Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 1
Sósíalistafélagsfundur í kvöld kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. TIL UMRÆÐU: 1) Félagsmál, undir þeim lið talar m.a. Steinþór Guðmundsson. 2) 14. flokksþingið, framsögumaður: Páll Bergþórsson. Félagar sýni skýrteini við innganginn. STJÓRNIN. HVALFJARÐARSAMNINGURINN RÆDDUR Á ALÞINGI í GÆR: Einhliða afqreiðslu stiérnarvaldanna á málinu er mótmæít sem löqlevsu Er þetta aðeins fyrsta skrefið? □ Þingmenn Alþýðubandalagsins vöktu í gær miklar umræður utan dagskrár í báðum deildum Alþingis um samninga þá, sem rík- isstjórnin héfur gert um nýjar hemáms- framkvæmdir Atlanzhafsbandalagsins og Bandaríkjamanna í Hvalfirði. Drógust um- ræðumar svo á langinn, að önnur mál kom- ust ekki að. Gils GuSmundsson: Áfangi í hernaðarframkvæmdum □ í umræðum þessum lögðu þingmenn Alþýðubanda- lagsins áherzlu á að hinir nýju Hvalfjarðarsamning- ar vseru stórmál og ástæða til að óttast að hér væri aðeins uan áfanga á stórfelldum hemaðarfram- kvæmdum að ræða, ekki hvað sízt þegar málið væri skoðað í ljósi þess sem áður hefur gerzt —r þ.e. hvernig ríkisstjórnin hefur hagað sér í öðrum við- kvæmum málum sem lúta að öryggi og sæmd ís- lendinga sem þjóðar. □ Samið að Alþingi forspurðu Því var og mótmælt harðlega af þingmönn- um Alþýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins, að hinir nýju samningar um Hval- fjörð skyldu gerðir að Alþingi fomspurðu, þó að skýlaus ákvæði séu um það í stjórn- arskrá lýðveldisins að ekki megi semja við erlenda aðila um neinskonar kvaðir á ís- lenzku landi, án þess samþykki Alþingis komi til. Fátt til málanna að leggja Ragnar Arnalds: Án lagaheimildar - Alþingi lítilsvirt ■ Ég mótmæli því, að Alþingi og utanríkismála- nefnd þess skuli sniðgengin og hunzuð í sambandi við afgreiðslu þessa máls- Ég lít svo á, að þinginu beri skylda til að fjalla um málið, krefj- ast allra nauðsynlegra upp- lýsinga, og taka síðan af- stöðu til þess á þinglegan og lögformlegan hátt. Einhliða afereiðsla þess af hálfu rík- ’sstiómarinnar er gerræði og ’-rfiovsa. sem skal harðlega koma upp öflugri og varaniegri ^ flotastöð herskipa í Hvalfirði og var miðað við að sá samningur — ef af honum yrði — gilti í 99 ár. Vitað er, sagði ræðu- maður, að hernaðarsérfræðingar hafa lengi haft augastað á firð- inum sem sériega hentugri bæki- stöð fyrir hérskipaflota. Eftir að Framhald á 2. síðu Tveir ráðherranna urðu fyrir svörum af hálfu ríkisstjórnar- innar, þeir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Emii Jónsson félagsmálaráðherra höfðu þeir ekki annað til mála að leggja en þær fullyrðingar, sem stjómarblöðin báru á borð fyrir lesendur um helgina: að hér væri aðeins um nauðsyn- Iegar og eðlilegar viðhaldsframkvæmdir á núverandi birgða- stöðvum í Hvalfirði að ræða og heimild stjórnarvalda til hinnar nýju samningsgerðar fælist í hernámssamningnum við Bandaríkin frá árinu 1951. í ræðu Ragnars Arnalds utan dagskrár um Hvalfjarð- arsamninginn í neðri deild í gær kom skýrt fram hversu ríkisstjórnin hefur gert hann án nokkurrar lagalegrar heimildar. Þá spurði Lúðvík •Tósepsson hvers vegna ráð- Enn mnkkað am Hvalfjörð? mótmælt. Þannlg lauk Gils Guðmunds- son, þingmaður Alþýðubanda- lagsins, fyrri ræðu sinni á fundi efri deildar Alþingis í gær, en hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í tilefni hinna nýju hemámssamninga sem rikis- stjðmin hefur gert um Hval- fjörð. í áföngum I ræðu sinni minnti Gils á að Hvalfjarðarmálið ætti sér langan aðdraganda. Fyrir um það bil 10 árum bárust íslenzk- um stjórnarvöldum tilmæli frá Bandaríkjamönnum um að mega í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu um komu Dean Rusk utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hing- að til íslands n.k. laugardag í boði ríkisstjórnar íslands: Utanríkisráðherra Bandarikj- anna Dean Rusk kemur til Reykjavíkur, laugardaginn 12. ■clesember í boði ríkisstjórnar ís- lands. Ráðherrann er á leið til Parísar til þess að sitja þar hina árlegu ráðstefnu utanríkisráð- herra NATÖ-ríkjanna og heldur áfram ferð sinni sunnudags- morgun 13. desember. Utanríkisráðuneytið 7. desem- ber 1964. Eins og fréttatilkynningin ber með sér er þar hvergi minnst á tilefni þess að rík- isstjórn íslands býður utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hingað til viðræðna eða hvert verða muni aðalum- ræðuefnið á þessum fundi ráðherrans með íslenzkum ráðamönnum Sú spurning hlýtur hins vegar að vakna Dcan Rusk hvort ekki sé eitthvert sam- band á milli komu utanrík- isráðherra Bandaríkjanna hingað til lands og fyrir- hugaðra framkvæmda NATO í Hvalfirði sem ríkisstjóm íslands hefur nýverið lagt blessun sína yfir. Hlýtur það að styrkja þessa grunsemd að ráðherrann er einmitt á leið til fundar utanríkisráð- herra NATÓ-ríkjanna í Par- ís eins og segir í fréttatil- v'”nningu wtsBW^cœraðuneyt- ÍSÍES- izt væri í þessar framkvæmd- ir hér núna, þegar svo frið- vænlega horfði í alþjóða- málum. — Forsætisráðherra reyndi að verja stjórnar- skrárbrotið í ræðu sinni en sniðgekk þær spurningar, sem ræðumenn Albvðubanda- lagsins lögðu fyrir hann með öllu. Ragnar tók fyrstur til máls og lagði hann aðaláherzlu á hina lagalegu hlið þessa stórmáls og minnti í fyrstu á 21. gr. stjóm- arskrárinnar, sem segir ótvirætt að rikisstjómin megj enga samn- inga gera við erlend riki, sem feli í sér kvaðir á landi nema með^ samþykkj Alþingis. Þá ræddi Ragnar hvort ríkis- stjorninni mundj heimilt að gera slíkan samning samkvæmt samningnum um herinn frá 1951. Taldi hann að svo væri alls ekki og vitnaði máli sínu til stuðn- ings í 1.—4 gr. samningsins. Síðan sagðj Ragnar: — Ég leyfi mér að fullyrða, að aðrar greinar samningsins koma ekki máli við í þessu sambandi Hvar i Þessum samningi er nokkurs- staðar gefið í skyn, að Alþin«d afsali sér valdinu tii ag fjalfa Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.