Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.11.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. nóvember 1964 ÞIÓÐVILIINN SÍÐA 3 Bandarískar herstöðvar í 5 ríkjum Cvrópu lagðar niður Samningar standa nú yfir við stjórnir þeirra landa. tilgangurinn er að spara einn miljarð dollara ó ári WASHINGTON 18/11 — Bandaríkjastjórn hefur í hy&g:ju að leggja niður á næstunni fjölmargar her- stöðvar bæði heima í Bandaríkjunum og erlendis. Erlendu herstöðvarnar eru í fimm Evrópuríkjum, sem ekki hafa verið nánar til greind og verða ekki, fyrr en lokið er samningaviðræðum sem nú standa yfir við ríkisstjórnir þeirra. Robert McNamara, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna skýrði frá þessu ó fundi sem hann hélt með blaðamönnum í Washington í dag. Hann sagðist gera ráð fyrir að innan skamms yrðu teknar endanlegar ákvarð- anir um hvaða herstöðvar myndu lagðar niður, en þær hefðu það Páll Bergþórsson I kvöld kl. 9,00 í Góðtempl- arahúsinu upp, talar Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur um loftin blá og sýnir skugga- myndir máli sínu til skýring- ar. Öllum heimill aðgangur. allar sameiginlegt að vera orðn- ar úreltar og koma að litlu gagni. Herstyrkur Bandaríkj- i anna myndi ekkert minnka, þótt þessar herstöðvar yrðu lagðar niður. 1 fimm Evrópuríkjum Flestar þessara herstöðva munu vera í Bandaríkjunum sjálfum eða öðrum löndum vest- anhafs, en hinar eru í fimm löndum Evrópu. McNamara kvaðst myndu skýra frá þvi á morgun, fimmtudag, um hvaða herstöðvar væri að ræða í Bandaríkjunum sjálfum, en ekkert yrði látið uppi um hverj- ar herstöðvarnar erlendis væru, fyrr en lokið væri samningavið- ræðum við hlutaðeigandi ríkis- stjórnir. Flugstöðvar. Þó gaf McNamara þær upplýs- íngar að hér væri fyrst og fremst um að ræða flugstöðvar og Sovézk-bandarísk kjarnasamvinna MOSKVU 18/11 — í dag var undirritaður í Moskvu samning- ur um samvinnu Sovétrikjanna og Bandaríkjanna um vinnslu á fersku vatni úr sjó með hagnýt- ingu kjarnorkunnar, og sagði Gromiko utanríkisráðherra við það tækifæri að Sovétríkin m.yndu leggja sig öll fram til að auðvelda lausn á deilumálum ríkjanna. Miðstjórnarfundur í Moskvu Miklar breytingar á stjórn flokksdeilda birgðastöðvar flughersins, einn- ig vopnabúr landhersins og skipasmíðastöðvar. Herstöðvar þessar verða lagðar niður í sparnaðarskyni og er árlegur sparnaður áætlaður miljarður dollara (43 miljarðar Fulltrúi íslands þagði um MLF PARÍS 18/11 — Fulltrúar ís- lands, Danmerkur og Noregs tóku ekki til máls á fundi í stjórnmálanefnd þingmannaráð- stefnu Atlanzbandalagsins þegar til umræðu var fyrirætlunin um að koma upp kjamorkuflota NATO (MLF) Fréttaritari NTB segir annars að ráðstefnan, sem 150 þingmenn sitja á, muni koma litlu til leið- ar til lausnar þeim mörgu og erfiðu vandamálum sem varða stofnun MLF króna) og verður hægt að segja upp 149.000 mönnum sem starf- að hafa við stöðvarnar. Flugvcl skotin niður Á þessum sama blaðamanna- fundi skýrði McNamara einnig frá því að í gær hefði ein af flugvélum Bandaríkjahers verið skotin niður yfir Laos. Þetta var orustuþota af gerðinni F-100 og var hún yfir yfirráðasvæði Pat- het Lao þegar hún var skotin rriður. Sokn að hefiasi til Stanleyville LEOPOLDVILLE 18/11 — Yfir- maður hinna hvítu málaliða stjórnar Tshombe í Kongó, Mike Hoare, sagði í dag að á morgun myndi hafin lokaatlagan að Stanleyville, en það er eina borg- in sem uppreisnarmenn hafa enn á valdi sínu. Spæjarasaga frá Róm Reynt ú sesida mmn úr