Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.04.1973, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 19. april 1973-iÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17. Húnavak- an hefst 25. apríl Húnavakan hefst mið- vikudaginn 25. apríl í Fé- lagsheimilinu á Blönduósi. Ungmennasamband Aust- ur-Húnavatnssýslu gengst fyrir vökunni að venju. Dagskrá Húnavökunnar er mjög fjölbreytt, Ijóðaflutn- ingur, söngur leikrit og dans. Húnavakan hefst með hús- bændavöku. Meðal efnis á henni má nefna, að Vigdis Finnboga- dóttir leikhússtjóri ræðir við vökugesti, Guðmundur Jónsson syngur við undirleik Olafs Vignis Albertssonar, Jón B. Gunnlaugs- son skemmtir með gamanvisna- söng, og hópur Húnvetninga flyt- ur húnvetnskar stökur og kveð- skap. Einnig verður stutt leik- fimisýning. Húsbændavakan verður endurtekin klukkan 8 um kvöldið, og á eftir er dansað við undirleik hljómsveitar Þorsteins Guðmundssonar frá Selfossi, og mun svo verða öll kvöldin. Annað efni Húnavökunnar verður allt innanhéraðsefni, ef svo má kalla efni, sem flutt er af innansveitarmönnum. Má nefna meðal dagskrárliða Húnavöku, að sýnd verða þrjú leikrit: „Góðir eiginmenn sofa heima” á föstud. og laugard., „Dýrin úr Hálsaskógi”, á laug- ard. og „Þrir skálkar”, á sunnu- dag. Karlakórinn Vökumenn skemmta, og 40 manna bridge sveit frá Húnvetningafélaginu úr Rvik kemur norður til keppni við heimamenn. Þá gefur Ung- mannasambandið út ritið Húna- vöku. Magnús ólafsson á Sveinsstöð- um, sem sagði okkur þessar fregnir af Húnavökunni sagði, að um 100 manns kæmi fram á vök- unni. Tímaritið Sveitarstjórnarmál komið út Timaritið Sveitarstjórnarmál 1. hefti þessa árs er nýkomið út. Meðal efnis i þvi er grein eftir Unnar Stefánsson ritstjóra blaðs- ins um hitaveitur sveitarfélaga. A hvaða verkefni ættu sveitarfé- lögin að leggja mesta áhrezlu i framtiðinni? nefnist grein eftir Birgi Isleif Gunnarsson borgar- stjóra. Jóhannes Zoega hita- veitustjóri ritar grein um hita- veitu á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Jóhannsson á grein sem hann nefnir Framlag vegasjóðs til þjóðvega i kaupstöðum og kauptúnum. Stefán Jónsson arki- tekt skrifar um samstarf skipu- lagsmanna og tæknimanna. Grein um skipulagsmál frá tæknilegu sjónarmiði eftir Sigurð Thoroddsen er i blaðinu. Slitlag gatna skrifar Sigfús Örn Sig- fússon deildarverkfræðingur um. Guðmundur Guðlaugsson ritar greinina Undirstöður gatna. Jóhannes Guðmundsson verk- fræðingur skrifar um gatnaþver- snið og götubreidd og Hilmar Sigurðsson verkfræðingur greinir frá þróun tæknimála i Njarð- vikurhreppi. Þá er i ritinu greint frá ráðstefnu um tæknimál sveitarfélaga og grein um sam- einingu sveitarfélaga. Gönguferðir um páskana. 19/4. Esjuganga kl. 13 20/4. Vatnsleysuströnd kl. 13 21/4 ölfus - Ingólfsfjall kl. 9,30 22/4 Þrihnúkar kl. 13 23/4 Fiflavallafjall — Trölla- dyngja kl. 13. Ferðafélag Islands. Föstudagur sjónvarpið um páskahelgina 1111 1111 20.00 Fréttir. 20.15 Veðurfregnir. 20.20 Leonardo da Vinci.Nýr framhaldsflokkur frá italska sjónvarpinu um listamanninn, uppfinninga- manninn, iþróttamanninn og heimspekinginn mikla, sem uppi var frá 1452 til 1519. Miklar og ýtarlegar heimildir eru til um ævi snillingsins, og eru myndir þessar að mestu á þeim byggðar. 1. þáttur. Leikstjóri Renaro Castellani. Aðalhlutverk Philippe Leroy. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.40 Stabat Mater, Pólyfón- kórinn syngur i sjónvarps- sal. Söngstjóri Ingólfur Guðbrandsson. Ái|>ur á dagskrá á föstudaginn langa 1970. 22.00 Krossfestingin. Leikin, brezk kvikmynd um siðustu ævidaga Jesú Krists. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 22.55 Dagskrárlok. Laugardagur 16.30 Endurtekið efni.Nelló og hundurinn hans (A Dog of Flanders). Bandarisk barnamynd frá árinu 1959, byggð á sögu eftir Ouida. Leikstjóri James B. Clark. Aðalhlutverk David Ladd, Donald Crisp, Theodore Bikel og Ulla Larsen. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Aður á dagskrá 10. febrúar s.l. 18.00 Þingvikan, Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 lþróttir. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar, 20.25 Brellin blaðakona. Brezkur gamanmynda- flokkur. Þegar draumar rætast. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Kvöldstund i sjónvarps- sal. Berglind Bjarnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Jón A. Þórisson og Steinþór Einarsson taka á móti gestum og kynna skemmti- atriði. 21.35 Páskar i Rúmeniu. Hollenzk kvikmynd um páskahald að fornum sið i rúmensku smáþorpi. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.25 1 konungsgarði (Anna and the King of Siam). Bandarisk biómynd frá árinu 1948. Leikstjóri John Cromwell. Aðalhlutverk Irene Dunne, Rex Harrison og Linda Darnell. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Myndin gerist i Siam laust eftir miðja 19. öld. Ung brezk, ekkja hefur ráðizt til starfa hjá konungi landsins og verkefni hennar er að uppfræða konur hans og börn. Þegar til kastanna kemur, er þó mörgu annan veg farið en henni hafði verið tjáð. En hún lætur það ekki á sig fá og tekur ótrauð til starfa. 00.30 Dagskrárlok. steinn L. Jónsson prédikar. Séra Karl Sigurbjörnsson þjónar með honum fyrir altari. Kirkjukór Vest- mannaeyja syngur, Guð- mundur H. Guðjónsson stjórnar og leikur á orgel, Sigurður Rúnar Jónsson leikur á fiðlu og Nanna Egils Björnsson syngur ein- söng. 18.00 Stundin okkar. Stúlknakór Hliða skóla syngur undir stjórn Guð- mundar Emilssonar og sið- an flytja fóstrunemar gam- alt ævintýri i leikbúningi. Skoðaðir eru páskaungar i Viðistaðaskóla i Hafnarfirði og síðan haldið áfram spurningakeppninni. Stund- inni lýkur svo með irsku ævintýri. Umsjónarmenn ur. Aðalhlutverk Philippe Leroy. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. I fyrsta þætti greindi frá æskuárum Leonardos og fyrstu kynn- um hans af listum og visind- um. Hann stundar nám um nokkurra ára skeið, en ákveður loks að yfirgefa Flórens og halda til Mílanó. 22.10 'Híije liðsforingi. Sovézkur ballett við tónlist eftir Sergei Prokofieff. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. 22.50 Ingmar Bergman.Sænsk kvikmynd um leikstjórann, rithöfundinn og kvikmynda- gerðarmanninn Ingmar Bergman. Rætt er við Berg- man sjálfan og nokkra kunna „Bergman-leikara” og fylgzt með gerð kvik- myndar. Þýðandi Hallveig son. Aður á dagskrá á nýársdag 1972. 18.50 Enska knattspyrnan. Stoke City gegn Manchester United. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Táp og fjör. Leikrit eftir Jónas Árnason. Upptaka sjónvarpsins — frumsýning. Leikstjóri Magnús Jónsson. Persónurog leikendur: Lási fjósamaður, Bessi Bjarna- son. Mikki, Arni Blandon. Ebbi bóndi, Baldvin Hall- dórsson. Jana húsfreyja, Margrét Guðmundsdóttir. Alexander bilstjóri, Jón Sigurbjörnsson. Stjórnandi upptöku Andrés Indriðason. 