Þjóðviljinn - 13.07.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Side 8
Landnytjar eftir Lísu K. Guðjónsdóttur Mosfellssveit: Grafíkmyndir Lísu K. Guðjónsdóttur Héraðsbókasafnið í Mosfells- sveit hefur tekið upp þá nýbreytni að undanförnu að hafa standandi myndlistarsýningar í húsakynn- um sínum en þau eru við hliðina á Pósti og síma í Mosfellssveit. Nú stendur yfir sýning á grafík- myndum Lísu K. Guðjónsdóttur og er hún opin alla virka daga kl. 13-20. Lísa lauk prófi úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1976 og hefur tekið þátt í mörgum samsýningum heima og erlendis síðan. Á þessu ári hefur hún svo haldið þrjár einkasýning- ar, ef þessi er talin með. Sú fyrsta var í bókasafninu á ísafirði, þá önnur í matsal fjármálaráðuneyt- isins. Sýningin í Mosfellssveit stendur til 10. ágúst. -GFr. Árbæjarsafn: Færeysk sýning Nú um helgina verður opnuð sýning í Eimreiðarsalnum í Ár- bæjarsafni og er hún frá Fær- eyjum. Nefnist hún Fiskafólk og fjallar um líf og störf fólks í Fær- eyjum á árabilinu 1920-1940. Ár- bæjarsafn er opið kl. 13.30-18 alla daga nema mánudaga. Á morgun, laugardag, kl. 15.30 leika Keltar þjóðlagatónlist og á sunnudag koma norrænir þjóðdansahópar og dansa á tún- inu kl. 15 ef veður leyfir. Dillons- hús hefur nú verið opnað á ný eftir viðgerðir og eru kaffiveiting- ar í því. -GFr Dillonshús hefur nú verið opnað á ný eftir viðgerð og þar eru kaffiveitingar. UM HELGINA Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Skoðunarferð um nágrenni Grindavíkur Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fer í náttúrskoðunar- og söguferð um nágrenni Grindavík- ur laugardaginn 14. júlí kl. 13.30 frá Norræna húsinu og kl. 14.30 frá Festi, Grindavík. Þar sem Grindvíkingar sem áhuga hafa á ferðinni geta komið í bílinn. Áætlað er að ferðinni Ijúki milli kl. 19.00 og 20.00. Fargjald er 200 kr., frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir eru velkomnir. Leiðsögumenn verða Jón Jóns- son jarðfræðingur er fer yfir jarð- fræði svæðisins og nýtingu jarð- varmans. Líffræðingarnir Björn Gunnlaugsson og Eva Þorvalds- dóttir fræða okkur um gróðurfar og dýralíf almennt. Sögu og ör- nefnafróðir menn verða með í ferðinni. Auk þessa fáum við gesti í bílinn til okkar. Ekið verður í gegnum Grinda- víkurkaupstað austur Þorkötlu- staðanes en þar eru óvenju fjöl- breyttar minjar frá fyrstu árum vélbátaútgerðarinnar í Grinda- vík. Frá Nesinu er einnig mjög gott útsýni yfir Hraunsvíkina og strandlengjuna frá Festarfjalli (Siglubergsfjalli) austur á Krýsu- víkurberg. Frá Þorkötlustaðanesi verður ekið vestur á Gerðis- tanga, þar skoðaðar merkilegar bæjarrústir frá síðustu öld. Síðan verða rifjuð upp örnefni við Arfadalsvík frá tímum einokun- arverslunar. Því næst komið við í Einisdal, fallegri hraunkvos með lítilli tjörn. Þaðan gengið að Gerðavallabrunnum og sérstætt lífríki skoðað í Rásinni. Þar er einnig að finna ævagamlar rústir en á sjávarkambinum þar suður af eru sérkennilegir lágbarnir steinar sem nefndir eru Hást- einar. Þar næst verður haldið upp á Baðsvelli og í Selskog. Bláa lónið og Orkuver Suðurnesja heim- sótt. Farið verður síðan út í Eld- vörp að næst kraftmestu borholu heims, og litið á flóruna þar í kring en ferðinni líkur með stuttri gönguferð að merkilegum rúst- um eftir útilegumenn, sem fund- ust um miðja síðustu öld og engar sagnir eru um. Litið verður á um- hverfi tveggja fyrirtækja þar sem umgengni er til fyrirmyndar. Einnig verður gengið um svæði er nýiega