Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 4
1 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Fimmtúdagur 19. apHl 1973. FRÁ ÞINGI ÆSÍ: Hér á síðunni birtir Þjóð- viljinn ályktun þings /Esku- lýðssambands islands um Haag-málið og fleira. Ályktun þessi var undir- búin af Halldóri Ármanni Sigurðssyni, formanni stúdentaráðs Háskóla íslands. Einnig lagði hann fram með tillögunni greinargerð, en birting hennar verðurað bíða fram yfir páska vegna þrengsla. ÆSi er heildarsamtök ís- lenzkraræsku og ályktunin er vafalaust góð mynd af viðhorfi unga fólksins. 1. Þing Æskulýössambands Islands haldið 14. — 15. april 1973 fagnar útfærslu íslenzku fisk- veiöilögsögunnar i 50 sjómilur og þeirri viðurkenningu sem út- færslan hefur hlotið viða um heim. Þingið telur einsýnt að íslend- ingar hafi fullan rétt til allra þeirra aðgerða, sem nauðsyn- legar kunna að reynast til að tryggja llfshagsmuni þjóðar- Hvaö segir unga fólkiðum Haag? innar, og leggur áherzlu á, að þann dýrmæta rétt til einhliða ákvarðana megi aldrei láta niður falla, né framselja i hendur erlendra aðila. Telur þing ÆSt þvi fráleitt að Islendingar láti hvers konar fulltrúa sinn mæta fyrir alþjóðlega dómstólinn i Haag þar sem þá er beint eða óbeint viðurkennd lögsaga dóm- stólsins um landhelgismálið. A þessum forsendum hvetur þingið islenzku þjóðina til að standa sem einn maður á rétti sinum. 2. Þing ÆSl haldið 14. — 15. april 1973 skorar á Alþingi og rikisstjórn Islands að efla land- helgisgæzluna svo sem unnt er og hvika hvergi fyrir brezkum og vestúrþýzkum lögbrjótum. 3. Þing ÆSt, haldið 14. — 15. april 1973, tekur af alefli undir þá verndunarstefnu i fiskveiði- málum, sem birtast i frumvarpi þvi til laga er nú liggur fyrir Alþingi og fjallar um „veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót i fiskveiðilandhelginni Telur YOKOHAMA FYRIR SUMARIÐ HJÓLBARÐAR Höfðatúni 8. Símar 16740 og 38900 SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA • VÉLADEILD þingið, að útávið styrki frumvarp sem þetta mjög afstöðu tslendinga i landhelgismálinu og skorar á Alþingi að samþykkja meginatriði þess fyrir þing- lausnir. 1 þessu sambandi vill ÆSI benda alvarlega á þann háska fyrir málstað tslendinga sem þvi fylgir að fresta afgreiðslu þessa frumvarps til næsta löggjafarþings. Fari svo verða Islendingar búnir að reka einhliða fiskverndunarstefnu gagnvart útlendingum i 2 ár án . þess að láta þá stefnu taka,svo að 1 heitið geti, til sjálfra sin. 4. Þing ÆSt, hladið 14. 15. april 1973, styður einarðlega öll megin- atriði ályktunar Alþingis ,,um samstarf Islendinga, Norðmanna og Færeyinga að fiskveiðum og fisksölu”. Þing ÆSt skorar þvi á „rikis- stjórnina að beita sér fyrir viðræðum milli tslendinga, Norð- manna og Færeyinga um sam- starf þessara þjóða að skynsam- legri hagnýtingu fiskimiðanna á Norðáustur Atlanzhafi, verndun fiskistofna og að fisksölumálum”. Hiklaust og vandlega verði athugað með hvaða hætti Græn- lendingar, og jafnvel Skotar og ibúar Nýfundnalands, geti orðið aðilar að sliku samstarfi. Þingið leggur megináherzlu á þá jákvæðu þýðingu, sem þetta marglanda samstarf hefði fyrir umrædd lönd i viðureign þeirra við Efnahagsbandalag Evrópu. 