Þjóðviljinn - 13.07.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Síða 6
HEIMURINN Lausar stöður Á skattstofu Vestfjarða er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984. Lausar stöður Á skattstofunni í Reykjavík eru lausar til umsóknar fjórar stöður fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsyn- legt er að umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 9. júlí 1984. Lausar stöður Á skattstofu Reykjanesumdæmis eru lausar til um- sóknar fjórar stöður fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðend- ur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða við- skiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984. Iðntæknistofnun íslands Lokað verður vegna sumarleyfa 16. júlí - 3. ágúst. Þeim, sem nauðsynlega þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda, er bent á að hringja til Skrifstofu Rannsóknar- stofnana atvinnuveganna, sími 26588. I^l Kópavogsbúar - Grænlandsferð Nokkrum Kópavogsbúum gefst kostur á að heimsækja vinabæ Kópavogs á Grænlandi, Ang- magssalik, og dvelja þar vikuna 31. júlí 7. ágúst. Nánari upplýsingar gefur Ásthildur Pétursdóttir í síma 40159. Vinabæjarnefnd Kópavogskaupstaðar Útför mannsins míns Jóns Sigurðssonar fyrrverandi formanns Sjómannasambands íslands fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. júlí nk. kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Jóhanna Guðmundsdóttir. Eiginmaður minn, Ragnar Jónsson, forstjóri lést á Borgarspítalanum 11. júlí. Björg Ellingsen börn og tengdabörn Upphefd frá Frakklandi Sem fyrr er ritað, voru Alavítar yfirleitt í litlum metum frá því að valdatíð ísmailssinna lauk í Sýr- landi. f ríki Mamlúka og síðar ósmans-Tyrkja var yfirstéttin þar súnnísk, en annarrar trúar menn, hvort heldur þeir voru kristnir eða af múhameðskum „sértrúarflokk- um“, urðu að sætta sig við að vera annars flokks þegnar og máttu þakka fyrir ef þeir sluppu við of- sóknir. En hagur Alavíta hækkaði skyndilega eftir fyrri heimsstyrj- öld, er Frakkar tóku við stjórn í Sýrlandi. Súnnítar tóku þeirri breytingu af engri vinsemd; hin gamalgróna yfirstétt úr þeirra hópi óttaðist valdamissi og horfði með söknuði um öxl til Tyrkjatímans, auk þess sem margir Súnnítar, einkum þeir sem einhverja menntun höfðu hlotið, hölluðust að arabískri þjóðernishyggju, er þá var farið að vaxa fiskur um hrygg og beindist nú gegn Evrópu- i mönnum. Frakkar hlóðu því undir Alavíta, sem litla ástæðu höfðu til að sakna Tyrkjatímans og litu því svo á, að þeir hefðu allt að vinna með því að koma sér vel við hina nýju hús- . bændur. Tóku Frakkar þá einkum í her þann, er þeir höfðu til gæslu í Sýrlandi, en þann her tók hið , sjálfstæða Sýrland í arf, er það varð til íheimsstyrjöldinni síðari. Víðast hvar í þriðja heiminum fara saman vopn og völd, og það gildir um Sýr- land. Þegar Frakkar fóru þaðan á brott, voru Alavítar þegar miklu eða mestu ráðandi í hernum, og í gegnum herinn náðu þeir síðan völdum í Baþflokknum, ríkisflokki landsins undanfarin ár, og þar með j í ríkisstjórninni. (Upphaflega voru i aðrir en Alavítar mestu ráðandi í J þeim flokki, ekki síst menntamenn j af kristnum ættum.) Súnnítar brugðust stórilla við þessum gangi mála. Þeir sjálfir, valdhafar landsins um langan aldur og þar að auki mikill meirihluti íbúa þess, voru nú völdum sviptir að mestu, en Alavítar, sem í alda- raðir höfðu verið hafðir í hvað mestu forakti af landsmönnum, sportuðu sig nú á valdastólum. Illt verra - eða jafnvel miklu verra - gerði að mati Súnníta, að Alavítar voru að þeirra dómi miklir villu- menn; raunar munu þeir varla eða alls ekki