Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 12
Egilsstaðir: Sveinn Árnason, Seyðisfjðrður: Jóhann Sveinbjörnsson, Eskif jörður: Jóhann Klausen, Neskaupstaður: Bjami Þórðarson, Höfn Hornafirði: Benedikt Þorsteinsson. Reykvíkinga og nágranna viljum við biðja að líta inn til okkar sem allra fyrst til að létta undir með okkur. Skrifstofan Týsgötu 3 er opin daglega frá klukkan 9-12 f.h. og 1-6 e.h. alla virka daga. í Austurlandskjördæmi og er þá lokið við að birta umboðs- menn okkar um land allt. Við viljum minna alla þá sem búa utan Reykjavíkur á að nota síðustu póstferðir sem verða utan af landi fyrir jól svo að uppgjör berist okkur í hendur fyrir Þorláksmessu. Hægt er einnig að gera upp við umboðsmenn okkar á þeim stöðum sem við höfum þá. Umboðsmenn okkar á Aust- urlandi eru: Vopnafjörður: Davíð Vigfússon, Á morgun hefjum við keppni milli svæðanna og deildanna. Verður henni hagað á svip- aðan hátt og að undanfömu. Við munum birta daglega niðurstöður á hverju kvöldi og mun eflaust verða mikil samkeppni um hver verður í fyrsta sæti á Þorláksmessu, en þá verður dregið. Við birtum nú í dae umboðsmenn okkar CERIÐ SKIL SEM FYRST Neyðarástand á Skagaströnd Q|(]f]V]l||NN | | Neyðarástand ríkir nú meðal verkafólks á Kristni Jóhannssyni, formanni þeir á þönum hér í nágrenninu wKHW Wm Hl Hi ™ HH Kristni Jóhannssyni, deildar landverkafólks innan fé- lagsins, í gærdag og kvað hann ástandið hörmulegt. Kaupfélag Skagstrendinga á nú þrjár milj- ónir útistandandi í verzlunar- skuldum hjá fólkinu í þorpinu. Hann telur, að frystihúsið skuldi verkafólkinu eftir síðustu þrjár vikurnar um kvart miljón króna. Þá hafði Þjóðviljinn tal af Neyðarástand ríkir nú meðal verkafólks á Skagaströnd, en það hefur ekki fengið greitt kaup svo vikum skiptir og boðaði Verkalýðs- félag Skagstrendinga til vinnustöðvunar um helgina og skyldi hún koma til framkvæmda á mánudag. Er þetta aðallega miðað við tvö frystihús stað- arins, en sömu sögu er að segja af hlutagreiðsl- Friðjoni Guðmundssyni, fretta- um tll Sjomanna a batunum Og allt Vlðskipta- ritara sínum á Skagaströnd: Hér rfkir dapuríegt ástand og leggst skammdegið þungt á fólk og vonleysi setur mark sitt á hversdagslegan gang hlutanna. Atvinnufyrirtæki staðarins fá ekki áheym í bönkum landsins og virðaft vera samantekin ráð að skrúfa fyrir allt rekstrarfé bæði til útgerðar og frystihúsa. Við höfum aldrei átt svona af marga þingmenn áður og eru líf er meira og minna stórlamað. Þjóðviljinn hafði tal af Björg- vini Brynjólfssyni, formanni Verkalýðsfélags Skagstrendinga, í gærdag og innti hann frétta af ástandinu. Síðastliðinn laug- ardag boðaði Verkalýðsfélagið til vinnustöðvunar hjá Frysti- húsi Kaupfélags Skagstrendinga og hjá Hólanesi h.f. og skyldi verkfallið koma til framkvæmda f gær. 1 frystihúsi kaupfélagsins vinna 35 menn og hafa þeir ekki fengið greidd vinnulaun síðastliðnar þrjár vikur og hjá Hólmanesi vinna 20 menn og eiga þeir vangoldið fimm vikna kaup. Setti trvggingu Þegar líða tók á daginn f gær setti frystihús kaupfélagsins tryggingu fyrir