Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 6
MINNING Páll Sigurðsson Laugardaginn 26. jan. sl. vartil moldar borinn á Akureyri tengdafaðir minn, Páll Sigurðs- son fyrrv. kennari og skólastjóri, sem andaðist aðfaranótt sunnu- dagsins 20. s.m. eftir sex vikna legu á Fjórðungssjúkrahúsinu. Hann var 85 ára er hann lést. Vegna langra kynna og tengda tókst með okkur vinátta og ég held ég megi segja að við höfum verið góðir vinir. Mér er því ljúft að minnast hans með örfáum orð- um, - nú þegar hann er allur. Páll Sigurðsson fæddist 20. júní 1899 að Merkigili í Hrafnagils- hreppi í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Guðrún Rósa Pálsdóttir, skagfirskrar ættar, og Sigurður Sigurðsson, sem var Húnvetning- ur að ætt. Þau Merkisgilshjón eignuðust sjö börn og var Páll yngstur þeirra. Nú hafa öll þessi vel gerðu og myndarlegu systkini safnast til feðra sinna. Þrátt fyrir skagfirskan og hún- vetnskan uppruna sinn, taldi Páll sig ávallt, með réttu, Eyfirðing. Og Eyjafjörður æskuslóðanna var honum afar kær, - þar þekkti hann hverja þúfu, hæð og stein í landslagi. Var gaman að njóta leiðsagnar hans á smáferðalagi inn í Eyjafjörð á fögrum sumar- dögum. Merkisgilshjón munu hafa búið mjög þokkalegu búi að þeirra tíma hætti og talist vel bjargálna. Þau komu börnunum sjö vel til manns og þau vöndust við alla algenga sveitavinnu á uppvaxtarárunum. Tveir bræður Páls urðu síðar kunnir bændur á heimaslóð. Mér er til efs að hugur Páls hafi nokkurn tíma hneigst til bónda- starfs. En sveitin og búskapur áttu alltaf ítök í honum. Eitthvert lífsstarf varð þó ungi maðurinn að velja sér. Hann afréð að fara í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagn- fræðaprófi vorið 1921, 22 ára að aldri. Þaðan lá svo leiðin í Kenn- araskólann í Reykjavík þar sem hann lauk kennaraprófi 1924. Þar með var ævistarfið ráðið, kennar- astarfið, sem hann var kunnastur fyrir og hann stundaði lengst af fram á eftirlaunaaldur. F. 20. júní 1899 - D. 20. í skólum fór orð af Páli sem afburða námsmanni. Einkum voru það tvær kennslugreinar sem hann tók ástfóstri við, stærð- fræðiogíslenska. Reikningsmað- ur var hann svo glöggur að undr- um sætti. Hann lék sér að því að leysa hin erfiðustu dæmi í hugan- um. Um kunnáttu og smekk Páls á íslenskt mál bera ef til vill gleggst vitni ýmsar þýðingar hans á bókum úr erlendum málum, t.d. all margar barna- og ungling- abækur. Mér er kunnugt um að vandfýsnir gagnrýnendur fóru lofsamlegum orðum um þýðing- arnar og margir barnaskólar keyptu bækurnar, m.a. vegna málsins sem á þeim var. Þýðingar Páls urðu nokkuð margar. Skömmu eftir kennaraprófið verða þáttaskil í lífi Páls, því 19. sept. 1925 kvænist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Vilborgu Sigurðardóttur frá Brekkugerði í Fljótsdal. Þau munu hafa kynnst í Möðrufelli í Eyjafirði sumarið 1924 þar sem þau voru í kaupa- vinnu. Þeir sem til þekkja, vita að Vil- borg var stoð hans og stytta f líf- inu, æðrulaus í andstreymi, bros- hýr í meðbyr. Fyrsta búskaparár sitt bjuggu ungu hjónin á Svalbarðseyri þar sem Páll kenndi við sveitar- skólann. En árið 1926 liggur svo leiðin til Ólafsfjarðar þar sem Páll var ráðinn við barnaskólann. í Ólafsfirði bjuggu þau í nítján ár, eða til ársins 1945, að þau halda vestur í Fljótin, þar sem Páll verður kennari og skólastjóri við heimavistarskólann að Sólgörð- um, og Vilborg húsmóðir skóla- heimilisins. Þarna eru þau í sex ár. Eftir það má segja að þau hjón séu á eins konar faraldsfæti um tíma. Eitt ár eru þau á Stokks- eyri þar sem Páll var skólastjóri. Þrjú ár eru þau á