Þjóðviljinn - 13.07.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Page 5
Dagur Þorleifsson skrifar valdhafar Sýrlands Assad Sýrlandsforseti og valdahópurinn kringum hann óttast valdamissi og tortímingu - enda eru þeir úr minnihluta hópi sem aðrir múhameðskir telja villumenn hina verstu UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Föstudagur 13. júli 1984 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Alavítar hafa ekki verið eins mikið í fréttunum undanfarið og Drúsar, grannar þeirra og trúbræður að vissu marki, en engu að síður hafa þeir upp á síðkastið látið mjög til sín taka í Trú og stjórnmál í heimi íslams Undarleg samfléttun trúar- bragða og stjórnmála er eitt af því sem mest einkennir Araba- lönd og önnur lönd íslams á undanförnum árum. Á síöastliðnum áratugum hefur orðiö í þessum hluta heims sem víða annarsstaðar mikil þjóðernis- vakning. Sjálfstæðum ríkjum (s- lams fjölgaði mjög og mörg þeirra urðu tiltölulega óháð þeim gömlu heimsveldum sem lengi höfðu ráðskast með þessar þjóðir. En um leið héldu ýmis vestræn áhrif- góð og ill - áfram að grafa undan hinum hefðbundna heimi (slams: í skemmtanalífi og klæðaburði, menntun og kvenfrelsi. Og þegar hin „veraldlega" þjóðernishyggja hefur komist í kreppu, þá er stutt í að þeir láti á sér kræla sem aðhyll- ast einhverskonar heittrúnað, vilja burtræk syndug og „heiðin" áhrif en gera boðskap spámannsins ekki aðeins að siðrænum fyrirmæl- um heldur og að lögbók. Sumir leiðtogar hafa fallið fyrir þessari hreyfingu, aðrir tekið sitthvað upp úr henni í Pakistan og Súdan, i Lí- býu og í Indónesíu. Hér er vikið nokkuð að þessu samkrulli og tekin dæmi af Sýrlandi og af klerkabyltingunni í (ran, en þar hefur þessi þróun gengið lengra en nokkursstaðar annars- staðar. —ÁB valdataflinu í Austurlöndunum nær, þar eð núverandi valdhafar Sýrlands eru úr þeirra hópi. Þóeruþeiraðeins rúmlegatíundi hluti íbúa landsins. Hinir eru flestir Súnnítar að trú, en einnig er þar talsvert af kristnum mönnum og Drúsum. Byggðir Alavíta hafa frá fornu fari einkum verið í fjalllendinu norðvestan til í Sýrlandi, á milli Miðjarðarhafsstrandar og fljótsins Orontes. Þeir sem lengst af verið heldur fátækir og vanþróaðir efna- hagslega, miðað við granna sína, og oftast nær staðið lægra í mannfélagsstiganum en ekki ein- ungis Súnnítar, heldur og til dæmis Drúsar. Á það sumpart rætur að rekja til þess, að í íslam hefur verið litið á þá sem villutrúarmenn og það af verra taginu. Landbúnaður hefur lengstum verið aðalatvinnu- vegur þeirra, ekki síst vínyrkja og tóbaksrækt. En þeir hafa og margir sest að í borgum í nágrenninu, einkum Latakíu, sem nú er helsta hafnarborg Sýrlands, og í Kilikíu (nú í Suður-Tyrklandi). Eftirstöðvar heiðninnar Alavítar eiga uppruna að rekja til þeirrar greinar Sjíasiðar, sem kennd er við ísmail ímam. En um þá líkt og Drúsa er það einnig að segja, að ræturnar liggja dýpra, eða til trúarbragða þeirra, er ríkj- • andi voru í löndunum fyrir Mið- jarðarhafsbotni fyrir tíð bæði krist- ins siðar og íslams. f tiltölulega af- skekktum og- torsóttum fjallahér- uðum hélt heiðnin velli lengur en annarsstaðar, og þegar fjallabú- arnir þar um síðir snerust til Mú- hameðstrúar, hafa þeir að líkind- um flestir gert það einkum fyrir sýndarsakir, til að fría sig við of- sóknir og önæði af