Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN Þegar gengið var til kosninga fyrir rúmum tveimur árum sló Sjálfstæðisflokkurinn mest um sig með tveimur kosningalof- orðum. Annars vegarsagði flokk- urinn (og reyndar Framsóknar- maddaman líka) að koma ætti niður verðbólgunni. Ekki var haft hátt um verðbólgustigið en eftir fyrstu mánuðina létu for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins á sér skilja að 10% verðbólga væri viðunandi. Bæöi þessi kosninga- loforð Sjálfstæðisflokksins eru rokin útí veður og vind. Um þessar mundir er verð- bólgan í landinu í kringum 40%, hún hefur komist yfir 60% og fyrir löngu er farið að kólna í kringum kenningar Sjálfstæðis- flokksins um orsakir verðbólgu. Kenningin var sú, að kauphækk- anir yllu beint verðbólgu. Og þegar Steingrímur Hermanns- son, Framsóknarflokkurinn og ráðherragengi Sjálfstæðisflokks- ins ásamt með Morgunblaðinu hafði hamrað á þessu í nokkur ár, var kominn pólitískur jarðvegur fyrir að láta höggið ríða sumarið 1983. Verðbætur á laun voru afn- umdar, en verðtrygging á öllu lánsfjármagni hélst á fullu með að svar en skæting frá þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur ekki látið við það sitja að ergja ungt fólk í Bú- seta, heldur þurfti sérstaka húsnæðishreyfingu til að pína miljarð til viðbótar sl. vor útúr ríkisstjórninni í þennan mála- flokk. Ljóst er að í haust kemur enn á ný til átaka innan ríkisstjórnar- innar um húsnæðismál, því til- burðir hennar til að bjarga sér í málaflokknum hafa verið meira og minna misheppnaðir, svosem einsog auglýsingin um rétt á lána- tilfærslu hjá Húsnæðisstofnun- inni bar með sér á dögunum. Kastar öllum syndum... Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að klóra sig útúr vandanum með því kasta syndunum á bakvið sig, á Alexander nokkurn Stefánsson húsnæðismálaráðherra og Fram- sóknarmann. í stundarstríðinu í fyrravetur tókst Sjálfstæðis- flokknum að halda Alexander í þessum gapastokki svikinna hús- næðisloforða, - en þegar á reyndi gat ráðherrann sýnt fram á að Sjálfstæðisflokkurinn væri síst eftirbátur Framsóknarflokksins í nægjan er þá ekki einungis vegna þess að SÍS sé hampað á kostnað SH-frystihúsa og útgerða, heldur vegna efnahagsstefnunnar sem bitnað hefur harkalega á lands- byggðinni allri. Hins vegar beinist þessi óánægja eðlilega gegn Framsóknarflokknum og SÍS innan Sjálfstæðisflokksins, þarsem útgerðarmenn og aðrir atvinnurekendur vega þyngst á metunum innan Sjálfstæðis- flokksins, en ekki t.d. sjómenn og fiskverkunarfólk sem séð gæti víðtækara samhengi í þessu máli. Hvað um það, - óánægjunnar hefur gætt á þingflokksfundum, á formannafundum og á kjör- dæmisþingum Sjálfstæðisflokks- ins að undanförnu. Sem dæmi um kergjuna sem hlaupin er í flokksmenn vegna ástandsins í sjávarútvegsmálum, má nefna þá sögu sem sögð er af kjördæmisþingi Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi fyrir skömmu. Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri á Flateyri hafði þar framsögu fyrir harðorðri ályktun, þarsem sjávarútvegsstefna Halldórs og ríkisstjórnarinnar var harðlega fordæmd og þess krafist að breytt yrði um stefnu. Að sögn brást ævintýralegum pólitískum ákvörðunum ráðherrans síðan. Það er nokkuð einkennandi fyrir þá pólitík sem ráðherrann rekur, að hún þolir enga lýðræðislega umfjöllun. Gjörbreytingar í menntamála- stefnu þjóðfélagsins eru ákveðn- ar án þess að hafi komið til um- fjöllunar Alþingis