Þjóðviljinn - 31.08.1985, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Qupperneq 7
HEIMURINN Suður-Afríka Átökín verða æ harðari Efnahagsástandið ferhríðversnandi. Seðlabóndinn gerðurútí bónarferð. Höfðaborg og víðar - Óeirðirnar í Suður-Afríku fara harðnandi dag frá degi og undanfarna þrjá sólarhringa hafa yfir 20 manns fallið og hundruð manns særst í átökum lög- reglu og mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minni- hlutans. í gær urðu hörðustu átökin í Höfðaborg og svo virð- ist sem þau fari harðnandi í borgarhlutum þar sem fólk af blönduðum uppruna býr, en í hverfum blökkumanna dregur heldur úr þeim. í hverfinu Mitchell Plain í Höfðaborg urðu átökin mest í gær. Að sögn yfirvalda skemm- dust 11 hús og 7 bflar í eldi og yfir 1 100 bflar skemmdust af völdum grjótkasts. Unglingar með grím- ur fyrir andlitunum hlóðu götu- vígi víða um hverfið og kveiktu svo í þeim. Einnig köstuðu þeir bensínsprengjum og grjóti. Ekki Þetta líka... ...Góð saia var á uppboði í London þar sem til sölu voru ýmsir hlutir sem verið hafa í eigu frægra tón- listarmanna. Hæsta verðið var greitt fyrir bifreið af gerðinni Aston Martin DB5, árgerð 1965, en hana keypti bítillinn George Harrison eftir að hafa séð James Bond aka um á slíkum bíl á tjaldinu. Fór bíll- inn á rúma miljón. Jakki sem Elvis Presley var í á tónieikum árið 1969 I fór á kvartmiljón og trommusett sem Ginger Baker barði á sínum tíma lagði sig á liðlega 200 þúsund krónur. Ekki er vitað hvort útsend- arar Poppminjasafnsins hafa sótt uppboðið. er vitað um mannfall því starfs- fólki sjúkrahúsa hefur verið bannað að skýra frá tölu þeirra sem komið er með og lögreglan neitar að gefa upp tölur. í Mitchell Plain eru heimaslóð- ir Állan Boesak, leiðtoga Lýð- ræðisbandalagsins sem handtek- inn var s.l. þriðjudag. Hann er vel látinn í hverfinu og er hand- taka hans ásamt með árás lög- reglunnar á göngu sem fara átti á miðvikudaginn að fangelsinu sem hýsir Nelson Mandela talin vera orsök óeirðanna í gær. Sendinefnd frá Efnahags- bandalagi Evrópu kom til Suður- Afríku í gær og lýstu ráðherrarnir sem hana skipa þungum áhyggj- um sínum og áhuga á að afnema aðskilnaðarstefnuna. Desmond Tutu biskup hefur fallist á að hitta ráðherrana að máli en jafn- framt gefið þá yfirlýsingu að hann eða aðrir leiðtogar blökkumanna muni ekki ræða við fleiri sendin- efndir sem komi til Suður-Afríku á skilmálum yfirvalda. Efnahagsástandið í Suður- Afríku fer hríðversnandi og hafa yfirvöld neyðst til að loka fyrir gjaldeyrisviðskipti til þess að stemma stigu við fjármagnsflótta og gengisfalli randsins. I gær fór bankastjóri seðlabanka landsins áleiðis til Bretlands og Banda- ríkjanna þeirra erinda að fá er- lenda lánadrottna til að veita hag- stæðari greiðslukjör af erlendum skuldum Suður-Afríku og til að afla nýrra skyndilána til að bjarga við efnahag landsins. Frá Lusaka í Zambíu bárust þær fréttir að Afríska þjóðar- ráðið hygðist halda fund með nokkrum valdamiklum mönnum úr viðskiptalífi Suður-Afríku með það fyrir augum að afnema aðskilnaðarstefnuna. Greindu talsmenn samtakanna, sem eru bönnuð í Suður-Afríku, frá því að samkomulag væri um að halda fundinn en staður og stund hafa ekki verið ákveðin. Siðvenjur Konur verða lesbískar Peking - Að sögn blaðs