Þjóðviljinn - 13.07.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Page 11
LANDB Uppgangur á ísafirði Með sjávarútveginn beint í æð Starfsmenn Pólsins hafa framleitt tölvuvogir og rafeindabúnað fyrir rúmlega hundrað fyrirtœki hérlend oggerast œ glaðbeittari utan lands teina. Kjörorðið: fiskveiði á þurru landi, Að sjá úr Aðalstræti á ísa- firði virðist fyrirtækið Póllinn ósköp venjuleg raftækjaversl- un; grammófónar, ryksugur, myndbönd og úrval af nýjustu plötunum í gluggum. En þeg- ar nánar er að gáð kemur í Ijós mikið völundarhús út, upp og suður af búðinni. - Átján gólf, segja brosmildir séffar, senni- lega um þúsund fermetrar. Þeir Pólsmenn hafa lagt undir sig húsið við hliðina og byggt myndarlega afturúr elsta hús- inu í átt að höfninni sem blasir við af svölum, - af þeim svölum upplýsist gátan um uppgang þessa ísfirska út- varpsviðgerðafyrirtækis og rafmagnsverkstæðis: „Við erum hér með sjávarútveginn beint í æð“ segir, Jónas sölu- stjóri Ágústsson. Hinum- megin hafnargötunnar er búið að fylla upp útí sjó og verið að hugsa um að bæta við enn einni byggingunni. Tölvuvæðing í frystihúsum og öðrum fiskvinnslufyrirtækjum er nú helsta verkefni Pólsmanna. Þeir hafa selt framleiðslu sína til rúmlega hundrað fyrirtækja inn- anlands, þar af eru milli sextíu og sjötíu frystihús af um hundrað. Fullkomnar tölvuvogir á hverjum stað í fiskvinnslukerfinu sýna nýt- inguna nákvæmlega og bæta hana þarmeð. Til dæmis eru vigtaref- tirlitskerfi í pökkunarsal, - við hvert borð er vog sem veitir upp- lýsingum inní tölvu, - skermur hjá verkstjóra, fjöldi pakka og samanlögð vinna er á hreinu strax, bónusinn reiknast út jafn- óðum, verkafólk og verkstjórar hafa á reiðum höndum allar vinnslutölur, stakar og í meðal- tali. Þeir Jónas Ágústsson og Ás- geir Gunnarsson, einn fram- kvæmdastjóra, sýna okkur meðal annars svonefnda samvalsvél, - hún er notuð til að flýta leit að réttri þyngd við að pakka fi- skinum. Fiskinum er skellt á tölv- uvog sem er tengd kassa með fjöl- da hólfa, undir er færiband. Vog- in tékkar á þyngdinni og ljós kviknar yfir einu hólfanna til merkis um að þangað skuli fisk- urinn fara. Sé verið að framleiða tveggjakflóapakkningar velur töivan í hólfin þangað til nokk- ARNARFLUG EAGLE AIR HÓLMAVÍK Fljúgðu með Arnarflugi til Hólmavíkur. Þar er tilvalið að hefja ferðina um Strandir og njóta svipmikils lands- lags og náttúrufegurðar. Flogið til Hólmavíkur tvisvar í viku. GJÖGUR Fljúgðu með Arnarflugi til Gjögurs og leggðu þaðan upp í gönguferð með tjaldið og bakpokann um Norður- Strandir. Flogið til Gjögurs tvisvar í viku. umveginn nákvæmlega tvö kfló eru í hverju, sleppir síðan úr fullu hólfi niðurá færibandið. Þetta sparar mikla vinnu við að finna í hálffullan pakka fiskflak réttrar þyngdar og tryggir nákvæma vog í hverjum pakka. Of léttur pakki samasem óánægður kaupandi, og þungur pakki samasem tap fyrir fiskvinnsluna. Vel tekið af starfsmönnum Það er þessi aukna nákvæmni og betri nýting sem Pólsmenn eiga við þegar þeir tala um fisk- veiðar á þurru landi. Á tímum aflasamdráttar og kvótakerfis skiptir öllu máli að auka verð- mæti fagurra fiska úr sjó. Nú má ekkert fara til spillis. Og enn er verk að vinna, - þótt meirihluti fiskvinnslufyrirtækja eigi góðar vogir er minnstur hluti