Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞIÖÐVILIINN Þriðjudagur 8. desember 1964 JÓLAMARKAÐUR: || URINN Hveiti Sykur Lyftiduft Dropar Krydd K Möndlur ® Kókosmjöl Hnetukjarnar ^ Möndluspænir ÍÍ Bökunarhnetur W Sultur % Sýróp |v Vanillusykur Skrautsykur 1 Hjartasalt FORÐIZT ÖS — VERZLIÐ TÍMAN- LEGA. Lítilsviriing við Alþingi Framhald af 1. síðu. um samninga við Bandaríkin eða Nató um kvaðir hér á landi? Og ég vil leyfa mér að benda á, að megi nokkuð lesa úr þessum samningi, þá er það aðeins, að Alþingi hafi þetta vald áfram með ríkisstjóminni. Alþingi og ríkisstjóm Þegar rætt er um íslenzka að- ila í samningi þessum, er ýmist talað um „ÍSLAND“ eða „ÍS- LENZKU RÍKISSXJÓRNINA". Þegar ,jisland“ er notað er auð- vitað átt við þá aðila, sem samninginn gera af hálfu fs- Iendinga: Alþingi og ríkisstjórn. Eins og áðan kom fram segir ó- tvírætt í 3. gr. samningsins, að þaá skuli háð samþykki íslands, þ.e. Alþingis og ríkisstjórnar, „með hverjum hætti vamarliðið tekur við _ eða hagnýtir þá að- stöðu á íslandi, sem veitt er með samningi þessurn". í 4. grein segir hins vcgar að íslenzka ríkisstjórnin skuli ráða því hve margir menn hafi setu á fslandi samkvæmt samn- ingi þessum f þessu tilfelli er þvj ekki gert ráð fyrir því, að Alþingi hafi afskipti af þessu atriði og með því undirstrikað, að um önnur atriði eigi Alþingi að fjalla“. Hug- hvarf Ánægjulegt er að sjá hvað ráðamenn Framsóknarflokks- ins beita sér vasklega gegn nýjum hemámsframkvæmd- um í Hvalfirði. Sú hefur ekki alltaf verið raunin. Árið 1947 var það eitt af gróðafélögum Framsó'knarflokksins, Olíufé- lagið h.f., sem tók að sér að varðveita birgðastöð her- námsliðsins í Hvalfirði fyrir milligöngu bandaríska auð- hringsins Standard Oil. Þeg- ar opinskátt hemám var endumýjað 1951, m.a. fyrir Iw^g?eina Framsóknarflokksins, voru geymamir þegar tiltæk- ir, og f launaskyni fékk Olíu- félagið um langt árabil '■"'felftkáfétt til allra þjónustu- bragða fyrir hernámsliðíð á sérsviði sínu. Sú aðstaða var notuð til þess að stela undan stórum fúlgum af gjaldeyri, og var þar á meðal leiga fyrir geymana f Hvalfirði. Allt betta árabil, meðan fjármálin léku í lyndi, varði forusta Framsóknar- flokksins hemámsstefnuna, ekki sfzt allar athafnirnar í Hvalfirði, og var sá mál- flutningur margra dollara virði fyrir hið erlenda lið. Og allt fram undir það síð- asta hefur Olíufélagið h.f. lagt fé f að dytta að geym- um sínum í Hvalfirði og endurnýja leiðslur í því skyni að geta haldið þjónustustörf- um sínum áfram. Þessi fortíð veldur því að ástæða er til að fagna hug- hvarfi Framsóknarleiðtog- anna alveg sérstaklega; það er kunnugt að einn sjmdari sem gerir iðrun vekur meiri fögnuð á himnum en níutfu- og níu réttlátir sem aldrei hafa misstigið sig á vegi dyggðarinnar. Og þess er sannarlega að vænta að sálubótin sé traust og var- anleg og að leiðtogunum fipist ekki vitund þótt Olfu- félaginu h.f. veröi boðið að annast t um nýju geymana ekki síður en þá gömlu, eða þótt Hamrafellinu gefist kostur á því að annast olíu- flutninga fyrir hemámsliðið í Hvalfirði gegn greiðslu f dollurum. — Austri. Þjónninn stelur húsbóndda- réttinum Síðan ræddi Ragnar nokkuð um samninginn frá 1951 og þau vinnubrögfi er þar voru við- höfð, að hann var ekki lagður fyrir Alþingi fyrr en 7 mánuð- um eftir að bandaríski herinn- kom hingað til landsins. En hvort sem löggilding samn- ingsins var viðurkenning Alþing- is á þeim kvöðum, sem þá þegar tilheyrðu fortíðinni eða ekki, sagði ræðumaður, þá er hitt ljóst, að Alþingi gat ekki af- salað sér um alla framtið því valdi sem stjómarskráin veitir, og þess vegna varð óhjákvæmi- legt að