Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 3
ftnðjudagur 8. desember 1964 ÞI6ÐVILJINN SÍÐA Sovézkar ráðstafanir til bættrar stjórnar MOSKVU 7/12 — í forystugrein í Pravda á sunnudag var skýrt frá því, að valdhafarnir í Sovétríkjunum hefðu gert ráðstafanir til þess að fyrirbygg'ja óhóflega samsömun valds í hendur eins æðsta manns. í sömu grein vísaði Pravda kín- verskri gagnrýni á innanlandsmál Sovétríkjanna á bug og mælti jafnframt með nýjum aðferðum til þess að bæta stjómarfar í landinu. Vestrænir fréttamenn í Moskvu I leiðtoga við hljómsveitarstióra telja það greinilegt að nýju ráð- \ og spyr blaðið hvað mundi ger- stafanimar, sem skrifað var um í Pravda, eigi að koma í veg fyrir að aftur verði teknir upp stjómarhættir einsog Nikita Krústjof var farinn að beita í æ ríkara mæli f málgagni sovézka kommún- istaflokksins segir að ákvarðan- ir miðstjómar (á fundinum þeg- ar Krústjof var vikið úr emb- ætti )muni ryðja fjölmörgum vanda úr framfarabraut Sovét- ríkjanna. Einnig munu þessar ákvarð- anir koma því til leiðar að hægt verði að framkvæma fyrri sam- þykktir flokksins í mikilsverð- um málum og auk þess koma í veg fyrir að einstaklingar geti náð óhóflega miklum völdum. Pravda sagði að Lenin hefði einhverju sinni líkt hlutverki ast ef hljómsveitarstjóri reyndi sjálfur að leika á öll hljóðfærin i hljómsveitinni. Blaðið segir það sama hafa gerzt, þegar flokksforingi reyndi að taka sjálfur ákvarðanir um öll vandamál, jafnvel allra ein- földustu hluti eins og umferðar- reglur Blaðið leggur áherzlu á það, að forystumenn ríkis og flokks verði að einbeita sér áð þýðing- armiklum höfuðatriðum, en stjórnarstofnanir verði að geta tekið ákvarðanir um smærri mál á eigin spýtur. Pravda lagði til að héraðs- stjórnir fengju aukig vald og neitaði staðhæfingum Kínverja, að sovézka ríkisvaldið þróaðist ekki í rétta átt. f Sovétríkjunum er alræði ör- eiganna i rökréttri þróun, segir í Pravda. Fundi frestað MOSKVU 7/12 — Miðstjórn Sovézka kommúnistaflokksins hélt ekki fund í dag, einsog búizt hafði verið við. Áður hafði verið tilkynnt að á fundinum sem átti að hefjast í dag mundi miðstjóm taka margar ákvarð- anir um skipan ríkisstjómar- innar og miðstjórnar. Einnig verður ákveðin afstaða til fjölmargra mála, sem, koma fyrir æðsta ráðið á fundi þess, Jito setar fíolcks- þing í Júgóslaviu Sókn málaliða í Norðaustur Kongo Byggingarsamvinnufélag atvinnu- bifreiðastjóra: ÍBÚÐIR TIL SÖLU Eigendaskipti standa fyrir dyrum á 4. herbergja íbúð 96 ferm. og 3 herb. risíbúð í fyrsta byggingar- flokki félagsins. — Félagsmenn sem vilja nota for- kaupsrétt sinn snúi sér til Óskars Jónssonar í síma 33387, fyrir 20. des. BELGKAl) 7/11 — Tito forseti deiidi hart á kínv. kommúnista í setningarræðu sinni á flokks- þingi júgóslavneskra kommún- ista, sem hófst i dag og á að standa sex daga. Tito bar lof á Krústjoff fyrir hlutdeild hans í því að brjóta niður Stalin- isma, tryggja málfrelsi og bar- áttu hans fyrir fyiði. Tito sagði að júgóslavneskir kommúnistar hefðu aldrei verið á móti því að Kínverjar nytu löglegra réttinda sinna, en for- ystumenn Kínverja vildu helzt reyna að beita valdstefnu. Tito gagnrýndi einnig vestur- veldin fyrir tregðu þeirra í af- vopnunarsamningum og sagði að enn vantaði þau vilja til þess að gera eitthvað raunhæft í af- vopnunarmálum. Hann gagnrýndi harlega allar herstöðvar, sem rfki hafa komið upp utan síns heimalands og sagði að leggja bæri þær niður, því þær væru ekki aðeins stöð- ug ógnun við frið og framvarða- sveitir kalda stríðsins en einnig væru þær alvarleg skerðing á fullveldi ríkja sem léðu land sitt undir þær. Fulltrúar frá u.þ.b. 60 komm- únistaflokkum eru komnir til Belgrad til að sitja flokksþingið' í boði Júgóslava, og þeirra á meðal sendinefnd frá Sovétríkj- unum, en þau sendu enga full- trúa á síðasta flokksþing Júgó- slava, sem var haldið 1958. Titó forseti sem nú er 72 ára gamall hefur veitt flokknum forystu síðan fyrir heim&tyrjöld- ina síðari. Orðrómur um að hann muni láta af störfum sem aðalritari flokksins hefur ekki verið opinberlega staðfestur. M.a. mála á þinginu verða bornar upp breytingar á lögum flokksins sem miða í þá átt að auka innanflókks lýðræði. LEOPOLDVILLE 7/12 — Stjóm- arherinn í Kongó hefur nú und- ir stjóm hvítra málaliða náð eystri bakka Kongó-fljóts á sitt vald við Stanleyville, eftir að um 1000 uppreisnarmenn gáfust upp. AFP skýrir frá því að rikis- stjómin í Leopoldville ætli að bera fram mótmæli í öryggis- ráðinu og við Einingarsamtök Afrikurikja. vegna þess að SÚd- an, Alsir og Sameinaða araba- lýðveldið hafi stutt uppreisnar- menn og segist ríkisstjómin hafa náð hergögnum sem send vom frá þessum rikjum til upp- reisnarmanna. AFP skýrir einnig frá því að barizt sé í Stanleyville í dag. Þá er skýrt frá því að stjóm- arherinn hafi fundið mikið af leyniskjölum í Stanleyville og hafi það leitt til fjöldahand- taka í Leopoldville siðastliðna tvo — þrjá daga. Fjölmargir félagar í Þjóðfrels- ishreyfingu Kongó, sem var flokkur Lúmúmba, hafa verið handteknir, þ.