Siglufirði þar sem hann stundaði ekki fasta kennslu en nokkra stunda- kennslu jafnframt ýmissri al- mennri vinnu sem bauðst á þeim stað. En árið 1955 flytjast þau svo til Akureyrar þar sem þau hafa búið síðan, ávallt að Gilsbakkavegi 5. Á Akureyrarárum tekur svo Páll að sér kennslu og skólastjórn við sveitarskólann á Hrafnagili. Við þetta starf er hann í þrjú ár þar til hann kemst á eftirlaunaaldur og hættir kennslu. Óhætt má fullyrða að Ólafs- fjarðarárin hafi verið athafna- mesti tíminn í æviskeiði Páls. Hann er þá í blóma lífsins, kraft- mikill, búinn góðum gáfum sem eftirvartekið. Kennaralaun voru ekki há á þessum árum fremur en nú. Hann þurfti því að verða sér úti um aðra vinnu til að drýgja lág launin. Skömmu eftir komuna til Ólafsfjarðar ræðst hann í það að koma upp þaki yfir fjölskylduna, húsi sem nefnt var Sunnuhvoll, Kirkjuvegur 9. Síðar reisti hann svo viðbyggingu við húsið. Auk þess höfðu svo hjónin kú og kind- ur eins og alsiða var hér áður fyrr í sjávarplássum. Páll vann því mikið á þessum árum og lagði oft verulega hart að sér við að sjá sér og sípum farborða. En þrátt fyrir brauðstritið gaf hann sér þó tíma til að sinna ýms- um félags- og sveitarstjórnarmál- um. í hreppsnefndinni sat hann á árunum 1937-44. í stjórn spari- sjóðsins var hann í 18 ár. f stjórn Verkalýðs- og sjómannafélagsins í nokkur ár. Páll var bindindis- maður og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Góðtemplara- kennari janúar 1985 regluna, m.a. lengi gæslumaður unglingastarfs. Eg er ekki í minnsta vafa um að öllum þessum störfum hafi hann gegnt af trúmennsku. Gamla nemendur hef ég heyrt lýsa þakk- læti fyrir kennslu hans. Kom þetta og glöggt fram við útför hans. Páll tengdafaðir minn var rót- tækur í stjórnmálum. Á Ólafs- fjarðarárum fylgdi hann Sósíal- istaflokknum að málum og var eitt sinn á framboðslista hans í alþingiskosningum í Eyjafjarðar- sýslu. Þó var hann enginn teóríu- maður og hafði engan metnað til verulegra stjórnmálaafskipta. Hann átti það þó til að taka til máls á stjórnmálafundum, en var ætíð málefnalegur, laus við alla persónulega kerskni sem hann hafði ímugust á en hélt fast við þann málstað sem hann taldi rétt- astan. Á hreppsnefndarárum Páls ráðast Ólafsfirðingar í þau stór- virki að koma upp hitaveitu, og rafveitu og fara að hugsa alvar- lega um mál málanna fyrir hafn- laust sjávarplássið, - höfnina. Það er ég alveg viss um að dug- miklum samstarfsmönnum hans í hreppsnefndinni hafa ekki þótt ráð hans og tillögur þær lakleg- ustu áður en til framkvæmdanna kom. Páll tengdafaðir minn var ágætlega skáldmæltur svo sem hann átti kyn til. Hafði hann gaman af að búa til vísur og ljóð og fékkst talsvert við það hér fyrr á árum. Kveðskapur Páls var ætíð einlægur, rétt gerður og oft afar fallegur, t.d. ljóð hans um æsku- byggðina í Eyjafirði sem prestur flutti við útför hans. Þá leituðu kórar og söngflokkar á Siglufirði og í Ólafsfirði stundum til hans með ljóð við erlend lög. Var þá hafður sá háttur á að honum voru fengnar nóturnar í hendur og síð- an samdi hann eða þýddi lauslega textana sem alveg pössuðu við lag upp á nótu. Aldrei þurfti að þröngva þeim að lagi. Þó nokkuð margir söngtextar eru til eftir Pál og stundum sungnir án þess að höfundar sé getið. Finnst mér það miður. Eitt var það í eðli tengdaföður míns sem var afar áberandi. Það var hin ríka samúð hans með hin- um minnimáttar í lífsstríðinu. Þetta kom ekki fram með orðum heldur með gjörðum. Hann var og einlægur fugla- og dýravinur og nutu þessir málleysingjar oft góðs af gjörðum hans, t.d. á hörðum vetrum. Þegar