í Kína ýta giftingarsiðir í héraðinu Fujian í Austur-Kína undir það að konur verði lesbískar. í sex þorpum í héraðinu tíðkast það að fólk giftist á barnsaldri. Eftir brúðkaupið eyðir það aðeins 2-3 dögum saman og snýr svo aftur heim til föðurhúsanna. Að sögn blaðsins eyða hjón nóttunum saman á stórhátíðum eingöngu og þá er til siðs að kon- an gangi til fundar við eiginmann sinn með hulið andlitið svo hann sjái hana ekki. „Afleiðingin af þessum slæma sið er sú að margir karlmenn verða eirðarlausir og drykkfelldir. Margar kvennanna hneigjast til þess að verða lesbí- ur“, segir blaðið og bætir því við að sjálfsmorð og sefasýki séu einnig útbreidd í héraðinu. 5 ■ 1 1 1 #4* 3 Hvítþvottur. Þótt heldur hafi sljákkað í umræðunni um skýrslu Bernard Tricots sem hreinsaði frönsku leyniþjónustuna af allri sekt í málinu sem risið hefur út af Rainbow Warrior, skipi Grænfriðunga, eru eftirmálin í gangi hér og þar. Tveir útsendarar leynijDjónustunnar eru enn í haldi á Nýja-Sjálandi og eigandi seglskútunnar Ouvea frá Nýju-Kaledóníu hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur þremur öðrum útsendurum frá Frakklandi. Þeir höfðu, að sögn Tricot, það hlutverk að njósna um Grænfriðunga á Kyrrahafinu en daginn áður en Rainbow Warrior var sökkt hurfu þeir skyndilega frá Auckland. Viku seinna hvarf skútan af yfirborði sjávar og er talið víst að þremenningarnir hafi sökkt henni. Mennirnir þrír eru eftirlýstir á Nýja-Sjálandi fyrir morð og skemmdarverk en þeir ganga nú lausir í Frakklandi. Meðfylgandi mynd eftir franska skopteiknarann Plantu þarnfast ekki skýringa. Nígería ...Þegar verkamenn við efnaverk- smiðju í Bombay á Indiandi höfðu uppi mótmæli vegna kjaramála úti fyrir vinnustað sínum í gær kom upp leki á tanki sem hafði að geyma klór með þeim afleiðingum að einn lést og 69 veiktust, sumir aivarlega. Þetta er annar klórlek- inn í Bombay á stuttum tíma en í lok júní var farið með 113 manns á sjúkrahús eftir samskonar leka. ...Farþegi í lítilli flugvél í Ástralíu skreið út á væng vélarinnar og lagaði hjólabúnað hennar sem vildi ekki læsast niðri þegar lenda átti. Öðrum megin nægði að ýta á hjólabúnaðinn sem féll í rétt far en hinum megin neyddist maðurinn til að binda hjólabúnaðinn niður með beltum farþeganna og sætis- ólum vélarinnar. Lendingin tókst vel. Babangida opnar fangelsin Lagos - Hinir nýju valdhafar í Nígeríu opnuðu í gær aliar gáttir á illræmdasta fangelsi landsins og sýndu rúmlega 100 fanga sem þar hefur verið haldið í trássi við lög. Er þetta liður í herferð stjórnarinnar gegn mannréttindabrotum sem voru tíð meðan Buhari hershöfðingi var við völd. Aðstoðarlögreglustjóri lands- ins, Mohammed Gambo, kom Zimbabwe Sautján felldir Harare - Uppreisnarmenn í Zimbabwe réðust í fyrrakvöld á bóndabýli og skóla í suður- hluta landsins og felldu a.m.k. 17 manns að því er heimildir í Harare herma. Sveitir úr her og lögreglu leita uppreisnar- mannanna sem taldir eru vera 15 talsins. Þessi atburður er einn sá blóð- ugasti sem orðið hefur undanfar- in þrjú ár. Uppreisnarmennirnir réðust á bóndabæ í nágrenni borgarinnar Mwenezi og skutu a.rn.k. 13 manns til bana áður en þeir hurfu á braut á stolnum far- artækjum. Síðar réðust þeir á fleiri bæi og brenndu barnaskóla til grunna. Bfll eins