Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.02.1985, Blaðsíða 9
MENNING í rúmt ár hef ur veriö unniö aö undirbúningi aö fyrstu jazz- hátíð á íslandi sem haldin veröur 22. og 23. febrúar nk. Þaö er hljómplötuútgáfan Gramm og Ulli Blobel Kons- ertbúro í Wuppertal sem skipulagt hafa þessa hátíö í sameiningu en Goethe Instit- ut í Þýskalandi, Plo Helvetica í Sviss og aðrar menningar- stofnanirviðkomandi landa hafa veitt styrki til hátíðarinn- ar. Þessmágeta aöjazzhá- tíðin hefur vakiö töluverða at- hygli erlendis. Fréttir um hana hafa birst í öllum helstu jazztímaritum á meginlandinu og þýska stórblaðið Die Welt birti einnig ýtarlega frétt um hanafyrirskömmu. Þáervit- aö að talsverður hópur út- lendinga mun koma sérstak- lega hingað á hátíðina. Jazzhátíðin verður haldin í Fé- lagsstofnun stúdenta og þar koma fram margir fremstu tón- listarmenn í evrópskum nútíma- jazzi. Þessir tónlistarmenn eiga það sameiginlegt að vera brauðryðjendur í þeirri stefnu evrópskrar jazztónlistar sem ým- ist hefur verið kennd við frjálsan jazz eða spuna og á upptök sín um miðbik 7. áratugarins. Allt þetta tónlistarfólk hefur hlotið viðurkenningu á alþjóðavett- vangi og haldið tónleika vítt og breitt um heiminn, svo sem í Jap- an, Indlandi, í Ástralíu, Austant- jaldslöndunum og upp á síðkastið hefur það í auknum mæli haslað sér völl í fæðingarstað jazzins, Bandaríkjunum. Eftir tveggja áratuga feril liggja eftir þennan hóp tugir hljómplatna sem flestar hafa verið gefnar út hjá þýska hljómplötufyrirtækinu Free Mus- ic Production, en einnig hol- lenska fyrirtækinu I.C.P. og þýska fyrirtækinu F.C.M. Það eru eftirtaldir tónlistar- menn sem sækja íslendinga heim að þessu sinni: Irene Schweizer píanóleikari frá Sviss, Han Benn- ink trommu- og slagverksleikari frá Hollandi, Fred van Hove pí- anóleikari frá Belgíu, Evan Park- er saxófónleikari frá Englandi, Ulrich Gumpert píanóleikari frá Austur-Þýskalandi og frá Vestur- Þýskalandi koma trompetleikar- inn Heinz Becker, píanóleikar- inn Alexander von Schlippen- bach, trommuleikarinn Paul Lo- vens, saxófón- og klarinettuleik- arinn Peter Brötzmann og bassal- eikarinn Peter Kowald, en þeir tveir síðastnefndu koma hingað beint eftir tónleika í Carnegie Hall í New York, í fyrsta sinn sem þýskir jazzleikarar leika í því fræga húsi. Alexander von Schlippen- bach stundaði píanónám í klass- ískri tónlist og nam jafnframt tónsmíðar við tónlistarháskólann í Köln. Hann varð snemma fyrir áhrifum af Thelonious Monk og Bud Powell sem hann metur mik- ils enn þann dag í dag. Þó var það Cecil Taylor sem varð aðalfyrir- mynd Schlippenbachs þegar fram liðu stundir. Árið 1966 stofnaði hann stórsveitina Globe Unity Orchestra sem er ennþá starf- andi, hefur gefið út fjölda platna og hélt árið 1980 í mikla tónleika- ferð um Austurlönd fjær. Schlippenbach hefur einnig um árabil starfrækt tríó með Evan Parker og Paul Lovens. Paul Lovens hóf feril sinn með því að leika ýmsar tegundir af hefðbundnum j azz og rokktón- Kvikmyndir Charlie Chaplin kvikmyndakvöld Ánæstunni mun Menningar- stofnun Bandaríkjanna heiðra Charlie Chaplin, einn af merk- ustu mönnum kvikmyndalist- arinnar. Fimm af helstu kvik- myndum hans verða sýndar þrjú kvöld í röð og kynnir Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri Chaplin og verk hans við upphaf hverrar sýningar. Allir eru velkomnir á þessar sýningar og aðgangur ókeypis. Dagskráin er með eftirfarandi hætti: Fimmtudaginn 21. febrúar verða sýndar „The Kid“ (Barnið) frá árinu 1921 og '^The Gold Rush“ (Gullæðið) frá árinu 1925. Þriðjudaginn 26. febrúar verða sýndar „The Circus“ (Sirkusinrf) . frá 1928 og „City Lights“ (Borg- arljós) frá 1931. Fimmtudaginn 28. febrúar verður svo að lokum sýnd „Limelight" (Sviðsljós). Dagana 22. og 23. febrúar verður jazzhótfð í Félagsstofnun stúdenta þar sem fram koma margir fremstu tónlistarmenn í evrópskum nútímajazzi list. Hann byrjaði að leika með Schlippenbach árið 1969 og hefur verið í Globe Unity Orchestra síðan 1970. Gagnrýnandinn Ell- en Brandt sagði um Lovens að kanadíska jazztímaritið Coda: „Hann er leitandi tónlistarmaður en jafnframt mjög íhugull. Þögn- in gegnir mikilvægu hlutverki í leik hans og hann uppgötvar hljóð af sömu einlægni leiksins og venjulega aðeins börn búa yfir. Það er þægileg tilfinning að sjá barnslega undrunina í hljóðunum sem hann býr til“. Evan Parker er að mestu leyti Paul Lovens: hefur leikið með stórsveitinni Globe Unity Orchestra síðan 1970. Evan Parker hefur leikið með fjölda þekktra spuna- og