Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagiur 8. desember 1964 nomnniNN Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Rltstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófssom Ritstjóm, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja, Skólavðrðust 18. SimJ 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kL 90,00 á mánuði. Hvalfjöröur JJvalfjörður var einn þeirra staða sem Bandaríkin gerðu kröfu um að fá að halda í 99 ár í styrj- aldarlok, og þegar sú kröfugerð náði ekki fram að ganga var tekið til við að framkvæma hana í áföngum. Árið 1947 var stofnað hér á landi um- boðsfélag fyrir bandaríska auðhringinn Standard Oil, Olíufélagið h.f., og lagði Samband íslenzkra samvinnufélaga fram fjármagn til þess ásamt ein- staklingum, samkvæmt þeirri stefnu Vilhjálms Þórs að tengja samvinnusamtök og gróðafyrirtæki saman í hlutafélögum. Keypti Olíufélagið h.f. geyma hernámsliðsins í Hvalfirði, þótt það þyriti alls ekki á þeim að halda til almennrar starfsemi sinnar, en síðar kom í ljós að tilgangurinn með þessum viðskiptum var sá að hafa geymana til- tæka þegar erlendir aðilar þyrftu á þeim að halda á nýjan leik. í meira en áratug hefur Olíufélagið síðan tekið að sér að geyma birgðir fyrir hernáms- liðið í Hvalfirði og fengið fyrir það mjög háar greiðslur í dollurum, en þeim fjárhæðum var ár- um saman stolið undan eins og í Ijós kom í olíu- málinu fræga. ^hugi Bandaríkjanna á Hvalfirði hefur komið fram á fleiri sviðum. Þegar eftir að hernám- ið var endurnýjað 1951 settist hópur banda- rískra hermanna að í Hvalfirði innan gaddavírs- girðingar á litlum bletti. Ekki er kunnugt að þessi Hvalfjarðarstöð hafi þjónað neinum hernaðarleg- um tilgangi, þar er ekki um neinar athafnir að ræða sem hægt er að tengja hinum svokölluðu vörnum landsins; Bandaríkin voru aðeins að helga sér staðinn. Og 1954 kom í Ijós í hverju skyni það var gert. Þá lögðu Bandaríkin fram tillögur um stórfellda herskipahöfn í Hvalfirði og átti m.a. að sprengja kjamorkuhelt kafbátaskýli inn í Þyril. Þær voru ítrekaðar 1956 um svipað leyti og Al- þingi samþykkti ályktun sína um brottför hers- ins, en með þeirri samþykkt var frekari hernáms- framkvæmdum vísað á bug um sinn. jgngu að síður hafa Bandaríkin haldið fast við áform sín um varanlega flotabækistöð í Hval- firði. Gerð hefur verið mikil lóranstöð á Snæfells- nesi í þeim tilgangi að auðvelda kafbátum ferðir umhverfis ísland. Allur botn Faxaflóa hefur ver- ið mældur til þess að finna hentugar kafbátaslóð- ir til Hvalfjarðar. Og nú skal tekið til við að búa í haginn 1 Hvalfirði sjálfum. Atlanzhafsbandalag- ið hefur ekki aðeins fengið leyfi til þess að koma upp nýjum geymum á svipuðum slóðum og geym- ar Olíufélagsins hafa verið, heldur verður nú og gerð bryggja þar sem herskip af öllu tagi geta at- hafnað sig, og settar verða múmingar í botn 'fjarð- arins þar sem kafbátar og önnur herskip geta haft legufæri. Enginn þarf að efa að hér er aðeins um lítinn áfanga að ræða. Bandaríkin hafa lýst þeirri langsýnu stefnu sinni að fá Hvalfjörð til 99 ára og koma þar upp stórfelldri flotastöð, og bandarískir ráðamenn eru stefnufas’fari og óhvikulli en íslenzk stjómarvöld. — m. Verðtrygging kaupgjalds af- greidd sem lög frá Alþingi 1. grein. Greiða skal verdlagsuppbót á laun og aðrar greiðslur fyrir unnin störf samkvæmt nánari fyrirmælum þessara laga. Sama gildir um bætur greidd- ar í peningum samkvæmt lög- um nr. 40/1963, um almanna- tryggingar, með áorðnum breytingum bótaupphæða, svo og umbætur samkvæmt lög- um nr. 29/1956, um atvinnu- leysistryggingar. Enn fremur skal greiða verðlagsuppbót á greiðslur til einstaklinga á 18. gr. fjárlaga og á lífeyri úr líf- eyrissjóðum, sem ríkissjóður sjálfur eða ríkisfyrirtæki greiða iðgjöld til. Skal hlut- aðeigandi lífeyrissjóður greiða verðlagsuppbótina gegn endur- greiðslu úr ríkissjóði og frá stofnunum þeim, er lífeyris- þegi tók laun sín hjá. Verð- lagsuppbót greiðist ekki á líf- eyrisgreiðslur, er sjálfkrafa fylgja breytingum launa, sem verðtryggð eru samkvæmt fyr- irmaelum þessara laga. Fyrirmæli þessara laga taka til kauptrygginga bátasjó- manna og til vmnulauna, sem greidd eru samkvæmt upp- mælingu- og öðrum ákvæðis- vinnutöxtum, enda séu þeir á- kveðnir í kjarasamningum stéttarfélags, sem í hlut á, eða miðaðir við kjarasamninga sömu starfsgreina annars stað- ar. Fyrirmæli þessara laga taka ekki til launa, sem greidd eru í öðru en peningum, og ekki heldur til fjárhæða, sem laun- þegar fá greiddar vegna út- gjalda, sem fylgja starfi þeirra. Sama gildir um laun, sem á- kveðin eru sem hundraðshluli af afurðaverði veltu eða öðru verðmæti. 