohljóðandi: „AI- þíngi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta nú þegar fara fram athugun á því, hvort unnt sé að auka öryggi sjófarenda viö suðurströnd landsins með því að merkja hana radarspegl- um. þar sem hiín er lægst. Reynist sú . athugun jákvæð. vcrði slík radarmcrki sett upp hið allra fyrsta”. Ræða Geirs fer hér á eftir: Þingsályktunartillaga þessi skýrir sig sjálf, en eins og öli- um er kunnugt, hefir jafnan verið leitazt við að gera hverjar þær ráðstafanir, sem hugsanlegt. er að gætu orðið til þess að koma í veg fyrir slys á sjó eða landi. og óhætt er að fullyrða, að um fátt eða ekkert er þjóð- in eins samtaka og að efia slysavarnir svo sem frekast er unnt. Þjóð, sem stundar fiskveiðar norður á hjara heims, þar sem veðrátta er hvað umhleypinga- sömust í heiminum, og sækir sjóinn af svo miklu ofurkappi, sem raun ber vitni, hefir að sjálfsögðu ekki komizt hjá að verða fyrir því, að bessi harða sjósókn krefst fórna, krefst mannslífa og að af henni hlýzt oft stórfellt eignatjón. Það hefur löngum verið svo við sjósókn, að slysahættan er mest við ströndina. Þar er skip- um og sjófarendum tíðum enn njeiri hætta búin en úti á opnu hafi. Ný tækni Til þess að forða skipum frá grandi og til þess að ^leiðbeina þeim á siglingu, hafa verið sett- ir ljósvitar á ströndina umhverf- is landið. Lengst af voru þessir ljósvitar og önnur leiðarmerki i landi helzta öryggistækið, sn nú hin síðustu ár hafa verið tekin í notkun ýmis önnur tæki, sem staðsett eru um borð í skip- unum, og koma að almennara haldi en ljósvitar fyrir þau skip, sem þessi tæki hafa, en það á við um allan flotann nema minnstu bátana. Er hér fyrst og fremst um að ræða radar- tæki, sem sýna stjórnendum s.kipa strandlínuna og önnur kennileiti í landi. Ti-I þess að strandlínan komi fram í radar sem greinilegast og óyggjandi ljósmerki, þarf hún að rísa nokkuð yfir sjáv- arflöt, en þar sem fjöruborðið er lágt, jafnvel langar leiðir upp ftá sjónum, koma radartæki ekki að sama haldi. Þetta á að sjálfsögðu fyrst og fremst við Framhald á 9. síðu. Fimmtudagur 19. nóvember 1964 — 29. árgangur — 255. tölublað. Bókaútgáfa Æskunnar gefur út tíu bækur Bókaútgáfa Æskunnar mun á þessu ári gefa út 10 barna- og unglingabækur. Æskan hóf út- gáfu á unglingabókum árið 1930 og hcfur alls gefið út 113 slíkai; bækur, og hafa þær jafnan átt vinsældum að fagna meðal æskulýðsins. Bókaútgáfan hefur legið niðri um tíma cn er nú hafin að nýju undir stjórn fram- kvæmdastjóra blaðsins, Kristj- áns Guðmundssonar. Fyrslu 6 bækur ársins 1964 eru komnar út, tvær þeirra komu út í vor, Hctjan unga eft- ir Herbert Strang í þýðingu Sig- urðar Skúlasonar magisters og hið sígilda skáldverk Oliver Twist eftir Charles Dickens. Báðar þessar þækur hafa verið gefnar út áður hjá Æskunni. 1 haust komu út eftirtaldar bæk- ur: Litla lambið, eftir séra Jón Kr. ísfeld. Saga þessi hefur ver- ið framhaldssaga í „Æskunni" að undanförnu. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir listakonuna Þórdísi Tryggvadóttur. Þá er fimmta útgáfa á Örkinni hans Nóa eftir Ðisney, í þýðingu Guðjóns Guðjónssonar, fyrrver- andi skólastjóra. Spæjarar eftir Gunnar Nilan, þýðingu gerði Guðjón Guðjónsson. Fjósköttur- inn Jáum segir frá er fyrsta bókin sem Bókaútgáfa Æskunn- ar gefur út eftir sænska rithöf- undin Gustav Sandgren, en hann hefur skrifað nokkrar barna- bækur sem allar hafa hlotið metsölu á Norðurlöndum. Teikn- ingar í bókinni eru eftir Kjeld Simonsen en þýðingu hefur Sig- rún Guðjónsdóttir bókavörður á Akranesi annazt. David Copper- fiehl eftir Dickens hefur komið sem framhaldssaga í Æskunni að undanförnu og hlotið miklar vinsældir. Bókin er prýdd fjölda mynda. Þýðingu gerði Sigurður Skúlason magister. I tilefni af 65 ára afmæli barnablaðsins Æskunnar gefur útgáfan út eitt af verkum ind- verska spekingsins Tagore. Bók- in nefnist Móðir og barn og er gefin út í sérstakri hátíðarút- gáfu. Þýðingu gerði Gunnar Dal rithöfundur. Tvær síðustu bækurnar, sem Bókaútgáfa Æskunnar mun gefa út fyrir jólin eru drengjasagan Hart á móti hörðu eftir Dag Christensen, í þýðingu Guð- mundar G. Hagalíns og telpna- sagan Stína eftir Babbis Friis Baastad, í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar skólastjóra. Báðar þessar bækur hafa verið met- sölubækur á Norðurlöndum. Kvikmynda- sýning MÍR ■^rl Laugardaginn 21. nóvember kl. 2 síðdegis verður sýnd í Stjörnubíói á vegum MlR, sovézka kvikmyndin „9 dagar úr cinu ári“. ★I Myndin fjallar um unga kjarnorkufræðinga og ó- slökkvandi þrá þeirra eftir þekkingu á Ieyndarmálum cðlisfræðinnar, jafnvel þótt líf þeirra sé í hættu. Mikhail Romm, einn kunnasti kvik- myndastjóri Sovétríkjanna, hefur gert myndina. 