Þjóðviljinn - 31.08.1985, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Qupperneq 3
FRETTIR Dagvistarheimilin Úti- fundurá mánudaginn Mánudaginn 2. scptember heldur Foreldraráð foreldra barna á dagvistarheimilum í Reykjavík útifund á Lækjartorgi og hefst hann kl. 17.00. Fyrir utan fulltrúa Forcldraráðsins munu á fundinum tala fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna ásamt fuUtrúa starfsfólks. Þessir fulltrúar eru: Kristín Kvaran, Gerður Steinþórsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Svanhild- ur Óskarsdóttir, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Anna K. Jónsdóttir og Sesselja Hauksdótir fóstra sem talar fyrir allt starfsfólk. Hver ræðumaður fær þrjár mínútur, aðstandendur fundarins hafa beðið fulltrúa stjórnmála- flokkanna um yfirlýsta stefnu þeirra í dagvistarmálum og hvað þeir telji að beri að gera í núver- andi stöðu. Fyrir fundinn, kl. 16.30 verður gengið frá Skóla- vörðuholti niður Skólavörðustíg- inn að Lækjartorgi. Breiðholt Sundlaugin stækkar Á sunnudag kl. 2 verður form- lega tekin í notkun ný útisundlaug við Sundlaug Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sundlaugin sem er 8x12,5 metrar eða 100 fermetrar og dýpt 70 cm til 90 cm kemur til með að nýtast fyrst og fremst sem kennslulaug og einnig sem al- menn barnalaug. Starfsmenn sundlaugarinnar sögðu okkur að laugin væri mjög vinsæl. „Það er alltaf troðfullt". SA Trillur 53 daga í viðbót Trillusjómenn fá að veiða í 53 daga það sem eftir lifir ársins samkvæmt nýrri reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu. Helg- arbönn eru felld úr gildi þann tíma sem leyfilegt er að stunda veiðar á trillubátum og veiði- heimildin nær til allra báta. Allar fiskveiðar á bátum undir 10 brl., nema síldveiðar, verða bannaðar frá og með 21. sept. til og með 3. okt. Einnig frá og með 25. okt. til og með 31. okt. og frá og með 16. nóv. og til ársloka. Á þessu ári verður trillusjó- mönnum bannað að stunda veiðar í samtals 114 daga en í fyrra voru veiðar þeirra takmark- aðar í 53 daga. Sjúkdómar Ónæmis- tæring á Grænlandi? Læknar á Grænlandi telja sig hafa fundið merki um ónæmis- tæringu í sjúklingi í Nuuk. Greindu þeir mótefni gegn ónæmistæringu í blóðsýni hans en hann hefur engin önnur einkenni sjúkdómsins. Talið er að 20% lík- ur séu á að þeir sem hafa mótefni gegn ónæmistæringu fái sjúk- dóminn innan þriggja ára. -ÞH/Reuter Alþýðubandalagið Framtíðarstefna í atvinnumálum Námstefna um nýja sókn íseptember Kennaraskortur \ Gmnnskólar í vanda Náttúmvætti undir malbik Náttúruverndarráð lýsti Laug- arás í Reykjavík náttúruvætti 1982. í auglýsingu um náttúru- vættið segir að óheimilt sé að raska landi á hinu friðlýsta svæði eða skerða jarðmyndanir á nokk- um hátt. íbúum Laugaráss brá því í brún þegar hafist var handa um gerð bílastæða á friðlýsta svæðinu andspænis Áskirkju. Mun Náttúruverndarráð hafa gefið leyfi til þessa og í bréfi dag- settu í janúar 1985 segir: „Nátt- úruverndarráð mun fyrir sitt leyti ... fallast á að tekin verði 1,0-1,8 m breið ræma af friðlýstu svæði á Laugarás vegna bílastæða...“ Og nú spyrja menn: er þetta ekki bara byrjunin? Það komast ekki margir bílar fyrir á þessari ræmu. Ljósm. Sig. r Eg er sannfærð um að þessi námstefna á eftir að vekja áhuga almennings því þetta eru auðvitað mál sem öllum kemur við, atvinnumál. Við ætlum að fjalla þarna um framtíðarfyrir- komulag í atvinnumálum á Is- landi, sagði Guðrún Hallgríms- dóttir matvælaverkfræðingur í samtali við Þjóðviljann í gær, en hún mun ásamt Margréti Frím- annsdóttur oddvita stjórna náms- tefnu um nýja sókn í atvinnumál- um á vegum Alþýðubandalagsins í september. „Námstefnan er