Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 6
T g SlÐA ÞlðÐVILIINN Hitler gæti nú farið frjáls ferða sinna í V-Þýzkalandi Mótmælt þeirri ákvörðun Bonn að framlengja ekki fyrningarfrest þýzkra stríðsglæpa Hinn vinstrisinnaði MAPAM- FLOKKUR í ísrael hefur ný- Iega skorað á stjórn landsins að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnarinnar í Bonn að fram- lengja ekki þann tíma, er þýzk- ir stríðsglæpir fyrnist á, en eins og menn kannast við af blaðafregnum er um tuttugu ára tímabil að ræða. Bæði blöð og einstaklingar í ísrael hafa lýst þvi yfir, að þessi ákvörðun vestur-þýzku stjórnarinnar sýni hörmulegan skort á góðvild gagnvart ísra- el. Og blaðið „Jerusalem Post“ segir, að ekki sé annar mögu- leiki fyrir hendi en að túlka þessa ákvörðun sem alvarlega ákæru gegn Vestur-Þýzkalandi og sönnun þess, að enn hafi landið ekki losað sig við þau öfl, sem þröngvað hafi nazism- anum upp á Þýzkaland og reynt Þréunarkenningin umdeild í Svíþjóð Foreldraráðið við barnaskól- ann í Ydre við Norrköping f Svíþjóð hefur hafizt handa gegn kennslubókum í líffræði sem notaðar eru í skólanum, af því að kenningar bókanna gangi í berhögg við frásögn biblíunnar af sköpun manns- ins. Foreldraráðið hefur sent skólastjóminni bréf, þar sem þess er krafizt að hætt verði að nota við kennslu allar bæk- ur þar sem haldið er fram þró- unarkenningu Darwins og að kennurum sé fyrir lagt að hætta allri kennslu sem komi ekki heim við sköpunarsöguna. „Við viljum ekki að bömum okkar sé talin trú um aðra eins fjarstæðu og að maðurinn sé kominn af öpum. Við trú- um á biblíuna og guðs orð segir að guð hafi skapað mann- inn í sinni mynd, — þetta er sannleikurinn og á hann trúum við“, segir formaður for- eldraráðsins, sem bætir við að hann hafi fyrir hönd ráðsins krafizt að allar hættulegar og skaðlegar bækur verði fjar- lægðar úr bókasafni skólans. Málinu hefur verið skotið til fræðslumálastjómarinnar í Stokkhólmi. Vestur-Evrópubandalagið ræðir um tollamáí EBE BONN 17/11 — í dag varði Douglas Jay verzlunarráð- herra Breta 15% tollahækkanimar sem þeir hafa nýver- ið sett á allan innflutning sinn fyrir gagnrýni fulltrúa annarra landa í Vestur-Evrópuráðinu á ráðherrafundi þess í Bonn- Hann lofaði því að tollahækkanimar yrðu teknar af um leið og það væri hægt, og gagnrýndi einnig stefnu EBE í tollamálum. í Vestur-Evrópubandalaginu eru aðeins EBE löndín sex og Bretland Jay fullvissaði hina ráðherr- ana á fundinum um að Bretland mundi gera allt sem í þess valdi stæði til að koma í veg fyrir að andstæðurnar dýpkuðu milli EBE og Fríverzlunarsvæðisins (EFTA). Walter Hallstein prófessor sagði, að EBE hefði sérstakar á- hyggjur vegna tollahækkana Breta því bandalagslöndin hefðu áður haft óhagstæðan viðskipta- jöfnuð við Bretland, og lýsti því — Viltu kaupa miða í Happ- drætti Alþýðuflokksins? — Hvað er vinningurinn? — Bankastjórastaða. yfir að brezku ráðstafanimar kæmu hart niður á Efnahags- bandalagslöndunum. Belgíumaðurinn Jean Rey sagði, að tollahækkanirnar kæmu á 64% af útflutningi EBE til Bretlands og ekki minna en 85% af útflutningi Vestur-Þjóð- verja. EBE löndin hörmuðu að Bret- ar hefðu ekki ráðfært sig við önnur lönd áður en þeir gripu til þessara ráðstafana. í gagnrýni sinni á stefnu EBE í tollamálum bentj Jay á það, að undantekningarlisti brezku stjómarinnar til „Kennedy-við ræðnanna“ væri ekki nema 5% innflutningsvÖru Breta, og sagði hann að listinn væri mjös hóg- legur. En listi EBE næði yfir 18,1% innflutnings landanna. en sá bandaríski 8% og um 10% i viðbót fyrir olíu Vestur-þýzki ráðuneytisstjór- inn Rolf Lahr sagði að á íund- inum í dag hefðu komirí fram tillögur um það, að EFTA