þeirra bú- inn fullkomnu samtengdu tölvu- kerfi, aðeins um fimmtán. Menn eru mjög jákvæðir, segja Pólsmenn, - líka þeir gömlu, þeir sjá jafnvel betur hvað það þýðir að geta nýtt betur aflann. Og nýj- ungunum er alstaðar vel tekið af starfsfólki. Nákvæmt eftirlit og markviss stjórnun getur vissulega haft með í för að verkafólk lendir undir smásjá, en fullkomið kerfi tryggir starfsfólk jafnframt gegn allskyns mistökum við talningu og útreikninga, vafamálum fækk- ar, og sé hundur í verkstjóra er eðlilegt að fara framá rökstuðn- ing frá töivunni. Þetta nýja kerfi fækkar ekki starfsmönnum, segja þeir Jónas og Ásgeir, - að minnsta kosti ekki að neinu ráði. Hinsvegar fækkar eftilvill eftir- litsmönnum. Frá útvarpsviðgerðum á verðlaunapalla Póllinn var stofnaður 1966 sem rafmagnsverkstæði og útvarps- viðgerðastofa. Meginverkefni verða fljótt allskyns snúningar og reddingar kringum útgerð og fiskvinnslu. Fyrsta eiginlega framleiðslan var spennustillir sem hentaði íslenskum aðstæð- um, - fyrir rafala í fiskibátum. íslenskar aðstæður sem ekki er reiknað með í verksmiðjum ytra: kuldi, brjálað veður, salt, bleyta. Árið 1978 smíða Pólsmenn innvigtunarvog fyrir frystihús og úr því farið hjólin að snúast í takt við örtölvubyltinguna - nú starfa tæplega sex tugir manna hjá Pólnum, útibú komið í Kópavog- inn fyrir sunnlendinga, góour ár- angur í útflutningi til Færeyja, verið að undirbúa sölu til Noregs, Grænlands, Danmerkur, samn- ingar í gangi við bandarískt fyrir- tæki um framleiðsluleyfi í Vestur- heimi. Jónas sölustjóri er oltið mont- inn þegar hann sýnir okkur skjal um heiðursverðlaun Verðlauna- sjóðs iðnaðarins frá í fyrra, og spænskan verðlaunagrip: alþjóð- leg gæðaverðlaun, og aðrir verð- launaþegar eru ekki af verra tæ- inu. Kristinn Err fór og tók við þeim í Madríd. Viðurkenning er auðvitað vel þegin, enda fer sí- aukin kraftur í sölustarf. Næsta stórverkefni er sjávarút- vegssýningin í haust í Laugardals- höll þarsem Póllinn er auðvitað með bás; Jónas glottir: „slorsýn- ingin“. Póllinn gerir ennþá við útvörp, - en framleiðsla á tölvubúnaði er aðalmálið. Þjónusta við kaup- endur skipar líka stóran sess, á einum vegg er ótal litlum fánum stungið í Islandskort og sýna við- skiptamenn. Og í fyrirtækinu er farið að segja sögur af hinum nýju landpóstum: Halli var að leggja upp í þjónustuferð þegar Bfldudalur hringir: eitthvert klikk í forrituninni. Á Bíldudal er þriggja tíma keyrsla og illt í efni. Halli skellir á, fer í loftið á rell- unni, og eftir tíu mínútur vaggar hann vængjum utanvið skrifstofugluggana á frystihúsinu á Bíldudal og fleygir niður forritunardiskinum... NISSAN CHERRY Nissan Cherry kom best út _ 26. 5- Danska tímaritiö, Penge & j Piivatökonomi, sem gefiö er út af Börsen, geröi víötæka könnun á því hvaða bíll kæmi best út í rekstri 'j I væri miöað við þriggja ára tímabil, I 45 þúsund km akstur. í sínum verðflokki kom Nissan Cherry út sem sigurvegari með meðaltalsútgjöld 3,90 kr. á kílómetra og í annað sæti kom Nissan Sunny meö 4,07 kr. á km. Næstir í röðinni voru meðal annarra Ford Escort, Opel Kadett, Mazda 323, Toyota Corolla, Fiat Hitmo ES og VW Golf. ÞÚ GETUR VARIÐ PENINGUNUM ÞÍNUM VEL OG KEYPT NISSAN. ÞÁ ERTU ÖRUGGUR. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.