Þjóðviljinn - 19.04.1973, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 19.04.1973, Qupperneq 23
Fimmtudagur 19. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Færeyjar Framhald af 13. siðu. stund á höggmyndagerð er Janus Kamban, fæddur i bórshöfn 1912. Hann hefur gert fjölda högg- mynda: likneski, hópmyndir, lág- myndir og brjóstmyndir, gerðar af leir og færeysku blágrýti. I öllum myndum Kambans birtist gamansemi og hugarró, Stundum alvara, jafnvel strang- leiki, en aldrei ofsi. Maöurinn sjálfur, á virkum degi og helgum, er viðfangsefni hans. Hann er ekki bersögull og forðast jafnt viðkvæmni sem háreysti, en mannlega vinsemd og virðuleika hefur hann sýnt á ógleymanlegan hátt. Þetta stutta yfirlit gerir fær- eyskri list hvergi nærri fullkomin skil. Nú er að vaxa ný kynslóð málara sem lætur æ meira á sér bera. Það er ekki ofmælt að fær- eysk list hafi þróazt furðulega ört á vorum dögum. Slikt ber oft- sinnis við þegar kraftar sem sofið hafa i þúsund ár, leysast skyndi- lega úr læðingi og taka til óspilltra málanna. WILLIAM HEINESEN (Grein þessi birtist i sýningar- skrá stóru færeysku myndlistar- sýningarinnar, sem haldin var i Listasafni Islands fyrir einum áratug). Páskasýningar Framhald af bls. 24 Kópavogsbíó Kópavogsbió hyggst sýna danska mynd sem nefnist Óveðursblika. Hún mun vera sögulegs eðlis, en frekari deili vit- um við ekki á henni. Gamla bíó Gamla bió sýnir áfram mynd ina Hetjur Kellys (Kelly’s Hero- es) sem byrjað var aö sýna fyrir stuttu. Hún er bandarisk og gerð af Brian G. Hutton, en það mun vera sami maður og gerði mynd- ina Arnarborgina eftir sögu Alister MacLeans. Aðalhlutverk leika þeir Clint Eastwood, Telly Savalas og Donald Sutherland. Austurbæjarbíó Dirty Harry heitir myndin sem Austurbæjarbió sýnir um pásk- Innilegar þakkir til allra félagssamtaka og einstaklinga er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát mæðgn- anna ÖNNU PÉTURSDÓTTUR Melteig 22, Keflavik og SIGURRÓSAR SÆMUNDSDÓTTUR Aðalgötu 16, Keflavik Sérstaklega þökkum við Verkakvennafélagi Keflavíkur og Njarðvikur. Sæmundur Benediktsson Anna Guðmundsdóttir Jón Sæmundsson Kristjana Sæmundsdóttir Benedikt Sæmundsson Pétur Sæmundsson Fanney Sæmundsdóttir Hallbjörn Sæmundsson Guðmundur Mariasson Ingigerður Guðmundsdóttir Ragnheiður Stefánsdóttir Gisli Þorvaldsson Fjóla Jóhannesdóttir Edith ólafsdóttir Oddgeir Björnsson og barnabörn. ana. Myndin er óvenjulega hý af nálinni miðað við það að hún hef- ur borizt alla leið hingað til Is- lands eða aðeins rúmlega árs- gömul. Aðalhlutverkið i þessari mynd leikur spaghettikúrekinn Clint Eastwood. Þ jóðleikhúsið Klukkan 15 á annan i páskum sýnir Þjóðleikhusið barnaleikritið vinsæla Ferðina til tunglsins. Um kvöldið klukkan 20 verður svo sýning á sænska leikritinu Sjö stelpum. Jónas sýnir á Akranesi Félagsstarf eldri borgara Langholtsvegi 109—111. Miðvikudaginn 25. april verð- ur opið hús frá kl. 1,30 e.h. Meðal annars verða gömlu dansarnir. Fimmtudaginn 26. april hefst handavinna og föndur kl. 1,30 e.h. Kirkja óháða safnaðarins. Föstudagurinn langi. Messa kl. 5 e.h. Jónas Kristjánsson ritstjóri predikar. Páskadagur. Hátiðamessa kl. 8 að morgni. Séra Emil Björnsson. Breiðholtsprestakall. Skirdagur: Sumarguðsþjón- usta barnanna i Breiðholts- skóla kl. 13,30. Föstudagurinn langi: Messa i Breiðholtsskóla kl. 14,00. Páskadagur: Messa i Bú- staðakirkju kl. 11. — Strætis- vagn gengur kl. 10,30. Kl. 14,00: Guðsþjónusta i Fellaskóla (i skálanum við Norðurfell). 2. páskadagur: Fermingar- messa i Bústaðakirkju kl. 14,00. Séra Lárus Halldórsson. Neskirkja: Skirdagur. Barnasamkoma kl. 3; sumri fagnað. Messa kl. 5. Sr. Frank M. Halldórsson. Föstudagurinn iangi Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Jóhann S. Hliðar. Páskadagur Guðsþjónusta kl. 8 Barnaguðsþjónusta kl. 10,30. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Jóhann S. Hliðar. Skirnarguðsþjónusta kl. 4 Sr. Frank M. Halldórsson. 