bóndans fannst yfirgefinn og sundur- skotinn en eiganda hans, sem er hvítur landeigandi, er saknað. Undanfarin þrjú ár hafa yfir 200 manns fallið í árásum skæru- liða sem andæfa stjórn Mugabes. Stjórnin hefur ásakað stjórnar- andstöðuflokkinn, Zapu, og leið- toga hans, Joshua Nkomo, fyrir að styðja uppreinsarmenn. Nkomo hefur svarið það af sér. skýrði frá því að í Ikoyi fangels- inu í Lagos einu saman hefði yfir 100 manns verið haldið í trássi við lög. Fyrr um daginn hafði hann gengið um fangelsið með hópi fréttamanna og sýnt þeim fang- ana sem margir hverjir báru menjar um barsmíðar og pynting- ar. Yfirmaður öryggissveitanna sem ráku þeitta fangelsi ásamt fleiru hefur verið leystur frá störf- um og er nú í haldi. Meðal fanganna var einn Þjóð- verji og bandarísk kona og talið er víst að fleiri útlendingar séu í haldi hjá öryggissveitunum. Er þeim flestum gefið að sök að hafa komið inn í landið á ólöglegan hátt. Sumir fanganna höfðu verið í haldi í 18 mánuði án þess að koma fyrir rétt eða vera formlega ákærðir. Hin nýja stjórn Babangidas, sem áður var yfirmaður herafla landsins, lét það verða eitt sitt fyrsta verk að nema úr gildi rit- fram í sjónvarpi í fýrrakvöld og REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON skoðunarlög sem kváðu á um langa frelsissviptingu þeim til handa sem gagnrýndu stjórn Bu- haris. Allir fréttamenn sem sátu í fangelsi í krafti þeirra laga hafa verið látnir lausir skilmálalaust. í gær tók 28 manna stjórnarráð við völdum af herforingjastjórn Buharis. Margir sem sátu í þeirri síðarnefndu halda völdum sín- um. Babangida kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að hann tók völdin í sínar heldur. Hann sagði á blaðamannafundi að stjórn sín myndi þegar í stað grípa til ráðstafana gegn verð- bólgu og atvinnuleysi. Hann sagði að Nígería myndi standa í skilum með afborganir af er- lendum skuldum, sem nema uþ.b. 20 miijörðum dollara, „þó að hraðinn á afborgunum muni e.t.v. hægjast til þess að létta þrýstingi af efnahagslífi lands- ins“. Hann sagði að áhersla yrði lögð á bætt samskipti við ná- grannaríki Nígeríu sem mörg hver hafa orðið fyrir barðinu á þeirri ákvörðun Buharis að loka Íandamærunum og senda erlenda verkamenn heim. Einnig gaf hann í skyn að stjórn hans vildi bæta samskiptin við bresk stjórnvöld en þau hafa verið mjög stirð síðan útsendarar Bu- haris reyndu að ræna fyrrverandi ráðherra í London og smygla honum úr landi. Laugardagur 31. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Póstur Danir fá fyrst Kaupmannahöfn - í könnun sem dönsku neytendasam- tökin hafa látið gera í átta löndum Evrópu kom í Ijós að póstur berst viðtakanda fyrst í Danmörku en síðast á ítaliu. Könnunin fór þannig fram að 194 bréf voru send af stað með pósti sama daginn í löndunum átta. í Danmörku bárust 95% bréfanna til viðtakenda daginn eftir. Noregur kom næstur, þar fengu 82,5% viðtakenda bréfin sín daginn eftir, síðan komu Bret- land, Vestur-Þýskaland, Hol- land, Frakkland og Austurríki en í þessum löndum bárust 55-79% bréfanna daginn eftir sendingu. Á Ítalíu kom ekkert bréfanna til skila daginn eftir og einungis eitt af hverjum fimm voru komin til viðtakenda þremur dögum eftir að þau fóru af stað.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.