Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 10
|Q SÍÐA MÓÐVILJINN Strand rótaði í gróskumiklu hárinu. Það var eins og hann þyrfti að ýfa svolítið kollinn til þess að koma reglu á annað. — En fyrsti draumurinn minn innihélt að vissu leyti sjálfa lausnina! Táknmynd: Sólskinið sem reyndist síðan vera tungls- Ijós. Og það dreymdi mig áður en ég fór til Hólmavogs, áður en ég var nokkuð farinn að rannsaka. málið! — Já? Augnaráðið bakvið gleraugun var athugult. Þér ætluðuð að segja eitthvað meira? — ..... Og drauminn um gluggann sem varð að opna, dreymdi mig áður en ég fór út á Málarahólmann, áður en ég hafði hugmynd um að gluggi hefði nokkra þýðingu í málinu! — Þér gátuð ekki opnað glugg- ann heldur, sagði Kahrs. Þér gátuð ekki séð hvað þetta hoppandi ljós var. Vegna þess að lausnin var bara á leiðinni. — Þetta var berdreymi! stað- hæfði Strand. — Naumast. Vísindamaðurinn tók um fótinn á konjaksglas- inu og sneri því með hægð. Hvað er það sem gerist? Allir þrír draumamir fjalla um ljós. 1 fyrsta draumnum er spurt hvernig hægt sé að villast á tvenns konar birtu? Hvemig get- ur sól reynzt vera tungl? í öðr- um draumnum hafið þér grun um lausnina: speglandi flöt. Og í þriðja draumnum er grunurinn Qrðinn að vissu. Því að á meðan hafið þér orðið margs vísari. Glasið snerist; það var tómt eg glært. Það sást í gegnum það á alla vegu. Nei, það er ástæðu- laust að tala um neina fram- sýni. Veröid draumsins vinnur aðeins úr efni sem minnið legg- ur henni til. — Hvaða efni? Höndin rótaði í hárinu. — Þér höfðuð heyrt um ljós blik sem hlutu að stafa frá vita, en komu úr annarri átt, var ekki svo? Glasið stöðvaðist. Var ekki speglun eiginiega mjög nærliggjandi skýring? Hárlubbinn á biaðamanninum minnti á áflog meðal smá- drengja. En þá skýringu fann ég, ekki fyrr en —! — Ekki meðvitað. Nei. En dulvitundin er minnug; hún minnist meðal annars reynslu frá bamsaldrinum. Og hvert einasta bam hefur leikið sér að vasaspegli í sólskini, og þér beittuð mjög vel í skýringum fyrir vini yðar .... Þess vegna gat lausnin birzt yður í draumi, áður en vakandi skynsemi yðar áttaði sig á henni. — Sem sé eðlisávísun? sagði Elísabet, dálítið spotzk. Hún var ekki alveg búin að fyrirgefa HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 III hæð flvfta) STMl 2 4616 P E R M A Garðsenda 21 — SÍMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa D ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — María Guðmunds- dóttir Laugavegi 13 — S!M' 14 6 56 — NUDPSTOFAm tt-r A SAMA STAÐ. honum hvað hann hafði sagt um móðursýkina. Ég hélt þér skömmtuðuð okkur kvenfólkinu þann eiginleika, doktor Kahrs? Hann hneigði sig kurteislega. Jafnvel við karlmennimir get- um orðið klókir þegar við sof- um, frú mín góð. En Strand lét sér þetta ekki lynda. Hvað með hnippingamar? Hvernig stóð á því að ég rakst á þessa sömu sögu þrisvar sinn- um sama daginn? Hann yppti öxlum. Það var ekki annað en tilviljun. — Tilviljun í þrígang? — Ojá. Læknirinn kom auga á bikar með teningum sem stóð á hillu undir borðinu. Það er líka hægt að fá sex upp þrisv- ar í röð. Það er athyglisvert en einskær tilviljun þrátt fyrir það. Hann renndi augunum upp á arinhilluna; þar var eitthvað sem hann kom alls ekki auga á. Mér þykir eitt að þurfa að segja það; en ég sé alls ekki einhyrninginn. Ég kem hreint ekki auga á hann. Elísabet hafði nú fengið nóg af karlmannsröksemdum; nú dró hún sína kvenlegu ályktun. Þér eyðileggið aliar okkar sög- ur! Nú er sannariega komið að yður að segja frá! — Því miður, frú. Hann rétti afsakandi fram flata lófana. Það tilheyrir starfsgrein minni að leysa upp slikar sögur. Þér