leggja fyrir Alþingi sér- hverja framkvæmd hersins, sem fól í sér nýja kvöð á landi eða i landhelgi. Þá minnti ræðumaður á, að ríkisstjórnin er fyrst og fremst verkfæri í höndum Alþingis en hér hefur það hins vegar gerzt, að þjónninn hefur stolið hús- bóndaréttinum. Rkisstjórnin hef- ur gert samning, sem hún hef- nr enga heimild til að gera og samningurinn því aðeins ómerki- Iegt pappírsgagn. Þessu. næst rakti hann nokkuð hvemig sífelldar undanslakanir hafa verið gerðar á tímabili nú- verandi ríkisstjómar og ríkis- stjómar Alþýðuflokksins 1959; lóranstöðin, sjónvarpsstækkunin og ætíð án samráðs við Alþingi. Loks spurði Ragnar: Hvenær gerir ríkisstjómin ráð fyrir, að framkvæmdir muni hefjast í Hvalfirði? Skýr afstaða sem endranær! Eysteinn Jónsson tók til máls og sagði afstöðu Framsóknar- flokksins skýra í þessu máli nú sem endra nær! Væri Framsókn- arilokkurinn algjörlega mótfall- inn þessari nýju samningsgerð. , Hins vegar væri flokkur hans j inn á éframhaldandi þátttöku I landsins í Nató. i Bjami Benediktsson, sagði ; málið þrautrætt. Þetta væri ekki stjómarskrárbrot þar sem slíkir samnmgar væru heimilaðir með „hervemdarsamningnum 1951“. Þá sagði forsætisráðherra ekki skrítið að Alþýðubandalagsmenn væru andstæðir en öðru máli gegndi nm Framsókn. Eysteinn hefði verið fjármálaráðherra, er lagt var fram fé úr ríkissjóði til að kaupa jörð undir herstöð- ina í Hvalfirði. Þessar fram- kvæmdir, sem nú yrði ráðizt i væru á allan hátt í samræmi við fyrri aðgerðir, aðeins endumýj- un á olíutönkum. Birgir Finnsson tók til máls en síðan Ragnar Arnalds.------ hann einkum fullyrðingar f-or- sætisráðherra um að hér væri ekki á ferðinni neitt sem gæti heitið stjómarskrárbrot eða brot á lögum. Lagði hann áherzlu á þau atriði, sem áður getur um túlkun samningsins frá 1951. Þá sagði hann, að forsætisráð- herra hefði ekki svarað einu einasta atriði úr ræðu sinni. Hann væri sýnilega rökþrota og það væri þýsna erfitt að halda uppi málefnalegum umræðum er annar aðilinn gæfist hrein- lega upp. Sýndu rökþrot Bjama Framhald á 6. síðu. Er þetta fyrsta skrefii? Framhald af 1. síðu. kjamorkuvopn komu til sögunn- ar, ein'kum kafbátar búnir slík- um tækjum, smíðaðir beinlínis til árása f kjarnorkustríði, urðu slíkar bækistöðvar herflota á- kaflega viðkvæm og erfið mál. Hættan af flotastöðvum sem þessum var flestum Ijós, svo og það að því fleiri og dreifðari sem slíkar háskastöðvar yrðu, þeim mun meir ykist spennan í alþjóðamálum, þeim mun meiri líkur væru á að allt gæti farjá. í bál og brand. Tilmælunum um framsal Hvalfjarðar á sínum tíma und- ir ílotastöð til 99 ára var hafn- að, en málið var ekki þar með úr sögunni. Tilmælin voru í- trekuð hvað eftir annað og reynt að finna nýjar aðferðir til að koma því í framkvæmd, í áföngum ef ekki vildi betur til. — Það sem ég og margir flciri óttast, sagði Gils Guð- mundsson, er það að nú sc ætlunin að framkvæma þess- ar fyrirætlanir smátt og smátt í áföngum, og að heimildin sem nú hefur verið veitt til framkvæmda að AI- þingi forspurðu sé aðeins fyrsti áfanginn. íslendingar ekki spurðir Ræðumaður sagði, að reynt hafi verið að láta líta svo út, sem þetta væri allt ósköp sak- leysislegt, nánast óhjákvæmi- legt viðhald á þeirri olíubirgða- stöð sem þarna hefur verið síð- an á styrjaldarárunum. Sú birgðastöð hefur þó a.m.k. að nafninu til verið f íslenzkri eigu hin síðari ár. Og ræðumaður varpaði fram nókkrum spurn- ingum í því sambandi: Hvers vegna á nú að leyfa erlend- um aðila, herbandale^ að koma sér þama upp birgðastöð? Hvers vegna endilega þessum stað, sem amerískir herfræðingar hafa um langt skeið haft sérstakan auga- stað