hvað þá við- komandi skólamanna og almenn- ings í landinu. í sumar hafa lands- menn mátt horfast í augu við nýtt form á ríkisreknum einkaskóla, sem ráðherrann ákvað ásamt með borgarstjóranum í Reykja- vík. Og nú fyrir helgina er enn eitt dæmið um bægslaganginn og hugarfarið, þegar ráðherra gefur út tilskipun um að létta af yfir- vinnuþaki, sem nam 30% fullrar vinnuskyldu áður. f tilskipuninni segir ráðherrann að skólastjórar eigi að reyna að halda yfirvinnu kennara innan skynsamlegra marka svo of mikið vinnuálag á kennara bitni ekki á nemendum. En er 30% yfirvinna ekki óhófleg yfirvinna? Þannig bregst ráðherr- ann við flóttanum úr kennara- stéttinni í kjölfar láglaunanna. En fá dæmi lýsa jafn vel andhúm- anismanum í þeim praxis sem of- stæisöfl innan Sjálfstæðisflokks- Sumir segja að óhætt sé að tala um þriðja stjórnarflokkinn, þar- sem ráðherrarnir eru. Ráðherrar beggja flokkanna hlaupa í vörn hver fyrir annan þegar stóllinn er í húfi. Það veldur því hins vegar að þegar á reynir getur þingflokk- ur og/eða forysta Sjálfstæðis- flokksins ekki gert alvarlega at- lögu að ríkisstjórninni þrátt fyrir hundóánægju sína með stjórnina. Óánægjuöflin í Sjálfstæðis- flokknum eiga engu að síður eftir að gera nokkur áhlaup á stjórn- ina. Nota tækifæri einsog af- greiðslu fjárlaga, húsnæðis- vandamálin, landbúnaðarmálin, sjávarútvegsmálin og svo fram- vegis. Málin eru dynamít - eld- spýtan finnst ekki. En raunveru- legur vilji til að kljúfa stjórnar- samstarfið er vissulega fyrir hendi. Það er annað sem kemur í veg fyrir það. Vantar makker Einsog hér hefur lauslega verið rakið, er full ástæða fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að hugsa sinn gang tvisvar áður en fleiri ár bætast við stjórnarsamstarfið við Framsókn. Margir innan Sjálf- Beðið eftir óvænta leiknum þeim afleiðingum sem allir þekkja. Verðbólguþróunin á stjórnar- tímabilinu gefur vísbendingu um að kenningar kaupskerðingar- sinnanna hafa reynst rangar. Verðbólga jókst ekki á tímabil- um mikilla kauphækkana vegna launaskriðs. Á hinn bóginn hefur verðbólgan vaðið aftur upp eftir miklar gengisfellingar og í kjölfar verðhækkana sem ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir. Hvað um það, verðbólgumarkmiðið er dottið upp fyrir hjá ríkisstjórn- inni, og Sjálfstæðisflokkurinn ber ekki einu sinni við að afsaka svik- in við stuðningsmenn. Húsnæðismálin í ólestri Sjálfstæðisflokknum tókst einkar vel upp í loforðum sínum í húsnæðismálum. Kváðust for- ystumenn flokksins, sérstaklega þeir á yngri kantinum, Friðrik Sophusson og Þorsteinn Pálsson, ætla að sjá til þess að stefna Sjálf- stæðisflokksins í húsnæðismálum fengi aftur byr undir báða - það ætti að gefa öllum landsmönnum kost á þaki yfir höfuðið. Stjómartímabilið hefur verið ein samfelld niðurlæging fyrir þessa stjórnmálamenn vegna ófremdarástandsins í húsnæðis- málum. Með geggjaðri stefnu í peningamálum (vextir, fjár- magnskostnaður, verðtrygging, allt á fullu meðan launin liggja eftir) hefur ríkisstjórninni lukk- ast að rústa þann vísi að húsnæðiskerfi sem fyrir var í landinu. Brugðið var fæti fyrir verkamannabústaðakerfið, fjár- mögnun lána til kaupa á eldra húsnæði nær ekki einu sinni helmingi af nýbyggingalánum og fólk þarf að bíða uppundir ár eftir greiðslu lánanna. Kjörin á þeim eru náttúrlega í engu samræmi við kaupskerðinguna sem haldið hefur verið við allt stjómartíma- bilið. Og þegar húsnæðissam- vinnuhreyfingin