getið ekki ætlazt til að ég hafi sjálf- ui frá slíku að segja. — Hafið þér enga sögu? Skáldið var risið á fætur. Þá skuluð þér fá söguna yðar núna. Hér og nú! Jafnvel sálfræðingur getur orðið allt að því undrandi. Hvað eigið þér við? Nordberg hnykkti stríðnislega til höfðinu. Að mig langar til að gera yður dálítið hvumsa! — Sjokkmeðhöndlun er í mín- um verkahring. Hann yppti öxl- um góðlátlega en dálítið hæðnis- lega. Gerið þér svo vel. — Ég hefði gaman af að hræða úr yður skynsemina, hélt Nord- berg áfram með ofsa. Þér eruð sállæknir. Það er hlutverk yðar að rýna inn í hyldýpi manns- sálarinnar. En þér hafið aldrei séð annað og meira en gleraug- un yðar innanverð! — Álfur þó! Mundu að þú ert gestgjafi! sagði eiginkonan í mildum áminningartón. — Mig hefði langað til að gefa yður dálítinn smjörþef af því sem kalla mætti möguleika mannsins! Kahrs lagði gleraugun frá sér á borðið eins og umtalið um þau hefði komið illa við hann. Ég er reiðubúinn, svaraði hann þurrlega. Rithöfundurinn hafði nú feng- ið stjórn á hinum snögga ofsa. Þess í stað var komin annarieg ró og mildi í röddina: — Sögurnar í kvöld hafa verið langar til þessa. Yið höfum eig- inlega hlustað á þrjá rómana, ef svo mætti segja. Sagan yðar verður sögukom, doktor Kahrs. Stutt en áhrifamikil! SAGA SALFRÆÐINGSINS (sem hann segir ekki). KLUKKUR I TUNGLSLJÓSI Fjórir karhnenn og ein kona sátu á ráðstefnu, Og amtalsefnið var maðurinn og einhymingur- inn. Það var orðið á®0ið mætur; samtalið og frásagnlmar höfðu staðið í marga klukkutíma en niðurstaðan hafði ekki orðið nein. Þrír karlmannanna höfðu , um kvöldíð sagt frá atvikum, , sem ef tH vill voru fundir við' hvíta kynjadýrið. En hinn fjórði hafði í hvert einasta skipti sýnt fram á að það var ekki annað en misskilningur. Hinn fjórði þverneitaði að viðurkenna til- veru skepnunnar, því að vísind- in láta ekki hringsnúin hom stanga sig. Nú ieit út fyrir að niðurstaða myndi fást. Það átti eitthvað að gerast, eitthvað ákveðið sem gæfi ef til vill grundvöll fyrir ákveðnum dómi. Skáldið ögraði vísindamanninum. Og vísinda- maðurinn tók við ögruninni. Klukkutímum saman hafði ar- ineldurinn verið eini ljósgjafinn í stofunni; sögurnar þrjár sem sagðar höfðu verið, nutu sín bezt í hálfrökkri. En það sem nú átti að gerast, útheimti- birtu. Skáldið gekk um og kveikti á öllum lömpunum. — Eruð þér reiðubúinn að taka þátt í tilraun, doktor Kahrs? Nordberg sagði þetta, eins og um úrslitatilraun væri að ræða, experimentum crucis. — Að sjálfsögðu. Enn einu sinni varð að fægja gleraugun. Tilraunin er eini dómstóll vís- indanna. — Leyfið mér fyrst að spyrja 35 yður um eitt. Teningabikar var settur á borðið. Haldið þér að maðurinn geti með viljaþreki sínu haft áhrif á dauða hluti? — Haft áhrif — hvernig þá? — Þér minntuzt á tenings- kast. Nordberg tók leðurlokið af og hristi bikarinn. Haldið þér að vilji mannsins geti til dæm- is haft áhrif á slíkt kast? Sex hvítir teningar þeyttust yfir borðplötuna. Læknirinn tók einn þeirra upp og skoðaði hann. — Útilokað. Gersamlega úti- lokað! Böhmer sagði: Hafa áhrif með viljanum? Þá er ég hræddur um að ástandið yrði allískyggi- legt í þjóðfélaginu. Sem snöggv- ast var kaupsýslumaðurinn aft- ur orðinn félagi visindamanns- ins, eins og í bridgespilinu fyrr um kvöldið. Ef við gætum til dæmis látið verðbréfin hækka eða falla í kauphöllinni ef okk- ur sýndist svo! En blaðamaðurinn stóð með skáldinu. Strand sagði: Mér finnst það alls ekki fráleitt að við getum haft áhrif á dauða hluti með viljanum. Það ger- ist meira að segja daglega. Eins og til að mynda þegar málar- inn breytir efnasamsetningu í túpu í sólarupprás. — Það