2. páskadagur Messa kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Bessastaöakirkja. Páskadagur: Messa kl. 10. Séra Garðar Þorsteinsson. Sólvangur: Páskadagur messa kl. 1 e.hd. Séra Garðar Þorsteinsson. Kvennadeild Slysavarnafélagsins i Reykja- vik, heldur afmælishátið sina fimmtudaginn 26. april n.k. i slysavarnahúsinu við Granda- garð og hefst hún með borð- haldi kl. 8. Fjölbreytt skemmtiskrá. Allar upp- lýsingar i sima 14374 og 20360. Stjórnin. Jónas Guömundsson, rithöf- undur og listmálari, heldur mál- verkasýningu i Iönskólanum á Akranesi um páskana. Sýningin verður opin daglega frá kl. 16.30 til 22. 00 og lýkur annan I páskum. Sýningin veröur lokuö á föstu- daginn langa. Þetta er þriöja einkasýning Jónasar Guömundssonar, en hann hefur einnig tekið þátt i samsýningum. Hann sýnir aö þessu sinni 45 myndir, flest oliumálverk og sækir efniviöinn yfirleitt i sjómennsku og sigling- ar. Auk þess sýnir Jónas bóka- skreytingar. Þessar tölur hafa verið dregnar út: 46 — 61 — 25 — 31 — 1 53 — 75 — 16 — 69 — 52 32 — 26 — 4 — 62 — 41 48 — 44 — 54 — 14 — 38 72 — 47 — 19 — 43 ENNÞÁ HAFA ALLIR SÖMU MÖGULEIKA TIL VINNINGS. Siðustu BINGO-spjöldin verða seld i anddyri vörumarkaðsins, Ár- múla frá kl. 10-12 og 1-4 i dag. Lionsklúbburinn ÆGIR Sumardagurinn fyrsti 1973 HÁTÍÐAHÖLD F F Kl. 1.15: Skrúðganga barna i Breiðholtshverfi. Safnazt verður saman á gatnamótum Norðurbergs, Þórufells og Breiðholtsbrautar. Gengið niður Breiðholtsbraut um Stöng, vestur Arnarbakka að dyrum samkomusal- ar Breiðholtsskóla. Barna- og unglingasveit Arbæjar og Breiðholtshverfis ásamt fé- lögum úr Lúðrasveit verkalýðsins leika fyrir Skrúðgöngunni. Ólafur L. Kristjánsson stjórnar. Kl. 2: Breiöholtsskóli. Séra Lárus Halldórsson talar við börnin. Tveir stuttir leikþættir. Almennur söngur: Fóstrunemar stjórna söngnum. Tóti trúður kemur i heimsókn. Aðgöngumiðar seldir i skólanum kl. 1-3 miðvikudag og við innganginn sumardaginn fyrsta. Kvenfélag Breiðholts og skátafélagið Urðarkettir sjá um skemmtunina. Kl. 2.15: Skrúðganga frá Árbæjarsafni. Gengið verður upp Rofabæ að barnaskólanum við Rofabæ. Barna- og unglingalúðra- sveit Arbæjar og Breiðholtshverfis ásamt félögum úr Lúðrasveit verkalýðsins leika fyrir göngunni. Ólafur L. Kristjánsson stjórnar. Kl. 3: Arbæjarskóli. Barnasamkoma. Kór Arbæjarskóla: Jón Stefánsson stjórnar. Séra Guðmundur Þorsteinsson Kl. 1.15: Skrúðganga barna i Bústaðahverfi. Gengið verður frá gatanamótum Hæðargarðs og Réttarholtsvegar um Langageröi, Tunguveg að Bústaðakirkju. Lúðrasveit unglinga undir stjórn Páls Pampichler leik- ur fyrir skrúðgöngunni. Kl. 2: Bústaöarkirkja. Barnasamkoma. Kór og hljómsveit Breiðageröisskóla: Hannes Flosason stjórnar. Séra ólafur Skúlason. Allar barnasamkomurnar eru haldnar fyrir milligöngu æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar SUAAARGJAFAR" Kl. 2.15: Skrúðganga barna frá Vesturbæjarbarnaskólanum við öldu- götu. Gengið verður Hofsvallagötu, Nesveg að Neskirkju. Lúðrasveit unglinga undir stjórn Páls Pampichler leikur fyrir skrúðgöngunni. Kl. 3 Neskirkja. Barnasamkoma. Séra Frank M. Halldórsson og frú Hefna Tynes sjá um samkomuna. Kl. 1.30: Skrúðganga barna frá Hrafnistu að Laugarnesskóla. Safnazt verður saman við Hrafnistu. Gengið eftir Brúnavegi, Sundlaugavegi, Reykjavegi, að Laugarnesskóla. Lúðrasveitin Svanur undir stjórn Lárusar Sveinssonar leikur fyrir skrúðgöngunni. kl. 2.: Laugarnesskóli. Barnasamkoma. Séra Ingólfur Guömundsson Kl. 1.15: Skrúðganga barna i Háaleitishverfi. Safnazt verður saman á leikvellinum við Alftaborg. Gengið upp í Safamýri niður Háaleitisbraut að Alftamýrarbarnaskólanum. Lúðrasveit drengja undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen leikur fyrir skrúðgöngunni. Kl. 2.15: Skrúðganga barna frá Miklatúni að Hallgrimskirkju. Safnazt verður saman við Kjarvalsstaði á Miklatúni. Gengið eftir Flókagötu, Snorrabraut, Þorfinnsgötu, Eiríksgötu að Hallgrimskirkju. Lúðrasveit drengja undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen leikur fyrir göngunni. Kl. 3: Hallgrlmskirkja. Barnasamkoma. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Barnatlmi í útvarpinu: Avarp. Sallý og Guðrún: Rúnuvisur, Matthildur (leikþáttur). Skátarnir og blómin. Helgistund. Söng annast börn frá Skóladagheimilinu Skipasundi 80. Frú Hrefna Tynes undirbjó þáttinn og stjórnar honum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.