Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 7
Tvennir Þann 6. febrúar voru tvennir tónleikar sem merkilegir mega teljast. í Norræna húsinu voru óvanalegir hádegistónleikar, Snorri Sigfús Birgisson lék píanó- verk eftir sjálfan sig, en þau eru ætluð byrjendum í píanóleik. í efnisskránni segir höfundur: „Fyrir rúmu ári fór Nomus þess á leit við fimm tónsmiði, einn frá hverju Norðurlandanna, að þeir semdu hver um sig 25 stutt lög fyrir byrjendur í píanóleik. Ætl- unin að velja svo úr þessum lögum í hefti sem síðar verða gef- in út.“. Það var mjög skemmtilegt að heyra þessi lög Snorra sem voru bæði fyrir einleik, fjórhent og með segulbandi. Lögin eru mjög hugvitsamlega samin, en það er mikið lagt upp úr pedalnum og er því varla á færi algerra byrjenda Tónlist píanótónleikar a.m.k. sum af þessum lögum. En það á eftir að koma í ljós hvernig þau reynast í „praksis" en ég á von á að kennarar og nemendur muni hafa bæði gagn og gaman af þessum skemmtilegu lögum Snorra S. Birgissonar. Gísli Magnússon og Sigríður Einars- dóttir aðstoðuðu við flutning lag- anna. Um kvöldið voru tónleikar á Kjarvalsstöðum. Anna Áslaug Ragnarsdóttir hélt píanótónleika sem mega teljast sögulegir því þar voru í fyrsta skipti leikin pí- anólög eftir íslensk tónskáld ein- göngu. Sum af þessum píanó- verkum hafa oft heyrst hér áður, eins og „Der wohltemperierte pi- anist“ (1971) eftir Þorkel Sigur- björnsson, Sónata fyrir píanó eftir Leif Þórarinsson (1957), Gloria eftir Atla Heimi Sveins- son hefur verið leikin hjá Musica Nova og þrjár af fimm Preludium Hjálmars H. Ragnarssonar hafa einnig verið leiknar á tónleikum Musica Nova. Tvær sónötur voru eftir Jónas Tómasson, önnur samin 1973 og hin í desember s.l. (frumflutningur). Heildarsvipur tónleikanna var stórglæsilegur og ánægjulegt að verða vitni að því hversu tónskáld okkar hafa verið ötul að skrifa fyrir píanó á síðustu árum. Það var sannarlega margt bitastætt á efnisskránni og mun ég ekki fara út í smáatriði eða reyna að lýsa eða gagnrýna einstaka þætti tón- verkanna, en ég vil ekki láta hjá líða að minnast á sónötur Jónasar Tómassonar sem mér fundust vera mjög áhugaverðar og svo prelúdíur eftir Hjálmar sem ég er Systkinin Anna Áslaug Ragnarsdóttir og Hjálmar Ragnarsson: Hún spilaði at miklu fjöri og músíkgleði og ég er viss um að prelúdíur Hjálmars eiga eftir að vinna sér fastan sess á tónleikum í framtíðinni. Ljósm.: Atli. viss um að eiga eftir að vinna sér fastan sess á tónleikum í framtíð- inni. Verkin eftir Leif og Þorkel eru þegar orðin „klassísk" og Gloria Atla Heimis sýnir enn einu sinni að það eru engin tak- mörk á hugmyndaflugi þessa gáf- aða tónskálds. Anna Aslaug spil- aði af miklu fjöri og músíkgleði og á hún miklar þakkir skilið fyrir að hafa komið þessari merkilegu og bráðskemmtilegu efnisskrá á framfæri. R.S. Tóniist Þorsteinn Gauti „átti“ konsertinn kvæðin íslensku, en hvað um það, verkið er ekki programmus- ik heldur stendur á sínum eigin verðleikum. Ég get ekki annað sagt en að S.í. undir stjórn Jacq- uillat hafi flutt verkið vel og vil ég sérstaklega minnast á klarinett- einleikinn í enda verksins sem Óskar Ingólfsson lék mjög fal- lega. Það var mikil eftirvænting meðal áheyrenda að heyra næsta verk á efnisskránni sem var pían- ókonsertinn nr. 2 op. 16 eftir Prokofieff, Þorsteinn Gauti Sig- urðsson var einleikari. Það er ekkert smáræði sem þarf til þess að koma þessu níðþunga verki til skila svo að fullnægjandi sé, en þessi stórefnilegi ungi píanó- leikari var ekki aðeins vandanum vaxinn, heldur lék hann af slíkum yfirburðum og músíkölsku innsæi að maður féll í stafi. Það var ein- hverntíma skrifað um Jorge Bo- let, amerískan píanista sem spil- aði þennan konsert, að hann hafi „gleypt konsertinn með húð og hári, hann „eigi“ konsertinn, hverja nótu í honum og leiki sér að honum eins og börn leiki sér að leikföngum sínum". Ummæli sem þessi eru vitanlega vegna þess hversu óhemjuerfiður kons- ertinn er og það þykir í frásögur færandi þegar menn leika sér svona að honum og það er hrein- lega ekki á færi allra píanista þó góðir séu. Þessi ummæli má líka heimfæra á Þorstein Gauta. Hann „átti“ konsertinn og sýndi okkur enn einu sinni að í honum búa stórbrotnar músikgáfur sem gefa vonir um mikinn frama í framtíðinni, N.B. ef rétt verður á haldið. Samspilið með hljóm- sveitinni gekk vel. Að endingu var sinfónía nr. 4 í B-dúr eftir Beethoven. Flutning- urinn gekk allvei, þó fór þetta framhjá manni einhvernveginn svona hlutlaust, sem sagt ekki sérstaklega minnisstæð túlkun. En síðasta þáttinn er alltaf spenn- andi að hlusta á og svo var það einnig nú. R.S. RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSO Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar 7. febrúar 1985 Stjórnandi: Jean Pierre Jacquillat Einleikari: Þorsteinn Gauti Sigurðsson Efnisskrá: Jean Sibelius „En Saga“ tónaljóð op.9 Sergei ProkofiefT: Píanókonsert nr. 2 í g-moll op.16 L.v. Beethoven: Sinfónía nr. 4 í B-dúr op. 60. Tónaljóðið „En Saga" sem var fyrst á efnisskránni er magn- þrungið verk, fullt af dulúð og óhugnanlegri stemmningu en um leið svo seiðandi tónlist að með eindæmum er. í efnisskránni segir að kveikjan að verkinu hafi verið Kalvala kvæðin, en ég hefi séð annarsstaðar að Sibelius hafi fyrst og fremst haft í huga Eddu- „Þessi stórefnilegi ungi píanó- leikari var ekki aðeins vandanum vaxinn, heldur lék hann af slíkum yfirburðum og músíkölsku innsæi að maður féll í stafi“, segir Rögnvaldur m.a. í dómi sínum. Miðvikudagur 13. febrúar 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.