kaupgreiðslu og fær fólkið greitt kaup sitt næsta föstudag. Forstöðumenn Hólanes h.f hafa ekkert látið til sfn heyra og gildir verkfallið þar af leiðandi áfram hjá þvf fyrir- tæki. í kjarasamningi verkalýðsfé- Iagsins er til ákvæði. þar sem leyfð er beiting á verkfallsvopn- inu. ef fyrirtæki standa ekki í skilum með kaup til verkafólks og er þvf ekki beitt nema f ýtrustu neyð. Við höfum farið vægt í sak- imar að beita verkfallsvopninu f“"þéSsú* t.ilfelli og hafa launa- skuldir beggja bessara fyrir- tækfá 'hlaðizt upp á lengri tíma fyrr á árinu. saffði Biörgvin. Nú er hinsvegar jólamánuður framundan og fólk orðið stór- skuldugt f verzlunum staðarins og bað barf að standa f skilum með útsvar og skatta fyrir ára- mót tii bess að fá frádrátt á næsta ári og áramót er tími reikningsskila Hlulur sió- manna veni Hlutur verkafólks hér á Skagaströnd er illur en verri er þó hlutur sjómanna og hefur útgerðarmönnum gengið illa að fá greitt fyrir innlagðan fisk og geta bar af leiðandi ekki borgað sjómönnum sfnum hlut þeirra. Hér hefur til dæmis báturinn Keilir verið óstarfhæfur síðast- liðið haust og vetur eft.ir síld- veiðar í sumar og eru siómenn- ímir ekki famir að sjá græn- an evri eftir sumarið Hluti af áhöfninni hefur held- ur ekki fengið greiddan hlut frá fyrra ári og er þetta sann- kallað neyðarástand. Verzlunarskuldir Þá hafði Þjóðviljinn tal þeir á þönum hér I nágrennmu en virðast forðast staðinn, Fólksflótti Fimm fjölskyldur hafa gefizt upp á að búa hér á árinu og hafa flutt suður og skilja eftir sig nýbyggð hús, sem enginn vill kaupa. Fyrirvinnur kvíða fyrir því að þurfa yfirgefa fjölskyldur sínar um áramótin og má búast við, að hundrað og fimmtíu manns taki sig upp og haldi á vetrarvertíð fyrir sunnan. Hér er mikið af nýbyggðum húsum og hefur þó tekið fyrir alla byggingarvinnu i kaup- staðnum og allt leggst á eitt, að þorpsbjíar í heild verði að taka sig upp og flytja burt úr kaupstaðnum. Þeir eru sex hundruð talsins. Mæðgur, háseti, vinnumað- ur og drengur ienda í slysum ■ Allmikill slysafaraldur var víða um land um helg- ina. Þannig slösuðust mæðg- ur í bílslysi í Vestmanna- eyjum, vinnumaður slasaðist við gegningar að Bakka í Ölfusi, háseti á Mælifelli datt niður í tóma lest, og var skipið þá statt í Þorláks- höfn, og fimm ára drengur slasaðist í svellbrekku á Ak- ureyri. Mæðgurnar í Eyjum Síðastliðið laugardagskvöld ók kona á fólksbíl norður eftir Heiðavegi í Vestmannaeyjum og var hálka á brautinni. Konan á fólksbílnum var ný- búin að mæta öðrum bíl á göt- unni og missti stjórn á bílnum og ók þá undir bílpall á vöru- bifreið sem stóð þar á veginum. Áreksturinn varð allharkalegur og brotnaði framrúðan og skarst konan í andliti og hlaut slæmt högg á hné. 1 aftursæti hjá henni sat 3ja ára dóttir hennar og skarst hún h'ka illa í andliti og á hönd- um. Þær mæðgur éiga heima að Bröttugötu 14 í Vestmannaeyjum og heita Kristín Baldvinsdóttir og dóttirin Sólrún Unnur Harð- ardóttir. Vinnumaður í gegningum f efirmiðdag á laugardag gékk vinnumaður til gegninga í fjós- hlöðunni að Bakka