Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 5
ÞMÐVILIINN SlDA g Fimmtudagur 19. nóvember 1964 Q Vafalaust hafa Ajaxmenn hugsað sér að jafna sakirnar eftir ófarirnar við Fram á sunnu- daginn, og vinna annarrardeildarlið Vals með nokkrum mun. □ Þetta leit vel út í upphafi, því að þótt Val Ajax-heimsóknin: tækist að skora fyrsta markið, jöfnuðu Ajax-menn fljótt, og tóku leiþinn í sínar hendur. Fundu þeir fljótt að vörn Vals var stöð og smugu þar í gegn, eða skutu með langskotum, sem Jón í markinu var óvenju slappur að verja í fyrstunni. arann Þegar um það bil 10 min. voru af fyrri hálfleik stóðu leikar 7:3 fyrir A.iax, svo að það virtist sem í loftinu lægi yfirburðasigur gestanna. Þeir léku með miklum hraða og af ágætri leikni, sem virtist rugla Valsmennina í ríminu. Nokkru síðar mátti sjá á töfl- unni 10:4 fyrir Dani. En er nokkuð var liðið á ieikinn tóku Valsmenn að bétta vörn sína. og þetta gekk ekki eins lið- léga fyrir A.iax. og þegar tæp- ar 10 mín. eru eftir standa léikar 12:8, og í hálfleik mun- ar aðeins 2 mörkum eða 13:11 Aðeins nokkrar mínútur voru liðnar af síðari háifleik. þegar Valsmenn höfðu iafnað á 13:13. Var það óneitanlega vel af sér vikið af Val að jafna 6 marka forskot. sem Danir voru komnir i um skeið. Og' Valur tekur forustuna 14:13. og má segja að það sem eftir var leiksins hafi varia mátt á milli sjá, Danir lögðu sig greinilega fram því að þessi mótstaða kom þeim greinilega á óvart. Áhorfendur ætluðu að rífa þakið af gamla húsinu með hrópum sínum og köllum. Danir jafna, og taka forust- una Valsmenn iafna 15:15 og taka forustu og komast upoi 17:15, en Ajax tekst að jafna á 18:18. Valur kemst í 19 og Danir iafna og eru þá liðnar um 17 mín. af síðari hálfleik. Nú eru það Valsmenn sem skora 3 mörk i röð 22:19. Svona hélt þetta áfram, og þegar um 7 mínútur eru eftir standa leik- ar 24:23 Valur hefur alltaf eitt eða tvö mörk yfir og þeg- ar 4 min eru eftir standa leik- ar 26:24 Danir vilja ekki iáta sinn hlut og berjast sem fastast. og þegar blístra Magnúsar batt enda á leikinn stóðu leikar 27:27. Áð fráskildum iyrri hlUta fyrri hálfleiks lék Valur mjög vei og sýndu þessir ungu menn að þar á Valur á ferðinni góð- an flokk, Sigurður Dagsson átti mjög góðan leik, og Her- mann er í stöðugri sókn, var þetta bezti leikur hans á þessu hausti. Jón Ágústsson er mjög vaxandi maður oe mjög þýð- ingarmikill f.vrir liðið. Ekki er að efa að hið lit.la hús þefur verið Dönunum f.iöt- Ur um fót, en þó virtist. sem þeir kynnu nokkuð á þetta litla gólf. og voru satt að segja ekki svo sérlega viðvanings- leííii* í þessum þrengslum. Okkar m'enn eru samt vanari að nota það leiklag sem þarf i svoina litlu húsi, iog að þvi leyti stóð. Valur bet.ur að vígi Eins os fyrr segir, eru marg- ir þessara manna leiknir með knöttinn, og það er greinilegt að beir hafa úthald til að leika með fullum hraða allan tím- ann. Beztir i liði þeirra voru Ove Ejlertsen, sem var og bezta lang.skvttnn. Wirhmann, Christ- ens^n og Nielsen. sem var hin'' örugga vitaskytta liðsins, og skoraði úr öllum. (X’ar brást Val bogalistin í tvö skipti). Magnúsi Péturssyni tókst ekki sérlega vel-upp að dæma leikinn. í kvöld keppa Danjrnir við F.H. og verður það án efa mjög spennandi leikur. FH-ingar eru íslandsmeistarar utan húss og eru taldir hafa góðu liði á að skipa, eing og svo oft áður, Er ekki að