hálfu múham- eðskra yfirvalda. Undir slíkum kringumstæðum var ekki nema eðlilegt, að þeir reyndu að halda sem mestu úr fyrri trú, þótt það væri nú klætt í íslamskan búning. Alavítar munu líkt og Drúsar hafa komið til sögunnar snemma á Skrúðganga í Damaskus undlr myndum af Assad: sanntrúaðir telja upphefð Alavíta gróft brot á lögmáli Allah. elleftu öld, þegar Sýrland var undir yfirráðum stórveldis Fatímídaætt- ar, er var ísmailstrúar. Á elleftu öldinni og þeirri tólftu virðast þeir hafa búið við tiltölulega góðan hag, enda þá undir stjórn Fatímída framan af og síðar ef til vill undir vernd þeirra frægu og alræmdu Assassína, sem einnig voru ísma- ilssinnar og áhrifamiklir í Sýrlandi á tólftu öld. En þröngt gerðist fyrir dyrum þeirra eftir að súnnísk ríki hófust aftur á þessum slóðum, þannig urðu þeir á þrettándu öld fyrir ofsóknum af hálfu Mamlúka, hermanna (og upphaflega þræla) af tyrkneskum og kákasískum ættum, sem þá voru orðnir alráðir í Eg- yptalandi og löndunum fyrir Mið- jarðarhafsbotni. í trú Alavíta er áreiðanlega tal- svert að finna úr guðvísinni (gnost- íkinni), sem mjög atti kappi við kristnina á lokakskeiði heiðninnar, en einnig úr eldri trúarbrögðum þar í löndum. Þeir skipta sögunni (eða tímanum) í sjö tímabil (eða tímahringi), og stendur sjöunda tímabilið nú yfir. Flvert tímabil hefur sinn guð, eða réttara sagt tekur hvert tímabil á sig mynd guðs. Talið er, að þetta eigi sum- part rætur að rekja til fornrar him- intungladýrkunar á þessum slóð- um, nánar tiltekið trú á sjö plánet- ur. Enginn er nema Ali guð íamailssinnar yfirleitt, sem og Drúsar og Alavítar, trúa því að á hverju tímabili hafi komið fram spámaður með ný trúarbrögð, og er sá kallaður natik („sá sem lætur í ljós, tjáir“). Hver natik margfaldar sjálfan sig í sjö persónur, og er sú þeirra, sem fyrst birtist, kölluð asas („grundvöllur"). Hjá ísmailssinn- um og Drúsum eru natikar æðri en asasar, en þessu er öfugt farið hjá Alavítum, því að hjá þeim eru asas- arnir fyrrnefndir guðir tíma- skeiðanna. Asasar Alavíta eru þeir Abel og Set Adamssynir, Jósef sonur Jakobs Israels, Jósúa ísrael- sleiðtogi, sá sem braut Jeríkó, Asaf, Pétur postuli (sem þeir kalla Sjema’ún, Símon) og Ali, tengda- sonur Múhameðs spámanns og sér- lega mikil persóna í öllum greinum Sjíasiðar. Engir hafa hann þó í slík- um hávegum sem Alavítar (það heiti á þeim er af nafni hans dreg- ið), því að hjá þeim er hann guð sjöunda og síðasta tímaskeiðsins og metinn hátt ofar sjálfum Mú- hameð. Þetta kemur best fram í trúarjátningu þeirra, en í henni er Ali settur í stað Allah, svo að hún hljóðar þannig: Enginn er guð nema Ali og Múhameð er spámað- ur hans. Natikar tímaskeiðanna sjö eru í Alavítasið þeir Adam, Nói, Jakob ísraelsfaðir, Mose, Salómó konungur, Jesús og Múhameð. Kristin áhrif kunna þannig að vera fyrir hendi hjá Alavítum, og má einnig í því sambandi nefna að þeir hafa sína eigin heilögu þrenn- ingu, sem í eru þeir Ali, Múhameð og Salman al-Farisi, fræg persóna í íslam. Hann var frani eða Persi, sem kom til Arabíu á dögum Mú- hameðs og varð einn af fyrstu fé- lögum hans. Hann varð síðan þjóð- hetja í íran, sem eðlilegt má kalla með hliðsjón af uppruna hans, og er einnig í sérlega miklum metum víða í Sjíasið utan þess lands. Alavítar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.