Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA HÓ3VILIINN Fimmtudagur 19. nóvember 1961 Otgefandi: Sameimngarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn — Bitstjórar: Ivar H Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurðui Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Biarnason Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþiófsson. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja, Skólavörðust 19. Simi 17-S09 (5 linur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði Handrítamálið F|anskir andstæðingar okkar í handritamálinu hafa að undanförnu einkum beitt fyrir sig nokkrum hópi fræðimanna og háskólamanna sem hafa haldið því fram að þeir væru vegna sér- þekkingar sinnar betur til þess fallnir en stjórn- málamenn að fjalla um afhendingu handritanna. Ekki hafa þó þessir á.e;ætu fræðimenn allir beitt þeim eiginieikum sem duga þeim bezt í starfi, rök- vísi og virðingu fyrir staðrevndum. heldur sumir revnzt næsta samvizkulit.lir áróðursmenn og látið öllum látum nema góðum. fjví aðeins hafa röksemdir fræðimanna gegn af- *• hendingu handritanna meira gildi en málflutn- ingur annarra, að þeir geti fært sönnur á það að vísindalegar rannsóknir yrðu fyrir hnekki ef hand- ritin fiyttust tii íslands. En eins og Jón Helgason, forstöÓumaður Árnasafns, hefur sýnt fram á í miöe athysiisverðu viðtali við danska stjórnar- blaðið Aktuelt eisa staðhæfingar bess efnis ekki við rök að stvðiast. Það er algild regla að hag- kvæmt er að fela hverri þióð að stjórna rannsókn- um á fornum menninErararfi sínum; Danir eiga öðrum auðveldara með að rannsaka danska menn- ingarsösu. og íslendingar íslenzka. Enda er reynd- in sú að íslendingar hafa öllum öðrum fremur á- stundað vísindalega könnun og útsáfu á handrit- um Árnasafns, bótt þau verk hafi að verulegu leyti verið unnin í Danmörku af ausljósum ástæðum. Nú síðustu árin hefur loks verið búið allmyndar- lega í haginn fvrir rannsóknarstarfsemi hérlendis, með handritastofnuninni nýju og auknum fiár- veitingum, og almennur áhugi þióðarinnar er ör- ugffasta tryggingin fyrir því að enn betur verði búið að þeirri starfsemi framvegis. Þá befur ný tækni gert fræðimönnum kleift að nota ljósmynd- ir við rannsóknir sínar, án bess að handritin siálf séu tiltæk, og hefur Jón Helgason bent á að til að mynda geti Stofnun Árna Magnússonar í Kaup- mannahöfn haldið vísindarannsóknum sínum á- fram bótt sjáif handritin flytjist að verulegu leyti til fslands. Mun handritastofnunin íslenzka að siálfsögðu telja það eitt verkefni sitt að hafa sem nánasta samvinnu við hliðstæðar stofnanir í öðr- um löndum og greiða í hvívetna fyrir rannsókn- um þeirra. ¥Tm leið og í Ijós kemur að fræðilegar mótbárur danskra háskólamanna standast ekki, hafa orð þeirra engu meiri þunga en annarra þegna sem fjallað hafa um málið á almennari 'forsendum. Og ekki er ástæða til þess að ætla að ófræðimannleg- ur hávaði stuðli að því að telja meirihluta danska þjóðþingsins huphvarf; fjölmargir danskir stjórn- málamenn hafa kynnt sér handritamálið gaum- gæfilega á undanförnum árum og sannreyn't að siðferðilegur og sögulegur réttur íslendinga er yfirsterkari öllum öðrum viðhorfum; ekkert hefur gerzt sem haggað getur þeirri niðurstöðu. — m. Kvennasamtökin telja rikisaistoi nauisynlega við barnaheimi! ■ Frá því var skýrt í Þingsjánni sl. mánudag, að þeir Geir Gunnarsson og Einar Olgeirsson flyttu nú á Alþingi frumvarp til laga um aðstoð ríkisins við rekstur og bygg- ingu almennra barnaheimila og um fóstruskóla. Ásamt greinargerð fylgja frumvarpinu fylgiskjöl frá ýmsum að- ilum og skulu þrjú þeirra birt hér í heild. ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Frá Menningar- og friðarsamtökum ísl. kvenna Til hæstvirts Alþingis. Aðalfundur Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna, haldinn 25. febr. 1964, styður framkomið frumvarp til laga, á þingskjali nr. 215, um aðstoð ríkisins við byggingar og til rekstrar bamaheimila og fóstruskóla. Sú gagngera bylting, sem orðið hefur á atvinnuháttum þjóðarinnar og á lífskjörum^. hennar öllum, krefst þess. að í hendur haldist félagslegar framkvæmdir á öllum sviðum. Nútímaþjóðfélag kallar á æ fleiri hendur til starfa, enda æ fleiri ■ störf, sem konur sér- hæfa sig til að takast á hend- ur. Enda«hafa konur haft sama rétt og karlar til náms og starfa á lahdi hér síðan árið 1911. En áhrif kvenna á félagslega starfsemi þjóðfélagsins hafa ekki verið í réttu hlutfalli við réttindi þeirra. Þjóðfélagið hlýtur að taka það á sig, að koma upp þeim félagslegum stofnunum, sem gera konum kieift að stunda atvinnu utan heimilis, en rækja bó jafnframt móðurskyldur sínar. Fundurinn væntir þess ein- dregið. að hið háa Alþingi sam- þykki þetta frumvarp, og iegg- ur áherzlu á, að þau ákvæði, sem það felur i sér, verði sem fyrst að veruleika. Frá Kvenréttindlafélagi íslands Stjóm Kvenréttindafélags Is- lands skorar á háttvirt Alþingi að samþykkja nú á þessu þingi fram komið frumvarp til laga um aðstoð rfkisins við rekst- ur og byggingu almennra barnaheimila og fóstruskóla, þingskjal 215 (þ.e. frumvarp Einars og Geirs). Fundur Kvenréttindafélags Islands, haldinn 21. apríl, gerði svofelldar ályktanir: a. Að leikskólavist hlut.a úr degi hverjum sé uppeldisleg nauðsyn og öryggi bömum, sem eru yngri en 7 ára, ef þau alast upp í borgum og bæj- um. Þess vegna telur fundur- inn, að fjölga þurfi slíkum stofnuhum mikið frá því, sem nú er. b. Að fjölga þurfi fullkomn- um dagheimilum fyrir böm frá smábamaaldri til skólaskyldu- aldurs. svo að konur, sem þurfa eða vilja, geti stundað vinnu utan heimilis, þótt þær eigi böm á þeim aldri, og ein- stæðar mæður, sem vilja ala böm sín upp og til þess eru hæfar, þurfi eigi að láta þau frá sér sökum skorts á slíkum stofnunum. c. Að ávallt sé séð um, að þau böm, sem óhjákvæmilega þurfa að alast upp á uppeldis- heimilum, njóti þar góðs og heimilislegs aðbúnaðar, bæði af hálfu hins opinbera og starfs- fólks heimilanna. d. Að brýn nauðsyn sé að koma á fót heimavistarskólum fyrir böm á skólaskyldualdri. sem af heimilisástæðum. hegð- unarvandkvæðum eða öðmm orsökum eigi, að áiiti sérfræð- inea, ekki samleið með öðrum skólabörnum. e. Að stofnsettur sé sem fyrst fullkominn uppeldisskóli fyrir ungar stúikur, er lent hafa á glapstigum, svo að bamavernd- amefndir og aðstandendur stúikna þessara geti þar leitað hjálpar við enduruppeldi þeirra til að gera þær að nýtum þjóðfélagsþegnum. f. Að lögbinda þurfi ríflegt framiag til byggingar og rekst- urs allra uppeldisstofnana landsins, til þess að bæta úr þörfum þjóðfélagsins í uppeld- ismálum, auk þess sem starf fóstruskólans sé svo eflt og aukið, að hann hafi aðstöðu til að sjá leikskólum og öðr- um uppeldisstofnunum lands- ins fyrir nægilega mörgu sér- menntuðu starfsfólki, sbr. sam- þykkt fundar K.R.F.Í. 17. marz síðastliðinn. Frá Bandalagi kvenna í Reykjavík Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn dagana 2.-3. nóv. ’64, skorar á menntá- málanefnd Alþingis að beita sér fyrir því, að Fóstruskól- inn verði t.ekinn inn í fræðslu- kerfi ríkisins, aukinn og end- urskipulagður, svo að hann yerði fær um að sjá þjóðfélag- inu fyrir sérmenntuðu starfs- fólki við hinar ýmsu sam- félagsstofnanir landsins (sósí- alstofnanir). Greinargerð. Fundurinn álítur það óvið- unandi ástand, að meiri hluti alls starfsfólks dagheimila, vistheimila, leikskóla og ann- arra samfélagsstofnana lands- ins skuli ekki hafa menntun til starfa síns. Fóstruskólinn hefur gert mjög mikið gagn, en þar sem hann er einkaskóli með takmarkaða getu, er ekki nein von, að hann anni