Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1964, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. desember 1964 H6ÐVILJINN HANDRIT FORN OG HERMANNA- SJÓNVARP Á síðustu tímum eru þau mörg orðin, sem sögð hafa ver- ið um endurheimt hinna fomu handrita okkar og margur staf- krókurinn skrifaður í sömu veru. Maður skyldi því halda að eyða vaeri í athafnasögu menningarfrömuða okkar og forsvarsmanna, ef ekki hefði verið þetta. Þó er ekki hægt að segja að deilur séu uppi meö okkur Is- lendingum í þessu máli. öll viljum við og teljum siðferði- legan og þjóðemislegan rétt .,kkar að fá handritin heim. Héðan voru þau og hér voru þau skrifuð af islenzkum mönnum, enda þótt þau lentu til Danrnerkur á sínum tíma fyrir rás viðburðanna. Hugsum okkur, að eftir 6 til 7 hundruð ár væru handrit að verkum höfuðsnillinga okkar nútíma Islendinga, t.d. Þór- bergs, Kiljans, Gunnars Gunn- arssonar, Steins Steinars og Davfðs, svo að einhverjir séu nefndir, komin í hendur ann- arrar þjóðar, t.d. bandarísku þjóðarinnar. Hvað myndi þá gerast með þeim, sem þá yrðu uppi (ef einhverjir yrðu)? Myndi þá upphefjast jafn mik- ið spjall um að endurheimta þessi handrit, sem skrifuð hefðu ver'ið af íslenzkum mönnum á Islandi og íslenzka þjóðin (ef hún verður þá til) ætti rétt á að eiga og geyma? Myndi þá verða háð jafn hörð barátta fyrir endurheimt þess- ara 6 til 700 ára gömlu hand- rita og við Islendingar heyjum í dag? Eða myndu þess tima Islendingar meta fvitnaða arf- leifð minna? Grímur sjómaður, vinur minn, sagði um daginn við okkur nokkra kunningja sína: — Uss, blessaðir verið þið, þessa fombókmenntir okkar eru einskis virði, þessi gömlu handrit og allt þetta gamla drasl er ekki til neins gagns, nema þá sem leikfong handa hálfrugluðum fomritagrúskur- um til þess að rísla sér við. i Nú er Grímur stælugjam maður úr hófi fram og aldrei að vita, hve mikið hann mein- ar af því, sem hann segir. En samt varð einhverjum okkar að andmæla honum og færa fram sem rök Njálu og önnur snilld- arrit fom. — Uss, blessaðir verið þið, sagði hann aftur, það er óhugs- andi, að þau séu nokkurs virði. Hvað ætli soltnir, lúsugir og liðasollnir vesalingar í moldar- kofunr - með -hrafnsfjöður- og kálfsblóð ein að vopni, hafi getað skrifað af viti? Ha? Og ef þeir hafa, þrátt fyrir kring- umstæðumar, skrifað eitthvað, hugsað eitthvað svo snjallt, að Friðjón Stefánsson við nútímamenn getum lært af því, ef þeir hafa verið jafn vitrir okkur eða vitrari — ja, þá er eins gott fyrir okkur að taka pokann, því að þá er okk- ur að fara aftur, þá verðum við búnir að vera innan tíð- ar. Nei, við megum ekki við- urkenna, að þessar fombók- menntir séu nokkurs virði nema sem leikföng grúskara. Eitthvað á þessa leið var ræða hans, sem að sjálfsögðu var mótmælt. Samt fannst mér þess virði að velta vöngum yf- ir því, sem hann sagði, karl- inn. En þetta voru útúrdúrar. Ég var að tala um hinn mikla áhuga fræðimanna okk- ar á að fá handritin heim, sem auðvitað er góðra gjalda verð- ur. En ber okkur ekki að gera þær kröfur til þeirra, að þeir beiti sér af alvöru og dugnaði fyrir