jazzleikara. sjálfmenntaður, byrjaði á því að líkja eftir Paul Desmond en kynntist síðan tónlist John Colt- rane og fór fljótlega eftir það að móta sinn persónulega stíl. Hann beitir mikið svokallaðri hring- öndun sem gerir það að verkum að hann getur leikið sér að yfir- tónakerfum sem breytast hægt og stöðugt án þess að hlé séu gerð fyrir öndunina. Hann hefur orðið fyrir áhrifum frá kóreanskri og japanskri tónlist, brasilískri indí- ánatónlist svo eitthvað sé nefnt. Parker hefur leikið með fjölda þekktra spuna- og jazzleikara svo sem Bandaríkjamanninum Ant- hony Braxton og Globe Unity. Fred van Hove er Belgíumað- ur sem starfaði lengi í tríói með Peter Brötzmann og Han Benn- ink. En hann hefur einnig starfað með Marion Brown, Barre Phill- ips, Albert Mangelsdorff o.fl. og gefið út hljómplötur undir eigin nafni. Heinz Becker er trompet- leikari, fæddur 1938 í Dresden en nú búsettur í Wuppertal í Vestur- Þýskalandi. Hann hefur leikið með stórsveit útvarpsins í Austur-Berlín og fleiri austur- þýskum jazzhljómsveitum, The London Jazz Composers Orche- stra og Bretunum Barry Guy, Elton Dean, Tony Oxley og Maggie Nichols. Ulrich Gumpert er austur- þýskurpíanóleikari. Hann stund- aði tónlistarnám bæði í tónlistar- háskólanum í Weimar og tónlist- arháskólanum i Austur-Berlín. Hann er einn af þekktustu jazzleikurum austan járntjalds ásamt löndum sínum Gúnther Sommer og Ludwig Petrowsky, en þeir hafa um árabil átt nána samvinnu við vestur-þýska jazz- leikara. Han Bennink vakti fyrst veru- lega athygli á jazzheiminum er hann lék á síðustu hljómplötu hins fræga bandaríska saxófón- leikara Eric Dolphy. Nokkru síð- ar breyttist stíll hans á mjög af- gerandi hátt og síðan hefur trommuleikur hans átt lítið skylt við hefðbundnar hugmyndir um ryþmasveitir. Margfrægt er tríó það sem Bennink stofnaði með Peter Brötzmann og Fred van Hove og starfaði um nokkurra ára skeið. Hann er Hollendingur og hefur leikið með mörgum þar- lendum hljóðfæraleikurum, en einnig með þekktum jazzleikurum svo sem Sonny Rol- lins, Dexter Gordon, Marion Brown, Lee Konitz, Ben We- bster, Don Cherry, Gato Barbi- eri ofl. o.fl. Peter Brötzmann er Islend- ingum að góðu kunnur síðan hann hélt hér tvenna tónleika árið 1979. Þá komst Vernharður Linnet svo að orði um hann að „hann væri svo sannarlega einn fremsti frjálsdjassleikari álfunn- ar“. Hann er tvímælalaust einn af brautryðjendum frjálsrar jazztónlistar í Evrópu og löngu orðinn heimsþekktur fyrir ofsa- fenginn og fjölbreytilegan saxó- fónleik. Auk þess að hafa leikið í margumræddu tríói með Fred van Hove og Han Bennink liggja eftir hann merkilegar hljóðritanir með Albert Mangelsdorff og Andrew Cyrille svo eitthvað sé nefnt. Héðan kemur Brötzmann frá New York þar sem hann leikur í Carnegie Hall í tríói með bassaleikaranum William Parker (sem starfar með Cecil Taylor) og slagverksleikaranum Milford Graves. Peter Kowald heimsækir ís- land nú í þriðja sinn. Líkt og Brötzmann mætir Kowald beint á jazzhátíðina eftir tónleika í Carn- egie Hall þar sem hann leikur í tríói með David S. Ware og Bea- ver Harris (sem þekktur er fyrir leik sinn með Archie Shepp og Albert Ayler). Aagot V. Óskars- dóttir tónlistargagnrýnandi Þjóð- viljans sagði um síðustu tónleika Kowalds hér á landi: „Tónlist Kowalds er kraftmikil og sterk en þó mjúk og fáguð. Hún seiðir áheyrendur með lifandi og dýn- amískum rytma sem er eins og drifkraftur og útgangspunktur alls þess sem gerist á tónleikun- um.“ Kowald hefur að undan- förnu unnið mikið að samvinnu evrópskra spunamanna og bandarískra frjálsdjassleikara og skipulagði mikla tónlistarhátíð í New York í því skyni á sl. ári. Hann hefur leikið með Albert Mangelsdorff, Carla Bley, John Cage, Rashied Ali, John Tchicai, Leo Smith, Marilyn Crispell o.fl. o.fl. Irene Schweizer er svissneskur píanóleikar og búsett í Zúrich. Hún byrjaði að leika frjálsan djazz á 7. áratugnum og var ein af brautryðjendum slíkrar tónlistar í heimalandi sínu. Hún lék um tíma í tríói með Peter Kowald og Pierre Favre, en hefur síðan um árabil leikið með blást- ursleikaranum Rúdiger Carl. Þá hefur hún leikið í tríói með bás- únuleikaranum George Lewis og Han Bennink og hljómsveitinni The Feminist Inprovising Group, en með henni kom hún til íslands og hélt tónleika fyrir nokkrum árum. Hún hefur líka getið sér frægðarorð fyrir einleik sinn og hefur sent frá sér allmargar hljómplötur undir eigin nafni. Tónlist Jazzhátíð á íslandi Miðvikudagur 13. febrúar 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.