Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Þaö er stutt á milli helganna nú og aðeins hálf vika síðan þessi þáttur birtist síðast, svo þess er vart að vænta, að fullhlítandi skýringar haf i borizt á myndunum, sem komu þá. Samt vilj- um við ekki fella niður þann sið að birta gömlu myndirnar í helgarblöð- unum og komum hér enn með tvær fyrir lesendur að spreyta sig á. BÍLALEST Um mynd nr. 11 er ekkert vitað á Þjóðminjasafninu, ekki einu sinni, hver tók hana. En allir sjá, að þetta er mynd- arlegur kirkjustaAur, vel upp byggt og talsverð garðrækt. Hvar er þetta og hvenær gæti myndin verið tekin? Hver eða hverjir bjuggu þarna? Talsvert meira er vitað um mynd nr. 12, og munu margir þekkja, að staðurinn er Kol- viðarhóll. En hvaða merkilega bilalest er þarna á ferð og af hvaða tilefni? Þekkist eitt- hvað af fólkinu á myndinni? Hvenær er hún tekin? Filman, sem myndin er gerð eftir, er geymd með negativum Magnúsar Ólafssonar, en er ekki talin vera frá honum. Siglufjörður eða hvað? Nokkrir hafa haft samband við okkur Halldór safnvörð vegna myndanna siðast, eink- um myndar nr. 10 af mönnum á hestbaki i þorpi eða bæ. Sumir stinga uppá Seyðisfirði og telja sig kannast við húsin, en aðrir þekkja þarna Siglu- fjörð og benda á skálina — Hvanneyrarskál — i fjallinu. Með samanburði við nýrri myndir, sem við eigum frá Siglufirði, gæti þetta mjög vel staðizt, en á þær vantar við- komandi hús, en þau geta auð- vitað verið horfin eða breytt. Nú langar okkur að biðja bæði Siglfirðinga og Seyðfirð- inga, yngri og eldri að skoða þessa mynd vel (hún var stærri i blaðinu 15. april) og reyna að skera úr um þetta. Hansen bakari Einn maður hringdi út af mynd nr. 9 og þekkti bakara- meistarann sem Hansen bak- ara, sem hafði fyrst bakari þar sem Alþýðubrauðgerðin FERÐ A er nú og bjó sjálfur uppi i hús- inu, en stofnaði siðar bakari að Vesturgötu 14 og mun einn- ig hafa búið i þvi húsi. Ekki er vist, frá hvorum staðnum myndin er, en Hansen rak brauðgerð sina á fyrrastriðs- árunum og frameftir. Hafa fleiri kannazt við sig i bakariinu og hefur nokkur þekkt einhvern hinna mann- anna? (Þessi mynd birtist lika stærri i Þjóðviljanum 15. aprib. Skíðabraut t þáttinn siðast læddist afleit prentvilla, en þar var sagt frá þvi, að gizkað væri á, að vel- klæddi vinnuflokkurinn á mynd nr. 7 væri af ungmenna- félögum að ryðja skiðabraut i öskjuhliðinni, en prentvillu- púkinn breytti brautinni i skipabraut, sem flestir hafa vist séð, að ekki gat staðizt. Enn sem fyrr skorum við á lesendur að bregðast vel viö og gefa upplýsingar um myndirnar, annað hvort beint til Þjóðminjasafnsins, Hall- dóri Jónssyni safnverði i sima 13264, eða Vilborgu Harðar- dóttur blaðamanni á Þjóðvilj- anum, i sima 17500. Vart þarf að taka fram, að bréf eru ekki siður kærkomin en upphring- ingarnar. —vh HVAÐAN ERU MYNDIRNAR? Spurt um bankastjóra Fyrirspurn til Lúðviks Jóseps- sonar, ráðherra: Af gefnu tilefni leyfi ég mér að spyrja: Er bankastjóra rikisbankanna heimiltað kaupa eða sjá um kaup á vixlum, samþykktum af hluta- félagi, sem hann sjálfur er skráð- ur i stjórn hjá, ásamt konu sinni og fleirum? Leyfist honum að útvega hluta- félagi' sinu rekstursfé á þann hátt? Er hann sjálfur ábyrgur ef van- skil verða, eða ber bankinn ábyrgð á þess konar verknaði hans i starfi? Er það samkvæmt embættis- heiti hans við bankann, að loka augunum þegar hann sér vixla, sem bankinn kaupir samþykkta af fyrirtæki hans með pr.pr. stimpli fyrirtækisins, en undirrit- aðan af prókúrulausum manni? Ber ekki stjórnendum hlutafé- laga skylda til að vita, hver hefur skrásetta prókúru fyrirtækisins? Ber ekki bönkum að rannsaka, hvort prókúruheimild sé fyrir hendi á vanskilavixlum, sem þeir láta innheimta? Ber innheimtumönnum bank- anna ekki skylda til að rannsaka, hvort vixlar þeir, sem bankar af- henda þeim til innheimtu, séu samþykktir með skrásettri pró- kúruheimild? Ber bankastjórum rikisbank- anna ekki skylda til að svara áriðandi embættisbréfum til bankans? Getur bankastjóri sagt, að hann svari aðeins þeim bréfum, sem hann vilji svara? Ber það vott um virðingu fyrir bankanum, að kvitta fyrir mót- töku bréfsins á afritið, en svara þvi ekki? Ber yfirstjórn bankans (banka- ráði) ekki skylda til að svara bréfum til bankaráðs? Virðingarfyllst, Þórh. Þorgeirsson RÆÐA STJÓRNAR- MYNDUN Beirut 17/4 — Suleiman Franjien forseti Libanon kvaddi i dag á sinn fund forseta þingsins til viðræðna um nýja stjórnar- myndun. Stjórn Saeb Sawams sagði af sér fyrir viku, eftir árásir Israelsmanna á bækistöðvar Palestinuaraba i Beirut. r Attræður annan i páskum Arni Arnason Sogabletti 13 við Rauðagerði verður áttræður 23. april, annan dag páska. Arni Arnason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.