Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. april 1973. UOÐVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviijans Framkværndastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Áskriftarverö kr. 300.00 á mánuði,- Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. KVEÐJA ÞJÓÐVILJANS Sigurður Guðmundsson, ritstjóri, var til grafar borinn i gærdag. Hann hafði sjálfur kosið að útför færi fram i kyrrþey, og voru aðeins nánustu vinir, ættingjar og sam- starfsmenn, viðstaddir. Þannig kaus Sigurður — i samræmi við lifsferil sinn allan —að kveðja. Sigurður Guðmundsson var einn þeirra manna sem lagði grund- völlinn að tilveru þessa blaðs, Þjóðviljans. Með óeigingjörnu starfi sinu og rikulegum hæfileikum mótaði hann blaðið um margra áratuga skeið. Baráttan fyrir sigri hins sósialiska málstaðar og fyrir kjörum verkalýðsins varð ævistarf Sigurðar. Fáir hafa innt af hendi jafndýr- mætt starf af jafnmikilli alúð og einlægum heilindum. Með rætur i þvi starfi er og verður Þjóðviljinn gefinn út. Það er góður jarðvegur og traustur grunnur. LANDNÝTING TIL HAGSBÓTA í ÞÁGU FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR Um nokkurt skeið hefur mannkynið hagað sér svo sem það væri einrátt i lif- heimi. Vilji þess væri lög sem öll fyrir- brigði lifandi og dauðrar náttúru mundu lúta, aðeins ef framkvæmdarvaldið væri nógu öflugt. Vist er það gott, að maðurinn hafi trú á getu sina, en það er skaðvænlegt að vita ekki takmörk sin. Dramb er falli næst, er gamalt orðtak i munni alþýðu. Á siðustu timum hefur nokkur hreyfing sprottið upp utan um þær hugmyndir, að manninum sé það um megn að setja sig ofar náttúruöflunum. Hann geti i mesta lagi hagnýtt sér þau með þvi að vera sjálf- ur hluti af náttúrunni og viðurkenna lög- mál hennar. Hér á landi hafa hin nýju viðhorf orðið atkvæðamikil á skömmum tima og mótað hreyfingu náttúruverndar og tillitssemi i garð landsins. Þetta hefur gengið þeim mun greiðar sem sveitamenning á enn sterk itök i hugum landsmanna. En bóndanum er það i blóð borið að rækja skyldur við land sitt. Þjóðin er, þvi betur, opin fyrir þörfinni á gróðurvernd og land- græðslu, og tengist þetta ættjarðarást og þeim heilbrigða þjóðarmetnaði sem blundar i hverjum tslendingi. Mönnum er um leið að verða það æ bet- ur ljóst, að lifmagn landsins og sjávarins yfir landgrunni þess er sú auðlind sem efnahagsleg velferð þjóðarinnar byggist á. Þetta lifmagn ber að vernda og laga hagnýtingu þess að vistfræðilegum lög- málum. Ef farið er með gát, munu ugg- laust opnast möguleikar til landbóta sem ekki sést djarfa fyrir nú. En landnýtingarmálið hefur félagslegar hliðar sem þörf er á að ræða. Hverjum ber réttur til að kveða á um nýtingu lands? Einkum ber að spyrja þessarar spurning- ar, þegar tiltekin nýting útilokar aðrar tegundir nýtingar og verið er að binda not- in um aldur og ævi. Stundum er þá um að ræða ráðstöfun á landi til aðila, sem telja sig þar með hafa öðlazt einokunarrétt á þvi. Er það almannavaldsins að ákveða þetta — með hjálp þeirra sérfræðinga sem beztþekkja samhengi mannlifs og náttúru — eða skal binda ákvörðunarréttinn