því að skólamir geri meira að því en nú er að vekja áhuga íslenzkra nemenda á því bezta í fombókmenntum okkar — beinlínis kenni þeim að læra að meta það, krefjast þess að ekki sé sparaður timi til þeirrar kennslu? Þvi að hvers virði eru okk- ur fom handrit og fomar bók- menntir, ef þjóðin hefur ekki áhuga á þeim og lærir ekki að njóta þeirra? Það getur hallað enn meira á Njálu en orðið er í samkeppni við oowboy-sögur dátasjónvarpsins um hylli þjóðarinnar — og þykir þó ýmsum nóg. Og flökurgjamt er þeim ekki forráðamönnum þjóðarinnar, sem bera ábyrgð á því að dreift er yfir þjóðina banda- rískum áhrifum og bandarísk- um áróðri með þvi að veita leyfi til stækkunar dátasjón- varpsstöðvarínnar — þegar þeir tala og skrifa af fjálgleik um eflingu íslenzkrar menn- ingar og viðhald íslenzkra menningarverðmæta, meðal annars með endurheimt hand- ritanna o.s.frv.! Vita þeir ekki, að dagskrá hermannasjónvarpsins, sem er í hraðvaxandi útbreiðshi hér á landi, er mjög léleg, svo að ekki sé meira sagt — að sjálf- sögðu eins óíslenzk og hún get- ur verið — í stað þess banda- rísk? Vita þeir ekki, að með leyf- isveitingu sinni hafa þeir unn- ið íslenzkrí menningu mun meira tjón heldur en þótt þeir hefðu sagt Dönum að fara með handritin okkar í rass og rófu — tekið sér bessaleyfi til þess að segja, að það væri nóg fyrir okkur að fá ljósprentanir af þeim? Og myndi þó enginn hafa mælt slíku tiltæki bót, og vonandi fleiri en 60 borgar- ar mótmæælt. Hljóta þeir ekki að vita það? Eða geri ég þeim rangt til? Hefur löngun þeirra til þess að njóta bandarískrar aðstoðar við áróðurinn fyrir hrömandi skipulagi auðvaldsins gert þeim þá glýju í augum, að þeir sjái ekki þá hættu, sem þeir ella hefðu viljað varast? Eftir Friðjón Stefánsson Norskur kór til íslands næsta vor síða 7 Þessi mynd var tekin að loknum hljómleikum kórsins Songlaget í BUL í borginni Cork á Irlandi. Formaður kórsins, Aslaug Boll- um, sést hér afhenda borgarstjóranum gjöf frá kómum, norskt víkingaskip. ■ Norska vikublaðið DAG OG TID skýrði frá því fyr- ir skömmu að norski kór- inn Songlaget í Bul hyggst á íslandsferð á næsta sumri. Mun kórfólkið ætla að taka flugvél á leigu til ferðar- innar, halda frá Osló 26. maí n.k. og fara heimleiðis aftur 30. sama mánaðar. Hljómleika mun kórinn halda hér í Reykjavík á vegum ríkisútvarpsins. Songlaget í BUL. minntist hálfrar aldar afmælis síns í síðasta mánuði, en kórinn var á sínum tima stofnaður í þeim tilgangi fyrst og fremst að vekja athygli og áhuga al- mennings á þjóðlegri norskri tónlist. Þessi tilgangur stofn- enda kórsins hefur löngum sett mestan svip á allt starf hans, en hin síðari ár hefur kórinn þó í æ ríkara mæli ráðizt í stærri verkefni, m.a. haldið í hljómleikaferðir til annarra landa. Þannig hefur kórinn efnt til söngskemmtana í Ir- landi og eyjunni Mön, og nú er ætlunin að halda næst til Is- lands sem fyrr er sagt. I kómum eru nú um 90 söngmenn, konur og karlar, og á hljómleikunum hér mun hann flytja norsk tónverk, sem ekki hafa áður heyrzt á íslandi sum hver, t.d. Völuspá eftir David Monrad Johansen og „Ver sanctum” eftir