21.45 Barnahjálparhátíðin 1972 Skemmtiþáttur gerður á Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veðurfregnir, 20.25 Eyjagos. Upphaf heimildamyridar,sem Sjón- varpið er að gera um eld- gosið i Heimaey. Þessi mynd er tekin i litum og unnin með hliðsjón af þvi. Kvikmyndatökumenn Sjón- varpsins tóku myndina, en umsjón með gerð hennar hafði Magnús Bjarnfreðs- son. 21.05 Leonardo da Vinci. Framhaldsleikrit frá italska sjónvarpinu 2. þátt- Thorlacius. A það skal bent, að um mánaðamótin hefur sjónvarpið sýningar á nýju framhaldsleikriti, Scener ur ett aktenskap eftir Ingvar Bergman. 23.45 Dagskrárlok Mónudagur 18.00 Endurtekið efni. Padre Pio.Mynd um italska klerk- inn og kraftaverkamanninn Pius. Myndin hefst við útför hans árið 1968, en siðan er horfið aftur i timann og saga hans rakin. Þýðandi og þulur sr. Sigurjón Guðjóns- Sunnudagur 17.00 Páskaguðsþjónusta i sjónvarpssal. Séra Þor- A föstudaginn langa hefst nýr Italskur framhaldsmynda- flokkur. Fjallar hann um ævi og störf italska snillingsins Leonardo da Vinci sem uppi var á árunum 1452-1519. Lénharður þessi var mikill afreksmaður og haslaði hann sér völl á mörgum sviðum Frægust eru eflaust listaverk hans þar sem hæst ber hiö dulráða bros Mónu Lisu. En auk listmálunar lumaði hann á drjúgum hæfileikum á sviði heimspeki, tækniuppfinninga og í- þrótta. Listamaðurinn er leikinn af Philippe Leroy, og er myndin af honum I hlutverki sinu. Þátturinn er á dagskrá strax eftir fréttir klukkan 20.20. vegum þýzkra sjónvarps- stöðva til ágóða fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Meðal þeirra, sem koma fram i þættinum, eru Peter Ustinov. Esther Melanie, Sammy Davis jr„ og Ivan Rebroff. (Evrdvisi- on — þýzka sjónvarpið) Þýðandi Björn Matthíasson. 22.35 Að kvöldi dags. Sr. Ölafur Skúlason flytur hug- vekju. 22.45 Dagskrárlok Þriðjudagur 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. 50. þáttur. Tveir feður.Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 49. þáttar: Michael Armstrong kemur til sögunnar að nýju. Hann hefur verið Philip samtiða i Þýzkalandi og kemur nú með skilaboð frá honum til Edwins. Meðan hann stendur við kemur John heim og er litið um gestinn gefiö. Freda hefur lokið hjúkrunarnáminu og tekur nú að rifja upp minn- ingar frá þeim tima, er hún var enn ólofuð i föðurhús- um. 21.25 Réttur er settur. Þáttur, sem laganemar við Háskóla Islands hafa gert. Að þessu sinni er fjallað um barns- faðernismál. Gift kona eign- ast tvibura, en eiginmaður hennar telur, að annar maður eigi börnin, og höfð- ar véfengingarmál. Kynnir er Ólöf Pétursdóttir. 22.15 Frá Listahátið ’72.Enski baritónsöngvarin John Shirley-Quirk syngur ljóð eftir Heiririch Heine við lög eftir Robert Schumann. Valdimir Ashkenazy leikur með á pianó. 22.40 Dagskrárlok. : Ilill Páskaleikrit sjónvarpsins er „Táp og fjör” eftir Jónas Arnason. Leikstjóri er Magnús Jónsson, en persónur og leikendur: Lási fjósamaður — Bessi Bjarnason, Mikki — Árni Blandon, Ebbi bóndi — Baldvin Ilalldórsson, Jana húsfreyja — Margrét Guðinundsdóttir, Alexander—Jón Sigurbjörns- son. Stjórnandi upptöku er Andrés Indriðason — Myndin er af Ebba bónda (Baldvin Halldórsson) og Lása fjósamanni (Bessi Bjarnason). Útsending hefst á mánudagskvöld — annan I páskum — kl. 20.25, og tekur leikritið 1 klst og 20 minútur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.