við eignarhald, sem peningamenn ná i vax- andi mæli undir sig? Eiga fáir að geta ein- okað landið og ákvarðað nýtingu þess i sina þágu, en fjöldinn að vera réttlaus nema til útigangs á sérstaklega friðuðum svæðum? Vandamálið er miklu viðfeðmara en sem nemur aðgangi að útilifsgæðum, það snertir alla lýðræðisgerð þjóðfélagsins. Þegar ákveða skal, hvort þessi eða hin at- vinnustarfsemin skuli fá að helga sér land, á ákvörðun um það ekki að vera háð peningavaldi, heldur almannasjónarmið- um: Hvers konar landnýting er heppileg- ust fyrir heildina? Þjóðin á i samskiptum sinum við landið að vera frjáls og full- valda innan þeirra marka sem náttúru- lögmálin setja. Þjóðin þarf öll að komast fyrir i landinu, og hún hefur jafnan rétt til gæða þess. Þetta sjónarmið á að geta hjálpað bænd- um til þeirrar aðstöðu að nytja jarðir i bú- skaparskyni að hefðbundnum hætti, og það á að setja landnýtingu annarrar at- vinnustarfsemi og byggða þau skynsam- legu takmörk sem eru alþýðu manna i hag. Sumarkveðja Þjóðviljans til íslendinga skal vera þessi: ísland er fagurt land og gott: Verum varfærin i samskiptum við landið, það er eign okkar allra og komandi kynslóða. Göngum á vit landsins á komandi sumri og ákveðum i sameiningu nýtingu þess, en með íullu tilliti til náttúrunnar sjálfrar. Og vinnum ötullega að þvi að afnema þá landnýtingu sem nú setur stærstan blett á land og þjóð: landnýtingu i þágu erlends hervalds. Burt með herstöðvar af íslandi — og verum frjáls þjóð i landinu! Slik heitstrenging er góð sumargjöf. Nefndakjör á alþingi Reglugerð um veð- deild Alþýðubankans Deildinni œtlað að styðja menningarlega og félagslega starfsemi verkalýðssamtakanna 1 (réttatilkynningu um aðalfund Alþýðubankans h.f. kemur fram, að Lúðvik Jósepsson, banka- máiaráðherra, hefur gefiö út reglugerð um sérstaka veðdeild I bankanum. Samkvæmt regiu- geröinni og breytingum sem á aðalfundi voru gerðar á samþykktum bankans er hinni nýju veðdeild ætlaö aö styöja menningarlega og félagslega starfsemi verkalýös- hreyfingarinnar. t fréttatilkynningu um aðalfundinn segir svo: Aðalfundur Alþýðubankans h.f. var haldinn laugardaginn 14. april I Súlnasal Hótel Sögu, og sátu fundinn um 300 hluthafar. Fundarstjúri var Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráð- herra, en fundarskrifarar Guð- mundur H. Garðarsson formaður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur og Snorri Jónsson, varafor- seti Alþýðusambands íslands. Formaður bankaráðs, Her- mann Guðmundsson, flutti skýrslu um starfsemi bankans árið 1972. Kom fram i skýrslu hans, að starfsemi Alþýðu- bankans vex jafnt og þétt, en frá stofnun bankans fyrir tæpum tveimur árum hafa innistæður I bankanum nálega þrefaldazt. Heildarinnlán bankans námu i árslok 1972, 451.6 milj. kr. og höfðu hækkaö á árinu um 171 milj. kr. eða um tæp 61%. Var aukningin öll I spariinnlánum sem hækkuðu á árinu um 173.5 milj. kr. eða um 73.4%. Heildar- útlán bankans námu i árslok 1972, 331,4 millj. og var útlánaaukning á árinu 119.5 milj. kr. eða 56.4%. 