Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 13
MENNING Skíðaskáiinn í Hveradölum hefur tekið stakkaskiptum í vetur, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Byggður hefur verið mikill glerskáli fyrir framan gamla húsið, jafnframt því sem súðin á útbyggingu í suðurenda skálans hefur verið hækkuð til jafns við meginþak- ið og útbyggingin breikkuð til jafns við meginskálann. Þá hefur verið steypt upp aðstaða fyrir heita potta og gufubað. Framkvæmdir þessar hafa sætt nokkurri gagnrýni í borg- arstjórn Reykjavíkur, en Reykjavíkurborg er eigandi skálans. Hafa framkvæmdir við glerskálann verið stöðvað- ar af borgarráði meðan leitað er tilskilinna leyfa, og Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi hefur borið fram tillögu þess efnis að skálinn verði friðaður, en yrði slíkt samþykkt þyrfti væntanlega að fjarlægja gler- skálabygginguna. Gjörbreytt útlit Gamli Skíðaskálinn er norskt stokkhús, sem pantað var frá Noregi árið 1934, og hefur verið talið eitt þeirra húsa í eigu borg- arinnar, sem varðveislugildi hafa. Rekstur og viðhald skálans var hins vegar komið í ólestur Skíðaskálinn í Hvera- dölum breytir um svip Skíðaskálinn í núverandi mynd þegar skálinn var leigður Carli Jóhansen veitingamanni í Veislumiðstöðinni fyrir rúmu ári. Þjóðviljinn brá sér á staðinn og skoðaði breytingar á húsinu með Herjólfi Jóhannssyni smið. Ljóst er að viðbyggingin gjörbreytir ytra útliti hússins, og hefur bygg- ingarnefnd Reykjavíkur verið með efasemdir um burðarþol glerþaksins vegna lítils halla. Innan dyra hafa verið gerðar tals- verðar umbætur á húsinu. Setu- stofa með bar er innréttuð í kvist- herbergjunum sem áður fyrr voru leigð til gistingar. Umhverfi eld- stæðisins niðri hefur einnig verið breytt og þar komið fyrir bar. Þriðji barinn er síðan í kjallara, en þar er einnig verið að ganga frá öðrum matsal. Lá undir skemmdum Carl Jóhansen sagði í samtali við blaðið að Skíðaskálinn hefði verið mjög illa farinn þegar hann tók við honum, og húsið vart haldið regni eða vindi, auk þess sem hitalögn hefði verið ónýt. Þá hefði skálinn ekki lengur getað gegnt sínu hlutverki við móttöku skíðafólks, þar sem ekki var hægt að hleypa fólki inn á skíðaskóm. Sagði Carl að viðbyggingin ætti að gegna því hlutverki að taka á móti skíðafólki, þaryrði hellulagt upphitað gólf. Þar verða í fram- tíðinni bornar fram léttar veiting- ar á meðan veitingasalirnir inni verða með almenna veitinga- þjónustu fyrir einstaklinga og einkasamkvæmi. Arðsemi og sögulegt gildi Carl sagðist hafa lagt mikla vinnu í það að bjarga húsinu frá skemmdum. Steypuveggir í kjall- ara hefðu verið vatnsvarðir og sett ný ntöl að húsinu. Hitalögn utan dyra endurnýjuð, en skálinn er nú kyntur með vatni sem hitað er upp í hver um 1,5 km frá hús- inu. Þá hefur rafmagn í húsinu verið endurnýjað, innréttingar í kjallara og fleira. Carl sagðist hafa látið borgarráð vita áður en hann hóf framkvæmdirnar, en hins vegar hefði hann verið ein- um of fljótur á sér því hann hefði ekki enn fengið tilskilin leyfi frá heilbrigðiseftirliti. - Ég hóf bygg- ingu glerskálans fyrir áramótin til þess að geta klárað þetta fyrir vorið. Við höfum lagt nótt við dag hérna, - sagði Carl, - og ég ætla mér ekki annað en að reka hér gott fyrirtæki, sem gæti jafn- framt orið til að bjarga skálanum sem lá undir skemmdum. Mér þykir það hart ef á nú að fara að rífa þetta út úr höndunum á manni og ég skil ekki þau sjón- armið. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum er hér tekist á um þau markmið að vernda hús sem á sér sögulegt gildi og jafnframt að skapa þann grundvöll fyrir notk- un þess, sem getur staðið undir eðlilegu viðhaldi. Trúlega hefði mátt finna betri leiðir til að sam- ræma þessi markmið ef staðið hefði verið að framkvæmdum með meiri forsjálni. Þess má að lokum geta að Skíðaskálinn er opinn fyrir veitingasölu og einkasamkvæmi í vetur þrátt fyrir framkvæmdirnar sem þar standa yfir. ólg. Skíðaskálinn í upprunalegri mynd. Myndin er tekin einhvern tímann í kringum 1940. Herjólfur Jóhannsson smiður inni í glerskálanum, þar sem aðstaða verður fyrir skíðafólk. Útbygginu suður af kvisti hefur verið breytt: súðin hækkuð og út- bygging breikkuð til samræmis við gömlu veröndina. Eins og sjá má er glerskálinn mikill að flatar- máli. Heitir pottar, gufubað og aðstaða til útigrills hefur verið steypt upp sunnan við söluskálann. Ætlunin er að taka þetta i notkun næsta sumar. Miðvikudagur 13. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.