taldir til Múhameðinga í Súnnasið. Samkvæmt íslömskum réttrúnaði eiga pólitísk völd að vera í höndum sanntrúaðra Mú- hameðinga einna, og því lá beint við fyrir Súnníta að telja upphefð Alavíta gróft brot á lögmáli Allah. Þar að auki hafa margir íhalds- samir og strangtrúaðir Súnnítar ill- an bifur á Baþflokknum sem slík- um. í stefnuskrá flokks þessa vefst saman einskonar sósíalismi, ara- bísk þjóðernishyggja og veraldar- hyggja; í því síðastnefnda felst, að flokkurinn vill halda stjórnmálum og trúarbrögðum aðskildum og fullt pólitískt jafnrétti fyrir alla trúarflokka. Sú afstaða er að sjálf- sögðu í hag minnihlutatrúarflokk- um eins og kristnum mönnum og Alavítum, en einmitt hún er mörg- um Súnnítum þyrnir í augum, þar eð þeir líta svo á, að samkvæmt íslamskri hefð eigi þeirra trú að hafa tvímælalausan forgang fram- yfir aðra. Ógnaröld Forustu í andófi Súnníta gegn hinni alavísku Baþistastjórn Ass- ads forseta tók fljótlega íslamska bræðralagið svokallaða, sem mikið fylgi hefur í Sýrlandi og Egypta- landi. Bræðralag þetta er eitt þeirra samtaká, sem mest hefur borið á í strangtrúarhreyfingu þeirri. sem undanfarið hefur verið svo ofarlega á baugi í Islams- löndum, og það herskáasta af þeim öllum, mikið fyrir manndráp og önnur hryðjuverk. Það þykir og hafa talsverðan svip af dervisjum, dultrúarkenndum reglum innan fs- lams. Iðkanir sumra þeirra hópa að minnsta kosti ganga talsvert út á það að falla í einskonar leiðslu, verða frá sér numinn, ganga jafnvel berserksgang, ef þannig stendur á. Þegar þesskonar iðkanir eru samfara bjargfastri trú á algert réttmæti og heilagleika málstaðar þess, er barist er fyrir, og sannfæringu um eilífa sælu og para- dísarvist fyrir hvern þann, sem deyr í þágu hugsjónarinnar, má lík- legt telja að með þeim sé hægt að framleiða skæruliða og hryðju- verkamenn, sem fátt eða ekkert láti hræða sig frá ætlunarverkum sínum. Innrás Sýrlendinga í Líbanon, sem upphaflega var gerð til hjálpar kristnum mönnum þarlendis, er voru þá að þrotum komnir í viður- eign sinni við Palestínumenn og lí- banska bandamenn þeirra, virðist hafa magnað mjög andófið gegn stjórn Assads, enda súnnískir Sýr- lendingar yfirleitt á bandi Palest- ínumanna (sem að meirihluta til eru Súnnítar) og líbanskra Mú- hameðstrúarmanna. Hófst nú mögnuð hryðjuverkaalda, senni- lega fyrst og fremst af völdum ís- lamska bræðralagsins, sem tók á sig svip útrýmingarherferðar gegn Alavítum í stjórnkerfi, her og leyniþjónustu. Herforingjar af Súnnatrú virðast hafa verið í makki við bræðralagið, og stundum kom- ust átökin á það stig, að jaðraði við borgarastyrjöld. Eitt mesta hryðj- uverk sitt frömdu bræðralagsmenn íjúní 1979, ervopnaðirmenn rudd- ust inn í herforingjaskólann í Al- eppó og skutu til bana sextíu og þrjá menn af Alavítatrú. Yfirleitt var óöldin mest í norðurhluta landsins, ekki síst í borgunum Al- eppó, Hama og Latakíu og víðar á svæðunt í námunda við helstu byggðir Alavíta. Stjórnin svaraði fyrir sig af fullu vægðarleysi, þann- ig kvað herinn í ársbyrjun 1981 hafa drepið um tvö hundruð stjórn- arandstæðinga, sennilega bræðra- lagsmenn eða stuðningsmenn þeirra í Aleppó, og í mars sama ár strádrápu hermenn um fimm hundruð fanga í fangelsum Palmýr- uborgar. Átökin virðast hafa náð hámarki í ársbyrjun 1982. I janúar það ár voru um fimmtíu herforingj- ar, sennilega Súnnítar, teknir af lífi, að sögn vegna hlutdeildar í samsæri gegn stjórn Assads. í fe- brúarbyrjun kom til beinnar upp- reisnar í Hama og voru nokkrir tugir hermanna þá drepnir. Um- kringdu hersveitir þá borgina, lögðu um fjórðung hennar í rústir og drápu um