líknarstofnanir sendu út ákall um aðstoð við hungraða og þjáða í heiminum, stóð ekki á viðbrögðum Páls Sigurðssonar. Hann var rausnarlegur í fram- lögum sínum án þess mikið væri um talað. En þetta fannst honum ekki nóg. Hann tók upp á því á seinustu árum að safna flöskum á almannafæri og koma þeim í verð. Andvirðið sendi hann ýmist til Hjálparstofnunar kirkjunnar eða Rauða krossins og varð þetta oft talsverður skildingur þótt oft- ast fylgdi eitthvað með úr eigin vasa. Eg gæti nefnt mörg dæmi um elju hans við söfnunina og þá skyldu sem honum fannst hvíla á sér í þessum efnum, en sleppi því þar sem það væri ekki að hans skapi. Þess má þó geta að Hjálp- arstofnun kirkjunnar færði hon- um alúðarþakkir við útförina. Páll og Vilborg eignuðust fjór- ar dætur sem allar eru fæddar í Ólafsfirði. Þær eru í aldursröð: Guðrún Rósa, kennari, gift undirrituðum. Margrét Kristrún, húsfreyja á Ljósalandi í Vopna- firði, gift Helga bónda Þórðar- syni. Sigríður Guðný, hjúkrunar- fræðingur, ógift. Álfhildur, kennari, gift Bárði Halldórssyni, menntaskólakennara og for- stöðumanni Námsflokka Akur- eyrar. Systurnar eru allar búsettar á Akureyri, - nema Margrét. - Barnabörn og barnabarnabörn Vilborgar og Páls eru þrettán talsins. Ég vil að lokum þakka Páli Sig- urðssyni fyrir áratuga kynni, vinsemdina og alúðina. Ég kveð hann hinstu kveðju með þökk og virðingu. - Blessuð sé minning hans. Akureyri 27. dag janúar 1985. Eiríkur Eiríksson Ferðaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin. Eftir 5til lOmínútnastanságóðum staö er lundin létt. Minnumst þess að reykingar i bilnum geta m.a. orsakað bílveiki. yUMFERÐAR RÁÐ 1X2 1X2 1X2 24. leikvika - leikir 9. feb. 1985 Vinningsröð: 1X1-X12-1X2-XX1 1. vinningur: 12 réttir, kr. 480.085.- 93048(6/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 8.945.- 2964+ 45063 50849 53097+ 92583 95651 5755 47324 50861 89914+ 95306 96162 41088 50253 50869 92453 95433 Kærufrestur er til 4. mars 1985 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsuþphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Trefja- efni í stein- steypu Nýlega kom á markaðinn efni fyrir steinsteypu sem í mörgum tilvikum gerir járnabindingu óþarfa og bætir flesta eiginleika steypunnar. Efni þetta, Fibermesh, er trefja- efni úr plasti. Það ryðgar ekki og hefur áhrif á sprungumyndun, höggþol, slitþol og vatnsheldni steypunnar. Fibermesh er fram- leitt í Bandaríkjunum en um- boðsaðili á fslandi er Hlutverk sf. sem þegar hefur hafið sölu á þessu undraefni. Alls eru fram- leiddar um 12 tegundir Fibermesh-trefja. Trefjunum er blandað í venjulega steypu í hlut- föllunum 1 kg Fibermesh í hvern rúmmetra steypu. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Fyrsta úthlutun norrænu ráðherranefndarinnar (mennta- og menningarmálaráðherrarnir) 1985 - á styrkjum til útgáfu á norrænum bókmenntum í þýð- ingu á Norðurlöndunum - fer fram í maí. Frestur til að skila umsóknum er: 1. apríl 1985. Eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá menntamálaráðuneytinu í Reykjavík. Umsóknir sendist til: NORDISK MINISTERRÁD Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10 DK-1205 Köbenhavn K Sími: DK 01-11 47 11 og þar má einnig fá allar nánari upplýs- ingar. 5AMVINNU TRYGGINGAR ÁRMULA3 SIMI 81411 SÖLUMAÐUR Viljum ráða sölumann til starfa nú þegar. Óskum eftir starfsmanni með góða undirstöðu- menntun og hæfni til mannlegra samskipta. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar hjá Starfs- mannahaldi, Ármúla 3, Reykjavík, sími 81411.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.