Þjóðviljinn - 13.07.1984, Síða 2

Þjóðviljinn - 13.07.1984, Síða 2
„Fólk kaupir miklu minna í sumar en undanfarin ár, hvort sem er í rigningu eöa sólarblíðunni. Þetta er 4. sumarið sem ég er hérna á útimarkaðnum og það hefur verið mjög algengt að ömmur hafi keypt hjá mér til jólanna. Prjónafatnað á barnabörnin sem ég geri sjálf og sel hérna mun ódýrara en í búðum“, sagði Helga Aöalsteinsdóttir sem var að setja upp vagn með prjónavörum og tjalda yfir hann. „Mér finnst mun minna af útlendingum í miðbænum heldur en ég hef átt að venjast síöustu sumur", sagði Helga prjónakona og sölukona. mynd - eik.___________________________________________________________________________ Það er auðvelt að láta sér líða vel í hita og logni þótt hellirigni ef maður á góða regnhlíf. Sumir kjósa að fá sér smók og skoöa í búðarglugga meðan hlustað er á regnið drjúpa á hvolfþakið. mynd-eik. Veðrið Regnhlífatíð „Þessa viku hefur geysimikið verið spurt eftir regnhlífum og er allt uppselt að verða. Síðustu daga hefur hellirignt án þess að stormar blási úr öllum áttum. Það hefur verið fljúgandi sala á regnhlífum í sumar“, sagði Guð- ríður Sigurðardóttir í Regnhlífa- búðinni við Þjóðviljann í gær. Guðríður hefur rekið Regn- hlífabúðina í áratugi. Hún sagðist engan veginn hafa átt von á því- líkri sölu enda erfitt að nota slík hjálpartæki í regni í suðaustan áttinni. „Meðalverð á regnhlíf er um 800 krónur. Við erum með mun ódýrari allt niður í 370 krónur og einnig upp yfir 1000 krónur. Teinafjöldinn og styrkleiki þeirra skiptir máli upp á endingu regn- hlífanna", sagði Guðríður. „Mörgum finnst eftirsóknar- vert að eignast vandaða regnhlíf sem endist helst í áratugi. Aðrir vilja ekki leggja í mikinn kostn- að. Fólk verður bara að athuga að ódýrustu hiífarnar eru gjarnan veikbyggðar og fjúka upp við minnsta vindgust. Einnig er stundum erfitt að opna þær. Við flytjum inn regnhlífar frá Frakk- landi. Verðum að leysa út úr tolli núna því það er hreinlega ekkert eftir í búðinni í þessari regnhlífa- tíð“, sagði eigandi Regnhlífabúð- arinnar, „því auðvitað verður búðin að standa undir nafni“. -jP Því er ekki að neita að stíll er yfir regnhlífunum. Hægt er að fá ódýrar regnhlífar frá Hong Kong en verðið er algengast um 800 krónur. mynd - eik. GLÆSILEGT URVAL HÚSGAGNA TVEIMUR HÆÐUM RAFTÆKI - RAFLJOS Íog rufbunuður'. k Ruftækjadeild || h.i ð JH^ z Táá markaðsverði. 2 JÁ 0PIÐ í KVÖLD TIL KL. 22 ÍÖLLUM OEILDUM. L0KAÐ Á LAUGAR- DÖGUM í SUMAR Glæsilegt úrval leðursófasetta í húsgagnadeild, 3. hæð. JL-PORTIÐ næg bílastæði JL-GRILLIÐ Grillrettir allan daginn /£k £k A £k A A Muniö okkar hagstæöu greiðsluskilmála Jón Loftsson hf. f""l»T'' IyT 1 fii i' k . m jij.j-i i ; -I' JU IJ l i n- 33 EUOOCAOD Hringbraut 121 Simi 10 600 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.