þrjátíu þúsund manns, samkvæmt ágiskun frétta- manna. Tilgangur Sýrlandsstjórnar með þessum ógnaraðförum virðist eink- um vera sá, að sýna íslamska bræðralaginu og raunar Súnnítum landsins í heild fram á, að hryðju- verkaherferðin gegn stjórninni borgi sig ekki; fyrir hverja tíu stjórnarmenn, sem skotnir séu eða sprengdir í loft upp, muni stjórnin slátra hundrað eða þúsund af bræðralagsmönnum eða kannski bara einhverjum, sem líklegir kunna að þykja til að hafa samúð með þeim. Einhvern árangur kann þessi aðferð að hafa borið í svipinn, því að síðastliðið ár hefur tiltölu- lega lítið frést af hermdarverkum gegn stjórninni í Sýrlandi. Dauðadómur stórmúftans í ógnarstjórninni lýsir sér ótti valdahópsins kringum Assad við valdamissi og útrýmingu. Með sér hafa þeir Assad Alavíta, trúbræður sína, en ekki marga aðra. Á bakvið stefnu þeirra, jafnt í innanríkis- og utanríkismálum, sem fylgt hefur verið fram af miskunnarleysi og klókindum, má greina hugarfar fá- menns trúarflokks, sem engum treystir nema sjálfum sér og leitast kerfisbundið við að hindra myndun hverskyns bandalaga á svæðinu umhverfis sig. Assad og félagar hans hafa reynt að koma sér í álit í Arabaheiminum með harðlínuaf- stöðu gagnvart Israel og með því að reyna að láta líta svo út, að þeir séu sérstakir verndarar Palestínu- manna, en þar eð þeir óttast hugs- anlega samstöðu PLO og stjórnar- andstöðuaðila í Sýrlandi, gera þeir sér allt far um að hindra, að PLO eflist stórlega, brugðu þannig fæti fyrir Palestínumenn í Líbanon og hafa seint og snemma stuðlað að klofningi í röðum þeirra. í sam- ræmi við þetta lítur Sýrlandsstjórn batnandi samkomulag Palestínu- manna og Hússeins Jórdaníukon- ungs illu auga og er í því sambandi grunuð um að róa undir óspektir í Jórdaníu. Kannski óttast Assad og hans menn ntest af öllu, að á lagg- irnar komist einskonar súnnískt bandalag Jórdaníu, Palestínu- manna og Múhameðstrúarmanna í Líbanon, en slíku bandalagi væri trúandi til að efla súnnísku stjórn- arandstöðuna í Sýrlandi. Samstaða Palestínumanna og líbanskra sam- taka, sem sækja liðsstyrk sinn eink- um til Súnníta, sýnir að þessi ótti er ekki ástæðulaus; þannig börðust lí- banskir Súnnítar með Arafat í Trípólí nýverið Og stórmúftinn af Jerúsalem, helsti trúarleitogi súnnískra Palestínumanna, tók ný- lega beinlínis afstöðu með ísl- amska bræðralaginu með því að bannfæra Assad og hvetja opin- skátt til þess, að hann yrði myrtur. Hét stórmúftinn því um leið að hver sá er banaði Sýrlandsforseta og léti sjálfur lífið fyrir vikið, skyldi komast tafarlaust til Paradísar. í Líbanon hafa Assad og hans menn frá upphafi leitast við að deila og drottna, stutt hina ýmsu aðila til skiptis og reynt að hindra, að nokkur ein fylking yrði hinum yfirsterkari. Þar hafa þeir hegðað sér af sama purkunarleysinu og heimafyrir, stilltu þannig fallbyssur stórskotaliðs síns beint á íbúða- hverfin í Austur-Beirút og Zahle, þegar þeir voru að reyna að berja kristna menn til hlýðni, og grunur leikur á, að leyniþjónusta þeirra hafi ráðið af dögum ýmsa þá leið- toga líbanska, sem mest sópaði að og líklegastir voru til sterkrar for- ustu, svo sem Kamal Júmblatt, leiðtoga Drúsa, og bróður Gemay- els, núverandi Líbanonsforseta. Hryðjuverkahópar þeir, sem und- anfarið hafa mest beitt sér gegn Bandaríkjamönnum og Frökkum þarlendis, kunna einnig að njóta stuðnings sýrlensku leyniþjónust- unnar. dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júlí 1984 Beirut eftir sýrlenska stórskotahríð í Líbanon og víðar reyna Alavítar að della og drottna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.