Þjóðviljinn - 13.07.1984, Síða 17

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Síða 17
LANDtÐ Fótboltinn Ætlum að fylgja FH ífyrstudeild Nýi malarvöllurinn bœtir aðstöðu ÍBÍ verulega. KSIþarfað „hugsa rœkilega“ um hag landsbyggðarfélaganna. Þaö rigndi duglega á malar- vellinum viö botn Skutuls- fjarðar föstudagskvöldið sem Framarar slógu ÍBÍ úr bikarn- um þrátt fyrir góð tilþrif græn- klæddra heimamanna, hættulegar sóknarlotur og markfæri í seinni hálfleik. „Það er alltaf sárt að tapa, en ég er ekki óhress“ sagði okk- ur Jakob Ólafsson á leiðinni úteftir að leik loknum. Hann er formaður Knattspyrnuráðs- ins. „Munurinn var ekki mikill og við áttum skilið að jafna“. - Við vorum ekki á grasvell- inum, - útaf bleytunni. Hann er ekki búinn að jafna sig eftir slæma kafla um daginn og vallar- stjóri sagði að völlurinn yrði önothæfur þrjá til fjóra leiki ef við lékjum þar núna. En við erum á móti því að spila á möl. Þið félluð strax niðrúr 1. deildinni ífyrra. Er ísafjarðarlið- ið fyrstudeildarlið eða annarrar- deildarlið? - Þessu er erfitt að svara. Munurinn á milli flestra liða í fyrstu deild og bestu liðanna í annarri er svo óskaplega lítill að það byggir á heppni hvorum megin liðin lenda. Það var óheppni hjá okkur að falla í fyrra, sem sést best á því að Vestmannaeyingar, sem féllu á kæru, eru núna fyrir neðan okkur í annarri deild. - Breytingar á liðinu, - jú það hættu fjórir fastamenn hjá okkur og fóru í önnur lið.Þetta er orðið algengt hjá liðunum núna að fjórir til fimm menn fari á hverju ári. Áður var hver maður hjá sínu félagi. En auðvitað spilar inní að liðið féll. Það koma koma menn í staðinn, þarámeðal að sunnan úr Kópavogi og Reykja- vík. Það er enginn fastur í sínu félagi lengur, menn meta sína stöðu og sjá út hvar þeir eiga besta möguleika. Þeir kæmu varla ef þeir gætu gengið að fastri stöðu í fyrstudeildarliði, en þeir eiga líka auðvelt með að komast í góða vinnu hér, það getur verið ákveðinn vandi fyrir sunnan. Nýr þjálfari, Gísli Magnússon úr Eyum? - Já, og reynist vel. Við höf- um lent í næstum árvissum vanda með þjálfara undanfarið, - feng- um Gísla ekki fyrren viku fyrir fyrsta leik í sumar og það háir auðvitað honum og liðinu. Æfingar? - Meistaraflokkurinn æfir á grasinu og kvennaliðið að nokkru leyti, en yngri flokkarnir allir á mölinni innfrá. Aðstaðan hér á vorin og veturna er slæm, malar- völlurinn á kafi í snjó, og innisal- urinn í sundhallarhúsinu mjög lít- ill, þetta hefur háð okkur geysi- lega. En nýi malarvöllurinn innaf grasinu ætti að bæta úr þessu. Annað sport en boltinn? - Það eru auðvitað skíðin yfir veturinn, og golf; sundið er líka mjög líflegt. Og körfubolti, en allir leikirnir hafa verið spilaðir fyrir sunnan nema í vor útí Bol- ungarvík. Handbolti? Nei, það var reynt eitthvað fyrir nokkrum árum en aðstaðan leyfir það ekki. - Þetta er mest fótbolti. Við höfum lagt áherslu á yngri flokk- ana, þar eru fyrstudeildarlið framtíðarinnar, - rekum núna knattspyrnuskóla fyrir sjötta flokk með góðri þátttöku. Svo erum við með fyrstudeildarlið í kvennaboltanum, - þetta er fjórða árið sem þær eru að og unnu sig uppúr annarri deild á tveimur árum, enda mikill áhugi. Það eru byrjaðar æfingar hjá yngri stelpum og von á góðu liði áfram. Suðvesturhornið er langsterk- ast í boltanum, - hvernig ganga landsbyggðarliði samskiptin við Faxaflóasvœðið ? -Við eigum mjög góð sam- skipti við félögin syðra. Við finn- um fyrir miklum mun á aðstöðu hjá til dæmis Reykjavíkurfélögunum og svo okkur útá landi. En við kennum félögunum ekki um það. Við vilj- um leyfa öllum flokkum að vera með í íslandsmótinu. Við eigum þá fimm leiki í hverjum flokki í Reykjavík og þurfum þaraðauki að fljúga þangað til að fara svo lengra, í Borgames, til Þorláks- hafnar, Grindavíkur, Hveragerðis... Stundum finnst okkur á mörkunum að þetta sé hægt. í meistaraflokknum eru tíu útileikir og í kvennaboltanum fimm og hver ferð kostar um 30 þúsund. - Eitt enn: Reykjavíkurfé- lögin taka flugvél á leigu útá land og láta hana bíða og fara með henni aftur heim. Ef við gerðum þetta þyrftum við að fá hana tóma frá Reykjavík og senda hana tóma til baka. Þetta verður ennþá verra í annarri deild en fyrstu, hún er miklu dreifðari um landið og þarf oft að fara utanvið allar flugáætlanir. - KSÍ þarf að fara að hugsa rækiiega um hvað hægt er að gera til að laga þetta. Við verðum að geta verið með, og þegar ég segi við er ég að tala um alla lands- byggðina. Komist þið uppí fyrstu aftur í sumar? - FH-ingar eru nánast búnir að tryggja sér sæti, en við ætlum að fylgja þeim upp. Hræddur við Völsunga? - Nei, við megum ekkert vera það! Þeir byrjuðu vel í fyrra líka, en svo datt botninn úr þessu hjá þeim. Okkur hefur ekki gengið nógu vel í sumar,vorum óheppnir að fá Gísla svona seint í þjálfunina, en núna er þetta að koma. Traust og vönduð hús r Otæmandi möguleikar Afgreiðslutími einingahúsa frá SAMTAKI er oftast 3 — 6 mánuðir. Þau er hægt að fá á öllum mögulegum byggingarstigum, allt frá því að vera fokheld til þess að vera fullþúin. Þau er hægt að flytja hvert á land sem er. Það kemur sér vel þar sem skortur er á iðnaðarmönnum. Engin tvö einingahús eru eins. Til þess eru valmögu- leikarnir allt of margir. Sérhvert hús er lagað til eftir þínum óskum. Einingahús eru því aldrei eins. Verð og greiðslukjör Hjá okkur kostar 124 m2 hús með milliveggjum og fullfrágengin að utan kr. 845.000. Lán Húsnæðisstofnun- ar er meira en kr. 649.000 fyrir 2 — 4 manna fjölskyldu. Greiðslukjör eru ávallt samningsatriði. Sláðu á þráðinn til okkar og við sendum þér upplýsingabækling okkar. Þar finnurðu örugglega hús sem þér hentar. Sýningarhús á Selfossi. SÍMI: 99-2333 AUSTURVEGI 38 I 800 SELFOSSI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.