Sparre Olsen. Astand í húsnæðismálum stúdenta mun verra hér en á hinum Norðurlöndunum J. B. S. Haídane látinr Á þriðjudaginn lézt í Bhu- baneswar á Indlandi hinn heimskunni þrezki líffræðing- ur J. B. S. Haldane 72 ára gamall. Ha'nn hafði lengi þjáðst af illkynjuðu krabba- meini. Haldane mun minnisstæð>ir mörgum hinna eldri lesenda Þjózviljans, því að blaðið birti áður fyrr oft greinar eftir hann um vísindi, en hann hafði einstaka hæfileika til að segja frá flóknum og erfiðum fyrirbærum á léttan og auð- skiljanlegan hátt. Hann vann mörg vísmdaaí- rek sem halda munu nafni h"~-. " iríti. en lét einnig að sér kveða á öðrum sviðum og var afkastamikill rithöfundur. Hann gekk í lið með brezkum kommúnistum þegar verst stóð á fyrir þeim rétt í byrj- un stríðsins. Og sat lengi í blaðstjórn „Daily Worker”. Úr henni fór hann 1956 og mun þar hafa ráðið miklu að hann átti erfitt með að sætta sig við erfðafræðikenningar Lysen- kos hins sovézka sem til skamms tíma hefur tröllriöið þeim vísindum í Sovétríkjun- um. Marxisti var hann sdla tið, en hann undl ekkl lengur i heimalandl sínuí fhittlst til Indlands og gerðist Indwerskur þegn. 1 marzlok 1964 kaus stúd- entaráð Háskóla Islands „hjónagarðsnefnd”, sem skyldi kanna húsnæðismál giftrastúd- enta. Nefnd þessi sendi skýrslu um störf sín frá sér nýlega og kom hún fyrir almenningssjón- ir 1. desember. Af henni sést að íslenzkkir stúdentar, bæði einhleypir og í hjúskap, eru langversi settir miðað við félaga sina á Norðurlöndum með tilliti til húsnæðismála. 40.1 af hundraði stúdent.a við Háskóla íslands er f hjúskap eða trúlofaðir samkvæmt skýrslunni e*a 218 stúdentar. Þar af búa 76.0% i leiguhús- næði, 19.9,,, í eigin húsnæði og 4.1% hjá foreldrum sfnum eða tengdaforeldrum. Af heildarfjölda skráðra stúdenta við skólann búa hins vegar 12.7°/n á stúdentagörðún- um. 1 niðurstöðum „hjónagarðs- nefndarínnar” segir svo: 1) Hlutfallstala stúdenta i hjúskap er langhæst á íslandi eða um 33°/i (16% i festum). Hliðstæð tala á hinum Norður- löndunum er 20—25%. 2) Hlutfallstala þessara stúdenta með böm er einnig hæst á Islandi eða um 65.6%. Næst því kemst Noregur með 57.6%. Við þetta má bæta, að á öHum Norðurlöndunum, að undanteknu Islandi, hefur ver- ið komið á fót vöggustofum eða dagheimilum fyrir böm stúdenta. 3) A öllum Norðurlöndunum að undanteknu Islandi, eru stöðugt gerðar athuganir á húsnæðisvandamálum og öðr- um félagslegum högum stúd- enta, og í samræmi við niður- stöður þeirra unnið að úrbót- um. Þess má og geta, að þess- ar athuganir fara bæði fram á vegum hins opinbera og stúd- entasamtaka. 4) Á Norðurlöndum, að und- anteknu Islandi, eru ýmsar leiðir famar til að sjá stúdent- um í hjúskap fyrir húsnæði. Helztu leiðimar eru: a) Byggðir sérstakir hjóna- garðar, sums staðar með vöggustofu og7eða dagheim- ili. b) Byggðir svonefndir „bland- aðir garðar”. þar sem bæði er um að ræða herbergi fyrir einhleypa og íbúðir fyrir stúd- enta í hjúskap (oftast þó bam- laus hjón). c) Sérstök húsnæðismiðlun starfrækt, sem útvegar ein- hleypum og stúdentum i hjú- skap húsnæði. 