í Ölfusi og var bóndi ekki heima. Þegar vinnumaður vaT að skera niður úr stálinu og stóð á upphækkuðum palli. þá féll hann aftur fyrir sig og hlaut slæmt höfuðhögg og lá meðvit- undarlaus í fjósdyrum, þegar húsmóðirin á bænum kom skömmu síðar að honum. Honum var þegar ekið meðvitundarlaus- um suður á Landakotsspítala og kom f ljós, að maðurinn hafði fengið heilahristing. Hann heitir Ölafur Bjamason frá Þorkels- gerði í Selvogi og er maður ó- kvæntur og um fimmtugt. Líð- an hans er nú eftir atvikum góð. Háseti á Mælifelli Aðfaranótt sunnudags voru skipverjar á Mælifelli að ganga frá lestarhlerum á skipinu eftir að hafa losað salt í Þorlákshöfn. Féll þá einn hásetinn niður í tóma lestina um átta metra fall og kom hann standandi niður. Tógreglan á Selfossi var kvödd á vettvang og ók hún manninum suður á Slysavarðstofuna. Mann- inum leið ákaflega illa á leiðinni suður og bar sig þó vel og við fyrstu athugun á Slysavarðstof- unni virtist hann ekki brotinn. Skipverjinn heitir Þorsteinn Óskarsson og er frá Vestmanna- eyjum. Drengur á Akureyri Upp í brekkunum á Akureyri var fimm ára drengur að renna sér á pappaspjaldi í svellbúnka snemma á sunnudagskvöldið og renndi sér frá Ásvegi niður á Byggðaveg og lenti í einni bun- unni á afturhjóli fólksbifreiðar, sem ók eftir Byggðavegi. Dreng- urinn fékk snert af heilahristingi og var þegar fluttur á sjúkrahús- ið og liggur þar ennþá. Fleiri krakkar voru að leika sér í áðurnefndri svellbrekku og ná þeir ótrúlegum hraða, sem getur ent með válegum hætti. Drengurinn, sem hlaut meiðsl- in, heitir Randver Gunnarsson og er til heimilis að Ásvegi ,22. Þriðjudagur 8. desember 1964 — 29. árgangur — 270. tölublað. Mjólkurbá Flóamanna 35 ára síðastliðinn laugardag Sl. laugardag voru Iiðin 35 ár frá því Mjólkurbú Plóamanna á Selfossi tók til starfa en það er nú sem kunnugt er lang- stærsta mjólkurbú landsins og að öllum vélakosti mun það jafnast á við fullkomnustu mjólkurbú erlendis. Fyrsta daginn sem mjólkur- búið starfaði tók það á móti 1284 kílóum af mjólk en sam- tals hefur það frá upphafi tekið á móti um 547 milj. kg. af mjólk. Fyrsta starfsárið tók það á móti um 1 miljón lítra af mjólk en á síðasta starfsári tók það á móti um 35 miljón lítra. Sýna þessar tölur nokkuð hve starfsemin befur vaxið gífurlega á þessum 35 árum. I fyrstu voru það aðeins hændur í næstu hreppum við Selfoss sem stóðu að mjólkur- búinu en nú nær félagssvæði þess yfir alla hreppa Ámes- og Rangárvallasýslna og allt austur fyrir Mýrdalssand. Framleiðsla úr mjólkurvörum hefur frá upphafi verið alhliða hjá Mjólkurbúi Flóamanna en að sjálfsögðu hefur hún aukizt mjög að fjölbreytni með ánm- um. Starfa nú um 100 manns hjá Mjólkurbúinu. Fyrsti mjólk- urbússtjórinn var danskur mað- ur að nafni Jörgensen en nú- verandi mjólkurbússtjóri er Grétar Símonarson og hefur hann gegnt þvi starfi sl. 12 ár. Hæstu vinningar í S.I.B.S. 5. desember var dregið £ 12. flokki um 2070 vinninga að fjár- hæð alls kr. 3.085.000.00 — Þeesi númer hlutu hæstu vinningana: 500 þúsund krónur nr. 27159 umboð Akranes. 