1 helztu hlutverkum eru nokkrir kunnustu Ieikarar Sovétríkj- anna. Tfci Aðgangur er ókeypis og all- ir eru velkomnir meðan hús- rúm Ieyfir. Þó verður börn- um ekki leyfður aðgangur. iförn Öíafsson einleikari með hliómsveitinni I kvöld, fimmtudaginn 19. nóv. heldur Sinfóníuhljómsveit Is- lands hljómlcika í Háskólabíói. Stjórnandi er Igor Buketoff og cinlcikari Björn Ölafsson fiðlu- leikari. Þetta eru fjórðu hljómleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári og þeir síðustu sem Buketoff stjórnar að sinni. Hann heldur utan næstu daga en kemur að líkindum aft- ur í janúar og stjórnar þá hljómleikum hjá Smfóníuhljóm- sveitinni og er í ráði að hann stjórni þá einum barnahljóm- leikum. Á efnisskrá hljómleik- anna í kvöld er: Mozart: For- leikur að Don Govanni. Beet- hoven: Fiðlukonsert í D-dúr op. 61. Hallgrímur Helgason: Rapsó- día fyrir hljómsveit, Chopland: E1 salón Mexícó. Rapsódia Hall- gríms Helgasonar er alveg nýtt verk og verður frumflutt í kvöld. Björn Ó'lafsson leikur einleik í Fiðlukonsert Beethovens. Veitxngahúsið Naust byrjar it-1 alska viku i kvöld og hefur fengið gagngert ítalskan þjóð- lagasöngvara frá Napolí til Iandsins til þess að syngja fyr- ir gesti hússins. Byrjar hann að syngja i kvöld. ítalski söngvarinn heitir Enzo Gagliardi og eru söngvar heima- borgarinnar honum hjartfólgn- astir og héfur hann borið hróð- ur fæðingarborgar sinnar víða í söng, beggja vegna Atlanzhafs- ins. Dtnsflokkurinn frá S-Kóreu til Iðndsins í dag Suður-Kóreu-ballettinn er væntanlegur til landsins með Loftleiðáflugvél frá Bandaríkj- unum í dag, 46 manna flokkur, sem sýna mun þrisvar sinnum í Þjóðleikhúsinu. Verður fyrsta sýningin á laugardagskvöldið. Sala aðgöngumiða að öllum þrem sýningunum hófst í leik- búsinu í gær. Á söngskrá hans getur að finna hin nýrri lög frá mörgum lönd- um eins og frá Frakklandi, Spáni og Mexíkó, alþjóðleg ástarljóö og ópei’uaríur. en hæst ber hina funheitu Napólísöngva. Hann hefur sungið fyrir marga heimsfræga menn og virðast þeir allir hafa ritað nöfn sín á gítarinn hans eins og Clark Gable, Charlie Chaplin, John Steinbeck, Rock Hudson, Rosa- lind Russel og svo m?etti lengi telja. Spurningin er, hvort mað- urinn er í Siðvæðingarhreyfing- unni. Enzo Gagliardi er kvæntur danskri stúlku frá Jóflandi og er hún með manni sínum. Hún hé' í Danmörku fröken Pedersen. UMRÆÐUFUNDUR UM LEIKHÚSMÁL ■ Leiklistaráhugi er mikill í Reyk'ja- vík, í því sambandi hafa leikhúsmálin oft verið þar ofarlega á baugi. Mál- fundanefnd stúdentaráðs boðar nú til almenns umræðufundar um þessi mál, þar sem þjóðleikhússtióri, Guðlaugur Rósinkranz og Sveinn Einarsson munu hafa framsögu, ásamt einum fulltrúa stúdenta, Þorleifi Haukssyni, en hann er einn af útgefendum tímaritsins Leik- húsmála Fundurinn verður haldinn í Sigtúni sunnudaginn 23. nóvember o.e hefst kl. 13,30. Fundarstjóri verður Hali- iór Gunnarsson stud. theol. ® Stúdentar hafa hér farið inn á þá braut, að taka fyrir mál, sem eru ofar- lega á baugi hverju sinni, fá um það umræður, þar sem öllum, sem áhuga hafa á, gefst tækifæri til að hlusta og koma á framfæri áliti sínu. Má í þessu sambandi minna á hinn fjöruga fund, sem stúdentar héldu í fyrra um Kefla- víkursjónvarpið. B Þess má vænta, að fundur þessi verði bæði fróðlegur og skemmtilégur, bar sem tveir helztu áhrifamenn í leik- list höfuðborparinnar reifa málin, en stúdentar og aðrir áhugamenn um leik- list munu væntanlega hafa margt til hessara mála að leggja v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.