haldin til að gera ljósa grein fyrir þeim gífur- legu möguleikum sem fýrir hendi eru í öllum greinum atvinnulífs- ins á íslandi. Við viljum benda á hversu mikið við eigum enn ósótt í hinar hefðbundnu atvinnugrein- ar með hjálp nútíma tækni, hug- vits og þekkingar sem vissulega er til staðar hér á landi. Við undirbúning námstefn- unnar reyndum við að forðast að aðgreina verkefni eftir hinni hefðbundnu skiptingu atvinnu- greina heldur að reyndum að tengja allar atvinnugreinar, land- búnað, iðnað og sjávarútveg, saman eftir bestu getu, því það er Guðrún Hallgrímsdóttir: íslendingar eiga mikið ógert í atvinnumálum. ljóst að þessar atvinnugreinar þurfa allar að styðjast hver við aðra. Það má segja að námstefnan sé liður í því að móta heilsteypta framtíðarstefnu í efnahags- og at- vinnumálum“, sagði Guðrún. Námstefnan verður haldin 22. september n.k. og er opin öllum sem tilkynna sig til skrifstofu Al- þýðubandfiagsins fyrir 15. næsta mánaðar. Á námstefnunni verða haldin fjölmörg erindi um hinar ýmsu greinar atvinnulífsins. gg Enn vantar í u.þ. b. 50 kennarastöður víða um land. Reynt að „bjarga málum“ með auknu vinnuálagi kennara. Nýleg könnunfrá Kennarasambandi íslands. Nú í lok mánaðarins, þegar skólastarf er að hefjast er enn óráðið í 50 kennarastöður í grunnskólum víða um land. Þeg- ar hafa verið ráðnir að skólum 120 réttindalausir kennarar, þar af eru nýráðningar 48. Kennara- fjöldi þessara skóla er um 1240. Þetta kemur fram í könnun sem Kennarasamband íslands lét framkvæma dagana 27.-29. ágúst s.l. Haft var samband við skóla- stjórnendur í 44 grunnskólum, þar af 13 í Reykjavík. í viðtölum við skólastjórnend- ur kom fram að miklu erfiðara er að fá kennara nú en undanfarin ár og mjög er áberandi að ekki er spurt eftir auglýstum stöðum. Einnig kom fram að í mörgum skólum hefur verið reynt að „bjarga málum“ með aukinni kennslu og yfirvinnu kennara. í Reykjavík náði könnunin til 13 skóla af 29. í þessum skólum vantar u.þ.b. 15 kennara. Utan Reykjavíkur náði könnunin til 31 skóla af 192. í þessum skólum vantar u.þ.b. 35 kennara. 31. ágúst ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Það er athygli vert við þessa könnun að í þeim 13 skólum í Reykjavík sem athugaðir voru er heildarfjöldi kennara 561 og af þeim eru 7 án réttinda. í þeim 31 skóla sem athugaðir voru utan Reykjavíkur er heildarfjöldi 671, en án réttinda eru hins vegar 113 kennarar. Þetta segir auðvitað sína sögu um það hvað skólar úti á landi eiga í miklum erfið- leikum. IH Kvikmyndasjóður Níu miljónum úUilutað Fimmtán aðilarfá styrkifrá 100þúsundum upp í 1.9 miljónir Kvikmyndasjóður úthlutaði tæpum níu miljónum króna í styrkjum til kvikmyndagerðar og dreifingar á kvikmyndum. Ut- hlutað var fyrir leiknar myndir, handrit og undirbúning, heim- ildamyndir, teiknimynd og kynn- ingu og dreifingu. Alls hlutu fimmtán einstaklingar og fyrir- tæki styrk að þessu sinni. Mestum upphæðum var veitt til gerðar leikinna mynda. Hilm- ar Oddsson og Þráinn Bertelsson fengu eina miljón og níu hundruð þúsund hvor til að gera leiknar kvikmyndir. Ágúst Guðmundsson, Friðrik Þór Friðriksson, Egill Eðvarðs- son og Þorsteinn Jónsson samtals 2.6 miljónir fyrir handrit og undirbúning og þar af fékk Ágúst mest eða 1.2 miljónir. Heiðar Marteinsson, Sýn hf., Erlendur Sveinsson og Hjálmtýr Heiðdal fengu styrk til að gera heimildamyndir að upphæð sam- tals 800 þúsund krónur. Jón Axel Egilsson fékk 200 þúsund til að ganga frá gerð teiknimyndarinnar Jurti. Til kynningar og dreifingar kvikmynda voru fyrirtækin Umbi, Skínandi hf., Manna- myndir og Haust hf. styrkt með 400 þúsund krónum hvert. gg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.