5) Hvað viðkemur byggingu húsnæði fyrir stúdenta í hjú- skap og einhleypa eru famar ýmsar leiðir á Norðurlöndum, og eru þessar hélztar: a) Húsnæði, sem eingöngu er leigt stúdentum, reist af einka- aðilum. b) Stúdentagarðar reistir með beinum fjárframlðgum frá rík- isvaldinu eingöngu og/eða með hagfcvæmum Iánum. c) Bæjar- og sveitarfélög, ýmstr einkaaðilar o.fl. greiða kostnað ákveöins fiölda vist- arvera, (sbr ottidpniaearðana hér). d) Stúdentagarðar reistir þannig, að háskólinn sér um fjáröflun til ákveðins fjölda vistarvera á móti framlögum frá samtökum stúdenta, sem afla fjárframlags síns með stofnun ýmissa sjóða, útvegun hagkvæmra lána og á fram- lögum frá eldri félögum, stofn- unum o.fl. 1) Eftir þeim upplýsingum, sem nefndin hefur undir hönd- um bendir ekkert til, að um sérstaka sambýlisörðugleika sé að ræða á hjónagörðum á hin- um Norðurlöndunum, enda stöðugt unnið að byggingu slíkra garða þar”. „Hjónagarðsnefndin” fékk Ormar Þór Guðmundsson, arki- tekt til að gera kostnaðaráætl- un um byggingarkostnað hjónagarðs með 25—30 íbúðum. Ormar sendi frá sér greinar- gerð um mál þessi og fer út- dráttur nefndarinnar úr grein- argerðinni hér á eftir: „Reiknað er með 27 fbúða blokk og herbergjum til sam- eiginlegra afnota, svo sem klúbbherbergjum, vöggustofu, þvottáhúsi, geymslum o.s.frv. Hver íbúð hefði stofú, sem jafnframt væri lestrarherbergi, svefnherbergi fyrír hjón með eitt bam eða tvö ( „kojum”, eldhús með öllum nauðsynleg- um tækjum, baðherbergi með setlaug og7eða með steypibaði. Hægt væri að hugsa sér þriggja stigahúsa blokk. 50—60 m langa á 3V2 til 4 hæðum. Þrjár íbúðir væru á hverjum stigapalli. Ibúðimar væru á þrem hæðum, en hin sameigin- legu herbergi annað hvort á jarðhæð, e.t.v. eitthvað nið- urgrafinni, eða á þakhæð. Flatarmál hvers stigahúss væri ca. 190 fermetrar, en rúm- mál ca. 2000 rúmmetrar. Ef reiknað er með að rúmmetrinn kostaði 1600 kr. sem ætti að vera óhætt, ef ekki er um neinn óþarfa íburð að ræða, mjmdi stigahúsið kosta 3.2 milj. króna. Eftir þvi myndi öll byggingin kosta 9.6 miljónir kr. og byggingarkostnaður sam- kvæmt því 355—360 þús. á hverja íbúð. Hægt væri að byggja húsið í þrem áföngum, eitt stigahús í einu þ.e. níu fbúðir ásamt hluta af sameig- inlegum vistarverum. Þá fékk „hjónagarðsnefndin” Jón Sigurðsson, fil. kand til að reikna ýmislegt út í sam- bandi við þess konar húsnæði, sem Ormar Þór ræðir í grein- argerð sinni. Niðurstöður Jóns Sigurðsson- ar voru svohljóðandi: „Gert er ráð fyrir að þeild- arkostnaður sé 10 miljónir kr. öll þessi upphæð fengist að láni með beim kjörum, sem bú- izt er við að verði á lánum Húsnæðismálastjómar sam- kvæmt hinu svonefnda „júní- samkomulagi” en samkvæmt þvf eru lánin afborgunarlaus fyrsta árið, en greiðast síðan á 25 árum með 4% vöxtum og jöfnum árgreiðslum vaxta og afborgana. FuII vfsítöluuppbót reiknist síðan á bessa ár- greiðslu. Af 10 milj kr láni með þessum kjörum vrði hin fasta árgreiðsla vaxta og afborgana kr. 650.700 kr. Þetta gerir ca. kr. 24.100 á íbúð á ári eða um 2.000 kr, á íbúð á mánuði.” I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.