á sem herskipa- og kaf- 'bátahöfn? Og hvers vegna að heimila sama erlenda aðilan- um nú bryggjugerð, staðsetn- ingu legufæra og byggingu vatnsgeymis handa skipaflota einmitt á þessum stað? Síðar í ræðu sinni sagði Gils Guðmundsson m.a.: í lok tilkynningar utanríkis- ráðuneytisins um Hvalfjarðar- samnipgana er eins og varpað sé andartak örlítilli birfcu á það, sem hér er verið að framkvæma. Þar segir að tilgangur þessarar nýju mannvirkjagerðar sé sá, ísland oé hein*sstyrjöldin síðari, eítir Gnnnar Ml MLagnúss. Þetta er saga mikilla og örlagaþrungirma atburða: Hér segir frá stórveldanjósnum á Islandi, — frá skjóli, sem ísland veitti hundruðum skipa, þegar kafbátar og bryn- drekar ösluðu æðislega við strendur landsins, — frá mestu sjóorrustu veraldar, sem hófst við íslandsstrend- ur, — frá mannfórnum íslendinga á styrjaldaráruniun óg frá hinum annáluðu björgunarafrekum þeirra á sama tímabili, — frá blóðblöndun og „ástandsmálum“, - frá handtökum og brottflutningi ísfirzkra borgara og íslenzkra blaðamanna, — frá Arcticmálinu og fang- elsunum á Kirkjusandi, og síðast en ekki sízt er hér bin minnisverða frásögn af hemámsdeginum 10. maí 1940, sem lengi mun vitnað tiL ÁRIN SEM ALDREI GLEYMAST er prýdd miklum fjölda mynda frá Iiernámsárunum. SKUGGSJA að þau mannvirfci verði til taks ef til ófriðar kemur eða dregur. Nú vil ég spyrja: Hver á- kveður það, hvenær ástand- ið í hcimsmálum er talið það alvarlegt að heimilt sé og rétt að nota þessa bækistöð. gera hana að herskipahöfn eða kafbátalægí? Varla ts- lendingar. Ætli það verði ekki hinir herfróðu menn, fulltrúar þess aðila, sem á bækistöðina 1 fyrirhuguðu í Hvalfirði. Þcirra mat á styrj- aldarhættu má marka nokk- uð af því, að við inngöngu tslands í Atlanzhafsbanda- Iagið 1949 var því heitið að hér skyidi ekki vera her á friðartímum. 1951 var ís- ! i Ienzkum ','1ráðamönnum sagt að nú væri ný heimsstyrjöld að skelia á, og herinn var látinn koma. Hann hefur nú setið hér samfellt í meira en 13 ár. Myndi ckki eitthvað svipað gerast eða geta gerzt, að því er varðar flotastöð f Hvalfirði? Lagapróf essorinn: Skýlaust lagabrot! Að ræðu Gils Guðmundssonar lokinni tók Emil Jónsson félags- málaráðherra til máls og hafði uppi þau „rök“ sem stjórnar- blöðin hafa undanfarna daga fært fyrir hinum nýju Hval- fjarðarsamningum. Hann kvaðst ekki geta séð að hér væri um stórmál að ræða, og sagðist vísa á bug ásökunum um að stjórn- arskráin hafi verið brotin með samningsgerðinni: heimild fyrir stjómarvöldin væri að finna i hernámssamningnum frá 1951. Ólafur Jóhannesson (F) kvað Framsóknarflokkinn ándvígan þessum síðustu samningum um Hvalfjörð og hann sagðist ótt- ast að hér væri aðeins fyrsta skrefið í frekari hemað- arframkvæmdum þar að ræða. Mótmælti hann því að gengið hefði verið framhjá Alþingi við samningsgerðina, og kvað það augljóst lagabrot, að málið skyldi ekki lagt fyrir utanrík- isnefnd þingsins. Alfreð Gíslason (ALB) minnti m.a. á hversu einarðlega af- stöðu frændþjóðir okkar, Danir og Norðmenn, hafi jafnan tek- ið gegn tilmælum Atlanzhafs- bandalagsins um herstöðvar í löndum þeirra. Hinsvegar væru sftelldar tilslflkanir f samskon- ar málum elnkenni utanríkis- stefnu íslenzkra stjómarvalda hir síðustu ár, nú sfðast þessir nýju hernámssamningar um Hvalfjörð! Að lokum tóku þeir aftur til máls Gils Guðmundsson og Emil Jónsson. Sagði ráðherr- ann þá m.a. að utanríkisnefnd þ’ngsins „hafi sýnt sig óhæfa f starfi um langt skeið“ og bess- vegna hafi þessir nýiu Hval- fiarðarsamningar ekki verið tagðir fyrir nefndina, eins og skylt er að gera lögum sam- kvæmt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.