5. Siðast en ekki sizt, gerir þing ÆSt, haldið 14. — 15. april, að sinni yfirlýsingu þá, sem Ottar Brox, prófessor i félagsvisindum við háskólann i Tromsö, hefur samið, og hér fylgir: Yfirlýsing (C-3) Uppkast að sameiginlegri yfir- lýsingu fiskimanna við Norður- Atlanzhaf. Til umfjöllunar af „AKSJON KYST-NORGE” og samsvarandi félögum á Islandi, Færeyjum, Grænlandi og Nýfundnalandi. I. Auðlindir fiskimiðanna eru undirstaða undir framfærslu strandbúanna. Af þessu leiðir: — að strandrikin verða að fá hámarks yfirráð yfir þessum auðlindum, — að þær eiga að nytjast fyrst og fremst til hagsbóta fyrir þá, sem eiga þar fastan samastað, og aðeins þar á eftir til sóknar fyrir fiskiskip, sem sækja lengra að, — að tillit til verndar auðlindanna á að vega þyngra á metskálunum en skammvinnur ágóði, — að fiskimenn, sem eiga sjálfir veiðarfæri sin og báta, eiga að njóta meiri réttinda en stórútgerð gróöafyrirtækja, hvort heldur þar eru um að ræða erlend eða inn- lend fyrirtæki. II. Stefnu i fiskveiðimálum ber að miða að þvi að vernda rétt strandbúanna til fiskveiða sem lifsstarfs, að vernda þau einstöku menningar- og samfélagsform, sem byggjast á fiskveiðum. Þetta felur i sér: — að strandbúar verða að hafa hámarksráð yfir þvi hvernig fisk- veiðarnar skulu stundaðar, innan þeirra marka, sem sett eru til að tryggja skynsamlega ráðdeild með auðlindirnar — að ómann- sæmandi vinnubrögð peninga- valdsins verði lögð niður. Fisk- veiðarnar og framleiðslutækin eiga að miðast við þarfir strand- búanna, það eru ekki fiskimenn- irnir sem eiga að laða sig að kröfum fjármagns og tæknivalds. — að veita forgangsrétt þeim fiksveiðiaðferðum, sem gera sjó- mönnum kleift að lifa eðlilegu fjölskyldu- og félagslifi — þeas. fiskveiðum sem stundaðareru frá heimabyggð, — að dreifa verður útgerðinni á millisem flestra byggðarlaga við ströndina fremur en að þjappa henni saman i nokkrar stórar hafnir. III. I heimi þar sem helmingur mannkyns sveltur, og miljónir barna deyja vegna skorts á eggjahvituefnarikri fæðu, bera þær þjóðir, sem ráða yfir auð- lindum fiskimiðanna, sérstaka ábyrgð: — á þvi að sem allra mest af fisk- aflanum fari til manneldis, og sem allra minnst i skepnufóður, — á þvi að sem allra mest af eggjahvitufæðu fiskmetisins komi hinum sveltandi fjölda til góða og verði ekki óhófsfæða handa hinum ofalda minnihluta á vesturlöndum. — á þvi að sem allra mest af eggjahvituefninu varðveitist og nýtist án tillits til kapital’iskra talnaklækja, sem sýna að það „getur borgar sig” að kasta dýrmætum mat á glæ. Samþykktir frá Dagsbrúnarfundi Þær tillögur sem hér eru birtar voru allar sam- þykktar samhljóða á aðal- fundi Dagsbrúnar, sem skýrt var frá að öðru leyti hér í blaðinu í gær: Fundur haldinn i Verkamanna- félaginu Dagsbrún 14. desember 1972 felur stjórn félagsins að at- huga, hvort ekki væri rétt að setja afgreiðslubann á skip, er sigla undir portúgölskum fána, svo og önnur skip, er sigla skulu með farm frá tslandi til Portúgal. Aðalfundur Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, haldinn 8.4. >73, ályktar að visa eftir- farandi til stjórnar: Stjórn félagsins taki til vandlegrar at- hugunar, hvort ekki sé rétt, að félagið gefi 50.000 krónur i Vietnamsöfnun Vietnam- nefndarinnar á Islandi. Aðalfundur Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, haldinn 8.4. ’73, ályktar að visa eftir- farandi til stjórnar: Stjórnin taki það til athugunar, hvort ekki sé rétt, aö eftirfarandi regla gildi á umráðasvæði félagsins: Algert uppskipunar- og flutningsbann gildi gagnvart vörum, sem senda á til bandariska hernámsliðsins á tslandi. Forráðamenn Sumargjafar ánægðir A fundi með blaðamönnum i gær lýstu forráðamenn Sumar- gjafar ánægju sinni yfir sam- þykkt frumvarps um Fósturskóla tslands, sem varð að lögum ný- verið, en eins og kunnugt er hefur Sumargjöf rekið Fóstruskólann til þessa. Að Fósturskólinn yrði rikisskóli mun hafa verið baráttumál Sum- argjafar um áraraðir. Einnig lýstu forráðamenn Sum- argjafar ánægju sinni yfir sam- þykkt nýrra laga um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dag- vistunarheimila. Það frumvarp getur hugsanlega haft nokkur áhrif á starfsemi Sumargjafar i framtiðinni, en þó vildu Sumar- gjafarmenn ekki tjá sig um hver þau áhrif kynnu að verða. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.