land!! dlplómatapóst! MOSKVU 18/11 — Vænta má á næstunni mjög víðtækra brcyt- inga á stjórnum flokksdeilda i Sovétríkjunum, eftir að mið- stjórn flokksins hcfur á fundi sínum í Moskvu samþykkt að afncma það skipulag, sem kom- ið var á 1962, að skipta flokkn- um i tvo hluta scm áttu að einbeita sér að iðnaðar- cða Iandbúnaðarmálum. Þeirri flokksskiptingu fylgdi að flokksdeildir hvers lands- hluta fengu tvo framkvæmda- stjóra eða flokksritara, en eftir þá sameiningu sem nú hefur verið ákveðin verður aðeins einn flokksritari fyrir hverja deild. Það eitt hefur í för með sér miklar breytingar á stjórn fiokksins, því að hér er um að ræða 73 flokksdeildir. Sennileet er að víða verði annar flokks- ritaranna tveggja látinn gegna starfinu áfram. en annars staðar kunna að verða skinaðir nýir menn. Þar sem það er regla að framkvæmdastjórar flokks- deildanna fái sæti í miðstjórn flokksins. kunna einnig að verða j verulega breytingar á henni á næsta flokksþingi. Menn hafa veitt því athygli að það var Nikolaj Podgorni sem á miðstjórnarfundinum hafði framsögu um breytingar á skipulagi flokksinn og þykir það benda til aukinna valda hans. RÓM 18/11 — Starfsmenn á Fiumicinoflugvellinum við Róm heyrðu í gær stunur úr kassa sem átti að sendast í diplómata- pósti og var merktur utanríkis- ráðuneytinu í Kairo. Þegar kassinn var opnaður fannst í honum bundinn og keflaður maður. Tveir starfsmenn egypzka sendiráðsins sem komið höfðu með kassann tóku til fótanna, en voru handsamaðir. Þeim var í dag vísað úr landi. Maðurinn í kassanum kvaðst vera gyðirigur 'írá Marokkó, og heita Joseph Dahan. Hann sagð- ist hafa hitt annan sendiráðs- manninn í gær og farið með honum í bíl eitthvað út fyrir Róm. Þar hefði hann verið svæfður með sprautu og síðan vissi hann ekki hvað gerzt hefði í dag vitnaðist að hann hafði villt á sér heimildir. Israelska lögreglan hefur skýrt frá að hann hafi verið búsettur í ísra- el til ársins 1961 og hafi par gengið undir nafninu Mordech- ai Luk. Hann hafi þá verið neyddur til að starfa fyrir eg- ypzku njósnaþjónustuna. Síð- ustu misseri hefur hann vcrið á ítalíu. Italska lögreglan segir að kassinn sem hann fannst í beri með sér að hann hafi verið notaður til slíkra mannflutn- inga áður. til S-Víetnams? SAIGON 18/11 — Fulltrúar stjórnarinnar á Filipseyjum sem staddir eru í Saigon hafa boðið stjórn Suður-Vietnams að þang- að verði sendir 3.200 menn úr her Filipseyja og álíka hópur óbreyttra borgara. 115 bandarískar herþyrlur voru notaðar í dag til að flytja um 1000 menn úr suðurviet- namska hernum um 50 km norð- vestur af Saigon þar sem þeir áttu að leggja til atlögu við skæruliða Vietcongs. Ekkert hefur frétzt af viðureigninni, en áður hafði verið varpað sprengj- um og skotið af vélbyssum á st.öðvar skæruliða. Sprengja sprakk í veitinga- skála a flugvellinum í Saigon í dag og særðust þá 18 Banda- ríkjamenn. Samstarfsmaiur Kennedys vill breyta afstöiunni til Kína SAN FRANCISCO 18/11 — Náinn samstarfsmaður Kenn- edys heitins forseta og ráðunautur hans um mál Austur- Asíu, Roger Hilsman, lagði til í dag að Bandaríkin breyttu afstöðu sinni til Alþýðu-Kína. Hilsman sem var varautan-1 ríkisráðherra í stjórnartíð Kennedys og fór þá með málefni Austur-Asíu sagði einnig að Bandaríkin yrðu að taka til al- gerðar endurskoðunar afstöðu sína til viðskipta við Kína. Hann gerði þetta í erindi sem hann flutti á fundi í félagi sérfræð- inga um alþjóðamál. I erindi sínu lagði hann til að Bandaríkin hættu