á.m. formaður flokksins Antoine Kiewa, vara- formaðurinn Kukunku er flúinn og er lögreglan á hælum hans. Styðja uppreisnarmenn Utanríkisráðherra Alsír, Abdel Aziz Bouteflika. lýsti því yfir í dag. að land hans væri reiðu- búið að veita uppreisnarmönn- um í Kongó óskoraðan stuðning. Utanríkisráðherra Súdan, Ax- med Mangoub. segir í viðtali við AFP í dag. að koma verði i veg fyrir að Kongó verði nýtt Víetnam eða ný Kórea, þannig að heimsvaldasinnar skipti rík- inu í tvennt. Hann sagði að vandamál Kongó yrði að leysa í Afríku og án erlendrar íhlutunar. Og væri fyrsta skilyrði fyrir þeirri Iausn að aðilar semdu frið. Annað skilyrði væri að haldnar yrðu kosningar í landinu undir um- sjá Einingarsamtaka Afríkuríkja. GR0MIK0 LEGGUR FRAM FRIÐARTILLÖGUR í SÞ NEW YORK 7/12 — Sovétríkin lýstu í dag ábyrgð á hend- ur Natoríkjunum á því, að afvopnunarviðræður dragast svo mjög, og lögðu jafnframt til að öll heimsins ríki setjist að samningum til þess að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið Ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, Andrei Gromiko, lagði fram þessa áætlun í pólitískri yfirlýsingu í dag á allSherjarþingi SÞ. Hann gagnrýndi hugmyndina um stofnun kjamorku- flota Nato, og sagði að þessi áætlun væri þyngstur steinn í götu samningatilraunanna um bann við dreifingu kjarn- orkuvopna. Gromiko lagðl fram áætlun f' um og ná árangrl í samninga- 11 Iiðum um ráðstafanir til þess viðræðum um afvopnunarmál. að draga úr viðsjám í heimin- Eitt atriðið fjallar um það, MADB IN U.S.A. „Camel stund er ánægju stund!u Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÖ GEFUR BEZTA REYKINN Eigið rcamel stund fstrax í dag! að stórveldin skeri niður fjár- framlög sín til hermála um 10 til 15 prósent og noti það fjár- magn sem þannig sparast til að- stoðar við þróunarlöndin. Hann sagði að áætlunin um kjarnorkuflota væri umbúðar- laus dreifing kjamorkuvopna og því fjandskapur við málstað friðar. Hann sagði að þessar á- ætlanir væru einkum gerðar með hagsmuni Vestur-Þjóðverja fyrir augurp, en í Vestur-Þýzka- landi væru hópar sem krgfj- ist breytinga á landamærum f Evrópu. Hann sagði að aðildarríki SÞ yrðu að gera sér Ijóst að þessi áætlun eyðilegði möguleika á því að samið verði um bann við dreifingu kjamorkuvopna, en Sovétríkin séu reiðubúin að semja um slíkt bann. Gromiko krafðist þess að full- trúi kínverska alþýðulýðveldis- ins tæki sæti Kína hjá SÞ og sagði að ríkisstjórn sín mundi aldrei fallazt á að fulltrúi frá Formósu ætti einnig sæti f sam- tökunum. Áætlunin sem var send öllum sendinefndum á binginu var f bessum liðum: 1 Minnkuð verði fjárframlög til hernaðar. 2 Lagðar verði niður her- stöðvar ríkia f öðmm löndum. 3. Enginn veiti erlendu ríki hernaðarlega aðstöðu á landi sínu. 4. Gerðar verði ráðstafanir til bess að koma í veg fyrir dreif- ingu kjamorkuvopna. 5 Kjarnorkuvopn verði bönn- uð. 6. Komið verði upp kjarn- orkuvopnalausum svæðum. 7. Sprengjuflugvélar verði evðilagðar. 8. Kiamorkutilraunir neðan- iarðar verði bannaðar. 9 Nató- og Varsjárbandalags- ifki geri með sér samning um afl ráðast ekki hvort á önnur. 10 Ráðstafanir verði gerðar til þess að koma í veg fyrir skvndiárásir. 11. Fækkað verði f herjum. Gromiko vék að afvopnunar- ráðstefnunni f Genf og sagði að samningar strönduðu á af- stöðu ákveðinna Natóríkja. sem kærðu sig ekkert um afvopnun. Það er sagt að ekki sé hægt að framkvæma afvopnun án al- bióðlegs eftirlits. Gromiko sagði að Sovétrfkin væm sammá’.a um það að strangt eftirlit byrfti að hafa með afvopnun, en bað vrði að vera raunvemleg af- 'opnun Ef andstæðingar okkar. sagði hann. væm á sömu skoð- ur þá væri ekki mikill vartdi að ná samningum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.