þjóð- arþörfum. Það er álit fundarins að þessi mál komist aldrei í við- unandi ástand, nema ríkið reki fullkominn skóla til menntun- ar alls þess fólks, sem við þessi störf vinnur. Fundinum er kunnugt um, að margir mundu læra til þess- ara starfa, ef þeir ættu þess kost hér á landi, og getur ekki skilið þann sofandahátt, sem í þessum málum rikir hjá ráða- mönnum þjóðfélagsins. Aðalbjörg Sigurðardóttir, form. Til menntamálanefndar neðri deildar Aiþingis. Menntaskóli Austurlands Nýlega var útbýtt á Alþingi frumvarpi til laga um menntaskóla Austurlands að Eiðum. Flutningsmenn eru allir þingmenn Austurlandsk'iördæmis í neðri deild, Ey- steinn Jónsson, Halldór Ásgrímsson, Lúðvík Jósepsson og Jónas Pétursson. Greinargerð fylgir frumvarpinu svohljóðandi: Það er eitt af skilyrðum þess, að byggðin í landinu þróist með eðlilegum hætti, að rík- isvaldið styðji sem víðtækasta starfsemi f hverjum lands- fjórðungi og beiti sér fyrir framkvæmdum í því skyni. Mikiu máli skiptir, að skólar og_ aðrar menntastofnanir séu efldar í hverjum landshluta og nýjum komið á fót. Með skólalöggjöfinni, sem í®' gildi er, var stefnt að því að gera aðstöðu ungmenna til framhaldsnáms hvarvetna á landinu sem jafnasta, þannig að í kaupstöðum og hinum fjölmennari héruðum lands- ins gætu nemendur í skólum gagnfræðastigsins lokið prófi, er gilti sem inntökupróf f menntaskóla. Þetta hefur greitt götu margra æskumanna á námsbraut, þótt ekki hafi tek- izt alls staðar að ná settu marki, þar sem orðið hefur sökum þrengsla í héraðsskól- unum að synja um skólavist allmörgum, er sótt hafa um inntöku í þá skóla. Þannig er þvf farið um hina merku menntastofnun Austurlands Eiðaskóla. Skólaárið 1963—’64 voru samt við nám f Eiðaskóla 131 nemandi. I gagnfræðaskóla Neskaupstaðar sátu þá 79 nem- endur. Og í unglingaskólum á ýmsum stöðum f Austurlands- kjördæmi stunduðu þá nám 200 nemendur. 1 þessium lands- fjórðungi voru þá nemendur á gagnfræðastiginu samtals 410. En æskumönnum á Austur- landi gefst ekki kostur á menntaskólanámi heima í fjórðungnum. Allir þeir. er sækja vilja um inntöku f menntaskóla, verða að leita þaðan burt. Þörfin á þvf að fjölga menntaskólum hér á landi er mikil og almennt viðurkennd. Reynslan sýnir, að árangur námsins verður betri. ef skól- arnir eru ekki mjög stórir, í stað þess að safna saman á einn stað mörgum hundruðum nemenda Þessi reynsla styður bað, að menntaskólar starfi í öllum landsfjórðungum. Þegar menntaskólar voru settir á stofn á Akurevri og á Lauearvat.ni. var nokkur and- staða gegn því að fjölga menntaskólum. Reynslan af starfsemi þeirra hefur fyrir löngu sannað, að sú ráðstöfun var rétt að koma á fót þeim menntastofnunum. Svipuð mun þróunin verða, ef stofnaður yrði menntaskóli á Austurlandi. Að dómi flutningsmanna þessa frv. er eðlilegt og rétt- mætt, að stofnaður verði sem fyrst menntaskóli á Austur- landi, enda mjög mikilvægt, að slík menntastofnun verði reist og starfi í landsfjórðungn- um. 1 1. gr. þessa frv. er svo fyrir mælt, að stofna skuli menntaskóla Austurlands á Eiðum og að kostnaður við stofnun hans og rekstur greið- ist úr ríkissjóði. Vissulega geta þó aðrir staðir komið til greina svo sem Egilsstaðakauptún. Að öðru leyti eru í frv. almenn ákvæði um starfsemi skólans, og eru þau að öllu leyti hlið- stæð ákvæðum í gildandi lög- um um menntaskóla. PIANO \Á SERVICE^jgJ) Píanósfilllngar k/ TUNING- J OTTO RYEL . REPA1RING Sími 19354. VÖNDIIB HWI öigtt^órjártsson &co JhfamhxU £ Húsmæður athugið Hreinsum teppi oe húsgösn i heimahúsum- Vanir menn — vönduð vinna Teppa- og húsgagnahreinsunin. Sími 18283 8-11 Höfum opið frá kl. 8 f.h. til kl. 11 e.h. alla daga vlk- unnar, virka sem helga. Hj ólbarða viðgerðin Múla v/Cn?(.-v|--JíKrsn) (gím; Sþþfin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.