einstreng- ingslegri stefnu sinni varðandi i . Kína, enda þótt hann segðist ekki vilja ganga svo langt að leggja til að þau viðurkenndu alþýðustjórnina, eins og Frakk- land hefði gert. Hann kvað nauðsynlegt að Bandaríkin reyndu að auka samband sitt við Kína, m. a. varðandi afvopnunarmálið og hann taldi einnig að leyfa ætti bandarískum þegnum að heim- sækja Kína. Þá taldi hann rétt að Banda- ríkin viðurkenndu mongólská alþýðulýðveldið. Með því móti gætu þau fengið betri kynni af heimshluta, sem Bandaríkja- menn væru ófróðir um. Sprenging varð í prentsvertngerð BRUSSEL 18/11 — A.m.k. sex verkamer.n biðu bana, en fimm- tíu særðust þegar mikil spreng- ing varð í dag í prentsvertu- gerð í Brussel. 20 hinna særðii urðu að fá sjúkrahúsvist. Pyngjan og snmvizknn Fyrir tveimur árum sam- þykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun sem fordæmdi kynþáttakúg- unina í Suður-Afríku og hvatti öll aðildarríki sam- takanna til refsiaðgerða gegn stjóm landsins, ef hún héldi áfram að virða að vettugi ó- tvíræð ákvæði sáttmála SÞ, sem bannar aðilum samtak- anna hvers konar misrétti í garð manna vegna hörunds- litar þeirra. Þingið lagði til að aðildarríkin skyldu slíta stjórnmálasambandi við Suð- ur-Afríku, loka höfnum sín- um fyrir suðurafrískum skip- um og banna sínum skipum siglingar til Suður-Afríku, hætta öllum kaupum á vör- um þaðan og taka fyrir út- flutning á vörum þangað, einnig öllum vopnum og skotfærum, og banna allar flugsamgöngur við Suður- Afríku. Þessi tillaga sem bor- in var fram af fulltrúum Afr- íku- og Asíuríkja var sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta, hlaut 67 atkvæði gegn 16, en 23 ríki sátu hjá og fulltrúar fjögurra voru fjarverandi. Meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru öll vest- urveldin með Bretland. Bandaríkin og Frakkland fremst í flokki, en Island var ásamt öðrum Norður- löndum meðal þeirra sem sátu hjá. Þetta var einn eft- irminnilegasti sigur sem hin nýfrjálsu lönd Asíu og Afr- íku höfðu með tilstyrk sós- íalistísku ríkjanna unnið á vettvangi SÞ og þeim sigri var fylgt eftir í öryggisráð- inu í fyrra. Þá sambykkti . ráðið með níu samhljóða at- kvæðum, en fulltrúar Bret- lands ög Frakklands sátu hjá, áskorun á „öll ríki að hætta þegar f stað sölu og flutningi vopna, skotfæra áf öllum gerðum og herflutninga- vagna til Suður-Afríku.” Og 16. sept. samþykkti nefnd sú sem allsherjarþingið hafði kosið til að fylgjast með gangi mála í Suður-Afríku (,.Apartheid”-nefndin) ein- róma að leggia til við bingið og öryggisráðið að gerðar yrðu víðtækar ráðstafanir til að knýja stjórn Suður- Afríku til hlýðni við sátt- mála SÞ. Meðal þeirra ráð- stafana sem nefndin lagði til að gerðar væru var að set.ja bann á allan flutning vopna, skotfæra og olíu til Suður- Afríku og að SÞ beitti sér fyrir „hafnbanni , (á Suður- Afríku). ef nauðsyn krefði'’ Það hefur hins vegar tekið Breta, sem fram að þessu hafa séð stjórn. Suður-Afríku fyrir megninu af þeim vopn- um sem hún hefur keypt er- lendis, rúm tvö ár að verða við samþykkt allsherjarþings- ins, sem Öryggisráðið stað- festi með s.amhljóða atkvæð- um, og það var ekki fyrr en stjórnarskipti höfðu orðið i Bretlandi og Verkamanna- flokkurinn tekið við völdum, að bann var sett á vopna- sölu til Suður-Afríku. Wilson tilkynnti þessa ákvörðun brezku stjórnarinnar í fyrra- dag og kom sú tilkynning ekki á óvart. Verkamanna- flokkurinn hafði boðað fyrir kosningar að hann myndi beita sér af íestu gegn kyn- þáttakúguninni