Þjóðviljinn - 19.04.1973, Page 12

Þjóðviljinn - 19.04.1973, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. aprll 1973. Fimmtudagur 19. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Steinbjörn B. Jacobsen: Havfuglur og havið Frá teimum ctógum sum barn meg minnist havfugl og hav hansara lidna skap líkleika við havið. Hvífnn morgun sum barn óendaligt hav, óskiljandi havsins ævigt verandi skap markið við markleysum skifti. Og vetrarmorgun himmal og hav goysandi eind móti havfugli. Rlkin kom tú gorrandi stivur var vongur syngjandi stundum kavandi tó hábærsligt móti hvitari strond. Summarmorgun eitt við havið vetrarmorgun egin eind. Men altið var tú ein livandi vera sjónarings burður havmynd. Guðrið Helmsdal Nielsen: Náttargrátur Heimlandsins aldubrot við heystvindi berast mær i hesum fremmanda landi — finna i kvirru, svctrtu heystnátt gjgígnum tigandi fremmant urtagarðsgras veg til glugga min, sum eg læt upp langtandi móti tógnarinnar tónaflóð. Og við stjtfrnu mini spinni eg tann gylta tráðin, ið leiðir meg til duldarfullar tónahallir. Ein darrandi strongur hoyrist 1 mjúkum svcfrtum hválvi, har litir og tónar ferðast millum hvitar og kaldar súlur. Ókendar eru tær mær hesar hábærsligu súlur, ið tigandi lýsa álvarsfullar móti mær. Og hesin grátur — hesin náttargrátur? Hann syngur i minninum sum nýskotin tfrv — hesin barnagrátur, men so kámur av árum. Tin heiti livsgrátur er tað i hesum deyðans hjzfli, har vindar jagstra falna leyvið, sum trýstir seg mót bleikum súlnaholdi, kyssir við roðandi eldtungum ævinleikans stirðnaðu varrar. Hinn 27. þ.m. hefst í Norræna húsinu í Reykja- vik færeysk menningar- vika og stendur til 2. maí. Þar verða sýningar á fær- eyskri myndlist, heimilis- iðnum og bókum. Fluttir verða fyrirlestrar um fær- eysk efni, svo sem bók- menntir eldri og yngri, náttútu og jarðfræði Fær- eyja, samband færeyskrar og íslenzkrar tungu, fær- eysk stjórnmál, tengsl faer- eyskra og íslenzkra fiski- manna, um þjóðmenningu, þjóðtrú og þjóðhætti í Færeyjum o.s.frv. Sýndar verða kvikmyndir frá Fær- eyjum, haldið bókmennta- kvöld, þar sem færeyskir rithöfundar lesa úr verkum sínum. I sambandi við menn- ingarvikuna hefur verið boðið til Islands álitlegum hópi kunnra Færeyinga, þeirra á meðal eru ungir málarar, skáldin Karsten Hoydal, Jens Pauli Heine- sen, Guðrið Helmsdal Niel- sen, Steinbjörn B. Jacobsen og Oskar Hermansson. Þá eru í hópnum Erlendur Patursson, lögþingsmaður, Johan Hendrik Winther- Poulsen, kennari við Fróð- skaparsetrið, Árni Thor- steinsson, þjóðháttaf ræð- ingur, Jóhannes av Skarði, sem hefur reyndar dvalizt hérlendis í vetur við fræði- störf, og efalaust einhverjir fleiri en við kunnum að telja. Menntamálaráðuneyti íslands hefur veitt fjár- hagslegan stuðning til þessara færeysk-íslenzku menningarskipta og Færey- ingafélagið margvíslegan stuðning við undirbúning William Heinesen: FÆREYSK vikunnar og framkvæmd. Óhætt má fullyrða, að engin þjóð njóti á islandi virðíngar og vinsælda til jafns við Færeyinga, enda standa þeir Islendingum næst allra þjóða, og hafa sýnt með áþreifanlegum hætti, sem ekki gleymist, að þar eigum við drengi góða að grönnum. Þjóðviljinn fagnar því, að Norræna húsið skuli hafa efnt til þessara vina funda nú með vordögum oc vill hér á opnunni veita les endum sínum ofurlítil for kynni af verkum sumre þeirra færeysku lista manna, sem í næstu viki sækja okkur heim. Einar Bragi, rithöfundur, hefur valið fyrir okkur efnið, en hann var einn af hvatamönnum þess, að færeyska vikan yrði haldin. LST Janus Kamban: Fiskimaöur Ingálvur av Reyni: Stúlka 1 Færeyjum búa aðeins liðlega 35 þúsund manns, og Færeyingar eru þvi ein hin minnsta þjóð ver- aldar. Það er von að gestir af öðrum löndum komnir séu nokkuð vantrúaðir þegar þeir heyra sagt að þetta þjóðarkrili hafi skapað fullgild listaverk. Liklega munu þeir hugsa sem svo að varla geti þar verið um annað að ræða en hagleiksverk heim- alninga sem hampað sé af góð- fúsum, en litilþægum lands- mönnum. Listaverk Færeyinga eru þó ekkert sm.