Þjóðviljinn - 13.07.1984, Page 15

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Page 15
LANDÐ Sigurður Hermannsson og Steindór Ólafsson Undir Óshlíð eru ýmsar varir og tóttir vermanna. Hér undir mynni Kálfadals lagði Jón Indíafari upp í reisu sina fræga. Hann var frá Svarthömrum í Álftafirði innar í Djúpi en var hér t veri og komst í enska duggu. Hallgrímur Guðf innsson sýnir f jöruna sem hann teiur útræði Indíaf arans og lætur þess getið að frá Jóni sé kominn í tíunda lið Kjartan sá Ólafsson sem að réttu ætti að vera fyrsti þingmaður Vestfirðinga. Vegir Óshlíðar- viðgerð að Ijúka Vegurinn lœkkaður og færðurfrá. 60þúsund rúmmetrum efnis ekið í veginn. Verkamenn á hlaup- um undan grjóthrun- inu. Þaö var heppni aö hitta vegavinnumenn að störfum undir Óshlíð um miðjan dag, - þeir eru yfirleitt að á nóttunni og loka þá veginum. Hafa ver- ið í mánuð og eru að klára, verkið gengið greiðlega og ætti að vera lokið um miðjan júlí. Á tveimur köflum hefur Ós- hlíðarvegur verið lækkaður og færður frá berginu um vegbreidd, samtals einn og hálfur kílómetri. Sextíu þúsund rúmmetrum efnis var ekið í veginn fyrstu þrjár vik- urnar, síðan upphófust spreng- ingar og vélherinn hóf árásir: tvær ýtur, fjórar skóflur, belta- grafa, tveir grjótbflar, veghefill, loftpressa, „haki og járnkall“ bæta þeir við Sigurður verkstjóri Hermannsson og Steindór Ólafs- son á gröfunni. Þeir hafa verið fimmtán í þessu, frá ístaki, allir að sunnan og hafa aðsetur í Bol- ungarvík.- Það eru hafðir reyk- víkingar við þetta, sagði okk- ur heimamaður, mannslífið er of dýrmætt á Vestfjörðum. Óshlíðin er raunar enginn sunnudagaskóli, „það er alltaf standandi grjótflug á veginn", sagði Sigurður, og það hrynur yfir menn að vinna í þessu, við höfum verið á hlaupum uppúr skurðinum undan grjótinu. En skurðurinn dugar vonandi eitthvað, tveir og hálfur metri á dýpt og átta metra breiður. skapið má ekki gleymast heima undir nokkrum kring-^igupg^Q^f, umstæðum. WrAd MGfTAi EINKATðlVA . 1EKKIRTIILITTIL SERÞARFAHVERSOGEINS Við teljum að það sé liðin tíð að fólk sætti sig við takmarkanir einkatölvu (personal computer), sem hönnuð er til að henta sem flestum, án þess að taka tillit til sér- þarfa hvers og eins. Þess vegna býður DIGITAL 3 tegundir af einkatölvum; Rainbow 100 og Professional 325 og 350. DIGITAL einkatölvur er mjög auðvelt að tengja saman í net eða nota sem útstöðvar við stærri tölv- ur. DIGITAL býður fullkomið kerfi fyrir einkatölvun (personal com- puting), kerfi sem sameinar vélbún- að af hæsta gæðaflokki og hugbún- að af bestu gerð. DIGITAL einka- tölva er afkastameiri, einfaldari í notkun og betur búin að flestu leiti en nokkur önnur einkatölva á markaðnum. DIGITAL einkatölva hefur fengið hin eftirsóttu verðlaun fyrir hönnun, rekstraröryggi og þægi- lega notkun, frá Die Gute Industrie- form í Hannover. ________________ Hún er auð- veld í notkun. Lítill skermur og létt lykla- , " ^ borð eru fyrir- ferðalítil á skrifborðinu og kalla hvorki á viðbótarrými, né kaup á aukahlutum sem margar aðrar tölv- ur krefjast. Pú getur fengið 132 stafi í línu í stað 40 eða 80 eins og á öðrum tölvum. Petta gerir þér kleift, t.d. þegar þú notar MULTIPLAN áætl- unarforritið, að sjá allt árið á skerminum. DIGITAL einkatölvan hefur forrit sem kennir þér á nokkrum mínútum, hvernig nota á tölvuna. Þú þarft því ekki lengur að fletta mörg hundruð blaðsíðna bækling- um til þess að læra á tölvu. T - KOS (Tölvudeild Kristján Ó. Skagfjörð h.f.)leggur áherslu á að r ii i i i c /1 í í ww \ \ \ •; v», s < l i l i i i" i 1 i i Í Hfe t EU öll þjónusta við vél-og hugbúnað DIGITAL tölva, uppfylli til fulls þær kröfur sem gerðar eru á íslensk- um tölvumarkaði. Hkristján ó SKAGFJÖRD HF Tölvudeild, Hólmaslóð4,101 Reykjavik s.24120 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.