100 þúsund krónur nr. 15698 umboð Grettisgata 26. 50 þúsund krónur nr. 47617 umboð Grettisgata 26. /kveikja af mannavöldum? Gunnlaugur Snœdal varSi dokforsrifgerS við H. I Síðastliðinn laugardag fór ] uð á ensfcu og nefnist „Cancer fram doktorsvöm við Háskóla and the Breast“. íslands og varði Gunnlaugur Snædal læknir þá ritgerð sína um brjóstkrabbamein á íslandi. Ritgerð sína byggir dr. Gunn- laugur á rannsóknum á krabba- meinstilfellum sem kunnugt er um hér á landi á árunum 1911 og fram undir þann tíma sem hann hóf að vinna að ritgerð- inni en það var fyrir um það bil sex árum. Er ritgerðin skrif- Doktorsvörnin fór fram í há- tíðasal Háskólans og voru á- heyrendur margir. Andmælend- ur voru prófessorarnir dr. Júl- íus Sigurjónsson og dr. Snorri Halligrímsson og luku þeir báðir lofsorði á ritgerðina. Doktors- efnið svaraði aðfinnslum and- mælendanna og síðan lýsti for- seti læknadeildarinnar því yfir að doktorsefnið hefði staðizt prófraunina. Um tvöleytið í fyrrinótt kom upp eidur I húsi númer 5 við Þverveg hér í borg. Þetta er tveggja hæða íbúðarhús með risi. Eldurinn kom upp í sal- erni á götuhæðinni og eru lík- Dagalal með myndum ur ísl. þjéðsögum Olíufélagið Skeljungur h.f. hefur gefið út dagatal fyrir ár- ið 1965 og er það sjöunda daga- talið sem félagið gefur út. Að þessu sinni er dagatalið með myndum úr íslenzkum þjóðsög- um og hafa þeir Eggert Guð- mundsson og Sigurjón Jóhanns- son teiknað myndirnar, sínar sex hvor. Eru þær allar tengd- ar efni kunnra þjóðsagna. Hörð- ur Ágústsson hefur annazt upp- setningu, Rafgraf gert mynda- mótin og Hilmir prentað. Eins og áður segir hefur Skeljungur gefið út dagatöl sex sinnum áður með sama sniði, 1959 með myndum af íslenzkum fuglum, 1960 með myndum af þjóðlegum minjum, 1961 með gömlum þjóðlífsmyndum, 1962 með myndum af islenzkum gróðri, 1963 með myndum af íslenzkri skógrækt og 1964 með myndum úr ísl. leikritum. ur til að kviknað hafi í af manna völdum. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar varð kona sem býr á neðri hæð hússins eldsins fyrst vör. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og tókst því fljótlega að ráða niðurlög- um eldsins sem lítið hafði breiðzt út fyrir salemið. All- miklar skemmdir urðu á salem- inu og auk þess nokkrar skemmdir af vatni og reyk. Þeg- ar slökkviliðið kom á vettvang var húsið ólæst. Sennilegt er tatið að piltur sem fór út seint um kvöldið hafi gleymt að læsa á eftir sér og hefur því verið greið innganga í húsið fyrir hvern sem er. Talið er líklégt að um fkveikju hafi verið að ræða. Sagði lögreglan að aðeins um tvo möguleika væri að ræða til eldsupptöku, það gæti hafa kviknað í út frá rafmagni en líklegri væri hinn möguleikinn, sem sagt að þarna_ hafi kvikn- að i af mann völdum. Málið er í rannsókn. Fylkingin Næsta laugardag verður lagt af stað frá Tjarnargötu 20 kL 18 í skíðaskála ÆFR í Sauða- dölum. Þátttökutilkynningum er veitt móttaka í Tjarnargötu 20 í sima 17513 og á skrifstofunni alla daga eftir hádegi. ÆFR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.