áræði að vöxtum, og gesturinn þarf eigi heldur að kviða þvi að kostir þeirra valdi honum vonbrigðum. Sýning fær- eyskra málverka og höggmynda sem haldin var i Kaupmannahöfn og ýmsum dönskum bæjum á vegum danska rikisins árið 1955, var hvarvetna talin til meiri háttar viðburða og um hana fjallað af áhuga I blöðum og tima- ritum. Hér á eftir verður vikið fáum oröum aö þessari færeysku list. Hún er með nokkrum hætti hlið- stæða færeyskra nútiðarbók- mennta. En sá er munur á að bók- menntirnar standa föstum rótum á grundvelli sögu og tungumáls, en myndlistina skortir aö mestu leyti undirstöðu þjóðlegrar arf- leifðar. A útskornum þiljum úr kór- veggjum gamalla timburkirkna má sjá menjar um fagran fær- eyskan listiðnað — og er þessi út- skurður raunar eina skrautið i hinum fátæklegu kirkjum frá timabilinu eftir siðaskipti. Leifar fornrar færeyskrar kirkjulistar voru til 1774 geymdar i ólafs- kirkjunni i Kirkjubæ, sem er rómönsk blágrýtisbygging frá öndverðum miðöldum. Þar var meðal annars skriftastóll frá þvi um 1300 og útskornar stólbrikur meö lágmyndum af postulunum — glæsilegar menjar frá þeim tima er Færeyjar vor sérstakt biskupsdæmi sem laut erki- stólnum i Niðarósi. Frá sama timabili eru einnig rústir hinnar gotnesku dómkirkju i Kirkjubæ. Frá siöustu timum eru frum- stæðar skurðmyndir i Skála- vikurkirkju á Sandey. Tróndur á Tröð, sem jafnframt var einn bezti kvæðamaður eyjanna, skar myndir þessar i rekavið til að pr- ýða þorpskirkjuna sina. Hann var uppi 1846-1933. A Sandey bjó einnig Diörikur I Kárastofu (1802- 65) i sérvitringur og þjóösagna - hetja, sem einkum fékkst við silungsveiðar og fugladráp og málaði litlar skreytimyndir með nokkurs konar gouache-aðferð, Hann málaði einvörðungu fugla, og eru flestir þeirra furðuskepnur miklar sem hann kallar „mána- dúfur”. Þegar sleppir þvi sem nú hefur verið talið, eru nálega öll lista- verk Færeyinga gerð S þessari öld. Fyrstu færeysku landslags- málararnir voru Niels Kruse (1871-1952) og yngri samtiðar- maður hans Joen Waagstein. Kruse bjó mestan hluta ævi sinnar i litilli sérkennilegri fjalla- byggð sem Eiði nefnist. Þaðan eru allar myndir hans. Þær bera vitni um hljóðláta ást á náttúr- unni og sýna birtu breytilegra árstiða yfir f jöllum og sæ. Svipað er að segja um Waagstein, sem einnig er ágætur sönglagasmiður. Næst verða fyrir okkur Jakob Olsen og Sigmundur Petersen, báðir fæddir kringum aldamótin. Sá fyrrnefndi hefur um langt skeið verið dugmikill teiknari og málari. Sigmundur Petersen er mikilvirkasti málari Færeyja. Hann er veiðimaður og flökku- sveinn og hefur lengst ævi sinnar verið á einlægum feröalögum milli eyjanna. Allir þessir málarar og drátt- listarmenn sem nú hafa verið nefndir, eru hálfgildings leik- menn i listinni, þvi enginn þeirra hefur brotiðallar brýr að baki sér og lagt allt i sölurnar fyrir list sina. Fyrsti færeyski málarinn sem vogaði að róa út á sextugt djúp listarinnar, var Sámal J. Mikines (f. 1906). Með honum hefst i raun réttri saga fær- eyskrar myndlistar. Hann er málari af heilum hug, og ævi hans varð snemma jakobsglima á leik- vangi listanna. Mikines ber nafn heimaeyjar sinnar, sem er litil útey vestust allra Færeyja, fögur en sæbrött. Þaðan eru nálega allar landslags- og þjóðlifsmyndir hans. Mikines hefur verið kallaöur helgimálari — og er það rétt að þvi leyti að til- finningar hans sveiflast milli uggsog vonar: stundum hafa efa- semdirog þunglyndi yfirhöndina, en fyrr en varir kveikir vonin sitt hrifningarljós. Myndin frá hinu „dökka” timabili Mikiness á fjórða tug aldarinnar minna á út- farar- og iðrunarsálma, passiu- tónlist i litum, jafnt landslags- sem mannamyndir hans. Enginn færeyskur málari — og liklega fáirmálarar.