Þjóðviljinn - 13.07.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Page 9
Fagranesið Þarfur þjónn Djúpbænd- um — og ferðalöng- um Það hafa ekki alltaf verið greiðfærir akvegir um firðina við Djúp, - og enn er krókótt og seinfarið á bílum um dreifða byggð. Enn er djúp- báturinn því einn helstur far- kostur á þessum slóðum. Fagranesið flytur aðdrætti bænda sem fyrr, en ferða- mennska er orðinn annar burðarás í dagskránni. Það tekur bátinn hátt í dægur að ösla milli viðkomustaða í þriðjudagsferð sinni. Vigur, Bæir, Æðey, Ögur, Melgraseyri, Amgerðareyri, Reykjanes, Vatnsfjörður, Eyri í Mjóafirði. Styttri ferðin á föstudögum, ísa- fjörður - Vigur - Æðey - Bæir, er mikið notuð til að flytja bfla yfir á Snæfjallaströndina, segja báts- menn og tekur um fimm tíma. í sumar er svo farið á Horn- strandir, Aðalvík, Fljótavík, Hornvík, og jafnvel í Fumfjörð og Reykjafjörð; vistir fluttar til sumarbænda og tekinn reka- viður. Ferðamenn eru tíðir í öllum siglingum bátsins á sumrin að sögn Reynis Ingasonar á skrif- stofu Djúpbátsins, sérstaklega í Hornstrandaferðum, - og það hefur aukist mjög að hópar taki bátinn á leigu til ferðalaga. Skip- stjóri á Fagranesinu er Hjalti Hjaltason. Bolungarvík Hegnt fyrir að flýja ekki Kláruðu kvótann í maí og verða að leggja bátnum frammað áramótum, — en aðrir nýta ekki sinn skammt Guðmundur: fyrir neðan aliar hellur. Guömundur Rósmundsson í Bolungarvík gerir út Pál Helga, 29 tonna, og er ómyrk- ur í máli um kvótakerfið: - Við vorum búnir fimmtánda maí með kvótann, 119 tonn, og þá er ekkert að gera annað en að leggja bátnum fram að ára- mótum. Það er búið að gera allt sem hægt er að gera, tala við ráð- herra og þingmenn en ekkert hef- ur gengið, og við sjáum ekki fram á annað en að hér verði gjald- þrot. Það eru fjórar fjölskyldur í kringum þetta. Ég er með verkun hérna líka og hún getur ekki staðið verkefna- laus þangað til á næsta ári. - Hvemig í þessu liggur, já, - það er góð spurning. í>að liggur í því að við erum búnir að vera hér með bátinn undanfarin tvö ár. Föstudagur 13. júli 1984 PJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.