voru framin náttúruspjöll af gáleysi en lagfæring er þegar í undirbúningi. Grindavík hefur upp á margt merkilegt að bjóða. Strand- lengjusvæðið er með fjölbreyttu lífríki sem lítið hefur verið kann- að. Þá virðast hverfin vera óvenju rik af ýmiskonar mannvistarminjum sem einnig Barokk í Að venju verða haldnir „Sumartónleikar í Skálholts- kirkju“ fjórar hclgar í júlí og ág- úst. Fyrsta tónleikahelgin að þessu sinni verður n.k. laugardag og sunnudag 14. og 15. júlí. Þetta er tíunda sumarið sem efnt er til „Sumartónleika í Skálholtskirkju.“ Tónleikarnir standa yfir í um 45-50 mínútur og eru ætlaðir ferðalöngum er dvelj- ast vilja um stund í kirkjunni og njóta hljómburðar hennar. Að þessu sinni verður leikið á blokkflautu, barokkfiðlu, trom- pet, gítar, lútu, viola da gamba, sembal og orgel í kirkjunni og er ný efnisskrá um hverja helgi. Næstkomandi tónleikahelgi verða flytjendur Camilla Söder- berg blokkflautuleikari, Snorri hafa verið lítt kannaðar og er brýn nauðsyn að vernda þær þar til það hefur verið gert. Svo má ekki gleyma fegurð hraunanna og mosaþembunnar sem klæðir þau. Náttúrufræðisafn til kynningar á jarðfræði og lífríki svæðisins er ekki fyrir hendi, byggðasafn ekki heldur, en áhugamenn hafa safn- að hlutum frá fyrri tíð. Elsta hús byggðarinnar frá 1868 er enn hægt að varðveita. Áhugamaður í Alþýðubankanum á Akureyri stendur nú yfir kynning á verkum eftir Örlyg Kristfinnsson og er kynningin haldin í samráði við Menningarsamtök Norðlend- inga. Skálholti Örn Snorrason lútuleikari og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir er leikur á viola da gamba. Munu þau leika einleiks- og kammer- verk frá barokktímanum. Að loknum Skálholtstón- leikum leggja þau upp í tónleika- för til Svíþjóðar og Áusturríkis. Flytjendur auk ofangreindra á Skálholtstónleikunum í sumar verða Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari, Michael Shelton fiðluleikari, Pétur Jónasson gít- arleikari, Roy Wheldon, gömbu- leikari, Helga Ingólfsdóttir sem- balleikari og Orthulf Prunner orgelleikari. Eins og fyrr segir hefjast tón- leikarnir kl. 16 og er aðgangur ókeypis. hefur síðastliðin tíu ar tekið upp viðtöl við ýmsa eldri Grindvík- inga um fyrri tíð og þar með bjargað mjög merkilegu efni. Sérstakt félag áhugamanna um náttúru- og umhverfisvernd er ekki starfandi á svæðinu. Rétt er að geta þess að Ferða- félag íslands kynnir svæðið vest- an Grindavíkur með tveimur gönguferðum á sunnudag. Þá verður m.a. farið út á Reykjanes. Örlygur Kristfinnsson er Siglfirðingur, hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1969-1973. Örlygur hefur haldið fjórar einkasýningar, þrjár á Siglufirði og eina í Reykjavík, einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum, á Húsavík, Akureyri, Blönduósi og í Finnlandi. Kynningin á verk- um Örlygs stendur í tvo mánuði. Óperan: Söngdagskrá í kvöld í kvöld kl. 21.00 verður ís- lenska óperan í annað skipti í sumar með svokallað sumarpró- gram á fjölunum. Þar er um að ræða söngdagskrá með íslenskum þjóðlögum og ættjarðarlögum ásamt atriðum úr óperum og óperettum. Meðal einsöngvara í kvöld eru Ólöf K. Harðardóttir og Kristín S. Sig- tryggsdóttir en auk þeirra kemur fram kór íslensku óperunnar. Stjórnandi er Garðar Cortes og undirleikari Þóra Fríða Sæm- undsdóttir. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. júlí 1984 Sumartónleikar: örlygur Kristfinnsson við eitt verka sinna. Örlygur í Alþýðubanka

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.