1 skýrslu formanns kom fram, að bankinn hefur nú fengið heim- ild til að stofna og reka veðdeild, en bankamálaráðherra, Lúðvik Jósepsson, hafi daginn fyrir fiðal- fundinn gefið út reglugerð um þetta efni. Flutti formaður ráð- herranum sérstakar þakkir fyrir veivild hans i þessu máli. Jón Hallsson, bankastjóri, lagði fram og skýrði endurskoðaða reikninga bankans. Innborgað hlutafé hækkaði á árinu um 12.0 milj. kr. og nam i árslok 25.8 milj. kr. Staðan gagnvart Seðlabanka hélzt góð allt árið, og námu inni- stæður við hann 101.0 milj. kr. um áramótin, þ.a. nam bundin inn- stæða 89.3 milj. kr. Óskar Hallgrimsson banka- stjóri geröi grein fyrir hinni nýju reglugerö um veðdeild Alþýðu- bankans. Var sú tillaga samþykkt einróma. Samkvæmt reglugerð- inni og breytingum þeim sem gerðar voru á samþykktum bankans verður hlutverk veð- deildarinnar að styðja menningarlega og félagslega starfsemi verkalýðshreyfingar- innar. Bankaráö, varamenn i það, svo og endurskoöendur bankans, var endurkjörið einróma, en þær stöður eru skipaðar sem hér segir: Bankaráð: Hermann Guð- mundsson, Einar ögmundsson, Björn Þórhallsson, Jóna Guðjóns- dóttir, Markús Stefánsson. Vara- menn I bankaráö: Daði ólafsson, Herdis ólafsdóttir, Hilmar Guðlaugsson, Hilmar Jónsson, Snorri Jónsson. Endurskoðendur: Björn Svanbergsson, Steindór Ólafsson. (Fréttatilkynning) A fundi sameinaðs þings I gær fóru fram kosningar I nokkrar nefndir, og segir frá þvi hér hverjir kjörnir voru: 1 5manna milliþinganefnd til að kanna þátt flutningskostnaðar i mismunandi vöruverði i landinu o.fl. samkvæmt ályktun alþingis frá 10. april 1973 um stofnun verð- jöfnunarsjóðs vöruflutninga og bætt skipulag þeirra flutninga þessir: Vilhjálmur Hjálmarsson, alþm., Sverrir Hermannsson, alþm., Haukur Hafstað, fram- kvæmdastjóri Landverndar, Magnús Reynir Guömundsson, Isafiröi og Gunnar Gislason, al- þingismaöur. I 7 manna nefnd til að gera til- lögur um markmið, leiðir og mörkun almennrar stefnu i byggðamálum, samkvæmt álykt- un alþingis frá 13. april 1973 um milliþinganefnd i byggðamálum voru kjörnir alþingismennirnir: Steingrimur Hermannsson, Lár- us Jónsson, Helgi Seljan, Ingvar Gislason, Matthias Bjarnason, Karvel Pálmason og Pétur Pétursson. 1 stjórn Aburðarverksmiðju rikisins var kjörinn Gunnar Sigurðsson, bóndi Seljatungu i stað Péturs Gunnarssonar sem andaðist 13. april s.l. Varamaður i húsnæðismála- stjórn var kjörinn Sigurjón Hilaríusson, kennari Kópavogi i stað Sigurrósar Sæmundsdóttur sem andaðist 3ja þ.m. Varamaður i stjórn Viðlaga- sjóðs var kjörinn Gunnar Sigur- mundsson, prentari Vestmanna- eyjum i stað Guðmundu Gunnars- dóttur, sem sagt hefur af sér störfum. Fram- kvæmda- stofnunin Siðastliðinn þriðjudag flutti Ólafur Jóhannesson þingheimi skýrslu sina um Framkvæmda- stofnun rikisins, en samkvæmt lögum ber forsætisráðherra að gera það árlega. Flestir þingmenn og forsætis- ráðherra sjálfur voru sammála um, að slikur skýrslulestur þjón- aði ekki miklum tilgangi. Forsæt- isráðherra sagði, að skýrsla Framkvæmdastofnunarinnar yrði gefin út innan tiðar, og taldi hann, að ekkert væri þvi til fyrir- stöðu að ræða þessi mál ýtarlegar i haust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.