Búseti kom til skjalanna - þá fékk hún ekki ann- því að nfðast á ungu fólki sem leitar enn úrræða í húsnæðis- málum. Eftir stendur í þessum mála- flokki, að Sjálfstæðisflokkurinn og peningastefna hans hefur birst fólki, sérstaklega ungu fólki, sem argasta óbermi og flokkurinn níðingslegur í meira lagi, sbr. nauðungaruppboðsauglýsingar í blöðunum. Meðal þeirra sem skipa sveitir þúsundanna í Búseta, í húsnæðis- hreyfingunni og eigendur í nauð- ungaruppboðunum, eru ekkert síður fyrrverandi stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins en annarra flokka. Lausnin á þessu erfiða máli er fundin með gömlu Morgunblaðsaðferðinni: þing- menn Sjálfstæðisflokksins, ráð- herrar og forystumenn þegja djöfulinn ráðalausan. Á meðan missa þeir tiltrú fjöldans. Unga fólkið hugsar þeim þegjandi þörf- ina. Afsögn hótað Víða á landsbyggðinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn grundvall- að fylgi sitt á mótvæginu við SÍS/Framsóknarflokkinn. Áróð- urinn er þá eitthvað á þá leið, að SÍS sé auðhringur - hann haldi öllu frumkvæði einstaklingsins í atvinnumálum undir verndar- væng Framsóknarflokksins. Ríkisvaldið sé miskunnarlaust misnotað í þágu hringsins. Þeir sem eiga að vera mótvægið fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins t.d. í sjávarplássum eru gjarnan stór- útgerðarmennirnir. Inní Sjálfstæðisflokknum halda forystumennirnir því gjarn- an á lofti að eina leiðin til að halda hagsmunaklíkum Fram- sóknar/SÍS niðri sé að vera með þeim í stjórn. Þetta gekk all sæmilega fyrsta stjórnarárið í orði kveðnu, en þegar á stjórn- artímann hefur liðið hefur gætt vaxandi óánægju innan Sjálf- stæðisflokksins með sjávarút- vegsstefnu Framsóknarflokks- ins/Halldórs Ásgrímssonar. Óá- Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra all harkalega við þessari ályktun og kvaðst ekki mundu una því að hún yrði borin upp, eða kæmi með öðrum hætti til af- greiðslu. Þá myndi hann segja af sér ráðherradómi. Flutnings- menn sáu sér þann kost vænstan að draga tillöguna til baka, en eftir stendur óánægjan, sárindin og jafnvel uppgjöfin meðal Sjálf- stæðisflokksmanna víðs vegar á landsbyggðinni með stefnuna í efnahagsmálum og sjávarútvegs- málum sérstaklega. Þreytumerkjum fjölgar Þannig mætti taka hvern mála- flokkinn á fætur öðrum. í iðnað- armálum er flestum að verða ljóst, einnig innan Sjálfstæðis- flokksins, að stóriðjustefnan, raf- orkuframleiðsla fyrir erlenda auðhringi gengur ekki upp, fyrst og fremst af efnahagslcgum ástæðum. Það fæst ekki nógu hátt verð fyrir raforkuna, - og þarf ekki einu sinni að koma til um- ræðna um félagsleg/náttúru- verndarsjónarmið í þessu sam- bandi. Þess vegna beina nú æ fleiri sjónum sínum að þróun í sjávarútvegi og nýsóknarat- vinnugreinum svosem við höfum gert hér í Þjóðviljanum. Niður- staðan engu að síður; sá málflutn- ingur sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði upp með í stjórnarsam- starfið í iðnaðarmálum hefur fall- ið um sjálfan sig. f menntamálum er árangur Sjálfstæðisflokksins katastrófal. Varla líður svo mánuður að ekki berist fregnir af einhverju hneyksli úr herbúðum Ragn- híldar Helgadóttur menntamála- ráðherra. Hins vegar er stór mun- ur á þeim málaflokki og ýmsum öðrum; flokkurinn hafði engan loforðalista. Hins vegar brá svo við að ofstækisfullur frjáls- hyggjuhópur virðist hafa komist snemma í takkaborðið á ráðherr- anum og hefur lítið lát orðið á ins hafa ástundað í tíð núverandi