get ég líka fallizt á, sagði vísindamaðurinn háðslega. Elísabetu fannst hún mega leggja orð í belg. Ég á skart- grip sem skiptir um lit eftir því' í hvernig hugarástandi ég er, sagði hún. Hann er rauður þegar ég er reið — fjólulitur þegar ég er hrygg og grænn, þegar ég hef ástæðu til að vera hamingjusöm. — Hann er með öðrum orð- um alltaf grænn, sagði Kahrs riddaralega. Og svo leit hann upp í loftið, dálítið ögrandi á svip. Þér lofuðuð mér sjokki, Nordberg? Ég bíð í ofvæni eft- ir tilrauninni. — Ekkí skal standa á manni. Skáldið setti teningana í bikar- inn aftur. Svo gekk hann tígu- lega fram stofuna. 1 hinum enda stofunnar stóð falleg, gömul Mora-klukka. Hann opnaði klukkukassann. Hljóðið í dinglandi pendulnum barst gegn- um þögnina. — Þér sjáið þessa klukku? Nordberg sveiflaði hendinni eins og hann væri að sýna nýja og stórmerka uppfinningu. Hún var dregin upp rétt áður en þið komuð. Þér getið sjálfur athug- að lóðin, læknir. Sálfræðingurinn sat kyrr. Jæja. Og hvað svo? — Eins og þér sjáið, þá vant- ar hana nú fimm mínútur í þrjú. Þegar hún er á slaginu þrjú ætla ég að fá hana til að stanza. — Með viljanum? — Með viljanum, já. Kahrs brosti hlýlega læknis- brosinu, sem hann ' hafði svo oft huggað sjúklinga sxna með. Já, mér er ljóst að þér hafið sterkan vilja, Noi-dberg. Hann getur sjálfsagt haft áhrif á hið veika kyn. Hann hneigði sig fyrir frúnni. Og ef til vill á forleggjarann yðar. En tæp- lega á Mora-klukku. — Við skulum nú sjá. Rithöf- undurinn gekk einbeittur að stól sínum aftur. Hann ýtti hon- um fram á gólfið, svo að hann gæti setið beint á móti klukk- unni. Og hann settist. Ég verð bara að biðja ykkur um að vera alveg hljóð þessar mínútur meðan ég einbeiti huganum. — Skollinn sjálfur! sagði Böh- mer. Hann var agndofa. — Furðulegt! umlaði Strand hx’ifinn. En Elísabet virtist á báðum áttum: 1 alvöru talað, Álfur, mér finnst þú ættir ekki.... Læknirinn hafði aldrei þrýst gleraugunum fastar á nefið en nú. Á slaginu þrjú, sögðuð þér? Nordberg krosslagði handlegg- j ina: Á slaginu þrjú, já. | Böhmer barði hnefanum i borðið: Ef þér tekst það. þá skal ég fúslega éta plötu af Kraftpappa! — Þú skalt fá konjaksflösku til að kyngja henni með, svar- aði Nordberg. Hann virtist öld- ungis viss um sigurinn. Kahrs sló út með hendinni. Allt er reiðubúið. herra töfra- maður! Næstu mínúturnar heyrðist ekkert hljóð nema taktfast gang- hljóð klukkunnar. öll fimm sátu grafkyrr og störðu á klukk- una. Myndi kraftaverkið gerast? SKIPATRYGGINGAR Tryggingar á vörum í fflutnlngl á eigum skipverje Heimistrygging hentar yður Veiðarfj Aflatryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 2 1 260 SfMNEFNI , SURETY ------------------Fimmtudagur 19. nóvember 1964 OrBsending til skipaeigenda Með tilvísun til 15. gr. hafnarreglugerðar Reykja- víkur eru skipaeigendur áminntir um að skilja ekki svo við skip sín hér í höfninm, að ekki sé þar að minnsta kosti einn maður um borð. Hafnarstjórinn í Reykjavík. Skrifstofuhúsnæði í Hafnarhúsinu verður um áramót laust skrifstofu- húsnæði að stærð um 110 ferm. •— Upplýsingar á hafnargjaldkeraskrifstofunni. Hafnarstjóri. ........ i II III Dikini CÁCT Al CTAHAB FERDIZT MEÐ LANDSÝN • Seíjum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsfuskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FHRÐASKRIFSTOFAN L£V Isl D SYN ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVfK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KROJN - BÚÐIRNAR. CONSUL CORTÍNA bflalelga magnúsap skipholti 21 símar: 21190-2110^ ^íaukur Gju&mundóóon HEIMASÍMI 21037

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.