efa að Ajax muni hugsa sér að reyna að sigra í þeim leik Vist er það að gera má ráð fyrir miklum hraða að Hálogalandi í kvöld. Frímann. LeiSca 5. desémber gegn írsku meisturunum á Keflavíkurflugvelli S.I. sunnudag var dregið um það. hvaða lið leiki saman i 1 umferð Evrópubikarkeppni körfuknattleiksmanna. Lið f=- landsmeistara IR var dregið gegn írsku meisturunum, Coll- egian Basketball Club, Belfast, og hefur fyrri leikurinn vcrið ákveðinn í íþróttahiísinu á KeflavíkurflugvcUi laugardag- inn 5. des. Seinni leikurinn fer síðan fram í Belfast á tímabilinu milli 12. og 20. des. Aðaldómari 1 í leiknum hér heima verður Ronald G. Hys- lop frá Edinborg, en honum tii aðstoðar verður danskur dómari. Leikinn í Belfast dærna Peter Horn frá London. og Jan Duncan J.enkins frá Dundee. Sigurvegari í leik ÍR og Coll- egian Basketball Club, leikur að öllum líkindum gegn frönsku meisturunurrl í 2. um- ferð keppninnar, en Frakkar eru, eins og kunnugt er, í hópi beztu körfuknattleiksþjóða ; Evrópu. Alls taka 26 lið þátt í keppn- inni, þar af 4 frá Norðurlönd- unum, eða Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og íslandi. Núver- andi Evrópumeistnri er Rea! Madrid frá Spáni. sama félag. sem hváð oftast hefur sigrað í Evrópukeppni knattspyrnu- félaga. 1 snmbandi við komu írsku Þorsteinn Hallgrimsson fyrirliði ÍR-inga. meistaranna hingað, hefur [R farið fram á einn aukaleik, og þá að öllum lfkindum við ísl. landsliðið, en svar við beirri bciðni hefur ekki borizt enn. Skákkeppni gagnfræðaskóla Skákkeppni milli gagnfræðaskóianna í Reykjavík og nágrenni, á vegum Skáksambands tslands, er fyrirhuguð um næstu mánaðamót. 6 nemendur skulu skipa sveit hvers skóla. — Þátttökutilkynningar sendist til hr. kennara Ing- ólfs Pálmasonar, gagnfræðaskóianum v/Lindargötu fyrir 25- þ.m. Skáksamband íslands. Carríncha seldur fyrír 13,4 Rio de Janeiro — Einn af frægustu knattspyrnumönn- um heims, Brasilíumaðurinn Manoel dos Santos, sem kunn- ari er undir nafninu Garr- incha og ,,sló í gegn“ í Stokk- hólmi fyrir 6 árum þegar lið hans, landslið Brasilíu sigraði glæsilega í heimsmeistara- keppninni, hefur haft félaga- skipti líkt og Þórólfur okkar Beck í.Skotlandi. Garrincha mun næstu þrjú árin að minnsta kosti leika í liði ítalska félagsins Juvent- us. Hann lék áður með Bota- foga, sem einnig er ítalskt knattspyrnufélag og „seldi“ Jugentus þennan fræga knatt- spyrnusnilling á 312.500 Bandaríkjadali eða um 13,4 miljónir íslenzkra króna! Xægar samningurinn var gerður var það skilyrði sett að Garrincha fengi að leika með Brasilíu-liðinp þegar heimsmeistarakeppnin fer fram i Bretlandi að tæpum tveim árum liðnum. WÉ Manoel dos Santos Garrincha — (iðru nafni BLADBU Þjóðviljann vantar nú þégár fólk til blaðburðai í þessi hverfi: VESTITRBÆR: Skjólin Tjarnargata. AUSTURBÆR: Freyjugata Gretfisgata Skúlagata Höfðahverfi Laugateigur Meðalholt Háteigsvegur Langahlíð Mávahlíð Blönduhlíð. Safamýri KÓPAVOGUR: ^ Laus hverfi í vestur- urhæ: Hraunbraut Kársneshraut Umboðsmaður i Kópa- vogi sími 40-319. ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500. (Tlastmálning) utanhúss og innan í mörguni litum Sterk <r^ Aferðarfalleg Auðveld í notkun. Ódýr Fæst víða um land og í flestum málningarvöruverzl- unum i Reykjavík. Framleiðandi: SI.IPPFÉLAGIÐ i Reykjavík. Sími 10128.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.