i Suður-Afr- íku, sem og reyndar annars staðar, og ákvörðunin er einnig í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu flokksins að virða samþykktir SÞ og stuðla að viðgangi samtakanna. Ver- woerd, forsætisráðherra Suð- ur-Afríku, hafði einnig búizt við bessari ákvörðun, þegar hann á laugardaginn hótaði að segja upp samningum Bretlands og Suður-Afríku um hernaðarsamvinnu og bá einkum þeim samningi sem tryggir Bretum flotalægi í Simonstown í Suður-Afríku. Sá samningur var gerður fyr- ir níu árum og í honum er ekki gert ráð fyrir einhliða uppsögn. Engu að síður hót- aði Verwoerd að Bretum yrðu bönnuð afnot af flota- stöðinni, ef þeir stæðu ekki við gerða samninga um að selja Suður-Afríku sextán sprengjuþotur af gerðinni Buccaneer. Wilson lét ekki þessa hótun Verwoerds á sig fá, en þó var svo að skilja á honum í fyrradag, að ekki hefði verið tekin fullnaðar- ákvörðun um afhendingu á sprengjuþotunum sextán. Hins vegar hafði verið gert ráð fyrir að Suður-Afríka fengi 14 Buccaneer-þotur til viðbótar, en fyrir það verður nú tekið og líklegt að stjórn Verwoerds noti það sem til- efni til að segja upp Sim- onstown-samningnum. Kynþáttakúgunin og hið fasistíska stjórnarfar f Suður-Afríku er illa þokkað af öllum þeim sem einhvers meta manngildishugsjón Iýð- ræðisins, en það er fyrir löngu orðið ljóst eins og sam- bykktir SÞ bera með sér að engin vettlingatök duga, ef takast á að fá Verwoerd og félaga til að bæta ráð sitt. Brezk blöð hafa yfirleitt ekki látið sitt eftir liggja við að fordæma villimennsku stjórn- arvalda Suður-Afríku og á það einnig við um flest for- hertustu íhaldsblöðin. Það hefði því mátt búast við að þau fögnuðu ákvörðun Wilsons, en í gær brá svo við að sögn brezka útvarpsins, að hvert einasta þeirra, áð einu undanskildu („Soots- man”). sem ræddi hana f forystugreinum, fann henni allt til foráttu. „Times” kall- aði hana „fiandskaparbragð” í garð vinveittrar ríkisstjórn- ar. „Daily Mail” viðurkenndi siðferðilegan rétt brezku rík- isstjórnarinnar til að setja á vopnasölubannið, en kvað bað dýru verði keypt. Bretar myndu þegar f stað verða af viðskiptum sem hefðu fært þeim 20 milj. sterlingspunda og ótaldar væru bær miljónir sem tapazt myndu f fram- tíðinni. Og hvað myndi verða um þær 25.000 verkamanna, sem unnið hefðu að smíði snrensiubotanna? snurði blað- ið sem annars hefur ekki orð á sér fvrir að bera hag vinnandi fólks fvrir brjósti. „Daily Telegraph” sagði að Bretum bæri að vfsu skylda til að hjálpa þeim s.em yrðu fyrir barðinu á ofsóknum stjórnar Suður-Afríku, en beir gætu engum aðstoð veitt „nema við seljum meira til útlanda”. Fyrst yrði að hugsa um verzlun og viðskipti, síð- an gæti röðin komið að þvf að standa við skuldbindingar við Sametnuðu bjóðirnar, sem „Yorkshire Póst” kallaði „vandræðaverksmiðj- una („troubles factory”) f New York”. Þau tvö blöð sem talin eru hliðholl Verka- mannaflokknum, „Daily Mirr- or” og „Sun”, höfðu ekkert um málið að segja. Þessi viðbrögð brezku blaðanna og málsvara Ihaldsflokksins á bingi, sem mæltu mjög á sömu leið, eru einkar athygl- isverð. Frelsi og lýðræði og jafnrétti allra manna eru göfugar hugsjónir, sem auð- velt er að skrifa um fagrar greinar og halda um inn- blásnar ræður, og þær eru iafnvel þes'- virði að leggja megi lífið (og þá helzt ann- arra líf) í sölurnar fyrir þær. En sterlingspundið er á- breifanlegra verðmæti og full pyngja er þyngri á metunum en slæm samvizka. ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.