og EBE skiptust á skoðunum um efnahagsstefnu, með tilliti til nánari samvlnnu beggja aðila. Hann bætti því við að svo virtist sem Bretar væru ekki reiðubúnir til sb'krar samvinnu nú sem stendur. Utanríkisráðherra Noregs Halv. ard Lange og Trygve Lie við- skiptamálaráðherra hefja í dag viðræður við brezku rílcisstjórn- ina, og víst er t.alið að nýju j efnahagsráðstafanir Breta verði einkum til umræðu á fundinum, og muni Norðmennimir mót- mæla tollahóekkununum harð- lega.. hvað þau gátu til þess að láta veröldina alla njóta „góðs“ af. Siðferðilegt áfall Hinn þekkti, þýzkættaði lög- fræðingur, Robert M. Kempner, sem var einn af bandarísku á- kærendunum við réttarhöldin í Niimberg, hefur lýst þeirri skoðun sinni, að þessi ákvörðun muni hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir Vestur-Þýzka- land. Þegar fymingarfresturinn rennur út í maí næstkomandi muni stríðsglæpamenn bæði í Vestur-Þýzkalandi og öðrum löndum koma fram úr fylgsn- um sínum og flæða yfir allt. Svo kann að fara, segir Kempner, að meðlimir í morð- sveitum Hitlers standi upp Qg vitni í hópi fyrri félaga sinna,^ viðurkenni synd og sekt — án þess að verða dregnir til á- byrgðar, Ekki verður heldur unnt að framselja þá til ann- arra landa til að svara þar til saka fyrir ódæðisverk sín. Þetta telur Kempner muni verða alvarlegt siðferðilegt á- fall fyrir Vestur-Þýzkaland, Kempner telur ennfremur, að þetta muni hafa fjártjón og það ekki svo Iítið í för með sér fyrir Vestur-Þýzkaland, þar eð önnur lönd muni af þessum sökum minnka verzl- unarviðskipti sín við landið. Meðal þeirra, sem enn hafa ekki verið ákærðir eru morð- ingjar 40ft0 kaþólskra klerka svo og mörg þúsund annarra, sem létu lífið á valdatíma naz- „Hvað gerðir ÞÚ í stríðinu, pabbi?“ — (Vicky). ista. Þeir menn, sem hingað til hafa verið dregnir fyrir rétt, hafa yfirleitt verið heldur smærrf glæpamenn. En Kempn- er bætir því við, að enn séu þessi mál ekki til lykla leidd. Hitler frjáls Dómsmálaráðuneytið í Bonn hefur skýrt svo frá, að 10.400 menn og konur hafi frá stríðs- lokum verið dæmdir fyrir stríðsglæpi af dómstólum Bandamanna og Þjóðverja. Talsmaður ráðuneytisins viður- kenndi það, að ef Hitler kæmi skyndilega fram í dagsljósið eftir sex mánuði, sprelllifandi, gæti hann ferðazt um Vestur- Þýzkaland frjáls maður. Emb- ættismaður sá, er gaf þessa athyglisverðu yfirlýsingu, heit- ir Heinrich Thiesmeyer, og er Fimmtudagur 19. nóvember 1964 helzti talsmaður dómsmálaráð- herrans, Ewald Bucher. Fræðilegur möguleiki er fyr- ir því, að eftirtaldir stórglæpa- menn nazista séu enn á lífi: Martin Bormann, staðgengill Hitlers, Heinrich Miiller, gesta- poforingi, Joseph Mengele, Aus- chwitz-„læknir“, Rolf Giinther, staðgengill Adolfs Eichmann, Odilo Globovnik, SS-foringi, og Christian Wirth, SS-foringi og upphafsmaður gasklefanna. „Um það má deila“ Thiesmeyer gaf það í skyn, að um það mætti deila, frá hvaða tíma skyldi telja fym- ingartímann — frá stríðslokum eða frá þeim tíma, er glæpimir voru framdir. Hann lagði á- herzlu á það, að þegar frestur- inn væri endanlega runninn út, væru yfirvöldunum allar bjarg- ir bannaðar í viðureigninni við þá stríðsglæpamenn, sem enn hefur ekki náðst til. Og að endingu lýsti hann þeirri skoð- un sinni, að þó svo kunni að fara, að stríðsglæpamenn sprettf upp' eins og gorkúlur þegar fresturinn er útrunninn, sé ekki unnt að hlaupa þá upp til handa og fóta og segja, að hér hafi verið um misskilning að ræða. — Gunnlaugur er betri en enginn annar á vellin- um! (í þróttaf réttaritari útvarpsins). — Þetta er skrítið, en ég held að ég njóti meira álits nú en fyrir einu ári. (Dr. Adenauer). — Þegar ég hef verið kosinn