ríkisstjórnar. Geir í klípu Þannig mætti í sjálfu sér halda lengi áfram og telja upp mála- flokka þarsem Sjálfsíæðisflokkn- um hefur gjörsamlega mistekist ætlunarverk og komið fram með klofið andlit gagnvart almenn- ingi. Þannig er til að mynda í átökunum Albert/Geir sem Morgunblaðið hefur tekið þátt í ásamt formanni flokksins. Fram að þessu hefur „varn- armálastefnan” verið sú eina sem flokkurinn hefur getað „samein- ast” um en umræðan hefur tekið aðra stefnu, þannig að ekki sér fyrir endann á afrakstrinum. Morgunblaðið hefur komist í slíka mótsögn í málinu að kenn- ingin er á skjön við veruleikann. Og þegar veldi einsog Morgun- blaðið hefur kenningu um veru- leika þá verður hún að ganga upp, annars má veruleikinn fara að vara sig. Og þannig stendur kjötstríðið/hersetan í leiðurum Morgunblaðsins að veruleikan- um er bara andskotans nær að vera svona óþægilegur við kenn- inguna um sjálfstæða íslenska menningu og efnahagslíf - óháð veru amríska hersins á íslandi. Að nokkru leyti er prófkjörsslag- ur í Sjálfstæðisflokknum hafinn með þessu máli, en alvara þess er þó æ fleirum ljós. Og á Alþingi í haust má gera ráð fyrir nýrri um- fjöllun um hersetuna. Leitað að eldspýtu Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins sem ekki eiga sæti í ríkisstjórn eiga ekki sjö dagana sæla. Þeir Friðrik Sophusson og Þorsteinn Pálsson hafa máske komið ár sinni betur fyrir borð innan Sjálfstæðisflokksins á tíma- bilinu, þeir hafa náð betri tökum á þingflokknum og öðrum flokks- stofnunum, en á sama tíma hefur ráðherragengið fjarlægst þing- flokkinn. stæðisflokksins telja að nú ætti flokksforystari unga að grípa gæs- ina. Koma að óvörum. Kljúfa stjórnina. Jarðvegurinn sé hag- stæður; Framsóknarflokkurinn er í botni samkvæmt skoðana- könnunum, Sjálfstæðisflokk- urinn frekar á uppleið og gæti náð sveiflu í kosningaslag, ríkis- stjórnin sjálf máttlaus og hlægileg o.s.frv. Með því að ríða þannig pólitíska fléttu gæti flokksfor- ystan náð sér á strik, meðan að óbreytt ástand í tvö ár til viðbótar myndi láta flokksforystuna eldast áfram illa. En af hverju grípa þeir ekki til slíkra ráða? Flokksforystan yrði að hafa einhvern flokk(a) tilbúin í sam- stjórn ef til rofs kæmi nú. Jón Baldvin Hannibalsson sem ólmur vill nýja viðreisnarstjórn náði miklu fylgi til sín um tíma sam- kvæmt skoðanakönnunum og keyrir stundum í málflutningi til hægri við Sjálfstæðisflokkinn, er flokksforystunni ekki nægilega öruggur kostur. Þeir vita að fylgi Jóns er fallvalt, þeir vita að innan Alþýðuflokksins sjálfs er kjarni sem hefur efasemdir um slíka stjórn (minnugur reynslunnar af hjáleigunni 1959-1971) og slík ný ríkisstjórn gæti orðið afskaplega veik. Áuk þess hefur Jón Baldvin ekkert sannað sig að þeirra mati. Bandalag jafnaðarmanna, sem í fyrra var til álita í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, lítur nú meira í áttir til félagshyggju, klassískrar jafnaðarstefnu og for- ystukjarni BJ hefur einangrast pólitískt í svokallaðri „frjáls- hyggju”. Alþýðubandalagið er ekki líklegt til að vilja neins kon- ar samstjórn með Sjálfstæðis- flokknum, þannig að flokksfor- ystan „unga” situr uppi með hina óvinsælu ríkisstjórn. Og þegar hún lýkur skeiði sínu er forystan unga orðin gömul. En það geta fleiri átt óvænta leiki en flokksforystan unga; verkalýðshreyfingin, stjórnar- andstaðan, Albert? Óskar Guðmundsson. Laugardagur 31. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.