þótt viðar væri leitað — hafa lýst sorg og örvæntingu svo sterkum rómi sem Mikines i myndum sinum af svartklæddum ekkjum og syrgjandi lifendum. En þótt segja megi að Mikines sé trúhneigður i \ iðtækri merkingu þess orðs, þá birtist trúhneigð hans eigi sem játning neinnar til- tekinnar trúarstefnu, hún er öllu heldur heiðin og frumstæð og birtist i mörgum nýrri myndum hans sem nokkurs konar sól- dýrkun. Ingálvur av Reyni er liðugum áratug yngri en Mikines. Hann lætur litina tala i oliumálverkum sinum, og þar er ekki talað neitt tæpitungumál. Myndefni hans eru hversdagsleg og yfirlætislaus. Oft málar hann húsin i ættbæ sinum Þórshöfn, landslag i umhverfi bæjarins eða hluti innanhúss, stöku sinnum andlitsmyndir manna. En þessir hversdagslegu hlutir birtast á myndum hans eins og hrifningarsýnir. Ólikur öllum öðrum er Stefan Danielsen, þritugur málari frá Nólsey. t myndum hans sameinast innilegt raunsæi og óskeikul listamannssjón sem ætið fullnægir kröfum sannrar listar. Stefan Danielsen er algerlega sjálfmenntaður. Hann lét fyrst til sin taka fyrir fáum árum og hefur ekki brugðizt þeim björtu vonum sem þá voru við hann tengdar. 1 flokki núlifandi listamanna færeyskra eru þrjár konur. Birgitta Jóhannesen er fædd i Vestmanna. Hún hefur einkum málað vatnslitamyndir, fingerðar og fágaðar. Elinborg Lutzen frá Klakksvik hefur teiknað fjölda ævintýramynda sem bera vitni um mjög frumlegt imyndunarafl. Frida i Grótinum, sem einnig er Klakksvikingur, hefur brugðið upp skýrum og sönnum myndum frá daglegu lifi i litlum verzlunar- og fiskimannabæ, en siðar hefur hún lagt á nýjar brautir og stil- færir myndir sinar á sérstæðan hátt. Fjórða konan i flokki málara var Ruth Smith (1913-1958), sem átti heima i Vogi. Myndir hennar eru mjög djarflegar, stillinn ör- uggur, en með dálitiö hrjúfum blæ. Hún var ásamt Mikines talin ágætasti málari Færeyja, og dauði hennar, langt fyrir aldur fram, var færeyskri myndlist tilfinnan- legt tjón. Eini Færeyingur sem lagt hefur Framhald á 23. siðu. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Sumarkveðja Samvinnufélögin árna ölium landsmönnum heilla meö nýju sumri og alveg sérstaklega því ágæta fólki, sem nýlega hefur sætt þungum búsifjum. Siðast- liðinn vetur gerðust þau stór- tíðindi, að blómlegt byggðarlag, þar sem vaxtarmagn þjóð- félagsins var hvað sterkast, lagðist i auðn, a. m. k. um stundarsakir. Af þeim atburðum leggur skugga fram i tímann. Nú reynir á þolrif þess vel- ferðarþjóðfélags, sem vér búum í, á félagshyggju, bróðurlund og samtakavilja landsmanna. Með hliðsjón af þeirri miklu hlutdeild, sem samvinnu- félögin hafa átt i uppbyggingu nútíma þjóðfélags á íslandi, þá gera samvinnumenn sér Ijósa ábyrgð sína á hverjum tíma. Samvinnuhreyfingin er almanna- hreyfing með almenningsheill að leiðarljósi, og samvinnu- menn vita, aö á örum breytinga- tímum eins og nú, skapast stöðugt ný viðhorf og ný við- fangsefni á sviði framleiðslu, verslunar og þjónustu, þó að ekki komi náttúruhamfarir til. Mikil og flókin verkefni bíða einmitt nú, sem aldrei verða leyst i litlu þjóðfélagi, nema með almennri samstöðu. I trausti þess almenna félags- lega skilnings, sem gerir sam- vinnuhreyfinguna skapandi afl í þjóðfélaginu og birtist i si- vaxandi þátttöku ungs fólks, þá leyfa samvinnumenn sér að líta með bjartsýni fram i timann. GLEÐILEGT SUMAR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.