forseti Bandaríkj- anna, mun ég lifa og haga mér eins og forseti á að lifa og haga sér, setja traust mitt á þjóðina, stjórnarskrána og Guð Al- máttugan — og geri aðrir betur. (Barry Goidwater). Nýja brezka fúkkalyffi sagt vera sannkallai „undralyf" Brezkir vísindamenn hafa nýlokið rannsóknum sem staðið hafa í mörg ár á nýju fúkkalyfi, „Ceparin“ (borið fram ,,Keparin“), sem hefur undraverða eiginleika. Sagt hefur verið um það að það „sé sennilega mikilvægasta uppgötvunin á sviði fúkkalyfja síðan Fleming uppgötv- aði penisillínið“. þegar árið 1945 þegar ítalski prófessorinn Brotzu uppgötvaði á Sárdiniú’ að myglusveppurinn cephalosporium framleiddi bakteríudrepandi efni. Sveppur þessi vár sendúr sjúkdóma- fræðistofnun háskólans í Ox- ford og þar og annars staðar í Bretlandi hófust síðan rann- sóknir sem nú er lokið með einstaklega góðum árangri. Vísindamennimir sögðu þeg- ar þeir skýrðu blaðamönnum frá niðurstöðum rannsókna sinna að keparínið sé jafn á- hrifaríkt og penisillín, hins veg- ar sé það bæði fljótvirkara, ó- dýrara og auðveldara í fram- leiðslu og það sem mestu máli skiptir, þá hefur það ekki haft neinar óheppilegar verkanir á sjúklinga sem reynzt hafa of- næmir fyrir penisillíni. Keparínið var einangrað i rannsóknarstöð fyrirtækisins^ „Glaxo“ eftir átta ára starf. Forstjóri f.yrirtækisins, F. J. Wilkins, skýrði frá því að það hefði verið gefið um tvö hundr- uð sjúklingum sem allir hefðn fengið furðulega skjótan bata. Lyfið hefur reynzt alveg sér- staklega vel gegn sjúkdómum í lungum, nýrum og blöðru og einnig gegn sjúkdómum sem penisillín hefur ekki dugað gegn. Þá er það einn höfuðkostur þessa nýja lyfs, að tilraunir hafa leitt í ljós að sjúklingar sem reynzt hafa ofnæmir fyrir penisillíni, en af því hafa ver- ið allmikil brögð, hafa getað tekið keparín sér algerlega að skaðlausu. Langt starf Saga þessa nýja lyfs hófst Dæmi um undraverðan lækn- ingamátt keparíns hafa verið sögð. Þrjátíu og sex ára gam- all maður sem gengið hafði undir heilauppskurð á spítala i Edinborg fékk heilahimnu- bólgu, sem engin lyf, heldur ekki penisillín reyndust duga gegn. Honum var þá gefið keparin óg lækningin lét ekki á sér standa. „Að fjörutíu og átta stundum liðnum gat mað- urinn setzt upp í rúmi sínu og lesið blöð“, sagði dr. Wilkins. Notkun lyfsins hefur verið leyfð í Bretlandi og á mánu- daginn hófst sala þess til brezkra lækna. Það verður a.m. k. fyrst um sinn, framleitt í Bretlandi. — Hver talarV1 — Það er einn af þéssum miðevrópsku cinræðisherrum... Hörð ádeila á Lysenko og iífíræðikenningar hans Moskvublaðið „Komsomolsk aja Pravda“ hefur birt grein þar sem því er haldið fram að sovézkum stúdcntum sé ekki sagt frá síðustu uppgötvunum j líffærafræði Þagað sé í kennslubókum um niðurstöður iovézkra líffræðinga sem erv andvígir Trofim Lysenko. en kcnningum hans hins vega'- liampað. Höfundur greinarinnar. N. Vorontsof, segir að í kennslu- bókunum vanti frásagnir af líf- fræðirannsóknum seinni ára, en hing vegar sé ýtarlega sagt frá kenningum Lysenkos um áhnf umhverfisins á erfðirn- ar, sem mjög eru umdeildar Greinarhöfundur telur nauð synlegt að endurskoða gaum gæfilega allar sovézkar kennslu- bækur í líffræði og endur- skipuleggja ritstjórnir tímarita sem fjalla um þá vísindagrein. Lysenko var allsráðandí sovézkum erfðavísindum á dög um Stalíns, en missti þá að stöðu fyrst eftir lát Stalíns Honum tókst þó aftur „a' vinna sig i álit“ á valdaskeíð Krústjoffs. Nú þegar ný nenn hafa tekið við æðst mbættum af Krústjoff hef: agnrýnin á Lysenko magna. ’’g er greinin í „Komsomolskaj °ravda“ aðeins eitt dæmi un það. Lysenivu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.