2. grein. Kauplagsnefnd skal reikna kaupgreisluvísitölu framfærslu- kostnaðar á þann hátt að eigi sé tekið tillit til þeirrar hækk- unar eða lækkunar á síðar nefndu vísitölunni, er leitt hefur af breytingu á vinnuiið verðlagsgrundvallar landbún- aðarvara, annað hvort vegna breyttra kjaraákvæða í samn- ingum stéttafélaga eftir lok maímánaðar 1964 eða vegna greiðslu verðlagsuppbótar á laun samkvæmt fyrirmælum þessara laga. Kaupgreiðsluvísitala sú, er um ræðir í fyrri málsgr. þess- arar gr^ reiknast efKr vísitölu framfærslukostnaðar 1. nóv- ember, 1. febrúar, 1. maí og 1. ágúst og gildir við ákvörð- un verðlagsuppbótar á laun næstu þrjá mánuði, frá byrjun næsta mánaðar eftir að hún var reiknuð, í fyrsta sinn frá 1. des. 1964. 3. grein. Verðlagsuppbót samkvæmt fyrirmœlum síóari málsgr. 2. gr. skal nema sem svarar 0,61 % af grunnlaunum fyrir hvert stig, sem kaupgreiðsluvísitala hvers þriggja mánaða tímabils kann að vera hærri en fram- færsluvísitala 163 stig. Við greiðslu verðlagsuppbót- ar á vikulaun og mánaðarlaun skal hún reiknuð í heilum krónum, þannig að sleppt sé broti úr krónu, sem ekki nær hálfri krónu, en annars hækk- að í heíla krónu. gjákis, (mi breytingu viku- og mánaðarkaups, um styttingu eftirvinnutíma og breytingu eftirvinnuálags, um lengingu orlofs og um sérstakar aðgerð- ir £ husnæðismálum. Var sam- komulagið háð því skilyrði, að samningar öæðust á milli verkalýðsfélaga og vinnuveit- enda til eins árs eða lengurj er ekki fælu í sér neina hækk- un grunnlauna á því tímabili. Samkomul agið er birt sem fylgiskjal með þessum atbuga- semdum. Það var ætlunin, þegar sam- komulaglð var gert, að sum atriöi þess yrðu síðar staðfest með bráðabirgðalögum, og þá einkum verðtrygging kaup- gjalds, er átti að koma til framkvæmda þann 1. septem- ber. Setning bráðabirgðalaga frestaðist hins vegar vegna dráttar á því, að samningar tækjust nógu almennt á grunö- velli 5. júní samkomulagsins á milli verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda. Þar sem ríkisstjóm- in ákvað að greiða niður hækkun vöruverðs fyrst um sinn, var heldur ekki brýn þörf á setningu laganna. Enn hafa að vísu aílmörg félðg ekki lokið samningum við vinnuveitendur, en engu að síður þykir rétt að fá lagá- heimild fyrir verðtryggingu launa, eins og í frumvarpi þessu er lagt til. Hér fara á eftir skýringar við einstakar greinar frv. UM 1. GR. 1 þessari grein eru aðalá- kvæði frv., um verðtryggingu vinnulauna og tiltekinna ann- arra greiðslna. Til vinnulauna teljast í þessu sambandi Framhald á 9. síðp. 4. grein. Vinnuliðir verðlagsgrund- vallar landbúnaðarvara skulu hækka eða lækka, samkvæmt breytingum vísitölu eftir sömu reglum og um ræðir í 2. og 3. gr., og afurðaverð til bænda breytist um leið til samræmis. Þó skal slík breyting á vinnu- liðum verðlagsgrundvallar ekki eiga sér stað, nema samkvæmt ósk fulltrúa framleiðenda eða fulltrúa neytenda í Sexmanna- nefnd. 5. grein. Félagsdómur sker úr ágrein- ingsatriðum varðandi túlkun ár fyrirmælum 1.—3. gr. þessara laga, og eru úrskurðir hans fullnaðarúrskurðir. 6. grein. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld 23. gr. laga nr. 4/1960, um efnahagsmál, svo og önnur á- kvæði, er fara í bága við þessi lög. ATHUGASEMDIR VIÐ LAGAFRUMVARP ÞETTA. Á síðastliðnu vori fóru fram viðræður á milli ríkisstjórnar- innar, Alþýðusambands Islands og Vinnuveitendasambands Is- lands um leiðir til stöðvunar verðbólgu og til kjarabóta fyrir verkafólk. Þessar viðræð- ur leiddu, eins og kunnugt er, til samkomulags þann 5. júní s.l. um verðtryggingu kaup- hútnuHUi* HÍBÝLAPRÝÐI H.F HVAÐ VANTAR YÐUR 1 HOSIÐ? — Ef það eru húsgögn, þá ættuð þór að leggja leið yðar til okkar. Við höfum stök húsgögn og husgagnasett af margskonar stærðum og gerð- um. — Mundi t.d. ekki þessi stílhreini og þægi- legi ruggustóll vera tilvalin jólagjöf handa eig- inkonúnni eða húsbóndanum? HAGKVÆMT VERÐ. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.