Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Blaðsíða 1
Jarðhitasvœði Virkir í N-Jemen? Islendingum boðið að stjórna borunum íslenskt fyrirtæki, Virkir, er eitt af sex fyrirtækjum sem boðið var að hafa yfirumsjónar- og eft- irlitsmenn í N-Jemen vegna bor- ana á jarðhitasvæði. í N-Jemen er verið að athuga hvort hægt sé að nota jarðhita til raforkuvinnslu. ítalir hafa veitt landinu þróunaraðstoð og það var ítalskt fyrirtæki sem vann þar að jarðhitaleit. Alþjóðabankinn hefur áhuga á að lána N-Jemen til að rannsaka þá staði sem líklegir eru. Alþjóðabankinn gerði þá kröfu að verkið yrði boðið út og að þeir réðu sér alþjóðlega aðila til að framkvæma verkið. Virki var boðið ásamt fimm öðrum að gera tilboð í að verða eftirlitsaðili með þessari rannsókn. í N-Jemen eru jarðhitasvæði svipuð og á íslandi. Þar hafa ver- ið eldgos ekki ólík þeim sem ger- ast hér á landi. HS. Landið Búinn með kvótann! Blaðauki frá ísafjarðardjúpi Guðmundur Rósmundsson utgerðarmað- ur í Bolungarvík klaraði kvótann sinn í maí - ekkert að gera nema bjóða bátinn upp, segir hann og er búinn að fara erindisleysu á fund þingmanna og ráðherra. Viðtal við Guðmund er meðal efnis í Landi blaðsins í dag, en kálfurinn er helgaður byggð- inni við Isafjarðardjúp. Þar lýsir Kristinn Gunnarsson fámennisveldi í Bolungarvík, skýrt er frá vegaframkvæmdum við Óshlíð, heimsótt rækjustöð, rætt við einn for- ráðamanna í fótboltanum á ísafirði og fleira. Síðari hluti rispu frá ísafjarðardjúpi verður í blaðinu 19. júlí. Ljósm. Atli. Úrgangsolía íslensk olíu- hreinsi- stöð Arlega falla til um 1000 tonn af úrgangsolíu frá fiskiskipa- flotanum. Vitað er að öll olían skilar sér ekki til baka Samkvæmt skrá sem olíufé- lögin hafa haldið undanfarinn áratug um móttöku úrgangsolíu virðist ljóst að verulegt magn olíu skilar sér ekki aftur til félaganna. Vitað er að víða er úrgangsolíu brennt en menn óttast að sums staðar sé pottur brotinn í þessum efnum. Siglingamálastofnun hefur í samráöi við olíufélögin hvatt til þess að settir verði upp geymar á hafnarsvæðum til móttöku á úr- gangsolíu. Þar sem slíkir geymar hafa verið settir upp hefur það sýnt sig að þeir eru mikið notaðir, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi Siglingamálastofnun- ar. Talið er að sú úrgangsolía sem fellur til árlega frá fiskiskipaflot- anum geti numið allt að 1000 tonnum á ári. Olíuverslun íslands er nú í þann veginn að taka í notk- un hreinsistöð sem hreinsa mun alla úrgangsolíu sem þeir taka á móti og verða afköst stöðvarinn- ar um 2000 lítrar á klst. Er ljóst að forráðamenn Olís líta hér til framtíðarinnar því árið 1982 var alls endurheimt af úrgangsolíu rúmar 1100 lestir. Heilbrigðiskerfið Fjallháir læknareikningar Sumarfjölskyldur geta þurft að borga yfir 3000 krónur á mánuði fyrir lœknisaðstoð - og þá eru lyfin eftir! Fjölskyldur þar sem mörg börn eru haldin þrálátum sjúkdómum geta nú þurft að greiða yfir þrjú þúsund krónur á mánuði fyrir iæknisaðstoð. Þetta er sökum hækk- unarinnar á lyfjum og sérhæfðri læknis- ly álp sem ríkisstjórnin heimilaði frá 1. júní. Læknir sem Þjóðviljinn hafði tal af sagði að þess væru nokkur dæmi að í einni fjöl- skyldu væru ef til vill upp í þrjú börn sem ættu við sjúkdóma að stríða, sem leiddu til vikulegrar heimsóknar til læknis. Hann tók ofnæmissjúkdóma sérstaklega sem dæmi, en þeir herja gjarnan á fleiri en eitt barn í fjölskyldu og þar sem fyrir kemur að hvert bam þarf stundum á vikulegri meðferð hjá sérfræðingi að halda, til dæmis sprautum. Eftir hækkunina sem ríkisstjórnin heimilaði á verðlagningu á sérhæfðri lækn- isaðstoð, þá kostar nú ein slík heimsókn 270 krónur. Væru þrjú börn í fjölskyldu sem þyrftu á slíkri meðferð að halda - og hann tók fram að dæmi væru um það og á Trygg- ingastofnun var það staðfest - þá myndi það á einum mánuði kosta 3.240 krónur bara fyrir læknisheimsóknirnar. Ef í ofanálag börnin þyrftu á lyfjum að halda, myndi þessi reikningur vaxa enn, því eftir hækkunina þarf að greiða 240 krónur fyrir hvert lyf. Rætt var við lögfræðing á Trygginga- stofnun sem staðfesti að engin undanþága um greiðslur væri fyrir barnmargar fjöl- skyldur sem ættu að stríða við vandamál af þessu tagi. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.