Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 2
Hvað segja þau um kennaradeiluna? Þjóöviljinn brá sér niöur í Menntaskólann viö Sund og spuröi nokkra kennara og full- trúa nemenda um afstööu þeirra til yfirstandandi kjaradeilu og yf- irvofandi uppsagnar meirihluta kennara. Nær allir kennarar sem urðu á vegi okkar voru ákveðnir í aö hætta vinnu 1. mars ef ekki fengist viðunandi lausn úr kjara- dómi. Hafþór Guöjónsson, Jón Hjaltason og Magnús Þorkelsson. Guðmundur Jónsson Þorgerður Guðmundsdóttir: Nemendafélög framhaldsskólanna taka ekki pólit- íska afstöðu til deilunnar. Guðmundur Jónsson Ekki hræddur við iögsókn Ef úrskurður kjaradóms verð- ur ekki viðunandi mun ég ganga út, sagði Guðmundur Jónsson kennari við Menntaskólann við Sund. Ertu ekki hrœddur um að verða lögsóttur fyrir bragðið? Nei, ekki hræðist ég það. Það verður ekki hægt að semja við okkur kennara nema frá því verði gengið að svo verði ekki. Hefur þú leitað þér að artnarri vinnu? Nei. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir skólastarfið? Skólarnir hafa ekki gert neinar ráðstafanir og ég held að menn hafi í rauninni ekki horfst í augu við þennan möguleika. Menn neita að trúa því að málið verði ekki leyst. Við bíðum og sjáum hvað setur, síðasta bréf Ragn- hildar verður ekki til þess að raska ró okkar. -ólg. Þorgerður Guðmundsdóttir Tökaat ekki politíska afstöðu Það er okkar hagsmunamál að kennsla falli ekki niður, og Ne- mendafélög framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu hafa farið þess á leit við báða aðila í deilunni að þeir sjái til um að svo verði ekki, sagði Þorgerður Guð- mundsdóttir formaður Nem- endafélags Menntaskólans við Sund. Við viljum ekki taka pólit- íska afstöðu í þessu máli, en við áteljum hvað lítið hefur verið gert til að leysa deiluna og okkur finnst að þessar deilur eigi ekki að bitna á okkur. Það er ekki bætandi á þá röskun sem varð á kennslunni í haust. Við erum hér að undirbúa Þorravöku, en óvíst er um framhald hennar ef kenn- ararnir ganga út. —<>lg- Þetta er orðið meira labbið á fólkinu. Fyrst voru það friðar- göngur og nú eru það heims- göngur og útgöngur. Magnús Þorkelsson Mun ganga út ef... Menntamálaráðherra hefur haft uppsagnir okkar undir hönd- um síðan 1. desember, og ég tel of seint af stað farið að grípa til þess nú að fara að framlengja uppsagnarfrestinum, sagði Magnús Þorkelsson kennari. Ég hef ekki ákveðið mig enn að öðru leyti en því að verði úrskurður Kjaradóms óhagstæður þá mun ég ganga út. Jón Hjaltason Lögfræði- þref í stað aðgerða Jón Hjaltason háskólanemi var í æfingakennslu í Mennta- skólanum við Sund. Ég styð kennarana að sjálfsögðu í þeirra baráttu, sagði Jón, en mér sýnist á ýmsu að þessi deila stefni í það að verða rifrildi um túlkun á lögum í stað þess að snerta kjarna málsins, sem er kjör kennara. Það er eins og lögfræðingarnir séu að skaffa sér atvinnu með þessu þrefi, og það væri miður ef það yrði til þess að tefja fyrir lausn málsins. -ólg. Hafþór Guðjónsson Tel mig óbundinn af tilmælum ráðherra Ég tel mig á engan hátt bund- inn af síðustu tilmælum mennta- málaráðherra og mun því tví- mælalaust ganga út þann 1. mars ef ekki fæst veruleg úrbót í Kjara- dómi, sagði Hafþór Guðjónsson kennari við Menntaskólann við Sund, er Þjóðviljinn brá sér á kennarastofuna í gær. Við höfum álit okkar lögfræðings á því að ráðherra beri að tilkynna fram- lengingu uppsagnar með mánað- arfyrirvara að minnsta kosti. Éf það er rétt sem Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðarráðherra sagði á fundinum á Gauki á Stöng, að menntamála- ráðuneytinu sé annt um að styðja við bakið á okkur kennurum, þá skil ég ekki hvers vegna ráðu- neytið hefur ekki lýst yfir stuðn- ingi við kröfur okkar, sagði Haf- þór að lokum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.